Morgunblaðið - 17.02.2022, Page 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
bokakaffid.is
tugir þúsunda titla í
netbókabúðinni
BÆKUR
nýjar og notaðar
á kostakjörum
Sími 546 3079
Opið virka daga 11–18
Laugardaga 11–16
Ævintýraheimur bókaormanna
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@mbl.is
Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn
formaður Eflingar, segist vera
ánægð og þakklát fyrir það traust
sem henni og félögum hennar á Bar-
áttulistanum hefur verið sýnt til að
leiða félagið og að berjast fyrir hönd
verka- og láglaunafólks.
Hún telur réttast að kalla saman
aukaaðalfund strax til að for-
ystuskipti geti átt sér stað sem fyrst,
en aðalfundur hefur yfirleitt farið
fram í byrjun apríl.
Spurð hvernig hún sjái fyrir sér að
koma inn á skrifstofuna aftur, eftir
allt sem á undan er gengið segir hún
það verða að koma í ljós. Því hefur
verið lýst yfir opinberlega af hálfu
starfsfólks að margir séu óttaslegnir
og kvíði endurkomu Sólveigar. Hún
segist skilja að ákveðnir aðilar hafi
áhyggjur.
„Ég skil auðvitað að fólk sem hefur
til dæmis farið fram í fjölmiðlum með
gífuryrðum, ásökunum og aðför að
mannorði mínu hafi núna áhyggjur af
því að ég muni koma aftur til starfa.
En ég er búin að fara í gegnum þessa
kosningu og er með þetta skýra um-
boð félagsfólks til þess að stýra félag-
inu. Það er nú bara svo,“ segir hún.
Spurð hvort hún telji sig geta
starfað áfram með öllum sem þarna
vinna segir Sólveig: „Ég hef sagt það
aftur og segi það aftur nú á ný að þær
manneskjur sem hafa farið gegn mér
opinberlega, til dæmis með greina-
skrifum og vegið gróflega að mann-
orði mínu, starfsheiðri og persónu, ég
get ekki ímyndað mér að þær hafi
sérstakan áhuga á að starfa áfram á
sama vinnustað og ég,“ segir hún.
Starfa áfram af heilindum
Óformlegur starfsmannafundur
var haldinn á skrifstofu Eflingar í
gærmorgun og sagði Linda Dröfn
Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Eflingar að stemningin hefði verið
þung. Margir séu að meta sína stöðu
en fólk sinni þó áfram starfi sínu af
heilindum fyrir félagsmenn.
Ólöf Helga Adolfsdóttir, núverandi
varaformaður Eflingar og oddviti A-
listans, er vonsvikin yfir því að hafa
beðið lægri hlut í formannskjörinu en
hún heldur þó ótrauð áfram sinni
baráttu fyrir félagsmenn Eflingar, en
hún á a.m.k. ár eftir af sinni stjórn-
arsetu.
Ólöf tók við sem varaformaður í
nóvember á síðasta ári, eftir að Sól-
veig Anna sagði af sér formennsku.
Hún fer nú aftur í ritarastöðuna sem
hún gegndi áður. Spurð hvernig legg-
ist í hana að vinna aftur með Sólveigu
segir Ólöf að það leggist bara vel í sig
að halda áfram baráttunni fyrir fé-
lagsmenn, óháð því hver er í for-
mannssætinu. Henni beri skylda til
þess að halda áfram.
Ekki verði ráðist í uppsagnir án
samráðs við stjórn Eflingar
Ólöf segist hafa gætt sín á því í
kosningabaráttunni að vera ekki með
nein gífuryrði. „Ég kannski spurði
nokkurra spurninga en að öðru leyti
tel ég mig ekki hafa farið yfir neitt
strik, borið út óhróður eða lygar,“
segir hún.
Spurð hvort henni finnist Sólveig
hafa gert það svarar hún því játandi.
„Mér finnst hún hafa farið yfir strikið
þegar kemur að starfsfólki skrifstof-
unnar. Mér þykir mjög miður að hún
hafi stillt þessu þannig upp að þetta
væri starfsfólk skrifstofunnar á móti
verkalýðnum. Sem það svo sann-
arlega er ekki, enda er skrif-
stofufólkið launafólk líka og mikið til
félagsmenn í Eflingu. Þannig að mér
finnst það mjög ósanngjarnt og er
mjög óánægð með það.“
Spurð hvort hún búist við því að
það verði einhverjar uppsagnir á
skrifstofunni þegar Sólveig taki aftur
við formennsku segir Ólöf það ekki
formanns að taka slíkar ákvarðanir
án samráðs við stjórnina.
„Formaður hefur ekki neitt ein-
vald. Stjórnin ber sameiginlega
ábyrgð á hagsmunum félagsins. Hún
mun ekki geta farið í neitt svona án
þess að vera með stuðning frá stjórn-
inni,“ segir Ólöf.
Skilur áhyggjur af endurkomu
- Sólveig Anna vill kalla saman aukaaðalfund strax vegna forystuskipta - Ólöf Helga segist halda
ótrauð áfram baráttu fyrir félagsmenn Eflingar - Þung stemning á starfsmannafundi í gærmorgun
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ánægð Sólveig Anna, sem hefur verið endurkjörin formaður Eflingar,
fagnaði kosningasigrinum með félögum sínum á kosningavöku í fyrrakvöld.
Úrslit formannskosninga í Eflingu
Fjöldi á kjörskrá og kjörsókn 2018 og 2021
2018 2021
Á kjörskrá
Greiddu
atkvæði
A-LISTI
stjórnar og trúnaðarráðs
Fjöldi atkvæða:
2018: 519 / 2021: 1.434
B-LISTI
Sólveigar Önnu Jónsdóttur
Fjöldi atkvæða:
2018: 2.099 / 2021: 2.047
C-LISTI
Fjöldi atkvæða:
2021: 331
Heimild: Efling
8,5%
37%
20%
52%
80%Kosning stjórnar og
skoðunarmanna reikninga
16.578
2.628
25.842
3.900
2018
2021
16% kjörsókn
15% kjörsókn
B-listi Sólveigar Önnu og félaga
fær alla fulltrúana sjö í 15 manna
stjórn Eflingar sem kosnir voru í
stjórnarkjörinu, þar sem framboðs-
listinn fór með sigur af hólmi. Tals-
vert fleiri kusu í kosningunum nú
en í formannskjörinu árið 2018 eða
3.900 samanborið við 2.618 fyrir
fjórum árum, sem er 49% aukning.
Á sama tíma hefur félagsmönnum
á kjörskrá aftur á móti fjölgað
verulega. Þeir voru 16.578 þegar
kosið var árið 2018 en 25.842 nú
og hefur fjölgað um 55,9%. Kjör-
sókn sem hlutfall af öllum atkvæð-
isbærum félagsmönnum er lítið
eitt minni nú, eða 15,09%, en árið
2018 þegar 15,8% kosningabærra
félagsmanna á kjörskrá nýttu at-
kvæðisrétt sinn.
B-listi Sólveigar Önnu fékk
53,7% greiddra atkvæða í kjörinu
sem lauk í fyrrakvöld en 80,2% í
kosningunum árið 2018 en þá voru
tveir listar í kjöri. B-listinn fékk
heldur færri atkvæði í kosning-
unum núna en fyrir fjórum árum
eða 2.047 samanborið við 2.099
atkvæði árið 2018. A-listinn fékk
37,6% atkvæða en A-listi uppstill-
inganefndar, sem boðinn var fram
2018 fékk þá 19,8% greiddra at-
kvæða. Stuðningur B-listans meðal
allra kosningabærra félagsmanna
er 7,9% en var 12,6% árið 2018.
omfr@mbl.is
Fleiri kusu en fyrir fjórum árum
B-LISTI SÓLVEIGAR ÖNNU FÉKK ALLA SJÖ STJÓRNARMENNINA
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Staðan er hægt og bítandi að verða
viðráðanlegri,“ segir Gylfi Þór Þor-
steinsson, forstöðumaður farsóttar-
húsa Rauða krossins.
Dregið verður úr starfsemi farsótt-
arhúsanna á
næstunni samfara
afléttingum sam-
komutakmarkana
og breytingum á
kórónuveiru-
faraldrinum. Gylfi
segir við Morg-
unblaðið að hann
búist við því að
húsunum verði
lokað hverju á
fætur öðru. „Við
erum með fjögur hótel í notkun í
Reykjavík í dag og eitt á Akureyri.
Hótelið á Akureyri er reyndar fullt
núna og fyllist alltaf jafnharðan aftur.
Faraldurinn þar í bæ er 2-3 vikum á
eftir Reykjavík. Hér í Reykjavík er-
um við með samninga um Hótel Lind
út apríl en öðrum hótelum verður lok-
að einu af öðru á næstunni.“
Hann segir að flestir sem greinast
séu sem betur fer með tiltölulega væg
einkenni. Lítið sé um ferðamenn á
landinu sem þurfi á farsóttarhúsum
að halda. Þó séu alltaf einhverjir sem
þurfi að geta leitað til farsóttarhúsa.
„Við höfum til dæmis verið að aðstoða
heimilislausa sem hafa greinst og svo
eru alltaf mismunandi aðstæður hjá
fólki. Metfjöldi smita greindist á
þriðjudag og margir þurfa að bíða í
2-3 daga eftir niðurstöðum og ein-
angra sig á meðan. Það er enn þá ein-
hver þörf fyrir okkur en hún fer
minnkandi.“
Fækka farsóttar-
húsum á næstunni
- Hótel Lind út apríl
- Enn er allt fullt á
hótelinu á Akureyri
Morgunblaðið/Eggert
Sóttvarnahús Fjögur hús eru í
notkun í Reykjavík en fækkar brátt.
Gylfi Þór
Þorsteinsson