Morgunblaðið - 17.02.2022, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Hugi Halldórsson byrjaði með
nýju hlaðvarpsþættina 70 mínútur
með Simma Vill fyrir skömmu. Hugi
er vanur hlaðvarpsstjórnandi enda
hefur hann verið með nokkur vinsæl
hlaðvörp og trónir nýja hlaðvarpið,
sem hóf göngu sína í febrúar, nú í
efstu sætum íslenska vinsældalist-
ans fyrir hlað-
vörp. Hann lýsir
hlaðvarpinu sem
óvissuferð sem
enginn ætti að
missa af.
„70 mínútur er
gamalt nafn í nýj-
um búningi. Þetta
er ekkert í lík-
ingu við þættina
sálugu heldur var
ákveðið að nota
nafnið enda kannast margir í mark-
hópnum við það. Hugmyndin kom
yfir léttu rauðvínsspjalli milli mín og
Simma. Ég hafði nýhætt með fyrra
hlaðvarp og var að hugsa hvað ég
gæti tekið mér fyrir hendur næst.
Fjölmiðlabaktería Simma og mál-
gleði hans hafa ekki farið neitt þótt
hann sé á kafi í fyrirtækjarekstri,
svo við hnoðuðum saman í þátt sem
við mundum báðir hafa gaman af og
vonandi þeir sem hlusta,“ sagði Hugi
Halldórsson
Spurður út í það hvernig honum
finnist að hlaðvarpið hangi í efstu
sætum íslenska hlaðvarpsvinsælda-
listans svaraði hann:
„Það er auðvitað skemmtileg
viðurkenning að vera á toppnum. Ég
hef farið á toppinn með samtals fjög-
ur hlaðvörp og það er kúnst að halda
hlaðvarpinu sínu á toppnum eða við
hann,“ sagði Hugi.
„Gaman að fólk skuli gefa sér tíma
til að hlusta á okkur Simma, ef fólk
hættir að hlusta þá er þetta í versta
falli hressandi kvöldstund hjá okkur
tveim,“ bætti hann kíminn við.
Hér eru nokkur af uppáhalds-
hlaðvörpum Huga sem hann mælir
með.
Chess After Dark „Ótrúlega
skemmtileg nálgun á
heiðarlegu spjalli á
meðan tefld er skák.
Ég er mikill „human
interest“-aðdáandi og
stjórnendur Chess Af-
ter Dark eru með skemmtilegar að-
ferðir til að komast inn hjá viðmæl-
anda sínum.“
Beint í bílinn „Hef
ekki misst af þætti
ennþá. Auðvelt að
hlusta á þá félaga,
sennilega því ég tengi
mjög vel við húmorinn
þeirra eftir öll þessi ár. Velti því
stundum fyrir mér hvenær þeir
missa það en úr því sem komið er þá
verður líklega ekkert úr því.“
Í ljósi sögunnar
„Vandaðasta hlaðvarp
Íslands. Vera er ein-
faldlega langbest. Öll
heimildavinna, frá-
sögn og efnistök fær
10 í einkunn. Líklega
ekki margir sem gera sér grein fyrir
því það það er mikil list að koma öllu
þessu efni saman á einfaldan og
skýran hátt á aðeins 40 mín. „Ama-
tör“ myndi klúðra þessu í alltof
löngu máli.“
Crime Junkie „Reynd-
ar ég mikill aðdáandi
alls sem kemur frá
AudioChuck. Óleyst
morðmál eða dularfull
mannshvörf er mitt kaffi. Ashley
Flowers er Vera þeirra Ameríkana,
heldur manni við efnið allan þáttinn
og missir aldrei sjónar á því sem
hlustandinn vill heyra.“
Serial (1. sería)
„Fékk mál Adnan
Syed á heilann eftir
að hafa hlustað á
þessa seríu. Gat
ekki hætt að hlusta
og er líklega búinn að hlusta, lesa og
horfa á meira efni um þetta mál en
nokkur annar Íslendingur. Mæli
mjög mikið með.“
Bestu hlaðvörpin frá Huga Halldórs
Ekkert í líkingu við
þættina sálugu
Hugi Halldórsson er nýfarinn í loftið með glænýja
hlaðvarpsþætti ásamt Simma Vill með kunnuglegu
nafni. Þeir eru þó ekkert í líkingu við þættina sálugu
og tróna nú í fyrstu sætum íslenska hlaðvarps-
vinsældalistans. K100 fékk Huga til að gefa álit á sín-
um uppáhaldshlaðvörpum sem hann mælir með hér.
Hugi
Halldórsson
Vinsælt 70 mínútur byrja vel.
Íslensku þjónustufyrirtækin
eru á finna.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Björn Páll Pálsson, ferðalangur og
eigandi ferðaskrifstofunnar Crazy
Puffin Adventures, hóf í gær 11 daga
langan eyðimerkurtúr Máritaníu í
Norður-Afríku ásamt hóp af fólki frá
ýmsum löndum, meðal annars Ís-
landi, Svíþjóð og Bretlandi.
„Teika“ lest í 18-20 tíma
Felur ferðin meðal annars í sér að
dvelja í Sahara-eyðimörkinni og
„teika“ lest, þ.e.a.s. að sitja ofan á lest
í 18-20 tíma. Björn ræddi við þá
Sigga Gunnars og Friðrik Ómar í
Síðdegisþættinum á K100 á dögunum
um ferðina en hann hefur nú bætt við
tveimur öðrum ævintýraferðum um
Máritaníu í vetur, í nóvember og des-
ember.
Fyrir ferðina eyddi Björn viku í
Máritaníu, sérstaklega í höfuðborg
landsins til að undirbúa sig en þar
hefur hann meðal annars dvalið í
tjaldi í miklu sandfoki.
Heillandi hvað borgin er slæm
„Það er búið að vera mjög
skemmtilegt,“ sagði Björn sem þó
tók undir að borgin væri líklega
versta höfuðborg í heimi.
„Ég skal bara taka undir það. Ég
hef komið á mjög marga skrítna staði
og ég held ég verði bara að við-
urkenna að þetta sé sá alversti. Það
er bara heillandi hvað hann er slæm-
ur,“ sagði Björn kíminn.
„Mér líður eins og ég sé í risastór-
um sandkassa með rosalega mikið af
rusli í kringum mig. Svo er mjög mik-
ið af vindi hérna núna þannig að það
er búið að vera sandstormur hérna
stanslaust í 5 daga,“ sagði Björn.
Spurður um hvernig aðstæður séu
í landinu varðandi Covid, sagði Björn
að það væru einhverjir með grímu en
nánast allir væru frekar með sér-
staka klúta fyrir andlitinu. „Svo þeir
þurfa í raun ekki grímu,“ sagði
Björn.
Hægt er að fylgjast með ferðinni
sem byrjaði í gær, miðvikudag, á in-
stagram-reikningi Crazy Puffin Ad-
ventures en viðtalið má heyra í heild
sinni á K100.is.
Ferðast um Sahara-
eyðimörkina í 11 daga
Björn Páll Pálsson hefur
ferðast víða um heim-
inn. Hann hefur verið á
ferðalagi um framandi
lönd í yfir 12 ár en nú
ferðast hann með hóp í
Máritaníu og um Sa-
hara-eyðimörkina.
Máritanía Úlfaldar eru víða í Máritaníu enda góður ferðamáti.
Ferðalangur Björn nýtur lífsins í
Máritaníu en 11 daga ferðalag um
landið og Sahara-eyðimörkina byrj-
aði í gær.
Núaksjott Höfuðborg Máritaníu er
að sögn Björns ekki með bestu stöð-
um á jarðríki en þar er mikið af
rusli og mikið sandfok.
Alla föstuda
ga í febrúar
með Aventur
a
Hlustaðu
til að vin
na!
Ef þú hey
rir í
K100 þotu
nni
þá hringi
r þú í