Morgunblaðið - 17.02.2022, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
✝
Sverrir Theo-
dór Þorláksson
fæddist á Skálum á
Langanesi 2. júní
1933. Hann lést á
Landspítala Foss-
vogi 18. janúar 2022
eftir stutt veikindi.
Foreldrar hans
voru Þorlákur
Árnason útgerða-
maður, f. 20.5. 1890,
d. 2.11. 1963 og
Fanney Lovísa Jónsdóttir sím-
stjóri, f. 9.2. 1898, d. 16.2. 1982.
Sverrir var næstyngstur
barna þeirra hjóna, en hin voru
Jón Árni Þorláksson, f. 17.12.
1922, d. 24.6. 1924, Sigurður Jón
Þorláksson, f. 2.9. 1927, d. 11.4.
1983 og Kolbrún Þorláksdóttir, f.
28.4. 1937, d. 27.8. 2019. Börn
Kolbrúnar eru Sverrir Þór, f. 2.5.
1956, d. 11.12. 2015 og Einar
Þór, f. 17.1. 1968.
Sverrir giftist 31.12. 1959
Kristjönu Guðmundsdóttir frá
Höfða, Vatnsleysuströnd. For-
1985, maki Ílona Sif Ásgeirs-
dóttir, f. 1991. Þau eiga tvíbura
fædda 2017: Emil Ernir Í. Ragn-
arsson og Rögnvaldur Mar Í.
Ragnarsson.
Dætur Þórarins eru Kristjana
Diljá Þórarinsdóttir, f 1993,
móðir hennar er Ester Inga Ósk-
arsdóttir, f. 1973, Birta Líf Þór-
arinsdóttir, f. 2002 og Dagný Sól
Þórarinsdóttir, f. 2004.
Sverrir ólst upp á Skálum á
Langanesi og flutti þaðan 12 ára
gamall, árið 1945 til Reykjavík-
ur. Hann vann sem sendill til 17
ára aldurs og flutti þá til Eng-
lands þar sem hann vann á
sveitabæ. Tveimur árum seinna
fluttist hann til Noregs, réð sig á
skip og sigldi um allan heim.
Hann lauk matreiðslumeistara-
prófi í Noregi 26 ára gamall og
vann á hótelum í Suður-Noregi
til ársins 1958 þegar hann flutti
til Íslands. Sverrir vann sem
matreiðslumeistari á ýmsum
hótelum á Íslandi, lengst af á
Hótel Holti og sinnti hinum
ýmsu áhugamálum, kenndi með-
al annars svifflug í áratugi, var
einn af stofnendum Klúbbs
matreiðslumeistara ásamt því að
sinna störfum í fleiri félagasam-
tökum.
Útför fór fram í kyrrþey.
eldrar hennar voru
Guðmundur Össur
Einarsson sjómað-
ur, f. 10.9. 1913, d.
15.1. 1946 og
Dagný Karlsen
verslunarkona, f.
24.11. 1920, d. 15.3.
2017.
Sverrir og Krist-
jana bjuggu lengst
af í Garðabæ og
seinni ár í Hafnar-
firði. Þau eignuðust fjögur börn:
Tvíburadætur, 1) önnur þeirra
fæddist andvana og 2) Margréti
Sverrisdóttir, f. 22.11. 1961.
Maki Margrétar er Örn Ey-
steinsson, f. 1958. Sonur Mar-
grétar er Theodór Fannar Ei-
ríksson, f. 1994. Faðir hans er
Eiríkur Sæmundsson, f. 1965. 3)
Fannar Þorlákur Sverrisson, f.
29.11. 1968, d. 5.4. 1997. 4) Þór-
arinn Gunnar Sverrisson, f. 21.8.
1973, giftur Ernu Rós Magn-
úsdóttur, f. 1967. Sonur Ernu er
Ragnar Stefán Rögnvaldsson, f.
Sverrir vinur minn er einhver
merkilegasti maður sem ég hef
kynnst á minni lífsleið. Ég
kynntist Sverri fyrir mörgum
árum. Fastagestir Kolaportsins
muna eflaust vel eftir honum,
þar sem hann og fjölskylda voru
með flottan bás fullan af alls
kyns djásnum og gömlum hlut-
um sem ég kann ekki að nefna.
Hann átti marga fasta við-
skiptavini sem voru að leita að
spennandi hlutum á sviði safn-
ara. Þú komst aldrei að tómum
kofunum hjá honum þegar um
söfnunarhluti var að ræða. Þar
var hann á heimavelli.
Jóga og austurlensk fræði
voru honum ofarlega í huga og
með mikla þekkingu á þeim and-
ans heimi. Hann var einnig mik-
il tungumálamaður og því fékk
ég að kynnast þegar ég var með
fjölskyldu hans á Kanaríeyjum
fyrir nokkrum árum. Hann tal-
aði spænsku reiprennandi svo
eftir var tekið. Sverrir og eig-
inkona hans Kristjana og
Magga dóttir þeirra fóru suður
á bóginn á hverju ári og dvöldu
þar oft jól og áramót. Ég var svo
heppinn að fá að eyða einum jól-
um með þeim og borðuðum við
saman á skansinum á aðfanga-
dagskvöld og áttum góðan tíma
saman. Margar góðar og falleg-
ar minningar koma fram í hug-
ann núna.
Sverrir var mikill AA-maður
og hann var minn trúnaðarmað-
ur og sá sem ég get alltaf leitað
til á mínum fyrstu árum í edrú-
mennsku. Þar gat ég alltaf feng-
ið góð ráð og hann hvatti mig
áfram, sem var mér ómetanlegt
og betri fyrirmynd gat ég ekki
fundið. Það hefur haldið fram á
daginn í dag.
Ógleymanleg er svifflugsferð
sem við fórum saman fyrir
mörgum árum, þar sem við svíf-
um um loftin blá sem fuglarnir
fljúgandi og vorum hamingju-
samir, glaðir og frjálsir (eins og
við segjum oft í AA).
Lífssögu Sverris kunna aðrir
betur að segja frá en ég veit að
hann lærði matreiðslu í Noregi
og var verðlaunamatreiðslu-
maður sem vann í mörg ár hjá
Þorvaldi í Síld og fiski á Hótel
Holti ef ég man þetta allt rétt.
Hann var mikið tengdur fluginu
(sviffluginu, og var seinna gerð-
ur að heiðursfélaga). Þannig að
það er af svo mörgu að taka.
Sverrir minn, fyrir strák sem
ekki alltaf vissi hvað tæki við
næst, þá var það svo dýrmætt að
geta leitað til þín og fengið góð
ráð og hlýtt faðmlag og það
besta var að bros þitt var aldrei
langt undan. Betri vin gat ég
ekki eignast.
Hvíl í friði kæri vinur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Ég votta fjölskyldu Sverris
Þorlákssonar mína innilegustu
samúð.
Páll Höskuldsson,
Björgvin, Noregi.
Sverrir Theodór
Þorláksson
Við kveðjum nú
kæran vin og sam-
starfsfélaga, Axel
Nikulásson. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
vera samferða honum í fjögur ár í
sendiráði Íslands í London og svo
aftur um stund í utanríkisráðu-
neytinu á Rauðarárstígnum.
Mín allra fyrsta minning um
Axel var þegar ég, nýgræðingur-
inn og enn í námi, hafði verið beð-
in að skjótast til að taka á móti
Axel Arnar
Nikulásson
✝
Axel Arnar
Nikulásson
fæddist 2. júní
1962. Hann lést 21.
janúar 2022.
Útför hans fór
fram 7. febrúar
2022.
honum og fjölskyld-
unni í nýjum húsa-
kynnum þegar þau
fluttu til Bretlands
frá Kína. Ég kom
mér vel fyrir á milli
stórra stafla af
flutningskössum en
eitthvað hefur mér
leiðst biðin því ég
veiddi gamlan reyf-
ara upp úr bóka-
kassa og komst ansi
langt með lesturinn. Í dyragætt-
inni blasti svo skyndilega við mér
stór, mikill og að því er virtist
nokkuð brúnaþungur maður.
Umbúðirnar segja ekki alla sög-
una enda kom fljótt í ljós að stutt
var í stríðnislegt bros og mikla
ljúfmennsku og urðum við góðir
mátar. Í London fundum við
fljótt að þarna var kominn góður
og traustur liðsmaður í teymið,
sem sinnti verkefnum sínum af
alúð og fagmennsku fram í fing-
urgóma. Axel hafði komið víða við
á ferlinum og gat sótt úr reynslu-
banka sínum frá fyrri störfum hjá
lögreglunni, í körfuboltanum og
við sögukennslu. Það kom sér
einstaklega vel á Ólympíuleikun-
um 2012 þegar hann gegndi hlut-
verki fulltrúa sendiráðsins gagn-
vart ÍSÍ og skipuleggjendum
leikanna. Ekkert verkefni var of
smátt eða ómerkilegt, hvort sem
það var að redda íþróttasokkum,
skipuleggja Íslendingabar fyrir
gesti sem ekki náðu miðum á
leikana eða bjarga strandaglóp-
um með glötuð vegabréf.
Axel varð ein mín helsta fyr-
irmynd í starfi og duga þessi skrif
varla til að lýsa nægilega vel
þeim frábæra manni sem hann
hafði að geyma. Hann var hörku-
duglegur og afkastamikill kollegi,
vel lesinn, lífsglaður og afar
hnyttinn í tilsvörum, rífandi
skemmtilegur, tók sjálfan sig
ekki of hátíðlega, mikill fjöl-
skyldumaður og voru hann og
Guðný höfðingjar heim að sækja.
Axel gæfi sennilega lítið fyrir lof-
ræðu af þessu tagi um sjálfan sig
en lítillæti einkenndi hann ein-
mitt svo vel og sú sérstaka geta
að lyfta samferðafólki sínu upp,
hvar sem hann var staddur. Við
Axel var hægt að ræða heima og
geima, hvort sem það voru
heimsmálin, ljóðin hans Káins,
reyfarar um þjáða lögreglumenn
í Ystad, eða skiptast á fyndnum
tilvitnunum úr The Big Lebowski
með tilheyrandi hlátrasköllum.
Hann kom til dyranna eins og
hann var klæddur og voru þær
ætíð opnar fyrir nýgræðingnum,
sem oftar en ekki þurfti á góðum
ráðum að halda.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir
vináttu og samvinnu okkar Axels
í gegnum tíðina og votta Guð-
nýju, Fríðu, Agli, Bjargeyju og
öðrum aðstandendum mína inni-
legustu samúð. Minning um ein-
stakan mann lifir.
Kristín Halla Kristinsdóttir.
Elsku afi. Það er
erfitt að hugsa til
þess að þú sért far-
inn þótt þú hafir í
raun lagt af stað fyrir þó nokkru.
Mér fannst ég alltaf vera yngsta
barnið þitt og finnst það enn í dag
enda bjuggum við mamma hjá
ykkur til að byrja með. Ég hef
alla tíð litið svo mikið upp til þín
enda ekki annað hægt. Þú varst
alltaf til staðar og alltaf til í að
hjálpa, sama hvað það var. Allt
frá því að dansa með mig á tánum
eða gefa mér ís þegar mamma
eða amma voru búnar að segja
nei, yfir í að kenna mér að bera
Otto Tulinius
✝
Otto Tulinius
fæddist 18.
mars 1939. Hann
lést 15. janúar
2022.
Útför Ottos fór
fram 4. febrúar
2022.
virðingu fyrir pen-
ingum, sjálfri mér
og öllum í kringum
mig. Fyrir mér
varstu alltaf svo
virðulegur, en líka
sá allra klárasti,
heiðarlegasti og
besti. Þú kenndir
mér að standa á
mínu og mikilvægi
þess að vera heiðar-
leg.
Ég man svo vel eftir því þegar
ég spurði þig hvort þú værir til í
að leiða mig inn kirkjugólfið þeg-
ar við Sævar giftum okkur. Auð-
vitað fannst þér það meira en
sjálfsagt og ég var svo montin að
hafa þig með mér í þessu. Þú
sagðir við mig á leiðinni í kirkj-
una „Adda mín, þú veist svo að
hjónaband á að vera gott í byrjun
og batna upp frá því.“ Það er svo
mikið til í þessu en þetta var bara
eitt af svo ótalmörgum góðum
ráðum sem þú hefur gefið mér í
gegnum tíðina. Það var bara allt-
af hægt að stóla á þig, ekki bara
ég heldur allir, alltaf.
Mér fannst alltaf svo fyndið
þegar ég kom í heimsókn í Birkil-
undinn, að þú varst oftast á ein-
hverjum þeytingi. Þú settist
kannski hjá okkur í smástund en
svo varstu farinn að brasa eitt-
hvað. Alltaf með einhver verkefni
eða í reddingum, þú stoppaðir
aldrei lengi á sama stað. Svo þeg-
ar þú hættir að vinna og seldir
Kæliverk hélt ég að nú færi eitt-
hvað að róast hjá þér. Næst þeg-
ar ég kom í heimsókn varstu bú-
inn að stofna fyrirtæki í
bílskúrnum.
Elsku afi, takk fyrir allar ráð-
leggingarnar, öll knúsin, allan ís-
inn, allar snjósleðaferðirnar og
öll skiptin sem þú dansaðir með
mig á tánum. Takk fyrir að vera
pabbi minn.
Ég veit að þú hefur það gott í
sumarlandinu hjá ömmu Höllu.
Þangað til næst.
Þín
Agnes Tulinius (Adda rófa).
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR,
lést á Fossheimum á Selfossi 21. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum innilega auðsýnda samúð
og umönnun á Fossheimum.
Gunnar Skúlason
Guðjón Skúlason Jóhanna Sóley Jóhannesdóttir
Steinunn Guðný Skúladóttir
Nína Edda Skúladóttir Jakob Skafti Magnússon
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu
minnar og móður,
HAFDÍSAR GÍSLADÓTTUR,
Miðleiti 2, Reykjavík.
Einnig færum við sérstakar þakkir til starfsfólks á líknardeild
Landspítalans fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur.
Grétar E. Ágústsson
Áslaug E. Grétarsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HJÖRDÍS BÁRA ÞORVALDSDÓTTIR,
Bogabraut 17,
Skagaströnd,
verður jarðsungin frá Hólaneskirkju
á Skagaströnd föstudaginn 18. febrúar klukkan 14.
Hægt verður að nálgast streymi frá útför á www.mbl.is/andlat.
Gunnar Þór Gunnarsson Bryndís Björk Guðjónsdóttir
Anna Elínborg Gunnarsdóttir Matthías Björnsson
Áslaug Sif Gunnarsdóttir Örn Torfason
ömmu- og langömmubörn
Ástkær faðir minn,
GUÐJÓN ÓLAFSSON,
bóndi og fyrrv. oddviti,
Syðstu-Mörk, V-Eyjafjöllum,
lést á Hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli, föstudaginn 11. febrúar.
Útförin fer fram frá Stóra-Dalskirkju
laugardaginn 19. febrúar klukkan 14.
Athöfninni verður streymt á promynd.is/gudjon,
hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat.
Björgvin Guðjónsson
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÓLÍNA GUÐBJÖRG RAGNARSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 1. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Viðar Sigurðsson Norðfjörð
Óskar Sævarsson Guðbjörg Eyjólfsdóttir
Jóhanna Sævarsdóttir Viðar Geirsson
Erlendur Sævarsson Arna Þórunn Björnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Við sendum hjartans þakkir fyrir fallegar
kveðjur og hlýhug við fráfall og útför okkar
elskaða
HJALTA ÁRNASONAR,
bónda í Galtafelli.
Hans er sárt saknað.
Guðrún Hermannsdóttir
Guðmundur Hjaltason Valborg Tryggvadóttir
Árni Hjaltason Dúna Rut Karlsdóttir
Inga Jóna Hjaltadóttir Borgþór Vignisson
afabörn, langafabörn og aðrir ástvinir