Morgunblaðið - 29.01.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.01.2022, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022 Það koma upp margar minningar um Ebba og fjöl- skyldu hans þegar maður lítur um öxl. Kristín og Sjöfn dóttir hans eru mjög nánar og Kristín eyddi miklum tíma á heimili þeirra Siggu þegar hún var að alast upp, enda eru þær systk- inabörn og voru oft eins og systur því þær voru einu barnabörnin í fjölskyldunni í fjögur ár. Ebbi var listasmiður í höndun- um, bæði við útskurð, bökun og skreytingar. Hann skar mikið út og heimili hans og Siggu voru skrýdd sumum af verkum hans. Eitt sinn þegar við vorum í heimsókn fyrir nokkrum árum og vorum að fá okk- ur kaffi spurði hann hvort við ætt- um ekki smurhníf eftir sig. Við neituðum því, svo Ebbi skellti sér niður í bílskúr þar sem smíðastofan hans var og vippaði einum upp sem við tókum heim með okkur til Ari- zona. Gaman er nú að eiga hnífinn og minnast Ebba í hvert sinn er við notum hann. Kristín man ekki eftir ferming- arveislu eða öðrum uppákomum á uppeldisárunum sem vantaði kransaköku bakaða af Ebba. Hún man hann einnig vera að gera alls konar súkkulaðiskreytingar fyrir veislur. Eflaust munu margir í fjöl- skyldunni hugsa til Ebba þegar þeir gæða sér á kransakökum í framtíðinni. Ebbi og Sigga voru afar gestris- in og flestir í fjölskyldunni hafa ef- laust gist hjá þeim til lengri eða skemmri tíma. Við höfum oft notið góðs af þessu örlæti þeirra og þökkum við þeim innilega fyrir okkur. Það var gott að geta end- urgoldið gestrisnina þegar þau Evert Kristinn Evertsson ✝ Evert Kristinn Evertsson fæddist 26. desem- ber 1945. Hann lést 3. janúar 2022. Útför Everts fór fram 28. janúar 2022. komu í heimsókn til okkar til Arizona. Við vorum svo heppin að ná góðum tíma með Ebba í sumar og spjalla um þessa ferð þeirra til Arizona og þá bar helst að nefna körfu- boltaleikinn sem þeir Baldur fóru á með Phoenix Suns, því Ebbi er eins og allir vita mikill íþróttaunnandi. Við efumst ekki um að þegar spilaður er bolti í sumarlandinu þá mætir Ebbi fyrstur á áhorfenda- pallinn. Við fjölskyldan viljum þakka Ebba innilega samvistina og send- um innilegar samúðarkveðjur til Siggu, Sjafnar, Úlfs, Kasí, Óla, Auðar, langömmudrengjanna, Val- gerðar og annarra ættingja. Minn- ing um góðan dreng mun lifa. Kristín og Baldur. Það gengur enginn ósnortinn frá kynnum við Ebba heitinn. Ég var ekki nema fimm ára þegar ég kynntist Sjöfn, dóttur hans, er hún bættist í hóp okkar Ellýjar. Brátt vorum við kallaðar þrílembingarn- ir, enda óaðskiljanlegar og eyddum uppvaxtarárunum saman á Ketils- brautinni á Húsavík. Vinskapur sem haldist hefur í gegnum lífið. Ebbi var enginn venjulegur maður, bakari, þúsundþjalasmiður, listrænn, skar listilega út og eftir hann liggja margir fallegir gripir. Krafturinn og orkan sem fylgdu honum lengst eru góð fyrirmynd, en hann var ákveðinn, duglegur, útsjónarsamur og lunkinn kaup- maður. Sterk persóna hans fyllti rýmið - limalangur var hann, há- vaxinn, stórbeinóttur og beinaber. Hann hafði sjarma, þó ekki smá- fríður, rauðhærður, raddsterkur og með blik í augum. Hann kom hugðarefnum sínum í verk með sóma. Alger jaxl sem lét hvergi deigan síga. Ebbi og Sigga eru mun yngri en foreldrar mínir. Sjöfn er þeirra einkabarn og heimilið var ekki eins formfast og ég átti að venjast. Ebbi var bakari, mættur til vinnu snemma á nóttu og svaf oft seinni part dags. Sigga, hjúkrunarfræð- ingurinn, vann vaktavinnu og því oft fjarri. Við vinkonurnar nutum því þeirra forréttinda að vera án eftirlits í bakaraíbúðinni. Kaffitímum var oftast eytt á Ketilsbraut 17 eða 18, því þar var alltaf nóg af góðu bakkelsi. Í bak- araíbúðinni gátum við stelpurnar gúffað í okkur vínarbrauði, snúðum og kökum eins og við vildum. Þá var haldin keppni um „fallegustu“ borðsiðina. Ekki voru þeir þó sam- kvæmt formfestu í Downton Ab- bey! Við vorum ekki mikið til vand- ræða, lékum okkur í Barbie og fleiru eins og stelpur gerðu. Úti- leikir á kvöldin með miðbæjar- krökkunum, skíði í Melnum og snjóhúsagerð í snjóruðningum var einnig hluti af okkar prógrammi. Ebbi tók okkur stelpurnar oft með hingað og þangað, bíltúra á græna Lappanum og bakarísferð- ir. Stundum fengum við að gista að Fjöllum í Kelduhverfi þar sem for- eldrar Siggu bjuggu og fengum einnig að „hjálpa“ til við byggingu sumarbústaðar þeirra hjóna í Fjallalandi. Heima við stálumst við í plötuspilarann hans Ebba, hlust- uðum á Bonnie Tyler, Elvis Pres- ley og fleiri plötur sem ekki voru til á mínu heimili. Eitt sinn fengum við segulbandið hans Ebba í leyf- isleysi og vorum að hlusta þegar allt í einu heyrðist hár rómur Ebba þar sem hann skammaði okkur rækilega. Þá var ekkert annað að gera en að slökkva á og skila tæk- inu. En besta minningin er frá af- mæli Sjafnar. Þar brá Ebbi sér í gervi sjóræningja og þóttist ætla að bursta tennurnar í okkur stelp- unum með uppþvottabursta. Stuttu síðar birtist „Ebba“ frænka Sjafnar. Þar var Ebbi kominn í kjól af Siggu og óhætt að segja að það hafi vakið lukku. Hann lék á als oddi og við vinkonurnar vorum sammála um að þetta hefði verið besta afmæli „ever“. Nú á lokaspretti lífsins sýndi hann enn og aftur þann mikla kraft sem í honum bjó, ekki á því að játa sig sigraðan. Góður maður er genginn. Ég kveð Ebba með hlý- hug og virðingu og sendi Siggu, Sjöfn og fjölskyldu mínar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Everts Kr. Evertssonar. Guðlaug Gísladóttir. Evert Kristinn Evertsson eða Ebbi eins og hann var alltaf kall- aður er einn af þessum ómissandi mönnum í starfi hvers íþrótta- félags. Drifinn áfram af brennandi áhuga skilaði hann gríðarlega miklu starfi í áratugi. Ebbi ólst upp að hluta í Blönduhlíð og tilheyrði þar með Val landfræðilega og hann gekk í félagið 1957 og æfði með því. En hans mikli áhugi á handbolta kviknaði síðar, nánar til tekið í Sví- þjóð 1977 þegar náfrændi hans, markmaðurinn frægi Ólafur Bene- diktsson, gerðist markvörður Hels- ingborg. Ebbi og Sigríður eigin- kona hans héldu til hjá Óla í nokkurn tíma og áhuginn á hand- bolta blossaði upp. Mikill kærleik- ur var með þeim frændum og Siggu og þegar heim var komið gerðist Ebbi stjórnarmaður í hand- knattleiksdeild og einnig um tíma í knattspyrnudeild Vals og vann sleitulaust fyrir félagið þar til heils- an leyfði ekki meira. Auk þessa var hann fulltrúi félagsins í Handknatt- leiksráði Reykjavíkur. Hinn mikli áhugi Ebba á öllu sem tilheyrði Val varð til þess að hann hóf að halda til haga og safna saman hvers kyns minjum sem tengdust félaginu og kom hann upp fjölbreyttu safni í bílskúrnum og hafði af því mikla ánægju að fá í heimsókn áhuga- sama að skoða safnið, sem er hið álitlegasta. Rausnarskapur Ebba snerti ekki aðeins eigin frítíma heldur var hann óspar á að leggja til fjármuni félaginu til stuðnings, „fyrstur upp með veskið“ eins og góður félagi orðaði það. Þakkir eru hér einnig færðar til Siggu og dótturinnar Sjafnar fyrir þeirra þátt. Fulltrúaráð Vals valdi Ebba til að þiggja Friðrikshattinn 2020 en gripur sá er árlega veittur þeim einstaklingi sem sérdeilis vel hefur lagt félaginu til stuðning til langs tíma. Knattspyrnufélagið Valur þakk- ar og sendir fjölskyldu og vinum innilegustu samúðarkveðjur. Halldór Einarsson. Fyrrverandi sam- starfskona mín, Edda Kristjánsdótt- ir, hefur kvatt þenn- an heim, 86 ára að aldri. Þegar ég hóf störf sem rektor Háskólans á Akureyri á haustdög- um 1994 tók Edda afar vel á móti mér sem ritari rektors sem hún hafði sinnt af kostgæfni síðan 1990. Háskólinn á Akureyri var stofn- aður haustið 1987. Edda var því einn af frumkvöðlunum í því að byggja háskólann upp sem þá öfl- ugu stofnun sem hann er í dag. Hún var rektor til aðstoðar við dag- lega starfsemi, stjórnun og skipu- lag þessa unga háskóla. Edda vann störf sín af einstakri alúð og var röggsöm, stundvís, skipulögð og mjög fljót að afgreiða mál og koma öðrum málum, sem ekki voru á hennar borði, í réttan farveg. Hún bar ávallt hag nemenda háskólans fyrir brjósti og hafði ríka réttlæt- iskennd. Fljótlega var sú ákvörðun tekin að flytja starfsemi háskólans á einn stað á Sólborgarsvæðið. Hugmynd- in um flutning háskólans þangað hafði bæði kosti og galla í för með sér þó að hún hafi fyllilega sannað gildi sitt í dag. Þessir flutningar voru talsvert átak fyrir okkur öll Edda Alice Kristjánsdóttir ✝ Edda Alice Kristjánsdóttir fæddist 11. júlí 1935. Hún lést 17. janúar 2022. Útförin fór fram 25. janúar 2022. sem stóðum í þeim, og var það ekki síst útsjónarsemi Eddu að þakka hvað þeir flutningar gengu vel og skipulega fyrir sig. Edda var í farar- broddi við að undir- búa 10 ára afmæl- ishátíð háskólans í september 1997. Þetta var fjölmenn hátíð sem var haldin í sérstöku samkomutjaldi sunnan húsanna á Sólborg. Öðru húsnæði á svæðinu var ekki til að dreifa. En örlögin grípa stundum inn í með óboðnum hætti. Því miður fékk Edda heilablæðingu á afmælishá- tíðinni sem gerði út um starfsþrek þessarar öflugu konu. Edda náði samt furðugóðum bata og átti mörg góð ár með Sig- ursveini. Þegar ég hitti þau síðar kom alltaf góðlátlegt blik í augu Eddu þegar hún spurði um fyrr- verandi samstarfsfólk sitt í háskól- anum eða þegar minnst var á fyrr- verandi nemendur. Edda var dásamleg manneskja sem ég lærði mikið af um Akureyri og upphafsár háskólans. Í upphafi starfs míns sem rektor var það mikil gæfa fyrir mig að starfa með þessari vönduðu og góðu konu sem gaf svo mikið af sér. Ég er henni ævinlega þakklát- ur fyrir hennar velvild og samstarf- ið sem veitti mér svo mikið. Kæri Sigursveinn og fjölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur á þessum sorgartíma. Þorsteinn Gunnarsson. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR SNORRASON sjómaður og járnsmiður, lést 1. janúar. Jarðarförin fór fram í kyrrþey 17. janúar að ósk hins látna. Þóra Rósa, Lárus, Kolbrún, Bertha, Anna Lísa Hjördís, Bjarni Heiðar, Ólafur Ísak, Agnes , Geir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN SVEINSDÓTTIR, Árskógum 6, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Skógarbæ, sunnudaginn 9. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur Vigfússon Robin Vigfússon Freysteinn Vigfússon Anna Bára Pétursdóttir Vigfús Óðinn Vigfússon og barnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN EGGERTSSON, áður kaupmaður í Borgarnesi, lést miðvikudaginn 19. janúar. Útför hans fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 5. febrúar klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Barnaspítala Hringsins, https://www.hringurinn.is/styrkja-hringinn/minningarkort/ Magnea Heidi Grundt Anna Gunnlaug Jónsdóttir Ólafur Magnússon Baldrún Kolfinna Jónsdóttir Allaoua Ægir Si Said Eggert Ólafur Jónsson Þórður Jónsson Sara Stefánsdóttir Jóhann Jónsson Hafdís Harðardóttir Jóhanna Erla Jónsdóttir Ingvar Þór Jóhannsson Margrét Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, HARALDUR HUGINN GUÐMUNDSSON vélstjóri, lést mánudaginn 3. janúar. Útförin fór fram í Akureyrarkirkju. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Helga Elísabet Ólafsdóttir Haraldur Anton Haraldsson Mary Rose Calimbayan Georg Fannar Haraldsson Heiður Ósk Þorgeirsdóttir Baldur Heiðar Birgisson Hulda Hlín Sigurðardóttir Elvar Örn Birgisson Inga Stella Pétursdóttir og barnabörn Útför elskulegs sonar okkar og bróður, STEINGRÍMS S. JÓNSSONAR rafmagnsverkfræðings, fer fram frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 4. febrúar klukkan 13. Athöfninni verður streymt. Jón Hilmar Stefánsson Elísabet Bjarnadóttir Bjarni Hilmar Jónsson Stefán Hrafn Jónsson Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HJÖRDÍSAR EINARSDÓTTUR, Skólavörðustíg 28. Lísbet Sveinsdóttir Árni Þór Árnason Sveinn Þórir Geirsson Hjördís Árnadóttir Þórdís Hulda Árnadóttir og barnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS JÓNSSONAR frá Dalvík, Boðaþingi 6, Kópavogi. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Ásgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.