Morgunblaðið - 17.02.2022, Síða 20
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
Við kynnumst tveimur spennandi löndum með sína framandi
menningarheima og mikla náttúrfegurð, sem lætur engan ósnort-
inn. Kynnumst hinum æva gömlu höfuðborgum Yerevan og Tblisi,
förum upp í Kákassufjöllin, skoðum ævagömul klaustur, virki og
kirkjur. Kynnumst vel vínmenningu landanna og fáum að smakka.
Röltum um gamlan heilsubæ,
göngum eftir hengibrú.
Ekki má gleyma fólkinu sem
tekur okkur fagnandi en íbúar
beggja landa eru einstaklega
gestrisnir og kynnumst við
þeim. Við erum í ævintýri
sem er við allra hæfi.
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Sími 588 8900
info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Perlur Kákasusfjalla, hlið Evrópu að
Miðausturlöndum og Asíu
Forn menning, heillandi mannlíf, hrífandi
saga og stórkostleg náttúra
Georgía og Armenía
20.-30. maí 2022
Innifalið er flug með tösku, hótel
með morgunmat, fullt fæði í Georgiu
og Armeniu, allar skoðunarferðir,
ísl. farastjóri ásamt heimamanni og
aðgangur þar sem við á.
Verð á mann í 2ja manna herbergi er
359.700 kr. Takmarkaður fjöldi.
Takmarkað
sætamagn
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Kaka ársins 2022, sem svo er kölluð,
kemur í sölu í dag, samkvæmt venju
rétt fyrir konudaginn. Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir iðnaðarráðherra
tók í gær á móti fyrstu kökunni, sem
valin var eftir keppni meðal bakara.
Sigurvegarinn í ár var Rúnar Felix-
son, bakarameistari hjá Mosfellsbak-
aríi. Kakan, sem þykir sérstaklega
bragðgóð, er með pistasíu-mousse
með creme-brulee-miðju, hindberja-
geli og stökkum pistasíubotni, hjúpuð
súkkulaði og toppuð með pist-
asíukremi. Hún verður í sölu í bak-
aríum landsins út þetta ár.
„Ég hafði lengi haft í huga að búa
til köku þar sem hindber og pist-
asíuhnetur væru saman. Þetta þurfti
auðvitað sína útfærslu og nokkrar til-
raunir, en svo gekk allt upp að lok-
um,“ segir Rúnar Felixson bakari í
samtali við Morgunblaðið. Alls tíu
kökur bárust í keppnina, fjórar kom-
ust í undanúrslit og Rúnar átti tvær
þeirra. Hin kakan úr hans smiðju var
með mandarínur og heslihnetur sem
uppistöðu. Bragðast vel, segir bak-
arinn, sem telur ekki ólíklegt að
hnossgæti þetta fari í sölu í sumar.
Bakari í 31 ár
Rúnar Felixson hefur starfað við
bakaraiðnina í alls 31 ár. Hóf störf í
Mosfellsbakaríi síðasta haust en hef-
ur komið víða við á löngum ferli.
„Mér finnst þetta alltaf jafn
skemmtilegt starf. Er alltaf að fá nýj-
ar og skemmtilegar hugmyndir að
einhverju sem útbúa má og sigur í
keppninni nú er pepp til að halda
áfram. Hér í Mosfellsbakaríi er köku-
baksturinn á minni könnu, bæði það
sem er selt í búðinni og sérpantað til
dæmis í veislur. Núna eru skemmti-
legir tímar að ganga í garð í starfinu,
konudagurinn er rétt að detta inn,
svo kemur bolludagurinn sem er
mikil hátíð í nánast heila viku. Þegar
henni sleppir er síðan orðið stutt í
fyrstu fermingarnar með öllum sín-
um veislum,“ segir Rúnar.
Ljósmynd/Birgir Ísleifur
Kaka Frá vinstri: Hafliði Ragnarsson, formaður Landssambands bakarameistara, Rúnar Felixson bakarameistari,
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir iðnaðarráðherra og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Bragðgóð og hjúpuð með
hindberjum og hnetum
- Kaka ársins frá Rúnari - Hnossgæti - Tíu í úrslitum
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Slökkviliðið á Akureyri hefur fengið
nýjan björgunarstigabíl sem leysir
af hólmi eldri körfubíl sem er frá
árinu 1989. Stigabíllinn er af gerð-
inni Scania, stiginn og yfirbyggingin
var smíðuð í Frakklandi og eru
fulltrúar seljenda bílsins væntan-
legir til Akureyrar þar sem kenna á
nokkrum liðsmönnum á bílinn. Þeir
munu í kjölfarið miðla af þekkingu
sinni til allra annarra starfsmanna
slökkviliðsins.
Maron Pétursson, deildarstjóri
hjá slökkviliðinu á Akureyri, segir að
með tilkomu nýja bílsins verði gríð-
arleg breyting til hins betra þegar
kemur að björgunarstörfum. Nýi
bíllinn er búinn margvíslegum nú-
tímaþægindum sem þann gamla
skortir. Það flýtir fyrir öllum ferlum
og auðveldar störf hvort heldur er
unnið við að bjarga mannslífum eða
verðmætum.
Hann segir eldri bílinn ekki henta
lengur, víða hátti þannig til á Akur-
eyri að götur séu þröngar og erfitt að
komast um á svifaseinum bíl. Farið
var að ræða um bílaskipti fyrir sjö
árum, en tímamót urðu í október árið
2020 þegar skrifað var undir samn-
ing um kaup á Scania-bílnum. „Það
hafa svo eins og gengur á tímum
heimsfaraldurs orðið tafir á afhend-
ingu, en loks er bíllinn kominn norð-
ur og má segja að langþráður
draumur okkar hafi ræst,“ segir
Maron.
Veitir mikið öryggi
Stigabíllinn kemst 32 metra upp í
loft í beinni stöðu og við bætast tveir
metrar, frá jörðu og upp í stiga.
Hitamyndavél er í bílnum sem gerir
að verkum að menn eru fljótari að
greina hvar mestur hiti er í brenn-
andi byggingum, það flýti mjög fyrir
öllu björgunarstarfi að sögn Marons.
Þá nýtist bíllinn við fleira en útköll
vegna elds. Hann segir að ekki síður
sé horft til björgunarstarfa í
tengslum við umferðarslys, m.a. þeg-
ar bílar lenda utan vega. Þá er hægt
að nýta bílinn til að sækja slasað fólk
og ferja það í körfunni að sjúkrabíl í
stað þess að ganga með það langar
leiðir. „Þessi bíll veitir okkur öllum
íbúum bæjarins mikið öryggi og við
fögnum því innilega að hafa fengið
hann til afnota,“ segir Maron.
Nýr stigabíll til slökkvi-
liðsins á Akureyri
- Kemst 32 metra upp í loft - Leysir af eldri bíl frá 1989
Akureyri Maron Pétursson er deildarstjóri slökkviliðsins á Akureyri.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Stigabíll Nýi stigabíllinn nær 32 metra upp í loft. Hann er búinn mörgum
kostum, m.a. hitamyndavél, og leysir af hólmi körfubíl frá árinu 1989.
Á aukaaðalfundi Bílgreina-
sambandsins (BGS) sl. þriðjudag var
samþykkt tillaga stjórnar um að
sameinast Samtökum verslunar og
þjónustu (SVÞ).
Þessir aðilar undirrituðu vilja-
yfirlýsingu fyrir rúmu ári um aukið
samstarf. Frá undirritun yfirlýsing-
arinnar hafa samtökin unnið saman
að hagsmunamálum aðildarfyrir-
tækja hvorra tveggja samtaka og
hefur reynslan af samstarfinu í senn
verið jákvæð og leitt fram víðtæk
samlegðaráhrif, segir í tilkynningu.
Í ljósi reynslunnar af samstarfi
BGS og SVÞ undanfarið ár ákváðu
stjórnir samtakanna að tillaga um
sameiningu yrði lögð fyrir aðalfund
hvorra tveggja samtaka. Niðurstaða
fundar BGS var einróma samþykki
sameiningar en aðalfundur SVÞ fer
síðan fram 17. mars. Verði samein-
ingin samþykkt þar þá tekur hún
gildi 1. apríl næstkomandi.
Bílgreinasambandið sameinast SVÞ