Morgunblaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 40
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Samsýning 29 listamanna víðs vegar að úr heiminum er í listasafninu Ga- lería Azur í Madríd á Spáni og verð- ur til 13. febrúar. Þrjú verk eftir Skagamanninn Guðmund Þ. Sig- urðsson eru á sýningunni auk þess sem safnið sýnir níu verk eftir hann á síðu þess (Gudmundur Thorir Sig- urdsson – GALERIA AZUR MA- DRID). „Það er mikill heiður að hafa fengið boð um að sýna verkin og í kjölfarið hef ég meðal annars fengið fyrirspurnir um sýningar í Berlín, Mílanó og París,“ segir íslenski frí- stundamálarinn. Vegna vinnu sinnar sem fram- leiðslustjóri á fiskiskipum víða um heim hefur Guðmundur gjarnan unnið í tvo mánuði og átt síðan jafn langt frí. „Vegna Covid hefur vinnan verið óregluleg, ég hef lengi verið heima og líka fastur úti á sjó í 170 daga,“ segir hann. „Eftir langa vinnutörn er gott að snúa ofan af sér með því að mála. Það hefur verið helsta áhugamál mitt í mörg ár, ég hef sýnt olíuverkin á Instagram og Facebook og þar vöktu þau áhuga sýningarhaldara í Madríd.“ Sköpun eins og í tónlist Guðmundur var lengi í tónlist, hefur meðal annars gefið út sóló- plötu og spilað í hljómsveitum, til dæmis með Bleeding Volcano og bandinu 13. Hann segist þrífast á því að skapa eitthvað og hafi um árabil hugsað um að vinna með olíuliti áður en hann hafi byrjað á því. „Sama sköpunin er í tónlistinni og í því að mála nema hvað ekkert hljóð er í málverkinu. Þar er hins vegar meira frjálsræði.“ Eitt verk hans á sýningunni nefn- ist „The Harbor“. „Það er einhver ólýsanleg tilfinning að sigla út úr höfn snemma morguns á leið til veiða,“ segir hann um myndina. „Léttirinn er mikill, hvort sem það er eftir löndun eða viðgerðarstopp, og miklar væntingar og von um veiði, spenna sem og tilhlökkun.“ Um „The Invisible Landscape“ segir hann: „Þegar ég horfi yfir landslag, hvort sem það er náttúra, byggingar, fólk, borgir eða bæir, hugsa ég stundum hvernig útsýnið væri ef maður gæti einnig séð vonir og væntingar, ást, hatur, fortíð eða framtíðaplön, ekki bara steypu og járn. Ef maður gæti séð þögn.“ Guðmundur er með stýrimanns- réttindi og meistaragráðu í alþjóða- viðskiptum frá Háskólanum á Bif- röst. Undanfarin 15 ár hefur hann búið með eiginkonu sinni og þremur börnum í Guelph í Ontario í Kanada en hann á einn son á Íslandi. Hann fór vestur sem skiptinemi frá Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri og ætlaði sér að vera í tvö ár en annað kom á daginn. „Ég hef alltaf verið sjómaður en tók mér frí frá sjó- mennskunni og fór í háskólann,“ út- skýrir hann. „En ég ólst upp á Akra- nesi, pabbi var yfirvélstjóri á Víkingi AK, ég byrjaði snemma að vinna í fiski og sjómennskan hefur alltaf togað í mig.“ Safnið í Madríd er glæsilegt, að sögn Guðmundar. „Það er mjög gaman og spennandi að hafa fengið þetta tækifæri og ég skoða næstu skref þegar þessari sýningu lýkur.“ Verkin vekja athygli - Guðmundur með sýningu í Madríd og hefur fengið boð víða Ljósmynd/Sigurður Páll Pálsson Í Reykjavík Guðmundur Sigurðsson skoðar skip í slippnum. The Harbour Guðmundur: „Ólýs- anleg tilfinning að sigla út úr höfn“. The Invisible Landscape Guð- mundur: „Ef maður gæti séð þögn.“ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 29. DAGUR ÁRSINS 2022 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Svíþjóð og Spánn mætast í úrslitaleik Evrópumóts karla í handbolta á sunnudag eftir sigra í undan- úrslitum í Búdapest í gær. Sömu lið mættust í úrslitum á Evrópumótinu í Króatíu árið 2018 og vann Spánn þá öruggan 29:23-sigur. Spánverjar freista þess að vinna þrjú Evrópumót í röð, en Svíum tókst það einmitt frá 1998 til 2002. Spænska liðið hafði betur gegn heimsmeisturum Dan- merkur í fyrri leik undanúrslitanna í gær, 29:25, og Sví- þjóð vann nauman 34:33-sigur á Frakklandi. »32 Svíþjóð og Spánn í úrslitaleikinn ÍÞRÓTTIR MENNING Bók Halldórs Guðmundssonar, Sagnalandið, hlýtur verðlaun ITB-ferðamessunnar í Berlín í flokknum „bók- menntalegar ferðabækur“. Ferðakaupstefnan ITB er sú stærsta í heimi og er haldin árlega í mars. Hafa sýn- endur verið allt að 11 þúsund frá 180 löndum, þar til faraldurinn gerði tímabundið strik í reikninginn, eins og segir í tilkynningu. ITB hefur lengi vel veitt verð- launin ITB Book Awards fyrir bestu ferðabækurnar sem komið hafa út á þýskumælandi markaði árið áður og eru þau veitt í mismunandi flokkum fyrir frumsamdar og þýddar bækur sem þykja hafa skarað fram úr. Óháð dómnefnd á vegum ITB og fé- lags þýskra bókaútgefenda velur verðlaunahafa. Bók Halldórs er prýdd ljósmyndum Dags Gunnarssonar og kom út á þýsku í fyrra hjá forlaginu Verlagshaus Römerweg. Mál og menning gaf bókina út á íslensku og ensku í fyrra. Sagnalandið hlýtur verðlaun ITB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.