Morgunblaðið - 17.02.2022, Síða 37
UMRÆÐAN 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Reginn hf. / 512 8900 / reginn@reginn.is / reginn.is
Boðið verður upp á streymi frá fundinum til þeirra
hluthafa sem eftir því óska. Þeim hluthöfum sem kjósa
að fylgjast með fundinum í gegnum streymi gefst kostur
á að senda spurningar inn á fundinn með tölvupósti á
fjarfestatengsl@reginn.is. Ekki verður boðið upp á rafrænar
atkvæðagreiðslur á fundinum en þeim hluthöfum sem
fylgjast með fundinum í gegnum streymi gefst kostur á að
sendaumboðsmanná fundinn semgreiðir atkvæði fyrir þeirra
hönd eða veita forstjóra félagsins umboð til þess að fara með
atkvæði þeirra á fundinum. Þeir hluthafar sem óska eftir því
að fylgjast með fundinum í gegnum streymi eru beðnir um að
senda tölvupóst á netfangið fjarfestatengsl@reginn.is og þeir
munu fá sendan hlekk á streymi af fundinum áður en hann
hefst.
Dagskrá fundarins er svohljóðandi, sbr. 15. gr. samþykkta
félagsins:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár.
2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endur-
skoðanda lagður fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða
taps á næstliðnu reikningsári.
4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu lögð fram til
samþykktar.
5. Ákvörðun umheimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum
í samræmi við tillögu stjórnar þar að lútandi.
6. Tillögur til breytinga á samþykktum, ef einhverjar hafa
borist.
7. Kosning félagsstjórnar.
8. Kosning endurskoðanda.
9. Kosning nefndarmanna í tilnefningarnefnd, sé skipunar-
tími nefndarmanna liðinn eða ef nefndarmaður hefur
látið af störfum.
10. Ákvörðunumþóknuntilstjórnarmannaognefndarmanna
undirnefnda stjórnar og tilnefningarnefndar fyrir næsta
kjörtímabil.
11. Önnurmál.
Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund
fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt
eða rafrænt umboð og skal það dagsett. Óskað er eftir
að umboð berist tímanlega fyrir dagsetningu aðalfundar
á fjarfestatengsl@reginn.is og skal það vera undirritað af
hluthafa eða prókúruhafa. Einnig er fundarmanni heimilt að
framvísaumboði viðmætinguáaðalfundenþá skal þess gætt
að mæta tímanlega til að hægt sé að yfirfara umboð m.t.t.
gildis þess. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart
félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu
fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem
fyrr er.
Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á
aðalfundinum, ef hann gerir skriflega kröfu umþað til stjórnar
áður en tvær vikur eru til aðalfundarins. Nánar um heimildir
hluthafa til að fá mál tekin til meðferðar á fundinum vísast til
18. gr. samþykkta félagsins sem finna má á heimasíðu þess,
www.reginn.is/fjarfestavefur.
Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á
fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundarmanna krefst
þess. Stjórnarkjör skal jafnan vera skriflegt, ef tillögur koma
fram um fleiri menn en kjósa skal um. Varðandi heimild
til að krefjast hlutfalls- eða margfeldiskosningar við kjör
stjórnarmanna vísast til 24. gr. samþykkta félagsins, en krafa
um það skal hafa borist stjórn félagsins minnst fimm dögum
fyrir hluthafafund. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með
rafrænum hætti á fundinum. Nánari upplýsingar um réttindi
hluthafa er að finna á heimasíðu félagsins.
Tillögu tilnefningarnefndar um samsetningu stjórnar, og
önnur framkomin framboð, má finna á heimasíðu félagsins,
www.reginn.is/fjarfestavefur. Sérstök athygli er vakin á því að
samkvæmtsamþykktumfélagsinsberaðtilkynnaumframboð
til stjórnar skriflega minnst sjö sólarhringum fyrir aðalfund,
eða fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 3. mars 2022. Framboðum
skal skila á skrifstofuReginshf. eðameð tölvupósti ánetfangið
tilnefningarnefnd@reginn.is. Tilnefningarnefnd getur breytt
tillögu sinni þar til fimm dagar eru til aðalfundar. Endanlegar
upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi
síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.
Þar sem kjör tilnefningarnefndar er á dagskrá fundarins
er óskað eftir framboðum í tilnefningarnefnd sem skal
skipuð að minnsta kosti þremur nefndarmönnum sem
skulu hafa nauðsynlega þekkingu og reynslu miðað við
störf nefndarinnar. Meirihluti nefndarmanna skal vera
óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess samkvæmt
sömu reglum og gilda um óhæði stjórnarmanna, sbr. lið
2.3 í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Þá skal
að minnsta kosti einn nefndarmaður vera óháður stórum
hluthöfum félagsins, þ.e. þeim sem ráða 10% eða meira
af heildarhlutafé eða atkvæðamagni í félaginu, einir eða í
samstarfi við aðra sbr. lið 2.3 í Leiðbeiningumumstjórnarhætti
fyrirtækja. Við framangreint mat er litið heildstætt til beinna
og óbeinna tengsla nefndarmanna. Framboðseyðublað og
nánari upplýsingar um starfsemi tilnefningarnefndar er að
finna á heimasíðu félagsins www.reginn.is/fjarfestavefur
Gögn vegna fundarins verða aðgengileg á skrifstofu félagsins
og á vefsvæði tengdu aðalfundi á heimasíðu félagsins,
www.reginn.is/fjarfestavefur, en endanlegdagskrá og tillögur
verða aðgengilegar a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund, sbr.
18. gr. samþykkta félagsins.
Aðalfundur félagsins verður án pappírsgagna.
Kópavogur, 16. febrúar 2022.
Stjórn Regins hf.
Stjórn Regins hf. boðar til aðalfundar félagsins í Hörpu, Rímu fundarsal, fimmtudaginn
10. mars 2022, kl. 16:00.
AÐALFUNDUR
10.MARS2022ÍHÖRPU
Nýlega gagnrýndu
nokkrir þingmenn
Samfylkingarinnar
harðlega að ákveðið var
við myndun nýrrar rík-
isstjórnar að fjölga ráð-
herrum um einn, úr ell-
efu í tólf. Slík fjölgun er
í sjálfu sér ekki æskileg
en ráðherrar hafa áður
verið tólf talsins og
breytingin var nið-
urstaða viðræðna samsteypustjórnar
þriggja ólíkra flokka um verkaskipt-
ingu í áframhaldandi stjórnarsam-
starfi.
Það kemur úr hörðustu átt þegar
þingmenn Samfylkingarinnar gagn-
rýna stækkandi stjórnsýslubákn.
Samfylkingin er ráðandi afl í borg-
arstjórn Reykjavíkur þar sem kostn-
aður æðstu stjórnsýslu hefur marg-
faldast og báknið þanist út að sama
skapi. Vilji flokkurinn raunverulega
minnka báknið, ætti hann að vinna
gegn örum vexti þess hjá Reykjavík-
urborg.
Hafa vinnubrögð
borgarstjórnar batnað?
Þingmenn Samfylkingarinnar
komu því til leiðar ásamt VG að borg-
arfulltrúum í Reykjavík var fjölgað
með lagaboði um 53% við samþykkt
nýrra sveitarstjórnarlaga árið 2011
en fjölgunin tók gildi 2018. Varla
dettur nokkrum manni í hug að
vinnubrögð borgarstjórnar hafi batn-
að á þessu kjörtímabili þrátt fyrir
þessa miklu fjölgun. Á sínum tíma
kom fram að borgarfulltrúar Sam-
fylkingar og VG hefðu átt frum-
kvæðið að breytingu ákvæðisins og
orðið hefði verið við því vegna þrá-
beiðni þeirra. Þegar umrætt laga-
ákvæði var samþykkt var Dagur B.
Eggertsson varaformaður Samfylk-
ingarinnar og sat þingflokksfundi
hennar sem slíkur.
Fjölgun borgarfulltrúa um 53%, úr
15 í 23, hefur engu skilað nema
stærra bákni, auknum kerfiskostnaði
og þá hefur óráðsían í rekstri borg-
arinnar aukist.
Umrætt lagaákvæði hefur ekki
einungis haft áhrif á fjölgun borg-
arfulltrúa í Reykjavík. Það hefur haft
eða mun einnig hafa áhrif á fjölgun
bæjarfulltrúa í Garðabæ, Mosfellsbæ
og Vestmannaeyjabæ í óþökk meiri-
hluta íbúa og bæjarfulltrúa í þessum
sveitarfélögum, sem eru ósammála
Samfylkingunni um að stækka þurfi
stjórnsýslubáknið frekar.
Í síðustu viku lagði ég fram frum-
varp til laga um breytingu á sveit-
arstjórnarlögum nr.
138/2011, ásamt nokkr-
um þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins, Mið-
flokksins og Flokks
fólksins. Breytingin fel-
ur í sér að svigrúm
sveitarfélaga verði auk-
ið til að ákveða fjölda
kjörinna fulltrúa í
sveitarstjórnum sínum.
Í tilviki Reykjavíkur
verði t.d. afnumin sú
skylda að hafa borg-
arfulltrúa 23. Verði frumvarpið að
lögum yrði einungis um heimild að
ræða þannig að borgarstjórn geti t.d.
sjálf ákveðið hvort hún vilji hafa
borgarfulltrúa 23 eða 15 eins og var
lengi vel.
Breytingin myndi ekki einungis
hafa áhrif í Reykjavík heldur í
nokkrum sveitarfélögum, sem hafa
nú þegar verið eða verða þvinguð til
þess að fjölga bæjarfulltrúum og
auka þannig kostnað og flækjustig í
stjórnsýslu sinni.
Vilja ekki allir sjálfstjórn
sveitarfélaga?
Allt frá því umrætt lagaákvæði var
samþykkt 2011, hafa borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins oft lagt fram til-
lögur um að borgarstjórn óski eftir
því við Alþingi að lögunum verði
breytt þannig að heimilt verði á ný
að fækka borgarfulltrúum í 15, kjósi
borgarstjórn það. Borgarfulltrúar
Samfylkingarinnar hafa aldrei viljað
samþykkt slíkar tillögur heldur
svæft þær, fellt eða vísað frá.
Ég hygg að allir þingmenn og
sveitarstjórnarmenn séu í orði
kveðnu sammála því að sveitarfélög
eigi að hafa sem mest að segja um
skipulag stjórnsýslu sinnar. Þrátt
fyrir stórorðar yfirlýsingar um víð-
tæka sjálfstjórn og sjálfsákvörð-
unarrétt sveitarfélaga vilja þing-
menn og borgarfulltrúar
Samfylkingarinnar hins vegar
þvinga Reykjavík og önnur sveit-
arfélög með lagaboði til að stækka of
stórt bákn enn frekar með því að
fjölga kjörnum fulltrúum.
Eftir Kjartan
Magnússon
» Samfylkingin og VG
lögþvinguðu
Reykjavík til að fjölga
borgarfulltrúum og
stækka þannig báknið,
sem var of stórt fyrir.
Kjartan Magnússon
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Minnkum báknið –
Fækkum borgar-
fulltrúum
Skuldir Reykjavík-
urborgar voru í upphafi
kjörtímabilsins 299
milljarðar en nema
núna um 400 millj-
örðum. Skuldirnar hafa
vaxið hratt á kjörtíma-
bilinu, samkvæmt áætl-
un er gert ráð fyrir að
þær verði 453 millj-
arðar árið 2025. En
hvað koma þær okkur
íbúum Reykjavíkur-
borgar við? Hvers vegna á okkur
ekki að vera sama þegar verið er að
gagnrýna meirihlutann fyrir þá
miklu skuldasöfnun sem hefur verið
á kjörtímabilinu? Vegna þess að við
sem búum í Reykjavík erum líka
ábyrg fyrir þessum skuldum, því það
er okkar að greiða þær niður með
sköttum og gjöldum sem sveitarfé-
lagið leggur á okkur. Það er ekki
hægt að halda uppi góðu þjónustu-
stigi hjá sveitarfélögum nema fjár-
mál þeirra séu sterk. Sveitarfélag
sem safnar skuldum líkt og Reykja-
víkurborg hefur gert er ekki sveitar-
félag sem á auðveld rekstrarár fram-
undan. Því það kemur
jú alltaf að skuldadög-
um.
Reykjavíkurborg er
eina sveitarfélagið á
höfuðborgarsvæðinu
sem innheimtir há-
marksútsvar eða
14,52%. Það er því langt
frá því að ríkið beri
ábyrgð á öllu því sem er
tekið af okkur í skatta
um hver einustu mán-
aðamót. Nú getur þú
fundið reiknivél inni á
valgerdur.is þar sem þú sérð hvað af
sköttunum þínum fer til Reykjavík-
urborgar og hvað til ríkisins. Ef
launaseðlarnir okkar væri þannig
settir upp að við myndum geta séð
hvað sveitarfélagið sem við búum í
tekur af okkur í skatta á mánuði og
síðan hvað ríkið er að taka af okkur
þá gerðum við eflaust mun meiri
kröfur til sveitarfélaganna. Við ger-
um miklar kröfur um góða löggæslu,
betra heilbrigðiskerfi og lægri skatta
til ríkisins. Það er hins vegar ekki
sama pressa á sveitarfélög, einfald-
lega vegna þess að við gerum okkur
ekki grein fyrir því hvað við erum að
greiða mikið til þeirra og hverjar
skyldur þeirra eru. Þessu þarf að
breyta. Ef við gætum um hver mán-
aðamót séð á launaseðlinum hvað fer
í skatta til sveitarfélagsins þá væri
okkur ekki sama um skuldastöðuna
og við myndum gera kröfur í kosn-
ingum um lækkun skatta sem sjaldan
er gerð í sveitarstjórnarkosningum.
Breyting á launaseðlinum okkar
myndi verða til þess að við sæjum að
ríkið er ekki að taka til sín megnið af
því sem er tekið af okkur í skatta.
Það er því ótrúlegt að við getum ekki
séð þetta svart á hvítu á launaseðl-
inum. Þetta getur þú hins vegar séð
núna á valgerdur.is.
Launaseðillinn þinn,
hvað fær sveitarfélagið?
Eftir Valgerði
Sigurðardóttur
»Nú getur þú fundið
reiknivél inni á val-
gerdur.is þar sem þú
sérð hvað af sköttunum
þínum fer til Reykja-
víkurborgar og hvað
til ríkisins.
Valgerður
Sigurðardóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is