Morgunblaðið - 17.02.2022, Page 33

Morgunblaðið - 17.02.2022, Page 33
FRÉTTASKÝRING Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Mér kemur á óvart hve fast þeir sóttu að fá Treholt framseldan í kjölfar dómsins. Það sýnir hve þýð- ingarmikill hann var.“ Þetta segir Odd Berner Malme, sem á sínum tíma stjórnaði rannsókn máls ann- álaðasta njósnara Noregs fyrr og síðar, Arne Treholts, ráðuneyt- isstarfsmannsins sem sumarið 1985 hlaut 20 ára dóm fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna og Íraks. Malme er meðal þeirra, sem fram koma í nýjum heimildaþáttum norska ríkisútvarpsins NRK um mál Treholts, Rikets sikkerhet, eða Ör- yggi ríkisins, en þar segir meðal annars af áður óþekktum skjölum úr djúpum myrkviðum skjalageymslna austurþýsku leyniþjónustunnar Stasi, þar sem skýrsluhöfundur sov- ésku leyniþjónustunnar KGB færir mikilvægi Treholts fyrir Sovétmenn í svofelld orð: „Hann var heimildarmaður verð- mætra upplýsinga í hernaðarlegu til- liti og sem lutu að alþjóðlegum vandamálum. Af samviskusemi sinni og ábyrgðartilfinningu aðstoðaði hann öryggisþjónustu Sovétríkjanna jafnframt því sem hann reyndi að draga úr hættunni af hernaðarstefnu Bandaríkjanna.“ Það voru rannsakendur við Kalda- stríðsmiðstöð Syddansk-háskólans í Óðinsvéum, sem uppgötvuðu þetta tiltekna skjal, en efni þess þykir varpa töluverðu ljósi á tengsl Tre- holts við samstarfsaðila sína sov- étmegin og hve mikils metinn hann var í þeirra ranni. Malme, sem nú nýtur eftirlaunaára sinna, en var áberandi kringum lögreglurannsókn- ina, sem hlaut nánast heimsathygli strax fyrstu dagana eftir að Treholt var handtekinn á Fornebu- flugvellinum í Ósló 20. janúar 1984, segir í spjalli sínu við NRK í nýju þáttaröðinni, að efni skjalsins stað- festi það sem fram kom í rannsókn- inni á sínum tíma. „Það sem kemur mér á óvart er þessi mikla áhersla og ákefð [Sov- étmanna] við að fá Treholt fram- seldan eftir að dómurinn féll,“ játar Malme, „það sýnir hve mikilvægur hann var í augum KGB,“ en grein- argerðin í skjalinu var beinskeytt hjálparbeiðni KGB til Stasi í Aust- ur-Þýskalandi, Stasi-menn áttu að leggjast á árarnar með starfs- bræðrum sínum í leyniþjónustu Sov- étsins og bjarga Treholt úr norsku fangelsi gegnum framsal. Spenntir fyrir NATÓ-gögnum Norsk stjórnvöld voru hins vegar á annarri skoðun og ætluðu að fá að halda sínum fanga, það sýnir annað skjal, sem sami rannsóknarhópur hefur einnig fundið, þar sem greint er frá rausnarlegu sameiginlegu til- boði KGB og Stasi, 22 föngum úr fangelsum austantjalds í skiptum fyrir Treholt einan. Nei takk, var svarið. Malme telur fundarhöld KGB- manna og sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, á svipuðum tíma og björgunarumleitanir gagnvart njósnararnum hafa farið fram sam- kvæmt nýju gögnunum, ljá málinu vissan trúverðugleika og leggur enn fremur fram kenningar um „verð- mætu upplýsingarnar“ sem KGB nefnir í skjalinu. Þær upplýsingar tengist umsvifum Atlantshafs- bandalagsins NATÓ á norðlægum slóðum, við forstofudyr Sovétríkj- anna sálugu. „KGB var alltaf á höttunum eftir NATÓ-upplýsingum. Yfir flestum hernaðarlegum upplýsingum hvílir leynd svo því fylgir auka skraut- fjöður í hattinn að komast yfir slík- ar upplýsingar,“ segir hann í þætti NRK. Rússar hafi einkum ásælst gögn um hernaðarumsvif í Noregi, útverði bandalagsins til norðurs. Norski blaðamaðurinn og rithöf- undurinn Harald Stanghelle hefur legið yfir þessu stærsta njósnamáli Noregs um árabil. Hann vísar því ekki á bug, í viðtali í þættinum, að KGB hafi ýkt þátt og þýðingu Tre- holts í upplýsingaöflun leyniþjónust- unnar, en telur það þó ólíklegt. „Við getum aldrei tekið neinu með vissu í skuggaheimi njósna. En þegar lit- ið er til uppruna þessara skjala og ástæðunnar fyrir tilurð þeirra, er engin ástæða til að ætla að KGB hafi ætlað sér að gera Treholt að afkastameiri njósnara en efni stóðu til,“ segir Stanghelle. Treholt þykir lítið til koma Sjálfur gefur Arne Treholt lítið út á lofrullu KGB í skjalinu, en hann ræðir að sjálfsögðu við þátta- stjórnendur Rikets sikkerhet, enda búinn að sækja endurupptöku máls síns stíft nánast síðan dómur féll, auk þess að skrifa þrjár bækur um málið þar sem hann ber af sér sak- ir, þótt fram til þessa hafi til þess bærar stofnanir og nefndir dauf- heyrst við endurupptökubeiðnum hans. Aldrei leyniþjónustumaður „Ef ég á að lesa þetta með já- kvæðum formerkjum og eins og þetta horfir við mér, gefur það til kynna að ég hafi verið heimild- armaður sovéskrar leyniþjónustu á þessum tíma, henni hafi þótt sjón- armið mín athyglisverð og deilt þeim með mér. Það undrar mig ekki. En ég var aldrei í hlutverki leyniþjónustumanns [„Men jeg var aldri i agentrollen“],“ segir Treholt, sem verður áttræður á þessu ári og hlaut sem fyrr segir 20 ára dóm sumarið 1985 fyrir njósnir, sat þar af átta og hálft að meðtöldu varð- haldi, en Noregskonungur náðaði Treholt af heilsufarsástæðum skömmu eftir að eiginkona hans lést árið 1992. - Nýlega fundið skjal frá KGB varpar nýju ljósi á Arne Treholt - Norski njósnarinn óhemjumikilvægur sovésku leyniþjónustunni - KGB og Stasi buðu 22 fanga í skiptum fyrir Treholt einan Ljósmynd/Lögreglan í Austurríki Vínarfundur Ljósmyndin, sem Aftenposten kallaði eina þá frægustu í norskri réttarsögu og sýnir Arne Treholt, lengst til vinstri, ræða við sovésku leyniþjónustumennina Gennadij Titov og Alexandr Lopatin á götu í Vín árið 1983. Njósnarinn sem kom ekki inn úr kuldanum FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 * Undirföt * Náttföt * Náttkjólar * Sloppar * Gjafabréf Fallegar konudagsgjafir í Selenu Vefverslun selena.is Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 selena.is Breskir fjölmiðlar kröfðust þess í gær að Andrés Bretaprins léti sig hverfa alfarið úr sviðsljósinu og segði sig frá öllum titlum og nafn- bótum eftir að nánari upplýsingar bárust um samkomulag hans við Virginiu Giuffre í fyrradag í skaða- bótamáli, sem hún höfðaði á hendur honum vegna meintrar nauðgunar. Ekki var greint frá upphæð skaðabóta, sem Andrés samþykkti að greiða Giuffre í sameiginlegri yf- irlýsingu lögmanna hennar og prinsins, en breska dagblaðið Daily Telegraph greindi frá því í gær að Andrés hefði samþykkt að greiða upphæð sem næmi samtals 12 millj- ónum punda, eða sem nemur rúm- um tveimur milljörðum króna. Þar af myndi prinsinn, sem ekki hefur játað á sig sök, greiða Giuffre 10 milljónir punda, eða tæpa 1,7 milljarða króna, ásamt því sem hann legði fram um 330 milljónir til góðgerðarsamtaka hennar, sem vilja styðja við fórnarlömb mansals. Munu fjármunirnir koma úr greiðslum sem Elísabet 2. Breta- drottning fær frá breska ríkinu fyr- ir afnot af landareignum krún- unnar, og hafa þegar heyrst raddir í Bretlandi um að gæta þurfi sér- staklega að því að skattfé almenn- ings verði ekki notað til þess að greiða skaðabætur Andrésar. Vill að hertoginn víki Rachael Maskell, þingmaður Verkamannaflokksins fyrir borgina York (Jórvík) á Norður-Englandi, krafðist þess í gær að Andrés, sem er hertogi af Jórvík, segði þeirri tign af sér til að sýna íbúum York virðingu. Bresku götublöðin The Sun og Daily Mail fordæmdu Andrés í leið- urum sínum í gær, og voru blöðin sammála um að Andrés ætti sér engrar viðreisnar von. Þá for- dæmdi Daily Mail prinsinn sér- staklega fyrir árásir hans á mann- orð Giuffre. Borgar tvo millj- arða í skaðabætur - Reiði í Bretlandi vegna Andrésar Andrés Bretaprins Virginia Giuffre

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.