Morgunblaðið - 17.02.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra SUMARIÐ 2022 3. júní í 7 næturð ge tu r Mallorca Skoðaðu úrval gistinga inná heimsferdir.is 595 1000 www.heimsferdir.is Flug & hótel frá 99.900 7 nætur Verð frá kr. 111.200 Fundur í Valhöll Félag Sjálfstæðismanna um fullveldismál heldur opinn fund fimmtudaginn 17. febrúar kl. 20 Framsögumenn verða: Guðlaugur Þór Þórðarson, orkumálaráðherra Jónas Elíasson, Professor Emetrius Elías Elíasson, verkfræðingur Fundurinn er öllum opinn Fundur um orkumál á Íslandi Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fram að mánaðamótum verður bólu- sett gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Eftir það verður hægt að leita á heilsugæslur landsins. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð- inu, segir ástæðuna vera að mæting í bólusetningu hafi minnkað á síðustu vikum, nú mæti aðeins í kringum 100 til 150 einstaklingar daglega. Um þrjú þúsund PCR-sýni voru tekin á Suðurlandsbraut í gær og segir Ragnheiður það vera svipað og undanfarna daga. Því hafi færri ver- ið að mæta í sýnatöku en áður. Þrír á gjörgæslu 2.489 greindust með kórónuveir- una innanlands í fyrradag og var það metfjöldi. Alls lágu 48 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 í gær. Þrír sjúklinganna voru á gjörgæslu en enginn í öndunarvél. Ekki er ljóst hversu alvarleg veik- indi hinna 45 eru. Landspítalinn sér sér aðeins fært að uppfæra upplýs- ingar um ástæðu innlagna, þ.e. hvort smitaðir sjúklingar hafi verið lagðir inn vegna Covid-19 eða af öðrum ástæðum, á fimmtudögum. Meðalaldur innlagðra er þó upp- gefinn. Nemur hann nú 64 árum. 363 starfsmenn í einangrun Af þeim, sem lágu inni á Landspít- ala með Covid-19 á fimmtudag fyrir viku, höfðu færri verið lagðir inn beinlínis vegna sjúkdómsins heldur en þeir sem voru lagðir inn af öðrum orsökum, en síðar reyndust smitaðir. Innlögnum vegna Covid-19 hefur til þessa farið stöðugt fækkandi, miðað við uppgefna tölfræði undan- farinn mánuð, þó svo að sjúklingum á spítala með kórónuveirusmit hafi fjölgað. Starfsmenn Landspítala í ein- angrun voru 363 í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri. Fjölgar þeim um fimmtíu á milli daga. Fjöldi smita og innlagna á LSH með Covid-19 frá 1. júlí 2021 júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. 1.553 201 er í skimunar- sóttkví Heimild: LSH og covid.is 48 2.489 58 einstaklingar hafa látist 2.489 ný innanlandssmit greindust sl. sólarhring Fjöldi staðfestra smita innanlands Fjöldi innlagðra sjúklinga á LSHmeð Covid-19-smit 10.433 eru með virkt smit og í einangrun 48 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu, enginn þeirra í öndunarvél 2.250 2.000 1.750 1.500 1.250 1.000 750 500 250 0 Hætta bólusetningum í höllinni - Bólusetningar færast yfir á heilsugæslur - Færri fara í sýnatöku - Meðalaldur innlagðra 64 ár - Innlögnum vegna Covid-19 farið fækkandi - Aldrei verið fleiri starfsmenn spítalans í einangrun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bólusetning Um mánaðamótin verður hætt að bólusetja í Laugardalshöll. Erlendir ferðamenn eru farnir að sjást í meira mæli á vinsælum ferðamannastöðum hérlendis. Útlit er fyrir að fleiri ferðamenn fari að flykkjast til landsins þar sem búist er við að heilbrigðisráðherra muni kynna fullar afléttingar á sóttvarnaaðgerðum á næstunni. Með bjartari tímum hér á landi, en sömuleiðis erlend- is, má gera ráð fyrir því að meiri ferðahugur sé í fólki og ferðaþjónustan nái því að taka við sér á ný. Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn víða komnir á kreik Allur plastúrgangur, sem nú er á starfssvæði Påryd Bildemontering KB í Svíþjóð, er blanda plasts frá Ís- landi og Svíþjóð og að mjög litlu leyti frá Íslandi, líklega einungis um 1,5% af um það bil 2.700 tonnum á svæðinu í heild. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Úrvinnslusjóði sem fór í vettvangsferð til Svíþjóðar. Í lok ársins 2021 bárust fréttir af því að íslenskt plast hefði fundist óunnið í vöruhúsi í Svíþjóð. Sænska fyrirtækið Swerec hafði þá ekki komið plastinu sem sent var frá Ís- landi í réttan farveg. Tilgangur ferðarinnar var að skoða og meta magn flokkaðs úr- gangs frá Íslandi á staðnum, en einnig að ræða við samstarfsaðila til að tryggja að allur plastúrgangur sem sendur er utan frá Íslandi fari í það ferli sem samið er um. Hafi fylgt gildandi reglum Í tilkynningunni segir að það sé mat fulltrúa sveitarfélagsins í vett- vangsskoðuninni að óumdeilt sé að útflutningsaðilar plastúrgangsins frá Íslandi til Svíþjóðar hafi fylgt öll- um gildandi reglum þar um. „Fulltrúar sveitarfélagsins gera fyllilega ljóst að það sé hlutverk þess, en ekki annarra, að leysa það vandamál að koma úrganginum í endanlegt ferli, hvort sem er brennslu til orkunýtingar eða ann- arra nota,“ segir enn fremur í til- kynningunni. Þrátt fyrir þetta vinnur Úr- vinnslusjóður nú að breytingum á skilmálum fyrir þjónustu- og ráð- stöfunaraðila sem ætlað er að tryggja enn betur rekjanleika úr- gangs frá Íslandi og rétta og taf- arlausa ráðstöfun. Um 1,5% plastsins íslenskt - Úrvinnslusjóður fór í vettvangsferð til Påryd í Svíþjóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.