Morgunblaðið - 17.02.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
SUMARIÐ 2022
3. júní í 7 næturð
ge
tu
r
Mallorca
Skoðaðu úrval gistinga inná heimsferdir.is
595 1000 www.heimsferdir.is
Flug & hótel frá
99.900
7 nætur
Verð frá kr.
111.200
Fundur í Valhöll
Félag Sjálfstæðismanna um fullveldismál heldur
opinn fund fimmtudaginn 17. febrúar kl. 20
Framsögumenn verða:
Guðlaugur Þór Þórðarson, orkumálaráðherra
Jónas Elíasson, Professor Emetrius
Elías Elíasson, verkfræðingur
Fundurinn er öllum opinn
Fundur um orkumál á Íslandi
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Fram að mánaðamótum verður bólu-
sett gegn Covid-19 í Laugardalshöll.
Eftir það verður hægt að leita á
heilsugæslur landsins.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá
Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð-
inu, segir ástæðuna vera að mæting í
bólusetningu hafi minnkað á síðustu
vikum, nú mæti aðeins í kringum 100
til 150 einstaklingar daglega.
Um þrjú þúsund PCR-sýni voru
tekin á Suðurlandsbraut í gær og
segir Ragnheiður það vera svipað og
undanfarna daga. Því hafi færri ver-
ið að mæta í sýnatöku en áður.
Þrír á gjörgæslu
2.489 greindust með kórónuveir-
una innanlands í fyrradag og var það
metfjöldi. Alls lágu 48 sjúklingar á
Landspítala með Covid-19 í gær.
Þrír sjúklinganna voru á gjörgæslu
en enginn í öndunarvél.
Ekki er ljóst hversu alvarleg veik-
indi hinna 45 eru. Landspítalinn sér
sér aðeins fært að uppfæra upplýs-
ingar um ástæðu innlagna, þ.e. hvort
smitaðir sjúklingar hafi verið lagðir
inn vegna Covid-19 eða af öðrum
ástæðum, á fimmtudögum.
Meðalaldur innlagðra er þó upp-
gefinn. Nemur hann nú 64 árum.
363 starfsmenn í einangrun
Af þeim, sem lágu inni á Landspít-
ala með Covid-19 á fimmtudag fyrir
viku, höfðu færri verið lagðir inn
beinlínis vegna sjúkdómsins heldur
en þeir sem voru lagðir inn af öðrum
orsökum, en síðar reyndust smitaðir.
Innlögnum vegna Covid-19 hefur
til þessa farið stöðugt fækkandi,
miðað við uppgefna tölfræði undan-
farinn mánuð, þó svo að sjúklingum
á spítala með kórónuveirusmit hafi
fjölgað.
Starfsmenn Landspítala í ein-
angrun voru 363 í gær og hafa þeir
aldrei verið fleiri. Fjölgar þeim um
fimmtíu á milli daga.
Fjöldi smita og innlagna á LSH
með Covid-19 frá 1. júlí 2021
júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb.
1.553
201 er í skimunar-
sóttkví
Heimild: LSH
og covid.is
48
2.489
58 einstaklingar
hafa látist
2.489 ný innanlandssmit
greindust sl. sólarhring
Fjöldi staðfestra smita innanlands
Fjöldi innlagðra sjúklinga á LSHmeð Covid-19-smit
10.433 eru með virkt
smit og í einangrun
48 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af þrír
á gjörgæslu, enginn þeirra í öndunarvél
2.250
2.000
1.750
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
Hætta bólusetningum í höllinni
- Bólusetningar færast yfir á heilsugæslur - Færri fara í sýnatöku - Meðalaldur innlagðra 64 ár
- Innlögnum vegna Covid-19 farið fækkandi - Aldrei verið fleiri starfsmenn spítalans í einangrun
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bólusetning Um mánaðamótin verður hætt að bólusetja í Laugardalshöll.
Erlendir ferðamenn eru farnir að sjást í meira mæli á
vinsælum ferðamannastöðum hérlendis. Útlit er fyrir
að fleiri ferðamenn fari að flykkjast til landsins þar
sem búist er við að heilbrigðisráðherra muni kynna
fullar afléttingar á sóttvarnaaðgerðum á næstunni.
Með bjartari tímum hér á landi, en sömuleiðis erlend-
is, má gera ráð fyrir því að meiri ferðahugur sé í fólki
og ferðaþjónustan nái því að taka við sér á ný.
Morgunblaðið/Eggert
Ferðamenn víða komnir á kreik
Allur plastúrgangur, sem nú er á
starfssvæði Påryd Bildemontering
KB í Svíþjóð, er blanda plasts frá Ís-
landi og Svíþjóð og að mjög litlu
leyti frá Íslandi, líklega einungis um
1,5% af um það bil 2.700 tonnum á
svæðinu í heild. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá Úrvinnslusjóði sem
fór í vettvangsferð til Svíþjóðar.
Í lok ársins 2021 bárust fréttir af
því að íslenskt plast hefði fundist
óunnið í vöruhúsi í Svíþjóð. Sænska
fyrirtækið Swerec hafði þá ekki
komið plastinu sem sent var frá Ís-
landi í réttan farveg.
Tilgangur ferðarinnar var að
skoða og meta magn flokkaðs úr-
gangs frá Íslandi á staðnum, en
einnig að ræða við samstarfsaðila til
að tryggja að allur plastúrgangur
sem sendur er utan frá Íslandi fari í
það ferli sem samið er um.
Hafi fylgt gildandi reglum
Í tilkynningunni segir að það sé
mat fulltrúa sveitarfélagsins í vett-
vangsskoðuninni að óumdeilt sé að
útflutningsaðilar plastúrgangsins
frá Íslandi til Svíþjóðar hafi fylgt öll-
um gildandi reglum þar um.
„Fulltrúar sveitarfélagsins gera
fyllilega ljóst að það sé hlutverk
þess, en ekki annarra, að leysa það
vandamál að koma úrganginum í
endanlegt ferli, hvort sem er
brennslu til orkunýtingar eða ann-
arra nota,“ segir enn fremur í til-
kynningunni.
Þrátt fyrir þetta vinnur Úr-
vinnslusjóður nú að breytingum á
skilmálum fyrir þjónustu- og ráð-
stöfunaraðila sem ætlað er að
tryggja enn betur rekjanleika úr-
gangs frá Íslandi og rétta og taf-
arlausa ráðstöfun.
Um 1,5% plastsins íslenskt
- Úrvinnslusjóður fór í vettvangsferð til Påryd í Svíþjóð