Morgunblaðið - 17.02.2022, Qupperneq 55
ÍÞRÓTTIR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
Með heimsfaraldrinum hafa
komið upp nýjar aðstæður á
stórmótum í íþróttum. Nú getur
komið upp sú staða að fólk fari í
einangrun á hótelherbergi og
beint út í harða keppni að henni
lokinni.
Kórónuveiran hefur auðvitað
haft ýmisleg önnur áhrif á
íþróttaheiminn, en þetta er ef til
vill nýjasta dæmið. Eftir að fjöldi
fólks í heiminum fékk bólusetn-
ingu, og það oftar en einu sinni,
er íþróttafólkið sjaldan mjög
veikt þegar það smitast.
Tvívegis hefur það gerst á
nýju ári að íslenskir íþróttamenn
hafa meiðst við það að fara beint
úr einangrun í keppni. Aron
Pálmarsson meiddist eftir nokkr-
ar mínútur í leiknum gegn Svart-
fjallalandi á EM karla í hand-
knattleik og Sturla Snær
Snorrasson snemma í sviginu á
Vetrarólympíuleikunum í Peking.
Þarna eru komnar mjög sterk-
ar vísbendingar um hversu skrít-
ið það er fyrir mannslíkamann
þegar vel þjálfaður íþróttamaður,
sem æfir daglega, fer inn á her-
bergi í marga daga. Fyrir Pétur
og Pál myndi það ef til vill ekki
skipta miklu máli.
Öðru máli gegnir um íþrótta-
fólk í háum gæðaflokki. Í þessum
tveimur tilfellum fóru menn svo
gott sem beint í keppni eftir að
hafa verið í einangrun.
Ekki á lauflétta æfingu heldur í
átök þar sem meiningin er að
standa sig gegn íþróttamönnum
í heimsklassa.
Nú er bakvörður dagsins ekkert
sérlega fróður um líkamsstarfs-
semina en ég get ímyndað mér
að kerfið fái einhvers konar
sjokk. Viðbrigðin eru svo mikil og
þegar farið er beint í mikil átök
þá lætur eitthvað undan.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Lengjubikar karla
A-deild, riðill 3:
Keflavík – Kórdrengir ............................. 0:2
Staðan:
KR 1 1 0 0 5:0 3
Kórdrengir 1 1 0 0 2:0 3
Leiknir R. 1 1 0 0 3:2 3
Vestri 0 0 0 0 0:0 0
Keflavík 2 0 0 2 2:5 0
Afturelding 1 0 0 1 0:5 0
Ítalía
B-deild:
Alessandria – Lecce ................................ 1:1
- Þórir Jóhann Helgason lék fyrstu 78
mínúturnar með Lecce en Davíð Snær Jó-
hannsson var ekki í hópnum.
C-deild:
Triestina – Virtus Verona ...................... 2:1
- Emil Hallfreðsson lék fyrstu 72 mínút-
urnar með Virtus Verona.
Spánn
Atlético Madrid – Levante ...................... 0:1
Staða efstu liða:
Real Madrid 24 16 6 2 48:20 54
Sevilla 24 14 8 2 36:16 50
Real Betis 24 13 4 7 45:29 43
Barcelona 23 10 9 4 38:27 39
Atlético Madrid 24 11 6 7 42:34 39
Meistaradeild N/M-Ameríku
16-liða úrslit, fyrri leikur:
Santos Laguna – CF Montréal ............... 1:0
- Róbert Orri Þorkelsson var varamaður
hjá Montréal en kom ekki við sögu.
Meistaradeild karla
16-liða úrslit, fyrri leikir:
Salzburg – Bayern München ................ (1:0)
Inter Mílanó – Liverpool....................... (0:0)
_ Leikjunum var ekki lokið þegar blaðið
fór í prentun í gærkvöld.
Algarve-bikar kvenna
Danmörk – Ítalía ...................................... 0:1
Noregur – Portúgal.................................. 0:2
Frakklandsmót kvenna
Brasilía – Holland..................................... 1:1
4.$--3795.$
Gríðarlega óvænt úrslit urðu í átta
liða úrslitum íshokkíkeppni karla á
Vetrarólympíuleikunum í Peking í
gær þegar Slóvakía sigraði Banda-
ríkin 3:2 eftir langa vítakeppni þar
sem Peter Chehlarik skoraði sig-
urmarkið. Slóvakar mæta Svíum í
undanúrslitum á morgun en Svíar
sigruðu Kanada 2:0, með tveimur
mörkum á lokamínútunum. Í hinum
undanúrslitaleiknum leika Rússar,
Ólympíumeistararnir frá 2018, við
Finna en Rússar sigruðu Dani 3:1
og Finnar lögðu Sviss á sannfær-
andi hátt, 5:1.
Afar óvæntur
sigur Slóvaka
AFP
Óvænt Slóvakar fagna sigrinum á
Bandaríkjamönnum í gær.
Handboltamaðurinn Aron Dagur
Pálsson er genginn til liðs við Nor-
egsmeistarana Elverum og kemur
til þeirra frá sænska úrvalsdeild-
arliðinu Guif. Aron hefur samið við
Elverum um að leika með liðinu út
þetta keppnistímabil. Meðal sam-
herja Arons hjá Elverum er lands-
liðsmaðurinn Orri Freyr Þorkels-
son. Aron Dagur, sem er 25 ára
gamall, hefur áður leikið með Al-
ingsås í Svíþjóð, Stjörnunni og
Gróttu. Elverum er langefst í
norsku úrvalsdeildinni og í góðri
stöðu í Meistaradeild Evrópu.
Aron til norsku
meistaranna
Morgunblaðið/Eggert
Noregur Aron Dagur Pálsson er
kominn til liðs við Elverum.
ÓL 2022
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Vetrarólympíuleikarnir í Peking
hafa reynst skíðamanninum Sturlu
Snæ Snorrasyni vægast sagt erf-
iðir.
Sturla, sem er 27 ára gamall, var
með háleit markmið fyrir leikana
og ætlaði sér meðal annars að enda
í einu af 30 efstu sætunum í svigi
karla sem er hans sterkasta grein.
Markmiðin voru hins vegar fljót
að breytast eftir að hann greindist
með kórónuveiruna laugardaginn 5.
febrúar, degi eftir setningarathöfn
leikanna þar sem hann var fánaberi
Íslands ásamt skíðagöngukonunni
Kristrúnu Guðnadóttur.
Sturla eyddi sjö dögum í ein-
angrun á kórónuveirusjúkrahúsi í
Peking. Hann dvaldi í átta fer-
metra sjúkraherbergi þar sem að-
búnaðurinn var ekki upp á marga
fiska.
Hann ákvað að hætta við keppni í
stórsvigi hinn 13. febrúar, tveimur
dögum eftir að hann losnaði úr ein-
angrun, og í fyrrinótt féll hann úr
keppni í svigi eftir að hafa meiðst
illa á leið sinni niður brekkuna.
„Tilfinningin núna er vægast
sagt skrítin,“ sagði Sturla í samtali
við Morgunblaðið stuttu eftir að
hann féll úr keppni í sviginu.
„Þessir leikar hefðu ekki getað
farið verr. Það er bara nákvæmlega
þannig og það er í raun erfitt að
finna lýsingarorð til að lýsa því
hvernig þetta fór. Eftir á að hyggja
var ég engan veginn tilbúinn í þetta
eftir vikulanga einangrun. Vöðv-
arnir höfðu rýrnað eftir dvöl mína á
sjúkrahúsinu en ég var ekki tilbú-
inn að horfast í augu við þá stað-
reynd.
Ég reyndi að einbeita mér að því
að vera úthvíldur fyrir svigkeppn-
ina en að ná bara tveimur æf-
ingadögum fyrir svigið, og snjóinn í
Peking, var engan veginn nóg.
Þetta er erfiður snjór að skíða í og
hann hafði sitt að segja eins og sást
þar sem margir keppendur skíðuðu
út úr brautinni. Ef ég hefði haft
viku til þess að undirbúa mig er ég
nokkuð viss um að ég mér hefði
gengið mun betur, en svona fór því
miður,“ sagði Sturla.
Tímabilið líklega búið
Sturla féll ofarlega í brautinni en í
fyrstu virtist eins og hann hefði
hreinlega skíðað út úr braut líkt og
fjöldi keppenda á undan honum.
„Þegar á reyndi þá höndlaði lík-
aminn illa átökin í brautinni enda
miklu meira álag í keppni en á æf-
ingu. Þú gefur þig allan í þetta í
keppni á meðan þú getur leyft þér
að taka því aðeins rólega á æfingum
og byggt þannig upp hraðann hægt
og rólega. Ég byrjaði að finna fyrir
verkjum strax í annarri beygju og í
fjórða beygju er eins og allt gefi sig.
Ég tognaði í kviði, í nára og marðist
líka á mjaðmabeini við átökin. Það
er nokkuð augljóst að vöðvarnir
fengu bara algjört sjokk. Ég ætlaði
að sýna þjóðinni hvað í mér býr en
þegar á reyndi gaf líkaminn sig.
Sturla óttast að tímabilið hjá hon-
um sé búið eftir meiðsli gærdagsins.
„Lukkudísirnar hafa engan veg-
inn verið mér hliðhollar á þessum
leikum, sem og á tímabilinu heilt yf-
ir. Ég meiðist fyrst í október þegar
vöðvafestingar við nárann gefa sig
og það hefur verið að plaga mig í all-
an vetur. Svo meiðist ég núna í svig-
inu og ég er skíthræddur um að
tímabilið sé svo gott sem búið hjá
mér. Það er ekki hægt að kenna
mótshöldurum hér í Kína um það
þegar einhver smitast af kór-
ónuveirunni. Þessi veira herjar á
alla og það var klárlega óheppni að
greinast með hana í Peking og tíma-
setningin hefði í raun ekki getað
verið verri.
Það er hins vegar alveg klárt mál
að þessi aðbúnaður á sjúkrahúsinu í
Peking hafði sitt að segja. Ég verð
að segja að það kom mér á óvart að
það hafi ekki verið gert betur ráð
fyrir því að fólk gæti smitast á leik-
unum og þá hefði kannski verið
hægt að búa betur um það íþrótta-
fólk sem greindist. Ég er ekki að
kenna því um það hvernig þetta fór
hjá mér persónulega enda var ég
mjög veikur og gat lítið æft fyrstu
dagana í einangrun en maturinn
sem ég fékk var ekki að hjálpa mér
að halda uppi vöðvamassa.“
Stefnan sett á heimsbikarinn
Þrátt fyrir áföllin í Peking horfir
Sturla bjartsýnn fram veginn en
hann er sem stendur í 183. sæti
heimslistans í svigi.
„Þessi reynsla í Peking mun klár-
lega styrkja mig en eins og ég horfi
á þetta núna er ég auðvitað gríð-
arlega svekktur. Þetta hefur verið
átakanleg lífsreynsla og tímabilið
líka í heild sinni. Vonandi var þetta
stormurinn á undan logninu því ég
held að það sé alveg óhætt að segja
að ég sé búinn að taka út minn
skammt af óheppni fyrir næstu ár-
in.“
Að mínu mati og þjálfarans míns
er skíðunin mín góð miðað við allt
sem á undan hefur gengið. Ég hef
ekki náð að sýna mínar bestu hliðar
undanfarin ár en stefnan er að öðl-
ast keppnisrétt í heimsbikarnum.
Ég þarf að vera í 150. sæti eða neðar
til þess að fá sjálfkrafa keppnisrétt
þar. Það hefur alltaf verið stefnan
hjá mér að keppa í heimsbikarnum,
alveg frá því að ég man eftir mér, og
mér finnst ég of nálægt því núna til
þess að gefast upp á þeim draumi.“
Sturla keppti einnig á leikunum í
PyeongChang í Suður-Kóreu árið
2018. Þar dró hann sig úr keppni í
svigi vegna meiðsla sem hann varð
fyrir í stórsviginu þar sem honum
tókst ekki að ljúka keppni og hann á
því ennþá eftir að ljúka keppni í
alpagreinum á Ólympíuleikum.
„Þessi spurning, um það hvort
þetta sé ekki bara komið gott, kem-
ur alltaf upp í hugann þegar illa
gengur og þá fer maður að velta því
fyrir sér af hverju maður sé að
standa í þessu. Ég held að þetta sé
eitthvað sem allir íþróttamenn upp-
lifi einhvern tíma á sínum ferli en ég
á nóg inni ennþá og ætla mér að
sanna mig á stóra sviðinu áður en ég
legg skíðin á hilluna. Eins og þetta
horfir við mér er ég rétt að byrja,“
sagði Sturla við Morgunblaðið.
Erfitt að finna réttu orðin
- Sturla Snær Snorrason hefur lokið keppni á Vetrarólympíuleikunum í Peking
- Horfir bjartsýnn fram á veginn og stefnir á heimsbikarinn í alpagreinum
Ljósmynd/SSS
Vonbrigði Sturla Snær Snorrason ætlaði sér að ná langt á Vetrarólymp-
íuleikunum í Peking en veikindin settu strik í reikninginn.
Skíðagöngumennirnir Isak Stian-
son Pedersen og Snorri Einarsson
höfnuðu í 20. sæti af 25 liðum í liða-
keppni í sprettgöngu á Vetraról-
ympíuleikunum í Peking í gær-
morgun.
Þeir komu í mark á tímanum
21:05,66 mínútum sem var tutt-
ugasti besti tími undankeppninnar
en dugði þeim ekki til þess að kom-
ast áfram í úrslitin.
Snorri gekk fyrsta, þriðja og
fimmta hlutann á meðan Isak gekk
annan, fjórða og sjötta hlutann.
Þeir urðu í tíunda sæti af tólf í
seinni riðli undankeppninnar.
Ítalía, Svíþjóð, Sviss, Austurríki,
Rússland og Bandaríkin urðu í sex
efstu sætum riðilsins og komust í
úrslitin. Isak og Snorri voru tæpum
54 sekúndum á eftir bandaríska lið-
inu og því talsvert langt frá því að
komast áfram.
Úrslitin fóru síðan fram í kjölfar-
ið og þar voru það Erik Valnes og
Johannes Klæbo sem voru fljótastir
og tryggðu Norðmönnum enn ein
gullverðlaunin á þessum leikum.
Þeir gengu á 19:22,99 mínútum og
voru tæpum þremur sekúndum á
undan Finnum sem fengu silfrið og
rúmum fjórum sekúndum á undan
Rússum sem hrepptu brons-
verðlaunin. Noregur er þá kominn
með 13 gull á leikunum, Þýskaland
10, Bandaríkin 8 og Kína 7.
Gullið til Noregs og Ísland í 20. sæti
AFP
Peking Snorri Einarsson í liða-
keppni sprettgöngunnar í gær.