Morgunblaðið - 17.02.2022, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
22. FEBRÚAR - 01. MARS - 7 DAGAR
ABORA CATARINA BY LOPESAN 4*
VERÐ FRÁ129.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 159.900 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
22. FEBRÚAR - 01. MARS - 7 DAGAR
SERVATURE WAIKIKI 4*
VERÐ FRÁ89.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 124.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
FLUG & GISTING
SÓLARTILBOÐ TIL KANARÍ
ALLT
INNIFALIÐ
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
SENDUOKKUR PÓST ÁINFO@UU.IS & FÁÐU
TILBOÐ FYRIR ÞIG &ÞÍNA FJÖLSKYLDU
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Þetta er að mínu mati neikvætt
skref,“ segir Guðrún Hafsteinsdótt-
ir, fyrsti þingmaður Suðurkjördæm-
is, um fyrirhugaða lokun pósthúsa á
Hellu og Hvolsvelli 1. maí í vor.
„Við þingmenn hefðum viljað að
þessi þjónusta hefði verið áfram
tryggð í þessum sveitarfélögum. Við
á landsbyggðinni erum alltaf í varn-
arbaráttu við að tryggja störf og að
það sé veitt góð þjónusta. Við viljum
að fólk setjist að úti á landi en það er
erfitt að fá það til þess ef þjónustu-
stigið er miklu lægra en annars stað-
ar. Við viljum gjarnan að íbúar í
Rangárþingi ytra og eystra búi við
sambærilega póstþjónustu og er á
höfuðborgarsvæðinu.“
Við lokun pósthúsanna tveggja
tapast tæplega þrjú stöðugildi. Guð-
rún sagði það jafngilda því að yfir
200 manns misstu vinnuna á einum
vinnustað á höfuðborgarsvæðinu.
Auk lokunar pósthúsa hafa bankar
einnig lokað útibúum á Suðurlandi.
„Ég á heima í Hveragerði þar sem
búa rúmlega þrjú þúsund íbúar. Þar
er engin bankaafgreiðsla. Yngra fólk
finnur kannski ekki mikið fyrir því
en eldri íbúar finna verulega fyrir
því,“ segir Guðrún.
Póstþjónusta öll í endurskoðun
Íslandspóstur er að endurskoða
þjónustu sína í ljósi breyttra að-
stæðna. „Í pípunum er fækkun póst-
húsa á höfuðborgarsvæðinu sam-
hliða fjölgun póstboxa. Ég get ekki
upplýst nánar um það nú,“ segir
Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs Íslandspósts. Bréf-
sendingum hefur fækkað um 75% frá
2010 en pökkum fjölgað.
„Við munum þurfa að fjölga póst-
boxum á landsbyggðinni en fækka
pósthúsum. Hvar nákvæmlega það
verður gert liggur ekki fyrir, nema á
Hellu og Hvolsvelli. Við verðum
samt áfram með póstþjónustu á
þessum stöðum,“ segir Hörður. Á
Hvolsvelli verða lögð niður tvö störf
sem eru 1,75 stöðugildi og eitt fullt
starf á Hellu. Starfsfólkinu býðst
vinna hjá Póstinum á Selfossi.
Póstafgreiðsla færist úr niður-
lögðum pósthúsum í póstbíla, sem
verða á ferðinni alla virka daga, og
póstbox. Heimakstur sendinga verð-
ur víðtækari en nú. Einnig verður
hægt að póstleggja sendingar í
gegnum póstboxin og bílana. Sé ekki
hægt að afgreiða sendingu í gegnum
póstbox kemur póstbíllinn heim til
viðtakanda. En hvernig borgar mað-
ur fyrir að póstleggja bréf eða sækja
pakka ef ekki er pósthús?
„Bílstjórar póstbílanna eru með
posa. Við bjóðum líka upp á sjálf-
virka skuldfærslu. Komi sending þá
skuldfærist kostnaðurinn sjálfkrafa
og viðtakandinn getur sótt send-
inguna í póstbox,“ segir Hörður.
Útburður bréfa verður tvo daga í
viku frá 1. maí og dreifing bréfa og
pakka í dreifbýli tvisvar í viku. Þetta
eru nauðsynleg viðbrögð við miklum
samdrætti bréfasendinga, sem hefur
haft mikil áhrif á tekjugrunn fyrir-
tækisins, að sögn Harðar.
Færri pósthús en fleiri póstbox
- Neikvætt skref að loka tveimur pósthúsum á Suðurlandi, að mati þingmanns - Munar um hvert starf
- Aðlögun að breyttum veruleika, segir Pósturinn - Bréfsendingum fækkaði um 75% frá 2010
8
Staðsetning pósthúsa
Loftmyndir ehf.
Höfuðborgar-
svæðið
Hagatorg
Síðumúli
Þönglabakki
Höfðabakki
Dalvegur
Litlatún
Fjarðargata
Háholt
Alls8 pósthús
Vesturland
Akranes
Borgarnes
Stykkishólmur
Grundarfjörður
Ólafsvík
Búðardalur
Alls6 pósthús
Vestfirðir
Ísafjörður
Bolungarvík
Súðavík
Patreksfjörður
Hólmavík
Drangsnes
Alls6 pósthús
NV-land
Hvammstangi
Blönduós
Skagaströnd
Sauðárkrókur
Alls4 pósthús
NA-land
Siglufjörður
Akureyri
Grenivík
Dalvík
Ólafsfjörður
Húsavík
Laugar
Mývatn
Kópasker
Raufarhöfn
Þórshöfn
Alls 11 pósthús
Austurland
Vopnafjörður
Egilsstaðir
Seyðisfjörður
Reyðarfjörður
Eskifjörður
Neskaupstaður
Fáskrúðs-
fjörður
Breiðdalsvík
Djúpivogur
Alls9 pósthús
Suðurland
Höfn
Selfoss
Hveragerði
Hella
Hvolsvöllur
Vestmannaeyjar
Alls6 pósthús
Suðurnes
Reykjanesbær
Grindavík
Alls 2 pósthús
Heimild: Pósturinn
52 pósthús eru
á landinu öllu
Pósthús
Lokar 1. maí nk.
Morgunblaðið/Eggert
Lokað Pósthúsunum á Hvolsvelli og Hellu verður lokað í vor. 52 pósthús eru alls á landinu en fá eftir á Suðurlandi.
Guðrún
Hafsteinsdóttir
Hörður
Jónsson
Bjarni Benediktsson, fjár-
málaráðherra og formaður Sjálf-
stæðisflokksins, finnur að frétta-
flutningi af rannsókn lögreglu
tengdum fréttum af svonefndum
„skæruliðahópi Samherja“, þar sem
áherslan hafi öll verið út frá hags-
munum hinna grunuðu blaðamanna
en ekki á það hverjar sakargiftirnar
væru, líkt og venjan væri í ámóta
fréttum. Blaðamannafélag Íslands
og Félag fréttamanna hafa svarað
Bjarna í yfirlýsingu sinni, þar sem
kemur fram að félögin telji frelsi
blaðamanna til að fjalla um mikilvæg
fréttamál og veita valdhöfum aðhald
vera lýðræðissamfélaginu lífs-
nauðsynlegt.
„Blaða- og fréttamenn eru sem
einstaklingar jafnir öðrum að lögum,
t.d. ef þeir eru grunaðir um ölvunar-
akstur, fjársvik eða ofbeldibrot. Um
störf þeirra gegnir hins vegar öðru
máli. Um þau gilda önnur lög og
reglur en um önnur störf, vegna
hlutverks þeirra.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Átelur vinnu-
brögð fjölmiðla
- BÍ og FF svara Bjarna í yfirlýsingu