Morgunblaðið - 17.02.2022, Side 30

Morgunblaðið - 17.02.2022, Side 30
DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Það virðist vera að Drífa Snædal sé að einangrast og það mun hafa heil- mikil áhrif á kjaraviðræður ef það rætist.“ Þetta segir Gísli Freyr Valdórs- son, ráðgjafi hjá KOM og ritstjóri Þjóðmála, þegar litið er yfir nýjustu atburði í valdabaráttunni innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir náði að nýju völdum í Eflingu, næststærsta stétt- arfélagi landsins. Hörður Ægisson, ritstjóri Inn- herja á visir.is, tekur í sama streng og segir vendingar síðustu vikna hafa komið á óvart þar sem Vilhjálm- ur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness, og Ragnar Ingólfs- son, formaður VR, lýstu yfir stuðningi við framboð hennar. Bend- ir Hörður á að það hafi ekki alltaf verið miklir kærleikar milli þeirra, m.a. þegar lokisins tókst að reka smiðshöggið á hina svokölluðu lífs- kjarasamninga árið 2019. Launakröfur áfram miklar Þeir telja báðir að stefni í nokkur átök á vinnumarkaði á árinu, þar sem áfram verði sótt á miklar launa- hækkanir. Hins vegar sé óvíst að vinnumarkaðurinn í heild muni taka undir ákall um sérstakt átak við hækkun lægstu launa. BHM og fleiri aðilar hafi sagt að nú verði áhersla fremur lögð á prósentuhækkanir á öll laun. Hörður segir í samtalinu í Dagmálum að margt bendi til þess að verðbólga muni fara í 7% á þessu ári og að það undirstriki mikilvægi þess að allir aðilar stilli saman strengi. Varhugavert sé fyrir verka- lýðshreyfinguna að líta aðeins til hagnaðartalna stærstu skráðu fyrir- tækja landsins, hagkerfið sé ekki byggt upp í kringum þau heldur minni fyrirtæki þar sem annar veru- leiki blasi við, m.a. vegna mikils auk- ins launakostnaðar síðustu árin.Tali gegn betri vitund. Arðsemin hefur verið vandamál Í liðinni viku kom í ljós að við- skiptabankarnir þrír, Landsbank- inn, Íslandsbanki og Arion banki höfðu skilað um 80 milljarða hagnaði á liðnu ári. Hörður segir að það sé ágæt útkoma fyrir bankana en að vandinn á fyrri árum hafi einmitt verið sá að arðsemi af starfsemi bankanna hafi ekki staðist saman- burð við aðra banka á Norðurlönd- um. Ljóst sé að tekjurnar nú komi ekki af okurlánastarfsemi eða aukn- um umsvifum á húsnæðismarkaði heldur þóknanatekjum og jákvæðum virðisbreytingum. Tali um hug sinn þvert Spurðir út í hugmyndir Lilju Al- freðsdóttur, menningar- og við- skiptaráðherra um að leggja aukinn bankaskatt á fyrirtækin ef þeir skili ekki hluta af arðsemi sinni aftur til heimilanna í landinu, segja þeir báðir að tillögur hennar séu ótrúverðugar. Fullyrðir Gísli Freyr beinlínis að hún geti ekki haft raunverulega trú á að þessar tillögur muni skila nokkru. Spurður út í viðbrögð Benedikts Gíslasonar, bankastjóra Arion banka, sem brást jákvætt við hug- myndum Lilju, segir Hörður að þau beri helst vott um að þungavigtar- fólk á fjármálamarkaði hafi litla trú á að raunverulegur hljómgrunnur sé fyrir málflutningi ráðherrans. Forseti ASÍ virðist vera að einangrast í hreyfingunni Tæpitungulaust Gísli Freyr Valdórsson, ráðgjafi hjá KOM og ritstjóri Þjóðmála, og Hörður Ægisson, ritstjóri Inn- herja á Vísi, mættu í settið hjá Dagmálum og ræddu stöðuna í hagkerfinu á vinnumarkaðnum um þessar mundir. - Verðbólga stefnir í 7% - Hugmyndir ráðherra um bankaskatt ótrúverðugar 30 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 17. febrúar 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.46 Sterlingspund 168.57 Kanadadalur 97.83 Dönsk króna 18.973 Norsk króna 13.995 Sænsk króna 13.354 Svissn. franki 134.69 Japanskt jen 1.0764 SDR 174.36 Evra 141.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.8522 « Hlutabréf Origo hækkuðu um tæp 8% í viðskiptum í Kauphöll í gær og nam velta með bréf félagsins 364 millj- ónum króna. Bætt- ist þessi hækkun við 3,85% hækkun frá deginum áður þar sem veltan nam 601 milljón króna. Í gær var greint frá því að sjóður í eigu Stefnis hefði aukið við hlut sinn í félaginu og hefði fjárfest í 5 milljónum hluta í því fyrir tæpar 380 milljónir króna. Á þessu ári hefur félagið hækkað um 13,9% en síðustu 12 mánuði nemur hækkunin 105,5%. Markaðsvirði félags- ins stendur nú í 35,5 milljörðum króna. Origo fer með himin- skautum í Kauphöll Jón Björnsson, forstjóri Origo. STUTT Hagnaður fjölmiðla- og fjarskipta- félagsins Sýnar á nýliðnu ári nam 2.100 milljónum króna. Fól það í sér talsverðan viðsúning frá fyrra ári þegar tap varð af rekstri þess upp á 405 milljónir króna. Það sem tryggði viðsnúning í afkomunni var sala á svokölluðum óvirkum fjarskiptainn- viðum. Bókfært virði þeirra var 401 milljón króna en söluandvirðið var 6.946 milljónir króna. Í samræmi við reikningsstaðla er hluta hagnaðarins skotið á frest og miðað við það nam bókfærður söluhagnaður að frá- dregnum kostnaði við söluna 2.552 milljónum. Ef ekki hefði komið til sölu innviðanna hefði tap af rekstri félagsins því numið 451 milljón króna. Tekjur af reglulegri starfsemi námu 21.765 milljónum króna og jukust um 821 milljón milli ára eða 3,9%. EBITDA félagsins á árinu, leið- rétt fyrir áhrifum af innviðasölunni, nam 6.432 milljónum króna og hækkaði um 693 milljónir miðað við árið 2020. Þá var aðlagað EBITDA- hlutfall 29,6%, samanborið við 27,4% árið 2020. Eiginfjárhlutfall félagsins var 28,9% í lok árs 2021. Spá félagsins fyrir þetta ár gerir ráð fyrir tekjuvexti umfram hækkun veðrlags auk þess sem nýlegar tekjustoðir muni skila góðum vextir. Einnig er gert ráð fyrir að áhrif heimsfaraldursins fari þverrandi og að reikitekjur vegna ferðalaga fólks milli landa muni taka við sér. Morgunblaðið/RAX Tekjuvöxtur Heiðar Guðjónsson er forstjóri og einn af hluthöfum Sýnar. Sýn snýr tapi í hagnað milli ára - Viðsnúningur- inn byggir á sölu óvirkra innviða « Nýjar tölur Þjóðskrár sýna að vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,7% milli desember og janúarmánaðar. Í desembermánuði hafði verðið hækkað um 1,8%. Bendir Hagsjá Landsbankans á að sú hækkun hafi komið á óvart þar sem tölur fyrri mánaða hafi fremur gefið til kynna að markaðurinn væri að róast. Þar er einnig bent á að verð á sérbýli sé að hækka hraðar en á fjölbýli. Árs- takturinn í hækkun þeirra eigna sé meiri. Íbúðaverðið heldur áfram að blása út

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.