Morgunblaðið - 29.01.2022, Page 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022
Sýningin Nánd/Embrace verður
opnuð í Listasafninu á Akureyri í
dag, laugardag, kl. 12 – 17 en á
henni er sjónum beint að innri rök-
færslum listmálunar sem eru stað-
settar, skuldbundnar og innbyggð-
ar, eins og því er lýst í tilkynningu.
„Á sýningunni fellur allt saman í
þeim tilgangi að skapa og miðla
stöðum og aðstæðum fyrir málverk
til að vera og verða að anda inn og
anda út, með áhorfandanum og
staðnum. Markmiðið er að yfirgefa
hugmyndina um fjarlægt hlutleysi
og færa sig nær þátttökureynslu,
hinni krefjandi en ánægjulegu leið
frá aðskilnaði til nándar, frá fjar-
veru til þátttöku. Sýningin mun
bjóða þér að vera með,“ er haft eft-
ir sýningarstjóranum Mika Hann-
ula í tilkynningu.
„Breytum sjónarhorninu og lát-
um koma okkur á óvart. Einbeitum
okkur að því sem er einstakt, sem
hvetur okkur til að njóta tilrauna
sem færa okkur á áður óþekkta
staði. Nánd / Embrace hvílir í
ánægjunni við að skapa og miðla
stöðum og aðstæðum til að vera
með málverkum,“ segir þar enn
fremur. Listamennirnir sem verk
eiga á sýningunni eru Birgir Snæ-
björn Birgisson, Emil Holmer,
Heidi Lampenius, Onya McCausl-
and, Miikka Vaskola og Þórdís Erla
Zoëga.
Frumburðurinn Verk eftir Birgi
Snæbjörn, málað í fyrra.
„Látum koma
okkur á óvart“
- Nánd í Listasafninu á Akureyri
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Erling Adolf Ágústsson
Sími 569 1221, erling@mbl.is
Sigrún Sigurðardóttir
Sími 569 1378, sigruns@mbl.is
NETÖRYGGI
Auglýsendur athugið
–– Meira fyrir lesendur
fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 2. febrúar
SÉRBLAÐ
Aldrei hefur verið brýnna
að hafa netöryggið á hreinu
A
ð jólabókavertíðinni lok-
inni sendi Ögmundur
Jónasson, fyrrv. ráðherra,
frá sér bókina Rauði
þráðurinn. Af meginstefi hennar
gegn markaðs- og frjálshyggju má
álykta að honum hafi ekki þótt við
hæfi að taka þátt í kapphlaupinu um
kaupendur á lokavikum ársins.
Hann fékk hins vegar góða auglýs-
ingu um áramótin þegar fréttir um
bókina birtust. Var hann forsíðuefni
Fréttablaðsins og prýddi alla for-
síðu sunnudagsblaðs Morgunblaðs-
ins.
Ögmundur Jónasson (f. 1948) er
með MA-próf frá Edinborgarhá-
skóla í sagnfræði og stjórnmála-
fræði 1974. Hóf að skrifa þar
doktorsritgerð í sagnfræði um
frjálsyndisstefnu í íslenskum stjórn-
málum nítjándu aldar. Hann ákvað
hins vegar „að taka doktorsprófið
gráðulaust á fréttastofu Sjónvarps“
(39) árið 1978. Tíu árum síðar þegar
stóll fréttastjóra féll öðrum í skaut
bauð Ögmundur sig fram sem for-
maður Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja (BSRB) og gegndi þeirri
trúnaðarstöðu frá 1988 til 2009.
Hann sat á alþingi frá 1995 til 2016
fyrst sem óháður en síðar fyrir
Vinstrihreyfinguna – grænt fram-
boð (VG). Heilbrigðisráðherra 2009,
dómsmála- og mannréttinda-
ráðherra og samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra 2010, innanríkis-
ráðherra 2011-2013.
Þetta er glæsilegur ferill. Um
hann snýst bókin öðrum þræði. Þar
einnig að finna hugleiðingar
Ögmundar um stjórnmál og stefnur.
Honum liggur mikið á hjarta eins og
lengd bókarinnar sýnir. Hann er vel
ritfær en textinn er stundum tor-
meltur og öll sagan er ekki alltaf
sögð. Langar nafnarunur einkenna
fyrri hluta bók-
arinnar, nafna-
skrá bókarinnar
er 11 síður. Í
bókinni er fjöldi
mynda. Heimilda
er getið neðan-
máls en með of
smáu letri.
Ögmundur er
góðviljaður maður og vill ekki skilja
óvinsamlega við þá sem hann nefnir
í bókinni. Hann teygir sig meira að
segja stundum yfir flokkspólitísku
línuna og bregður skildi fyrir menn.
Um byltingarkennda brottvísun
Davíðs Oddssonar og annarra seðla-
bankastjóra úr embættum eftir
valdatöku vinstri stjórnarinnar 1.
febrúar 2009 hefur hann „miklar
efasemdir“. Tal stjórnarinnar um
kerfisbreytingu á bankanum hafi
verið „til málamynda“. Uppstokk-
unin „reyndist þegar allt kom til alls
fyrst og fremst snúast um brott-
rekstur seðlabankastjóra“. (290)
Hann segir að beitt hafi verið
svikum til að mál færu á þann veg í
atkvæðagreiðslu á þingi að Geir H.
Haarde varð einn ákærður í lands-
dómsmálinu. Ögmundur greiddi at-
kvæði með ákærunni en segir:
„Minn góði vinur, Björn Kjartans-
son ráðherrabílstjóri hefur minnt
mig á að ég hafi sagt þegar ég kom í
bílinn til hans í bílakjallara Alþing-
ishússins að atkvæðagreiðslunni
lokinni, að nú hefði ég unnið mitt
versta verk á þingferli mínum, ég
væri sekur um níðingsverk.“ (444)
Þetta er mannlega hliðin á Ög-
mundi, manninum sem stendur að
afdrifaríkum ákvörðunum um menn
og málefni en síðan sækir að honum
efi um hvort hann hafi gert rétt.
Þegar kemur að stjórnmálakredd-
unni efast hann ekki. Ögmundur
sveigir ávallt til vinstri sé um tvo
kosti að velja á vinstri helmingi
stjórnmálamanna. Hann læðist
stundum inn á miðjuna en yfir hana,
til hægri, skal aldrei stigið. Þar sér
hann óvini á fleti fyrir.
Eimreiðarhópurinn er til dæmis
oft nefndur sem fulltrúi gróðahyggj-
unnar. Kenni hann einstaklinga í
frásögn sinni við hópinn skilur les-
andinn að hætta er á ferðum. Hann
færir hins vegar fleiri í hópinn en
þar voru.
Í utanríkismálum á hann and-
stæðinga undir merkjum Varð-
bergs, samtaka um vestræna sam-
vinnu og alþjóðamál.
Þótt Ögmundur væri „óháður“
þegar hann bauð sig fyrst fram til
þings átti hann sér pólitískan bak-
hjarl í Stefnu, félagi vinstri manna.
Þetta félag vildi; „Fljúga til baka til
að taka stöðuna á ný fyrir flugtak
inn í framtíðina.“ Og Ögmundur
bætir við: „Ég geri það að tillögu að
horft verði til þess sem menn ætl-
uðu sér upp úr seinna stríði, að láta
almannahag ráða smíði og gerð
samfélagsins en ekki gróðahags-
muni.“ (523)
Ögmundur segir þetta undir lok
bókar sinnar. Þetta skýrir til dæmis
óvild hans í garð Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins. Með honum var tekin allt
önnur stefna við stríðslok en fellur
að skoðun Ögmundar um „almanna-
hag“. Sömu sögu er að segja um
þróunina í Evrópu sem leiddi til að-
ildar Íslands að EES-samningnum.
Síðan er þverstæðan: Ögmundur
samþykkti umsóknina um aðild að
ESB árið 2009 en vildi hana ekki!
Ögmundur er heilbrigðisráðherra
í nokkra mánuði 2009 en segir af sér
vegna andstöðu við Icesave-samn-
inginn. Þjóðin hafnaði lögum um
samninginn í atkvæðagreiðslu í
mars 2010.
Ögmundur gerði sér grein fyrir
að stjórnin væri rúin öllu trausti.
Hann vildi hins vegar aldrei að Ice-
save felldi ríkisstjórnina og sóttist
eftir að fá þar sæti að nýju sem
gekk eftir í lok september 2010, þá
hafði hann verið eitt ár utan stjórn-
ar.
Lýsingin á stjórnarháttum
Jóhönnu og Steingríms J. er dapur-
leg. Augljóst er að forsætisráð-
herrann hefur enga þolinmæði
gagnvart Ögmundi og treystir hon-
um ekki. Jóhanna telur að hún geti,
án samráðs, ruðst inn á svið annarra
ráðherra. Ögmundur sér við þessari
áráttu hennar þegar hann snýst
gegn henni í deilunni um hvort
Huang Núbo megi kaupa Gríms-
staði á Fjöllum. Samfylkingunni var
ekkert heilagt til stuðnings Núbo.
Ögmundur vann að því sem óháð-
ur að stofna Vinstrihreyfinguna –
grænt framboð undir lok 20. aldar.
Var hann þar á báti með Steingrími
J. Sigfússyni og Hjörleifi Guttorms-
syni. Svavar Gestsson stóð álengdar
enda á leið úr stjórnmálum.
Ögmundur, Steingrímur J. og Svav-
ar hafa skrifað pólitískar endur-
minningar og þegar VG varð 20 ára
2019 kom út saga flokksins: Hreyf-
ing rauð og græn.
Í öllum bókunum er lýst ein-
hverju sem ekki varð. Stóru vatna-
skilin hafa ekki orðið. Það er erfitt
að þóknast sjónarmiðum Stefnu, að
snúa til baka í leit að framtíðinni.
Katrín Jakobsdóttir sýnir mikið
pólitískt þrek með því að leiða slík-
an flokk til forystu í ríkisstjórn.
Ögmundur Jónasson gefur lítið fyrir
það af því að Sjálfstæðisflokkurinn
er þar til samstarfs. Það er skrýtin
meinloka.
Uppgjör Ögmundar
Morgunblaðið/Eggert
Góðviljaður „Ögmundur er góðviljaður maður og vill ekki skilja óvinsamlega við þá sem hann nefnir í bókinni.
Hann teygir sig meira að segja stundum yfir flokkspólitísku línuna og bregður skildi fyrir menn,“ skrifar rýnir.
Ævisaga
Rauði þráðurinn bbbmn
Eftir Ögmund Jónasson.
Innb. 539 bls., nafnaskrá, ljósmyndir.
Útgefandi: Sæmundur, Selfossi, 2022.
BJÖRN
BJARNASON
BÆKUR