Morgunblaðið - 17.02.2022, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
40 ÁRA Silja ólst upp að stóru leyti í
Leirár- og Melasveit en flutti um
fermingu í V-Landeyjar og seinna á
Hvolsvöll. Nú býr hún í Gerðum 2 í
Flóa. Silja er hjúkrunarfræðingur frá
Háskólanum á Akureyri og vinnur á
göngudeild og lyflækningadeild á
HSU á Selfossi. „Áhugamálin eru
hannyrðir, garðrækt og búskapurinn,
en við erum með u.þ.b. 70 mjólkurkýr
ásamt nautaeldi, nokkrar ær og reið-
hross handa stelpunum.“
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Silju er
Stefán Geirsson, f. 1981, bóndi í Gerð-
um. Dætur þeirra eru Melkorka Álf-
dís, f. 2006, Margrét Lóa, f. 2009,
Kristjana Ársól, f. 2011, Ásgerður Saga, f. 2013, og Elsa Björk, f. 2021. For-
eldrar Silju eru Kristjana Karen Jónsdóttir, f. 1958, sjúkraliði, og Kjartan
Már Benediktsson, f. 1955, sjómaður og bóndi. Þau eru búsett á Hvolsvelli.
Silja Rún Kjartansdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Láttu ekki aðra hafa áhrif á skoðanir
þínar. Einhver kemur þér til hjálpar á ögur-
stund.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það lítur út fyrir að þú sitjir uppi með
hálfgert leiðindaverk í dag. Skoðaðu stöðu
þína og reyndu að finna út hvað það er sem
þú vilt fá út úr lífinu.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú átt ýmsar hliðar til og getur
sýnt þær að vild. Þú færð skemmtileg verk-
efni sem gera kröfur til allra þinna hæfileika.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Vinnufélagi þinn er greinilega yfir sig
hrifinn af þér. Ekki draga hann á asnaeyr-
unum ef þú ert ekki á sömu blaðsíðu. Þú
færð hrós frá einstaklingi sem þú ert nýbú-
in/n að hitta.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Neikvæð gagnrýni dregur kjark úr öll-
um. Ekki eyða tímanum í niðurrif, það kemur
nýr dagur á morgun með ný tækifæri.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Gerðu þér glaðan dag því það þarf
ekki að kosta mikið. Allt hefur sinn tíma og
þú færð að ræða málin, þannig að öll kurl
komi til grafar.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þér finnst þú eiga erfitt með að setja
öðrum mörk. Æfðu þig þá. Leiðindi er orð
sem ekki er til í þinni orðabók, þess vegna
ertu svona vinmargur/mörg.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þegar sólin sest verður þú bú-
inn að taka ákvörðun í vissu máli. Sérvitur
manneskja verður á vegi þínum, ekki dæma
hana úr leik fyrirfram.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Meiriháttar atvinnutækifæri
kemur upp í hendurnar á þér. Veltu málinu
fyrir þér, en ekki of lengi. Ertu búin/n að
gera góðverk í dag?
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þetta er góður tími til sjálfskoð-
unar. Sættu þig við það sem þú færð ekki
breytt og leggðu þig fram um að auðga líf
þitt.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú ert eins og suðupottur og
þarft að fá útrás fyrir reiði þína. Horfur í
ástalífinu eru góðar og mikið af skapandi
verkefnum á döfinni.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Eitthvað á eftir að koma þér svo á
óvart að þú munt undrast eigin viðbrögð.
Það er ekki auðvelt að kenna gömlum hundi
að sitja en það ætti að takast.
Ó
li Grétar Blöndal
Sveinsson fæddist 17.
febrúar 1972 á Land-
spítalanum í Reykja-
vík. Þegar hann var
nokkurra mánaða gamall flutti
fjölskylda hans í vinnubúðir við
Lagarfossvirkjun og dvaldi þar í
tvö ár meðan faðir hans vann sem
staðarstjóri verktakans við bygg-
ingu virkjunarinnar. Eftir það
flutti fjölskyldan aftur til Reykja-
víkur og við fjögurra ára aldurinn
til Egilsstaða, þar sem hann ólst
upp. „Eitt er mér minnisstætt,
þegar ég átta ára gamall var send-
ur á Siglufjörð um sumarið til afa
og ömmu. Eitthvað byrjaði það
brösuglega sem varð til þess að ég
ákvað að strjúka til Egilsstaða.
Það gekk hins vegar ekki vel, þar
sem ég gekk inn Siglufjörðinn í
stað þess að ganga út fjörðinn. En
ástæðan fyrir þessari slæmu byrj-
un þarna á Siglufirði var vænt-
anlega sú að ég var vanur miklu
frjálsræði þegar ég var á Eiðum
hjá ömmu minni í föðurætt.
Ég var mjög upptekinn sem
barn og unglingur og átti fjölda-
mörg áhugamál, auk þess sem fjöl-
skyldan var dugleg að taka þátt í
heyskap og réttum inni í Fljótsdal
og ég síðar hjá vini mínum á
Finnsstöðum í Eiðaþinghá. Fyrir
utan fótboltann stundaði ég bæði
skák og siglingar. Ég var Austur-
landsmeistari í skólaskák nokkrum
sinnum og náði það góðum árangri
í siglingamótum að ég var eitt sinn
sendur með unglingaliði Íslands til
Danmerkur til að keppa á kænum.
Síðar meir var ég einnig í liði Ís-
lands sem tók þátt í tvíliðakeppni
á stærri seglbátum á Írlandi 1995.
Ég var einnig mikið í fjalla-
mennsku og klifri og var m.a. for-
maður unglingadeildar Lands-
bjargar á Egilsstöðum um tíma.“
Óli Grétar gekk í Grunnskólann
og Menntaskólann á Egilsstöðum.
Eftir það fór hann til Konstanz í
Þýskalandi í eitt ár og lærði
þýsku, eðlisfræði og stærðfræði.
Eftir að hafa þurft að fara í skurð-
aðgerð á ökkla ákvað hann að
klára háskólanámið á Íslandi og
útskrifaðist 1995 með gráðu í eðl-
isfræði frá Háskóla Íslands. Eftir
árs hlé, þar sem hann vann sem
kennari í eðlisfræði og stærðfræði
við Menntaskólann á Egilsstöðum,
þá fór hann í framhaldsnám í
vatnaverkfræði til Fort Collins í
Colorado þar sem hann lauk MSc-
prófi árið 1998 og PhD-prófi árið
2002. „Þessi ár voru einstaklega
góð enda náttúran, skíðasvæðin og
veðurfar í Colorado með besta
móti og fékk ég reglulega fjöl-
skyldumeðlimi í heimsókn. Árið
2001 kynntist ég eiginkonu minni
Anne-Andrée frá Kanada í brúð-
kaupi bróður hennar í Acapulco í
Mexíkó, en bróðir hennar var
skólafélagi minn frá Colorado. Við
fluttum síðan til New York árið
2002 þar sem ég var nýdoktor hjá
Columbia University að vinna að
verkefni fyrir Hydro Quebec í
Kanada og síðan árið 2004 til Ís-
lands.
Ég byrjaði ungur að vinna sem
mælingamaður á Verkfræðistofu
Austurlands hjá pabba og svo í níu
sumur frá og með bílprófsaldri hjá
Vatnamælingum Orkustofnunar
með aðsetur hjá Rarik á Egils-
stöðum. Þessi vinna var góður
skóli og oft mikil ævintýri sem
fylgdu þessum mælingaverkefnum.
Árið 2004 hóf ég störf hjá Lands-
virkjun og hef verið þar í ýmsum
stjórnendastöðum og lengst af sem
framkvæmdastjóri þróunarsviðs
frá 2010 til 2021. Núna er ég
forstöðumaður þróunar vatnsafls
hjá Landsvirkjun. Þessi tími hefur
verið mjög ánægjulegur og krefj-
andi og hef ég komið að undirbún-
ingi og byggingu á Kárahnjúka-
virkjun, Búðarhálsvirkjun, tveimur
vindmyllum við Búrfell, Þeista-
reykjavirkjun og stækkun Búr-
fellsvirkjunar.“
Óli Grétar hefur setið í ýmsum
stjórnum og er núna m.a. í stjórn
Orkurannsóknasjóðs Landsvirkj-
unar og í stjórn og framkvæmda-
stjórn International Hydropower
Association.
„Helstu áhugamál snúa að al-
Óli Grétar Blöndal Sveinsson, forstöðumaður hjá Landsvirkjun – 50 ára
Hjónin Óli Grétar og Anne-Andrée stödd á Altea á Spáni.
Vinnur að þróun vatnsafls
Með börnunum Lilja, Óli Grétar og
Lúkas í bátsferð á Altea.
Afmælisbarnið Óli Grétar í
utanvegahlaupi á Tenerife.
Til hamingju með daginn
Gerðar Elsa Björk Stefánsdóttir
fæddist 12. október 2021. Hún vó
4.050 g og var 50 cm löng. Foreldrar
hennar eru Silja Rún Kjartansdóttir
og Stefán Geirsson.
Nýr borgari
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 15. mars 2022
Auglýsendur athugið
SÉRBLAÐ
B A
BLAÐ