Morgunblaðið - 29.01.2022, Side 26
✝
Óskar Eggerts-
son fæddist 24.
ágúst 1934 í Búð í
Hnífsdal. Hann lést
22. janúar 2022.
Foreldrar hans
voru Eggert Hall-
dórsson, fæddur í
Miðdalsgröf í
Steingrímsfirði 1.
júlí 1903, d. 23.
febrúar 1992,
lengst af verka-
maður á Ísafirði, og Þorbjörg
Jónína Jónsdóttir, f. 9. október
1906 í Búð í Hnífsdal, d. 4. sept-
ember 1985, húsfreyja og hann-
yrðakona.
Systkini Óskars: Jón Þorberg
Eggertsson, f. 31. maí 1925, d.
30. ágúst 1993, Ingólfur Egg-
ertsson, f. 16. desember 1927,
Haukur Eggertsson, f. 24. ágúst
1934, d. 3. júní 2019.
Óskar giftist Sólveigu Her-
mannsdóttur, f. 17. nóvember
1935, frá Myrkárdal í Hörgár-
dal. Þau giftust 17. maí 1959 í
Möðruvallakirkju í Hörgárdal.
Óskar og Sólveig hófu sinn
búskap í Sundstræti 29 en fluttu
Þeirra börn eru: 1.1) Atli Freyr
Sævarsson, f. 1977, giftur Ce-
cilia Elizabeth Garate Ojceda.
Þeirra börn eru: 1.1.1) Valent-
ína Garate Atladóttir, f. 2008,
1.1.2) Max Garate Atlason, f.
2017. 1.2) Jón Kristinn Sæv-
arsson, f. 1992, í sambúð með
Kristínu Arnalds.
2) Hermann Óskarsson, f.
1963, giftur Helenu Heiðudótt-
ur. Þeirra börn eru: 2.1) Tinna
Hermannsdóttir, f. 1986, gift
Pétri Má Björgvinssyni. Þeirra
börn eru: 2.1.1) Karen Sólveig
Pétursdóttir, f. 2013, 2.1.2) Pét-
ur Orri Pétursson, f. 2016,
2.1.3) Óskar Björgvin Pét-
ursson, f. 2016. 2.2) Eggert Orri
Hermannsson, í sambúð með
Heiðdísi Buzgó. 2.3) Hermann
Óskar Hermannsson, í sambúð
með Robertu Ciarlini. Barn
Hermanns er: 2.3.1) Natalía Sig-
rún Júlíudóttir, f. 2017.
3) Óskar Eggert Óskarsson,
f. 1972, giftur Jóhönnu Þórdórs-
dóttur. Þeirra börn eru: 3.1)
Sævar Óskarsson, f. 2003, 3.2)
Bryndís Óskarsdóttir, f. 2009.
Jarðsungið verður frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag, 29. janúar
2022, klukkan 14.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
árið 1963 í nýbygg-
ingu sem þau
reistu ásamt Hauki,
tvíburabróður Ósk-
ars, í Sundstræti 26
og bjuggu þar allan
sinn búskap
Hann lærði
snemma til raf-
virkja og síðar raf-
virkjameistara. Ár-
ið 1966 stofnaði
hann Pólinn með
bræðrum sínum ásamt tveim
öðrum og starfaði þar allan sinn
starfsaldur.
Framgangur og velferð síns
bæjarfélags voru Óskari alltaf
mjög hugleikin.
Einnig er rétt að geta þess
frumkvöðlastarfs sem unnið var
í Pólnum í gegnum tíðina, t.d.
fyrsta rafeindavog í heimi sem
hægt var að nota til sjós, mikil
tímamót, sem var hugarfóstur
þeirra Ingólfs bróður Óskars og
sona Ingólfs.
Óskar og Sólveig eignuðust
þrjá syni. Þeir eru:
1) Sævar Óskarsson, f. 1959,
giftur Margréti Ósk Jónsdóttur.
Í minni frumbernsku í Garða-
bænum voru það mikil tíðindi
þegar von var á Sollu systur
pabba og Óskari manninum
hennar. Þau komu langt að og
varð svo mikil stemning og fjör
þegar þau komu í heimsókn.
Óskar átti langflottasta bílinn
sem kom í heimsókn til okkar
eftir að hann keypti á 9. ára-
tugnum Citroën-glæsikerru sér-
pantaða frá Frakklandi. Tækni-
möguleikar þessa bíls voru
undraverðir en hæst bar þó að
hægt var að hækka bílinn tvisv-
ar sinnum upp, sem þýddi að
hægt var hreinlega að breyta
honum í jeppa! Óskar sýndi mér
spenntur þennan eiginleika bíls-
ins fyrst þegar ég kom vestur og
þá á einhverjum fjallvegi. Mér
fannst þetta göldrum líkast.
Einhvern veginn finnst mér
þessi bílakaup Óskars lýsa hon-
um á margan hátt mjög vel.
Hann var vissulega áhugamaður
um bíla, hafði gaman af tækni-
lausnum og var þar fremur
framsýnn og fylgdist með hvað
væri að gerast. Bílahátalararnir
í hverju herbergi í Sundstræt-
inu með hækka/lækka-takka,
sem mér skilst að hafi verið þar
settur fljótlega eftir að þau
fluttu inn, sýna áhuga á tækni,
framsýni, að vera lausnamiðað-
ur og handlaginn auk umhyggju
til fjölskyldunnar um að allir
ættu að fá að njóta útvarpsins og
á þægilegan hátt. Sama gilti um
bílinn, hann greiddi götu Óskars
og fjölskyldunnar og vel fór um
alla ferðalanga í langri ferð. Ég
var svo heppin að kynnast Sollu,
Óskari og Óskari Eggerti ein-
staklega vel sumarið 1988 þegar
við fórum ásamt foreldrum mín-
um í ferð til Noregs en þar
dvöldum við í hálfan mánuð og
ókum samfellt í eina viku um í
Noregi og gistum í norskum
hyttum. Óskar valdi farskjótann
en ók um eins og honum var
sagt. Honum leið best að fá bara
fyrirmæli um hvert hann ætti að
aka. Hann leyfði mágkonu sinni
og eiginkonu alfarið að sjá um
fararstjórn. Hann valdi bílinn,
vildi fá ristað brauð með marm-
elaði og osti á morgnana og bjór
að kveldi dags. Óskar var svo
sannarlega ekki maður mikils
drama, hann hafði góðan húmor
og hafði gaman að því að hlýða á
skemmtisögur en var meira í því
að skjóta inn í kannski einu og
einu orði en meira voru það nú
pabbi og Solla sem sögðu sög-
urnar. Þá hló Óskar ekki hrossa-
hlátri, enda á engan hátt hávær
maður, nei, hann rétt opnaði
munninn og svo kom svona létt
dillandi bassahljóð. Á margan
hátt tel ég að Óskar og mamma
hafi átt góða vináttu í hvort öðru
með því að eiga það sameigin-
legt að vera hljóðlátari makinn í
bakgrunninum gift þessum fjör-
ugu og skoðanaglöðu fjörkálf-
Óskar Eggertsson um. Óskar sinnti fjölskyldu sinni
ætíð mjög vel og hún var honum
það dýrmætasta. Hann hefur
reynst sonum sínum og fjöl-
skyldum þeirra mikill bakhjarl.
Ef ég hef fregnað af fram-
kvæmdum hjá þeirri fjölskyldu
þá var það alltaf svo að Óskar
var fenginn til að aðstoða. Hand-
laginn, rafvirki og sjálfsagt
ómetanlegur ráðgjafi og góður
félagi í verkinu og lífinu öllu.
Ég og fjölskylda mín sendum
elsku Sollu frænku, Sævari,
Hermanni og Óskari Eggerti og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Minningin lif-
ir.
Minningargrein í fullri lengd
er á www.mbl.is/andlat
Erla Þuríður Pétursdóttir.
Það má með sanni segja að
Óskar Eggertsson hafi verið
heilsteyptur heiðursmaður.
Hann hafði öruggt og rólegt yf-
irbragð og yfir honum var ávallt
þessi mikla stóíska ró. Hann var
ekki maður margra orða heldur
valdi orð sín vel, sem gaf þeim
sérstaka vigt. Hann gerði fátt að
óathuguðu máli, tók ígrundaðar
ákvarðanir og stóð með þeim.
Óskar hafði algjöra sérstöðu í
fjölskyldu Sollu frænku. Hann
var að vestan, var í sjálfstæðum
atvinnurekstri, hann átti kjólföt
sem hann klæddist reglulega,
hann setti x-ið lengst af við
stjórnmálaflokk sem þá hugnað-
ist fáum í tengdafjölskyldu hans
og hann var áhugamaður um
tækni og bíla. Fyrst og fremst
var Óskar fjölskyldumaður sem
þrátt fyrir annir í störfum, gaf
sér ávallt tíma til að keyra suður
eða norður í land með frúnni til
að heimsækja ættingja og vini.
Það var alltaf gaman þegar
Solla og Óskar komu suður í
heimsókn. Pabbi og Solla skipt-
ust á skoðunum og fréttum um
menn og málefni, þar sem ekki
var nú töluð vitleysan. Óskar
skaut inn orði og orði, oft ein-
hverri kímni, hlýddi sposkur á
umræðurnar í desibelahávaða
systkinanna og hló svo hljóðlát-
ur með, nánast inni í sér. Ef eitt-
hvað var einhverjum vafa undir-
orpið, var leitað í upplýsingar
hjá „gamla“.
Ég hef ávallt dáðst að fram-
sýni Óskars eftir að við mamma
fórum á Expo-heimssýninguna í
Vancouver árið 1986. Þar í
miðjum sýningarsal, á snúnings-
sviði í glerbúri, stóð framúr-
stefnu Citroën-bifreið, hin sama
tegund og Óskar hafði komið á
til okkar þá fyrr um árið. Þessi
tölvustýrði bíll var þá algjör
framúrstefna en Óskar var þá
þegar farinn að aka frúnni í bíln-
um milli landshluta.
Ég kynntist daglegri rútínu
Óskars og Sollu þegar ég bjó hjá
þeim í mánuð þegar ég var í
námsvist á Ísafirði fyrir tæpum
þrjátíu árum og sannaði Óskar
þá enn frekar fyrir mér hvers
konar ljúfmenni hann var. Ósk-
ar og Solla kynntu hina tignar-
legu Vestfirði fyrir mér þar sem
Óskar hélt um stýrið og keyrði
með okkur fjölskylduna á hús-
bílunum nánast alla vegi, af-
leggjara og útúrdúra sem marg-
ir hverjir voru þá mjög fáfarnir.
Héldum við m.a. eftirminnilega
upp á fjögurra ára afmæli Pét-
urs með löngum rúnti í húsbíln-
um og veislu á eftir í Sundstræt-
inu.
Við fórum saman í mikla æv-
intýraferð til Perú þar sem Ósk-
ar var til í hvers kyns ævintýri
og augljóst var hve áhugavert
honum fannst að kynnast ann-
arri menningu og umfram allt
vera viðstaddur brúðkaup
barnabarnsins. Óskar átti gott
feðgasamband við syni sína og
hann hefur verið traustur lífs-
förunautur fyrir Sollu sína í um
66 ár. Ég og fjölskylda mín
sendum þeim innilegar samúð-
arkveðjur og þökkum Óskari
fyrir samfylgdina. Blessuð sé
minning hans.
Hildur Sólveig Pétursdóttir.
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið
minningargreinar, fengið upplýsingar úr
þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang að
þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt
í áratugi þegar andlát ber að höndum.
Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar
eru aðgengilegar öllum.
www.mbl.is/andlát
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur,
KOLBEINN HLYNUR TÓMASSON
fv. sjómaður,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju
þriðjudaginn 1. febrúar klukkan 13.30.
Vegna sóttvarnaráðstafana verður
athöfninni streymt á vef Selfosskirkju.
Tómas Jónsson
Kristbjörn Hjalti Tómasson Jóhanna Ólafsdóttir
Sigríður Hulda Tómasdóttir Gunnar Árnason
Jón Heimir Tómasson Sólborg Halla Þórhallsdóttir
Berglind Tómasdóttir
Við sendum hjartans þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför
elskaðrar eiginkonu minnar, mömmu,
tengdamömmu, ömmu og langömmu,
KATRÍNAR G. MAGNÚSDÓTTUR,
Boðaþingi 22, Kópavogi,
áður Snorrabraut 85, Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 6. janúar.
Okkar innilegustu þakkir sendum við starfsfólki MND-deildar
Droplaugarstaða fyrir einstaka og kærleiksríka umönnun og
stuðning.
Þorsteinn Baldursson
Baldur K. Þorsteinsson
Magnús Gylfi Þorsteinsson
Sif Þorsteinsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og elsku afi okkar,
SVERRIR THEODÓR ÞORLÁKSSON,
matreiðslumeistari
og svifflugmaður,
kvaddi þriðjudaginn 18. janúar
á Landspítala, Fossvogi. Bestu þakkir til starfsfólks 6B.
Útför fer fram í kyrrþey að ósk hans.
Kristjana Guðmundsdóttir
Margrét Sverrisdóttir Örn Eysteinsson
Þórarinn Gunnar Sverrisson Erna Rós Magnúsdóttir
Kristjana Diljá Þórarinsdóttir
Theodór Fannar Eiríksson
Birta Líf Þórarinsdóttir
Dagný Sól Þórarinsdóttir
Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SIGURÐUR HAUKSSON,
Botnahlíð 4, Seyðisfirði,
varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn
21. janúar. Útför fer fram frá Fossvogskirkju
í Reykjavík fimmtudaginn 3. febrúar klukkan
15. Streymt verður frá athöfninni:
https://youtu.be/RT7BATVvYxc.
Hlekk á streymi má einnig nálgast á www.mbl.is/andlat.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð.
Vigdís Helga Jónsdóttir
Guðný S. Sigurðardóttir Marteinn Hilmarsson
Jón Hafdal Sigurðarson Agnetha Thomsen
Hrefna Hafdal Sigurðardóttir Björgvin H. Björgvinsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn,
ÓLAFUR ÞÓR RAGNARSSON,
fyrrverandi bátsmaður
Landhelgisgæslunnar,
lést á Landspítalanum Fossvogi
mánudaginn 17. janúar.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 31. janúar klukkan 13.
Vegna aðstæðna í samfélaginu verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir en athöfninni verður streymt á https://
www.youtube.com/channel/UCLoNRDNgtA4a6tgIEywDCGw.
Hlekk á streymi má nálgst á mbl.is/andlat.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigrún Daníelsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
FRIÐRIK ÁSKELL CLAUSEN,
Ási í Ásakaffi,
Austurvegi 5, Grindavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð
laugardaginn 1. janúar, verður jarðsunginn
frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 3. febrúar klukkan 13.
Aðstandendur afþakka vinsamlegast blóm og kransa.
Friðrik Rúnar Friðriksson
Anna Dröfn Clausen Sigurður Óli Þórleifsson
Þröstur Líndal Guðrún Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn