Morgunblaðið - 17.02.2022, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.02.2022, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Aðalatriðið er að við séum með skilvirkt kerfi þar sem leyfisveit- ingar taki ekki of langan tíma en á sama tíma sé ekki veittur afsláttur af gæðum leyfisveitinganna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, um- hverfis-, orku- og loftslags- ráðherra, þegar hann er spurður hvort leyfisveitingakerfi virkjana sé nógu skilvirkt. Fram hefur komið að Lands- virkjun sótti um virkjanaleyfi fyr- ir Hvamms- virkjun til Orku- stofnunar fyrir átta mánuðum án þess að nið- urstaða sé feng- in. Ástæðan er sögð umfang umsóknar og annir. Orku- stofnun hefur nú óskað eftir skýrari upplýsingum um einstök atriði umsóknarinnar. Valur Knútsson, forstöðumaður á framkvæmdasviði Landsvirkj- unar, telur ekki óeðlilegt að af- greiðsla umsóknar fyrirtækisins taki sinn tíma. Sagan sé löng og forsendum hafi oft verið breytt. Þá sé framkvæmdin flóknari en ým- issa annarra virkjana. Fram hefur komið að gögnin sem fylgdu umsókninni eru upp á 1.200 blaðsíður auk korta og teikn- inga. Spurður hvort nauðsynlegt hafi verið að senda öll þessi gögn segir Valur að reynt sé að draga fram öll helstu atriði í greinargerð. Hins vegar þurfi öll gögn að vera aðgengileg fyrir starfsfólk Orku- stofnunar sem ítarefni. Ekki sé eðlilegt að framkvæmdaraðili sé að velja hvaða gögn það eigi að skoða og hver ekki. „Við erum boðin og búin að draga fram þau atriði sem þau vilja kynna sér og nálgast bet- ur,“ segir Valur. Öll gögnin voru send Orkustofn- un rafrænt. Samkvæmt upplýs- ingum þaðan er meginefni skjal- anna matsskýrslur og álit Skipulagsstofnunar vegna um- hverfismats og greinargerðir með aðalskipulagi sveitarfélaganna. Allt eru þetta opinber gögn sem hægt er að nálgast á netinu. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun var Landsvirkjun sent bréf 11. febrúar þar sem ósk- að er eftir skýrari upplýsingagjöf til stofnunarinnar um einstaka at- riði umsóknarinnar. „Skortir helst á skýrari samantekt, beinar tilvitn- anir og/eða sértæka umfjöllun um atriði umsóknarinnar sem í núver- andi umsóknargögnum er ekki svarað með nægjanlega skýrum hætti heldur vísað í umfangsmikil fylgigögn án frekari skýringa,“ segir í svari Orkustofnunar til Morgunblaðsins. Orkumálin mikilvæg Guðlaugur Þór segir mikilvægt að nýta náttúruauðlindir landsins til að framleiða græna orku, eins og aðrar þjóðir vilji gera, með það að markmiði að standa við að- gerðaáætlun í loftslagsmálum. Mikilvægt sé að kerfið stuðli að því. Spurður hvað hægt sé að gera segir ráðherra að hann sé nýlega tekinn við þessu ráðuneyti og nýr orkumálastjóri hafi tekið til starfa á síðasta ári. Bendir á að margt hafi gerst í þessum efnum á stutt- um tíma. Nefnir Guðlaugur að Orkustofnun hafi verið efld. Þar hafi verið unnið að stefnumörkun og nýtt skipurit gert. Eitt af mark- miðum Orkustofnunar með umbót- um í starfi er aukin skilvirkni. „Þessum verkefnum er ekki lok- ið, það segir sig sjálft. Fólk er að átta sig á á því hvað orkumálin er mikilvægur málaflokkur, grunnur að efnahagslífi og velmegun þjóð- arinnar. Mikilvægt er að rík- isstjórnin, þing og þjóð séu með- vituð um það,“ segir Guðlaugur Þór. Frestir breyta ekki öllu Þegar virkjanaleyfi var veitt af ráðherra, að tillögu Orkustofn- unar, var kveðið á um það í lögum og reglugerð hversu langan tíma það mætti taka að afgreiða slík leyfi. Í svari Orkustofnunar í síð- ustu viku kom fram að nú væru engir slíkir frestir í raforkulögum eða reglugerð. Unnið sé að málum eins hratt og vel og stofnuninni sé unnt. Guðlaugur vill ekki útiloka það að settir verði hámarksfrestir í lög. Hann telur það þó ekki breyta öllu og bendir á að mörg verkefni dragist á langinn þótt frestir séu ákveðnir í lögum. Kerfið þarf að vera skilvirkt - Umhverfis- og orkumálaráðherra segir unnið að úrbótum á leyfisveitingaferli - Orkustofnun hef- ur óskað eftir nánari upplýsingum frá Landsvirkjun vegna umsóknar um leyfi fyrir Hvammsvirkjun Guðlaugur Þór Þórðarson Undirbúningur Hvammsvirkjunar Núpsvirkjun 1993 Rannsóknir hefjast 1999 Frumhönnun virkjana í neðri hluta Þjórsár 2000 Jarðfræðirannsóknir 2001-2003 Mat á umhverfisáhrif- um 150 MWNúpsvirkjunar 2002 Verkhönnun 2006 Útboðshönnun 2007 Landsvirkjun tekur við vatnsréttindum ríkisins Hvammsvirkjun Áformum um Núpsvirkjun skipt upp í Hvammsvirkjun (95 MW) og Holta- virkjun (57 MW) 2008-2020 Samið við landeigend- ur um landsréttindi 2008 Gert ráð fyrir virkjuninni á að- alskipulagi sveitarfélaganna 2009 Fornleifarannsóknir 2009-2014 Fiskirannsóknir 2010 Verkhönnun uppfærð 2013 Hvammsvirkjun í biðflokki rammaáætlunar 2015 Alþingi samþykkir að færa virkjunina í orkunýtingarflokk 2015 Útboðshönnun 2016-2018 Nýtt umhverfismat að hluta 2019 Hvammsvirkjun sett í bið hjá Landsvirkjun 2020 Hugmyndirnar endurvaktar 2021 Sveitarfélögin samþykkja deiliskipulag 2021 Sótt um virkjanaleyfi 2021 LeyfiMinjastofnunar fengið Þessi skref eru eftir, tímasetningar áætlaðar: 2022 Virkjanaleyfi (Orkustofnun) 2022 Leyfi til framkvæmda vegna laxfiska (Fiskistofa) 2022 Uppfærsla á tengisamningi (Landsnet) 2022 Framkvæmdaleyfi (sveitarfélögin) 2022 Ákvörðun um að virkja (stjórn Landsvirkjunar) 2022 Farið yfir hönnun 2022 Byggingarleyfi (byggingar- fulltrúar sveitarfélaganna) 2022 Samningur um nýtingu vatnsréttinda (íslenska ríkið) 2022 Útboð auglýst 2022 Undirbúningsframkvæmdir á verkstað hefjast 2023-2027 Framkvæmdir 2027 Starfsleyfi fyrir virkjun og tengivirki (heilbrigðisnefndir sveitarfélaga) 2027 Hvammsvirkjun gangsett Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kárahnjúkar Stöðvarhús Hvammsvirkjunar verður með öðru sniði og ekki jafnt stórt og hin mikla hvelfing sem vélarnar í Fljótsdalsstöð hafa fyrir sig. Vatnasvið Þjórsár og Tungnaár er stærsta orkuvinnslusvæði landsins. Þar eru nú þegar sjö aflstöðvar sem nýta fall þessara vatnsfalla og Köldukvíslar. Virkjanirnar eru á efri hluta vatnsviðs Þjórsár/Tungnaár. Með Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár færist nýting vatnsfallanna nið- ur í byggð en sama vatnið fer í gegnum virkjanir á efra svæðinu og er nýtt með 32 metra falli frá Yrjaskeri ofan við Haga og niður fyrir Ölmóðsey. Búrfellsstöð er fyrsta aflstöðin sem Landsvirkjun reisti frá grunni. Við stofnun fyrirtækisins árið 1965 var ákveðið að ráðast í byggingu hennar og árið 1969 byrjaði hún að vinna rafmagn. Á Þjórsár/Tungnaársvæðinu reis hver virkjunin á fætur annarri, Sigöldustöð, Hrauneyjafossstöð, Sult- artangastöð, Vatnsfellsstöð, Búðarhálsstöð og loks stækkun Búrfells- stöðvar, Búrfell II, sem gangsett var á árinu 2018. Uppsett afl þessarra stöðva er 1.040 megawött og orkuvinnslugeta 6.800 gígawattstundir í góðu vatnsári. Með Hvammsvirkjun bætast við allt að 95 MW í afli og um 720 gígawattstundir í orkuvinnslugetu. Í áætl- un Landsvirkjunar eru tvær aðrar virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Holta- virkjun og Urriðafossvirkjun. Þær eru flokkaðar í orkunýtingarflokk í til- lögum verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar en tillögurnar hafa ekki hlotið afgreiðslu Alþingis. Sjöunda stöðin á vatnasviðinu FYRSTA VIRKJUNIN Í NEÐRI HLUTA ÞJÓRSÁR Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sögufræg Búrfellsstöð er fyrsta aflstöðin sem Landsvirkjun reisti og fyrsta virkjunin í Þjórsá. Á næstu árum mun áttunda aflstöðin bætast við. 8.990 6.990 5.490 5.490 2.990 KASTARADAGAR RAFVÖRUMARKAÐURINN Við Fellsmúla Reykjavík / Sími: 585 2888 / www.rafmark.is Opið virka daga kl. 09 - 18 Laugardaga kl. 10 - 16 Sunnudaga kl. 12 - 16 ALLT AÐ 70% AFSLÁTT UR AF KÖSTUR UM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.