Morgunblaðið - 17.02.2022, Page 10

Morgunblaðið - 17.02.2022, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 Bergþór Pálmason 70 ára fyrrverandi yfirþjónn Það er gefandi að vera sjálfboðaliði! Þegar ég greindist með krabbamein naut ég aðstoðar Ljóssins. Mig langaði að gefa til baka og hef unnið sem sjálfboðaliði þar undanfarin ár. Tilgangur Vöruhúss tækifæranna er að auðvelda fólki á þriðja æviskeiðinu að gera breytingar á lífi sínu og láta óskir sínar rætast. Vöruhúsið er spennandi nýjung sem svarar kalli sífellt stækkandi hóps fólks sem komið er yfir miðjan aldur og vill feta nýjar slóðir í lífinu á einn eða annan hátt. Líttu inn á vöruhús tækifæranna.is BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Nýtt bakarí og kaffihús hefur verið opnað að Seljavegi 2 í Vesturbæ Reykjavíkur, í sama rými og veitingastaðurinn Héðinn Kitchen & Bar. Innangengt er á milli staðanna. Eigendur bæði kaffihússins og veitingastað- arins eru veitingamennirnir margreyndu Elías Guðmundsson og Viggó Vigfússon. Blaðamaður Morgunblaðsins kíkti í heim- sókn á Hygge, eins og nýi staðurinn heitir, og fékk þar að gæða sér á lungamjúku súrdeigs- brauði og bragðgóðu bakkelsi. Viggó lýsir nýja staðnum sem Micro bakaríi, sem þýðir að allar veitingar eru bakaðar á staðnum. Sérhannaðir bollar Nostrað hefur verið við útlit kaffihússins og allir kaffibollar, kertastjakar, blómavasar og loftljós eru t.d. sérhönnuð fyrir Hygge. Viggó segir að sérlega mikil áhersla hafi verið lögð á hljóðvistina á kaffihúsinu. Gólf- og loftefni hafi verið valin sérstaklega til að fólki líði vel og finnist notalegt að sitja inni á staðn- um, vinna í fartölvunni eða eiga þar samræður. „Við vöndum alls staðar til verka, ekki bara í bakkelsinu heldur í öllum smáatriðum innan- húss.“ Viggó segir að þó svo að hann og Elías séu eigendur Hygge þá eigi þær Guðrún Klara Sigurðardóttir, sem hefur umsjón með rekstri kaffihússins, og Þórey Lovísa Sigurmunds- dóttir bakari langmesta heiðurinn af útkom- unni. „Við Elías erum bara tveir miðaldra karl- ar en þær eru ungar, hugmyndaríkar og óhræddar að prófa nýja hluti. Það var frábært að fá þær með okkur í verkefnið.“ Eins og Viggó útskýrir var mörgum hug- myndum að nöfnum velt upp áður en Hygge varð fyrir valinu. „Þórey kom með hugmynd- ina og við leyfðum henni að ráða nafninu.“ Eins og stendur á útihurðinni merkir danska orðið „hygge“ að eiga góða stund með vinum sínum og fjölskyldu og hafa það nota- legt saman. Áður en Guðrún hóf störf á Hygge hafði hún unnið sem þjónn og á kaffihúsi. „Ég kom svo hingað, fór að skipta mér af og spurði hvort ég mætti vera með,“ segir Guðrún og hlær. Spurð um sína aðkomu segist Þórey hafa út- skrifast sem bakari fyrir fjórum árum. Hún hafi síðan tekið sér smá pásu þar til henni var boðin vinna á Hygge. „Það var geggjað. Ég vissi að ég átti að fara að baka, en ég vissi ekki hve umfangsmikið það yrði. Það hefur verið mjög gefandi að fá að taka svona mikinn þátt í að móta starfsemina. Það er gaman að fá þetta mikið traust frá yf- irmönnum sínum.“ Fimm mánaða þróun Viggó segir að fimm mánuði hafi tekið að þróa rétta deigið í sætabrauðið, móta réttu uppskriftirnar og finna besta hráefnið í mat og drykki. „Þetta er búið að taka miklu lengri tíma en við ætluðum, en við erum rosalega ánægð með útkomuna. Við leggjum upp með að hafa enga fasta ramma í vöruúrvalinu. Þetta verður dálítið lifandi. Úrvalið verður breytilegt.“ Þórey segir að spornað verði við matarsóun á Hygge og ekkert fari til spillis. Þar skipti máli að vera í nánu samstarfi við Héðinn Kitc- hen & Bar. Innblástur að utan Viggó segir að innblásturinn fyrir kaffihúsið komi frá Danmörku. Undir það taka Þórey og Guðrún. „Innblásturinn kemur frá þessum nýju skandinavísku kaffihúsum og bakaríum.“ Viggó segir aðspurður að Seljavegurinn sé góð staðsetning fyrir kaffihús af þessari teg- und. Í Vesturbænum sé mikið af ungu fólki sem hafi ánægju af því að sækja kaffihús. Þá muni fjölga um hundruð manna í hverfinu á næstu misserum samfara mikilli uppbyggingu á svæðinu. Enn fremur er Center hótel með starfsemi á hæðunum fyrir ofan kaffihúsið með næstum tvö hundruð hótelherbergi og mun Hygge þjónusta hótelið rétt eins og Héð- inn Kitchen & Bar gerir nú þegar. Útisvæði með vorinu Viggó bætir að lokum við að hann sjái fyrir sér að útisvæði verði opnað með vorinu þar sem gestir geti setið úti í sólinni, gætt sér á huggulegum veitingum og notið lífsins. Innblásturinn kemur frá Skandinavíu - Micro bakarí þar sem allt er bakað á staðnum - Sömu eigendur og að Héðinn Kitchen & Bar - Breytilegt úrval Engin matarsóun - Sérhannaðir innanstokksmunir - Hugað að hljóðvist Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Kaffi Viggó Vigfússon, Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir og Guðrún Klara Sigurðardóttir á Hygge. Opið verður alla daga frá 8 til 17. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Birna er menntaður leikari og hefur gegnt marg- víslegum stjórn- unar- og trúnaðarstörfum í menn- ingargeiranum. Hún situr m.a. í stjórnum Samtaka skapandi greina og Bandalags íslenskra listamanna, Útflutnings- og markaðsráði Ís- landsstofu, Kvikmyndaráði og Höf- undarréttarráði og hefur áður setið í stjórn Hörpu, Þjóðleikhúsráði og stjórn Stockfish kvikmyndahátíðar, og var í nokkur ár formaður Bandalags sjálfstæðra leikhópa og forseti Sviðslistasambands Íslands. Birna stefnir á 2.-3. sæti í Reykjavík Birna Hafstein Orri Björnsson, forstjóri líf- tæknifyrirtæk- isins Algalífs, sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði. Auk uppbyggingar Algalífs frá 2012 hefur hann starfað í lyfja- og líf- tæknigeiranum víða um heim, m.a. á vegum Sameinuðu þjóðanna. Orri hefur gegnt trúnaðar- stöðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn bæði í Hafnarfirði og á landsvísu. Í bæjarmálum hefur hann gegnt for- mennsku í ýmsum starfshópum, ráðum og nefndum, auk starfa í bæjarstjórn. Á árum áður gat Orri sér frægð- ar sem einn helsti glímukappi landsins. Orri Björnsson vill 2. sæti í Hafnarfirði Orri Björnsson 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Atli Stefán Yngvason viðskiptafræðingur býður sig fram í 1.-3. sæti á framboðslista Pírata fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor en prófkjör Pírata í Reykja- vík fer fram 22.-26. febrúar. Fram kemur í tilkynningu að Atli Stefán hafi rekið ráðsölustofuna Koala, sé meðstofnandi Vegangerð- arinnar og stýri hlaðvarpinu Tæknivarpinu. Hann er jafnframt formaður Pírata í Reykjavík. Segir Atli Stefán í tilkynningunni að Píratar hafi verið að skila góðu starfi í Reykjavík. Til að móta og viðhalda góðu samfélagi þurfi fagleika, gagnsæi og samvinnu. Taka þurfi góðar ákvarðanir og útfæra þær af vandvirkni. Býður sig fram í prófkjöri Pírata Atli Stefán Yngvason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.