Morgunblaðið - 17.02.2022, Síða 54
54 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
Coca Cola-bikar karla
16-liða úrslit:
Stjarnan – KA....................................... 24:27
Valur – HK............................................ 31:29
Vængir Júpíters – Víkingur ................ 19:31
Grótta – Haukar................................. (19:22)
ÍR – Selfoss ........................................ (18:20)
_ Tveimur síðustu leikjunum var ekki lokið
þegar blaðið fór í prentun.
Meistaradeild karla
A-riðill:
Meshkov Brest – Aalborg................... 29:33
- Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg
vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoð-
arþjálfari liðsins.
Montpellier – Vardar Skopje ............. 25:28
- Ólafur Andrés Guðmundsson lék ekki
með Montpellier vegna meiðsla.
_ Aalborg 16, Montpellier 16, Pick Szeged
14, Kiel 13, Elverum 8, Vardar Skopje 7,
Zagreb 6, Meshkov Brest 4.
B-riðill:
Flensburg – Kielce .............................. 25:33
- Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark-
fyrir Flensburg.
- Haukur Þrastarson skoraði 2 mörk fyrir
Kielce en Sigvaldi Björn Guðjónsson var
ekki með vegna meiðsla.
_ Kielce 16, Veszprém 13, París SG 12,
Barcelona 12, Flensburg 9, Motor Zaporoz-
hye 8, Porto 8, Dinamo Búkarest 6.
Noregur
Drammen – Halden ............................. 37:29
- Óskar Ólafsson skoraði 4 mörk fyrir
Drammen.
Þýskaland
B-deild:
Gummersbach – Hagen ...................... 30:26
- Elliði Snær Viðarsson skoraði ekki fyrir
Gummersbach en Hákon Daði Styrmisson
er frá vegna meiðsla. Guðjón Valur Sig-
urðsson þjálfar liðið.
Emsdetten – Coburg ........................... 27:29
- Anton Rúnarsson skoraði 5 mörk fyrir
Emsdetten og Örn Vésteinsson 3.
- Tumi Steinn Rúnarsson skoraði 2 mörk
fyrir Coburg.
_ Efstu lið: Gummersbach 32, Nordhorn
30, Hüttenberg 26, Hamm 25, Hagen 25.
Svíþjóð
Guif – Ystad IF..................................... 31:35
- Daníel Freyr Ágústsson varði 11 skot í
marki Guif, var með 24% markvörslu.
Sviss
Winterthur – Zug ................................ 31:30
- Harpa Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir
Zug.
E(;R&:=/D
Subway-deild kvenna
Fjölnir – Grindavík............................... 90:66
Keflavík – Breiðablik ........................... 73:58
Haukar – Valur .................................. (50:41)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun í gærkvöld.
Staðan fyrir leik Hauka og Vals:
Njarðvík 16 11 5 1082:1007 22
Fjölnir 16 11 5 1321:1224 22
Valur 16 11 5 1220:1151 22
Haukar 14 8 6 1057:1005 16
Keflavík 16 7 9 1237:1205 14
Breiðablik 17 5 12 1233:1366 10
Grindavík 17 3 14 1204:1396 6
1. deild kvenna
KR – Stjarnan....................................... 70:81
Belgía
Bikarinn, undanúrslit, seinni leikur:
Antwerp Giants – Oostende............... 72:82
- Elvar Már Friðriksson skoraði 16 stig,
gaf 6 stoðsendingar og tók 5 fráköst fyrir
Antwerp sem tapaði 150:172 samanlagt.
Belgía/Holland
Landstede Hammers – Amsterdam .. 83:68
- Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skor-
aði 18 stig fyrir LH, gaf 5 stoðsendingar og
stal boltanum fimm sinnum.
>73G,&:=/D
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Seljaskóli: ÍR – Valur........................... 18.15
Keflavík: Keflavík – Þór Ak................. 19.15
Ísafjörður: Vestri – Tindastóll ............ 19.15
Ásgarður: Stjarnan – KR .................... 20.15
HANDKNATTLEIKUR
Coca Cola-bikar karla, 16-liða úrslit:
Digranes: Kórdrengir – ÍBV.................... 19
Coca Cola-bikar kvenna, 16-liða úrslit
Dalhús: Fjölnir/Fylkir – ÍBV ................... 18
Austurberg: ÍR – Grótta...................... 19.30
Selfoss: Selfoss – Haukar .................... 19.30
Varmá: Afturelding – HK.................... 19.30
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin:
Egilshöll: Fjölnir – SR ......................... 18.45
Í KVÖLD!
FÓTBOLTI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Lokaundirbúningur íslenska
kvennalandsliðsins fyrir Evr-
ópumótið í fótbolta hefst í kvöld
þegar það mætir Nýja-Sjálandi í
Carson í Kaliforníu.
Það er fyrsti leikur liðsins af
þremur í sterku alþjóðlegu móti,
She Believes Cup, sem bandaríska
knattspyrnusambandið hefur haldið
undanfarin ár og býður jafnan
þremur sterkum landsliðum til leiks.
Leikur Íslands og Nýja-Sjálands
hefst ekki fyrr en klukkan eitt að
nóttu að íslenskum tíma, 17 síðdegis
að staðartíma. Þremur tímum síðar
hefst viðureign hinna tveggja lið-
anna í mótinu, Bandaríkjanna og
Tékklands, sem er leikinn á sama
velli, Dignity Health Sports Parks,
heimavelli LA Galaxy, en hann rúm-
ar 27 þúsund áhorfendur. Carson er
90 þúsund manna útborg frá Los
Angeles, um 20 km í suður frá mið-
borg stórborgarinnar.
Það er ekki bara EM á Englandi í
sumar sem er í sigtinu hjá landsliðs-
konunum, heldur eru þær á leið í tvo
lykilleiki í undankeppni HM í apríl, í
Hvíta-Rússlandi og Tékklandi.
Stjörnukonan meðal
þeirra reyndustu
Mótherjarnir í nótt, Ný-
Sjálendingar, hafa verið lengi fram-
arlega í flokki í heimsfótboltanum
og hefur leikið í lokakeppni fjögurra
síðustu heimsmeistaramóta. Þá er
liðið þegar komið í fimmtu loka-
keppnina í röð, HM 2023, sem annar
gestgjafanna en keppnin fer fram á
Nýja-Sjálandi og í Ástralíu.
Nýsjálenska liðið er í 22. sæti
heimslista FIFA, sjö sætum á eftir
Íslandi, og er með gríðarlega reynda
leikmenn. Þar á meðal er Betsy
Hassett, miðjumaður Stjörnunnar,
sem er fjórða leikjahæsta landsliðs-
kona Nýja-Sjálands frá upphafi með
126 landsleiki en hinar þrjár sem
eru fyrir ofan hana eru allar í hópn-
um í dag. Tvær þeirra leika í banda-
rísku atvinnudeildinni og sú þriðja
með Tottenham á Englandi. Með
liðinu leikur einnig Olivia Chance,
fyrrverandi leikmaður Breiðabliks,
sem nú leikur með Celtic í Skot-
landi. Þá eru í liðinu leikmenn frá
m.a. Liverpool á Englandi, Avalds-
nes í Noregi og Umeå í Svíþjóð og
sex þeirra leika í áströlsku atvinnu-
deildinni.
Léku um brons 2016
Þetta verður annar leikur Íslands
og Nýja-Sjálands frá upphafi. Liðin
skildu jöfn, 1:1, í Algarve-bikarnum
í Portúgal í mars árið 2016 í leik um
bronsverðlaunin á mótinu. Andrea
Rán Hauksdóttir kom Íslandi yfir
en Amber Hearn jafnaði fyrir Nýja-
Sjáland. Ísland vann vítaspyrnu-
keppni þar sem Guðbjörg Gunn-
arsdóttir markvörður og Sandra
María Jessen tryggðu íslenskan sig-
ur í bráðabana.
Þorsteinn Halldórsson landsliðs-
þjálfari sagði á blaðamannafundi í
gær að hann reiknaði með að allir 23
leikmennirnir í hópnum myndu taka
þátt í leikjunum þremur og líklega
yrðu miklar breytingar á byrj-
unarliðinu á milli leikja. Dagný
Brynjarsdóttir og Glódís Perla Vig-
gósdóttur gætu spilað sinn 100.
landsleik gegn Bandaríkjunum, ef
þær koma við sögu í báðum leikj-
unum á undan.
Fyrsti af þrem-
ur hörkuleikjum
- Ísland mætir Nýja-Sjálandi í nótt
Ljósmynd/KSÍ
Kalifornía Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fremst í flokki á æfingu landsliðs-
ins í Carson í gær. Leikurinn við Nýja-Sjáland fer fram í nótt.
Stefán Darri Þórsson, fyrirliði
karlaliðs Fram, hefur samið að nýju
við handknattleiksdeild Fram um
að spila með liðinu til ársins 2025,
eða næstu þrjú keppnistímabil að
þessu loknu.
Stefán Darri er 27 ára gamall og
hefur leikið með Fram mestallan
ferilinn en var um þriggja ára skeið
með Stjörnunni og spænska liðinu
Alcobendas áður en hann sneri aft-
ur í Safamýrina sumarið 2019.
Hann hefur spilað 13 af 14 leikjum
Fram í deildinni í vetur og skorað í
þeim 32 mörk.
Framlengdu
við fyrirliðann
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samdi Stefán Darri Þórsson verður
áfram í röðum Fram næstu árin.
Forráðamenn West Ham hafa rætt
við Dagnýju Brynjarsdóttur, lands-
liðskonu í knattspyrnu, um að vera
áfram hjá félaginu á næsta keppn-
istímabili. Samningur Dagnýjar við
West Ham rennur út í sumar en
Dagný sagði á blaðamannafundi
KSÍ í gær að hún hafi fengið þau
skilaboð að hjá West Ham sé vilji til
að gera við hana nýjan samning.
Hún orðaði það þannig að viðræður
væru hafnar en lagði áherslu á að
margt geti gerst í boltanum og ekk-
ert sé staðfest fyrr en skrifað hafi
verið undir samninga.
West Ham vill
halda Dagnýju
Ljósmynd/@westhamwomen
London Dagný Brynjarsdóttir
fagnar marki fyrir West Ham.
KA gerði góða ferð í Garðabæ í
gærkvöld og lagði þar Stjörnuna að
velli, 27:25, í sextán liða úrslitum
bikarkeppni karla í handknattleik.
Patrekur Stefánsson var marka-
hæstur hjá KA með sex mörk þó
hann fengi rauða spjaldið um miðj-
an síðari hálfleik. Ólafur Gúst-
afsson skoraði fimm mörk og
Bruno Bernat varði 18 skot. Tandri
Már Konráðsson og Björgvin Hólm-
geirsson skoruðu sex mörk hvor
fyrir Stjörnuna.
Valsmenn lentu í miklum vand-
ræðum á Hlíðarenda með HK sem
komst tvisvar tveimur mörkum yfir
um miðjan síðari hálfleik. Valur var
sterkari á endasprettinum og vann
31:29. Valur mætir Víkingi sem
vann Vængi Júpíters, 31:19.
Arnór Snær Óskarsson skoraði 9
mörk fyrir Val og Vignir Stef-
ánsson 5 en Hjörtur Ingi Hall-
dórsson skoraði 7 mörk fyrir HK.
_ Leikjum Gróttu – Hauka og ÍR
– Selfoss var ekki lokið þegar blað-
ið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/
handbolti.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Garðabær Færeyingurinn Allan Nordberg skoraði þrjú mörk fyrir KA í
gærkvöld og reynir hér skot að marki Stjörnumanna í leiknum.
KA sló Stjörnuna út
Keflvíkingar halda í vonina um að
komast í úrslitakeppnina í Subway-
deild kvenna í körfuknattleik en
liðið vann Breiðablik í Keflavík í
gær 73:58. Anna Ingunn Svans-
dóttir, Eygló Kristín Óskarsdóttir
og Daniela Morillo voru stigahæst-
ar hjá Keflavík með 19 stig hver.
Isabella Ósk Sigurðardóttir var
stigahæst hjá Breiðabliki með 15
stig.
Er Keflavík í 5. sæti með 14 stig
en Breiðablik er næstneðst með 10
stig. Bikarmeistarar Hauka eru í 4.
sæti og líklegar til að safna stigum.
Njarðvík, Valur og Fjölnir eru með
22 stig en Fjölnir vann sannfærandi
sigur 90:66 á Grindavík í Graf-
arvoginum. Dagný Lísa Davíðs-
dóttir var öflug í liði Fjölnis eins og
oft áður á þessu keppnistímabili.
Skoraði hún 23 stig og var stiga-
hæst. Robbi Ryan var stigahæst hjá
Grindavík með 24 stig.
_ Leik Hauka og Vals var ekki
lokið þegar blaðið fór í prentun í
gærkvöld. Sjá mbl.is/sport/
korfubolti.
Enn von hjá Keflavík
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stigahæst Dagný Lísa Davíðsdóttir sækir að körfu Grindavíkur í gær.