Morgunblaðið - 17.02.2022, Síða 1

Morgunblaðið - 17.02.2022, Síða 1
Grísakótilettur með beini 1.259KR/KG ÁÐUR: 2.099 KR/KG Lambahryggur Frosinn 2.687KR/KG ÁÐUR: 3.199 KR/KG VERÐ- SPRENGJA! 40% AFSLÁTTUR 250 g Jarðarber 398KR/ASKJAN ÁÐUR: 569 KR/ASKJAN 30% AFSLÁTTUR TILBOÐ •ILµA Á­e"¿Ãe FEBRÚAR FRÁBÆR TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ MIKIL VONBRIGÐI Í PEKING SLÚÐUR HEFUR MIKIL ÁHRIF GRÉTA BERGRÚN 18STURLA Í SVIGI 55 .Stofnað 1913 . 40. tölublað . 110. árgangur . F I M M T U D A G U R 1 7. F E B R Ú A R 2 0 2 2 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ef áætlanir Landsvirkjunar ganga eftir og nauðsynleg leyfi fást í tíma verður unnt að hefja undirbúnings- framkvæmdir við Hvammsvirkjun í neðrihluta Þjórsár undir lok þessa árs og auglýsa útboð á byggingar- framkvæmdum. Þetta er þó háð af- greiðslu á virkjanaleyfi og fram- kvæmdaleyfi. Þá hefur stjórn Landsvirkjunar ekki ákveðið að ráð- ast í framkvæmdina. „Aðalatriðið er að við séum með skilvirt kerfi þar sem leyfisveitingar taki ekki of langan tíma en á sama tíma sé ekki veittur afsláttur af gæð- um leyfisveitinganna,“ segir Guð- laugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, þegar hann er spurður hvort leyfisveitinga- kerfi virkjana sé nógu skilvirkt. Landsvirkjun sótti um virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun fyrir átta mánuðum. Orkustofnun hefur nú svarað og óskað eftir nánari upplýs- ingum. Byrjað á frárennslisskurði Eftir áratuga undirbúning þar sem forsendur hafa iðulega breyst hillir nú undir að framkvæmdir hefj- ist við Hvammsvirkjun sem er efst fyrirhugaðra virkjana í neðrihluta Þjórsá og verður áttunda aflstöð Landsvirkjunar á Þjórsár-Tungna- ársvæðinu. Undirbúningsfram- kvæmdir felast meðal annars í vega- gerð, greftri á frárennslisskurði, aðstöðusköpun og færslu á mastri Búrfellslínu sem liggur yfir vinnu- svæðið. Valur Knútsson, forstöðumaður á framkvæmdasviði Landsvirkjunar, segir að vegna erfiðs aðgangs að efn- isnámum hafi verið ákveðið að byrja á því að grafa frárennslisskurðinn og nota efnið við uppbyggingu vega. Framkvæmdir á þessu ári - Undirbúningur Hvammsvirkjunar í Þjórsá er á lokastigi - Umhverfisráðherra leggur áherslu á að leyfisveitingaferli sé skilvirkt en þó enginn afsláttur gefinn Hvammsvirkjun » Uppsett afl Hvammsvirkj- unar verður allt að 95 mega- vött og orkuvinnslugeta um 720 gígavattstundir. Nýtir virkjunin vatn sem þegar hefur runnið í gegnum aðrar afl- stöðvar á Þjórsársvæðinu. » Uppsett afl núverandi afl- stöðva á svæðinu er 1.040 megavött og orkuvinnslugeta í góðu vatnsári 6.800 gígavatt- stundir. MVirkjanir og leyfi … »26-27 _ Á sunnudag- inn eru 140 ár liðin frá því Kaupfélag Þingeyinga var stofnað, það fyrsta innan sam- vinnuhreyfing- arinnar. Kaup- félögin hafa af því tilefni gef- ið út blað sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Þar má meðal annars lesa pistil eftir Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrver- andi forseta Íslands, þar sem hann rekur sögu samvinnuforms- ins og spáir um framtíð þess. Þar segir að upplýst ung kynslóð í öllum álfum gangi nú í smiðju samvinnuformsins og sjái sem spennandi valkost. SÍS Blaðið fylgir Morgunblaðinu í dag. Samvinnuhreyfingin fagnar 140 árum Þegar pósthúsum Íslandspósts verð- ur lokað á Hellu og Hvolsvelli verður ekkert pósthús frá Selfossi að Höfn í Hornafirði. Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Suðurkjördæmis, segir þessa þjónustuskerðingu slæma þróun og bendir á að stöðugildin þrjú sem tapast við lokunina jafn- gildi um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Hörður Jónsson, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Íslandspósts, segir að til standi að fækka einnig af- greiðslum en fjölga pósthólfum á höfuðborgarsvæðinu. Á Hvolsvelli verða lögð niður tvö störf sem eru 1,75 stöðugildi og eitt fullt starf á Hellu. Starfsfólkinu býðst vinna hjá Póstinum á Selfossi. Þá verður póst- ur afgreiddur úr bílum. »4 Morgunblaðið/Eggert Lokað Pósthúsið á Hellu lokar. Ekkert póst- hús á stóru landsvæði Töluverðu hefur kyngt niður af snjó síðustu daga á höfuðborgarsvæðinu og nutu kátir krakkar þess að leika sér í snjónum fyrir framan Hörpuna í dag. Snjóþungi í Reykjavík þessa vikuna hefur verið töluverður og mældist snjódýptin á mánu- dag tuttugu og fimm sentimetrar. Samkvæmt veðurspám Veðurstofu Íslands má búast við norðaustlægri eða breytilegri átt á morgun, þremur til átta metrum á sekúndu og éljagangi. Morgunblaðið/Eggert Snjóþungi undanfarna daga í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.