Morgunblaðið - 17.02.2022, Page 57

Morgunblaðið - 17.02.2022, Page 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 D auðinn á Níl er byggð á samnefndri skáldsögu Agöthu Christie frá 1937 og er framhald af Morðinu í Austurlandahraðlestinni (2017). Þar snúa aftur Tom Bate- man og Branagh, úr fyrri mynd- inni sem sá síðarnefndi leikstýrði, sem Bouc og Hercule Poirot og yfirvararskeggið fær sína eigin baksögu, ólíkt sögupersónunum. Spæjarinn Poirot er nú staddur í Egyptalandi þar sem hann hittir vin sinn Bouc sem kynnir hann fyrir nýgiftu hjónunum Linnet (Gal Gadot) og Simon (Armie Hammer), sem eru í brúðkaups- ferð með vinum sínum og ættingj- um. Jackie eða Jaccqueline de Bellefort (Emma Mackey), fyrrum unnusta Simons, eltir þau á rönd- um. Hjónin langar að flýja frá Jackie en vilja ekki trufla brúð- kaupsferðina og kjósa því að fara um borð í skemmtiferðaskipið S.S. Karnak með gestum sínum og er Poirot þeirra á meðal. Ljóst er að Jackie er ekki sú eina sem hjónin þurfa að óttast því eins og Linnet segir við Poirot: „Þegar þú ert auðugur, þá er enginn raunveru- lega vinur þinn.“ Kvikmyndin hefst þó ekki í Egyptalandi heldur í fyrri heims- styrjöldinni þar sem ungur Poirot notar hugann til þess að hjálpa herliði sínu við að endurheimta land þeirra en skaddast á andliti og neyðist til að láta sér vaxa skegg. Þótt baksaga skeggsins sé skemmtileg þá bætir hún litlu við núverandi sögu enda er erfitt að ímynda sér að skeggið hafi haft bein áhrif á morðið á Níl. Í kjölfar- ið fáum við að kynnast fyrrum ást- konu Poirot í nokkrar mínútur áð- ur en hún deyr sem er ætlað að útskýra af hverju hann velur það einmanalega líf sem hann lifir. Þessar viðbætur við söguna sem er ætlað að dýpka skilninginn á tveimur sögupersónum, Poirot og yfirvararskegginu hans, eru óþarf- ar og hægja aðeins á frásagnar- framvinndunni. Drifkraftur spennunnar á að vera hið ástríðufulla samband Sim- ons og Linnet en leikurunum tekst ómögulega að sannfæra áhorf- endur um að þau séu svo ástfangin af hvort öðru að þau séu tilbúin að eyðileggja trúlofun (hans) og dýr- mæta vináttu (hennar) til að vera saman. Leikararnir hafa nákvæm- lega engan neista og er tímasetn- ing þeirra og líkamstjáning alltaf röng. Einnig er komið í veg fyrir að áhorfendur geti notið landslags- ins því myndheildin er gjarnan grunn, gervileg og gljáandi. Í mörgum atriðum er ljóst að þau eru tekin upp fyrir framan grænan skjá sem fælir áhorfandann frá enda er aðdráttarafl þessara mynda tækifærið til að sjá hóp af efnuðu og glæsilegu fólki á fallegum stöðum. Valið í aðalhlutverkin, Simons og Linnet, hefur einnig verið gagn- rýnt. Armie Hammer er kynntur á mjög líkamlegan og kynferðislegan hátt sem ef til vill veldur ein- hverjum áhorfendum óþægindum í ljósi ásakana á hendur honum um að hafa beitt nokkrar konur grófu kynferðilsegu ofbeldi. Gal Gadot er líka umrædd en hún starfaði í tvö ár sem hermaður í ísraelska varnarliðinu og hefur meðal ann- ars verið gagnrýnd fyrir yfirlýs- ingu sem hún sendi frá sér um of- beldi milli Ísraels og Palestínu. Það er þó ekki vandræðalaust að yfirfæra Agöthu Christie í fjölda- afþreyingu á 21. öld enda eru bæk- ur hennar afurðir þess tíma sem þær voru skrifaðar á, þ.e. miðrar 20. aldar, og endurspegla ekki endilega viðhorf samtímans. Líkt og í Morðinu í Austurlanda- hraðlestinni er leikarahópurinn fjölbreyttur ólíkt aðlögun John Guillermin frá árinu 1978. Kenneth Branagh sýnir til dæmis svarta hermenn berjast fyrir Belgíu í fyrri heimsstyrjöldinni sem er ætl- að að sýna hvernig evrópskar her- sveitir reiddu sig á nýlendur sínar eins og þegar Kongóbúar börðust fyrir Belgíu. Í hópi brúðkaupsgest- anna og hinna grunuðu sem leggja leið sína niður Níl eru svörtu og bresku leikkonurnar Sophie Okonedo og Letitia Wright sem leika frænknatvíeykið Salome og Rosalie Otterbourne. Í skáldsög- unni eru þær hvít bresk móðir og dóttir en myndin gerir þær að afrísk-amerískum blústónlistar- konum. Í myndinni er einnig ný persóna, lögfræðingurinn Andrew Katchadourian, leikinn af ind- verska leikaranum Ali Farzal og lagaður eftir annarri persónu í skáldsögunni, Andrew Pennington. Þessar breytingar á fyrri sögu eru mikilvægar en ekki nóg til þess að gera kvikmyndina góða. Kvikmyndin er þó ágætt áhorf en erfitt er að ímynda sér að hún verði einhverjum eftirminnileg líkt og bækur Agöthu Christie nema ef til vill hið umtalaða skegg Poirot. Saga skeggsins Dauði Spæjarinn Poirot er nú staddur í Egyptalandi þar sem hann hittir vin sinn Bouc sem kynnir hann fyrir ný- giftu hjónunum Linnet (Gadot) og Simon (Hammer), sem eru í brúðkaupsferð með vinum og ættingjum. Sambíóin, Smárabíó og Háskólabíó Death on the Nile/ Dauðinn á Níl bbmnn Leikstjórn: Kenneth Branagh. Handrit: Michael Green. Aðalleikarar: Kenneth Branagh, Tom Bateman, Gal Gadot, Armie Hammer, Emma Mackey, Annette Bening, Russell Brand, Rose Leslie. Bandaríkin, 2022. 126 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR Leikkonan Tanja Björk Ómars- dóttir er tilnefnd til kanadísku kvikmynda- og sjónvarpsverð- launanna, The Academy of Ca- nadian Cinema & Television Aw- ards, fyrir besta leik konu í auka- hlutverki fyrir leik sinn í kvik- myndinni Le Bruit des Moteurs, eða Vélarhljóð. Tanja leikur íslenska kappaksturskonu og talar frönsku í myndinni. Verðlaunin eru þau merkustu í Kanada á sviði kvik- mynda og sjónvarpsefnis og eru veitt af kvikmynda- og sjónvarps- akademíunni þar í landi líkt Ósk- arsverðlaunin í Bandaríkjunum eða Eddan hér á Íslandi. Myndin var að hluta til tekin á Íslandi og er leikstjóri hennar, Phil- ippe Grégoire, einnig tilnefndur fyrir bestu leikstjórn en myndin er hans fyrsta í fulltri lengd. Í mynd- inni segir af ungum manni sem er leystur tímabundið frá störfum og heldur hann til heimabæjar síns og kynnist þar Aðalbjörgu, sem Tanja leikur. Tveir aðrir Íslendingar leika í myndinni, ef marka má Internet Movie Database, þeir Arn- mundur Ernst Björnsson og Ingi Hrafn Hilmarsson. Tilnefnd til kana- dískra verðlauna Tanja Björk Ómarsdóttir Ingibjörg Elsa Turchi, bassa- leikari og tón- skáld, heldur tónleika í Mengi í dag kl. 17 ásamt Magnúsi Trygva- syni Eliassen trommuleikara, Tuma Árnasyni saxófónleikara, Hróðmari Sig- urðssyni gítarleikara og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni píanóleikara. Munu þau leika nýtt efni af væntan- legri plötu og mögulegt að gamlir slagarar fái að fljóta með. Aðgangs- eyrir er kr. 2.500. Ingibjörg og hljómsveit í Mengi Ingibjörg Elsa Turchi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.