Morgunblaðið - 17.02.2022, Qupperneq 58
AF BÓKMENNTUM
Arnór Ingi Hjartarson
aih@hi.is
S
nemma morguns fyrir rétt
rúmlega hundrað árum bíð-
ur Sylvia Beach á brautar-
palli í París eftir lestinni frá
Dijon. Í tímaþröng hafði prentarinn
brugðið á það ráð að treysta lestar-
stjóranum fyrir því að koma dýr-
mætum böggli í hendur útgefandans.
Það hefur verið með kvíðablandinni
eftirvæntingu sem Sylvia beið eftir
ískrinu og hvískrinu, drununum og
þessu kunnuglega ýlfri þegar lestin
hægir á sér og skröltir eftir tein-
unum þar til hún staðnæmist. Þessu
ýlfri sem getur svo hæglega vakið
trega jafnt og tilhlökkun.
Lestin nemur staðar, Sylvia fær
sendinguna og brunar tafarlaust
heim að dyrum írska rithöfundarins
James Joyce. Honum var mjög
mikilvægt að bókin kæmi út á af-
mælisdaginn og skömmu eftir að
klukkan slær sjö að morgni þann 2.
febrúar árið 1922, fær hann ósk sína
uppfyllta. Böggullinn sem Sylvia tók
á móti geymir fyrstu tvö eintökin af
skáldsögunni sem Joyce hefur unnið
að í sjö ár og gengið með enn lengur.
Dálítill doðrantur bundinn í grísku
fánalitina, hafbláa kápu með fann-
hvítu letri. Hér er fæddur ferða-
langur sem ber nafn með rentu og á
enn eftir að fara víða um þessa
veröld.
Stundum er talað um meðgöngu-
tíma skáldverka, frá fræinu þar til
prentgripurinn fæðist í þennan
heim, og þarna mætti ímynda sér frú
Sylviu Beach sem ljósmóður þess
sem leyndist í bögglinum, þessa
Ódysseifs sem hafði þar lagt í sína
fyrstu reisu. Höfundurinn fékk ann-
að eintakið en hinu stillti hún upp í
glugga bókabúðar sinnar, Shake-
speare and Company. Og eins og
stundum vill verða á fæðingardeild-
um, lagði fjöldi fólks leið sína þangað
til að berja augum nýfæddan
Ulysses.
Horft í átt að Íþöku
Fögnuðurinn var því tvöfaldur
þann 2. febrúar árið 1922. Ulysses
fæddist í þennan heim og höfundur
hennar varð um leið fertugur. Sama
ár, þó ekki á sama degi, varð Írland
fullvalda ríki og segja má að eyjan
græna, sem lengi vel var nýlenda
líkt og okkar eyland hér í norðri, sé
vagga þessara sérkennilegu feðga,
sem fagna fæðingardegi í útlegð
fjarri föðurlandinu. En ekki er um
að villast, Ódysseifur er ákaflega
írskt verk, rétt eins og höfundurinn
sem, líkt og ferðalangur Hómers,
horfir ævinlega í átt að sinni eigin
Íþöku.
Sjálfur sagði Joyce að mögulegt
væri að endurreisa Dyflinni upp úr
blaðsíðum bókarinnar ef þess gerð-
ist þörf. En skáldsagan er þó ekki
eingöngu afsprengi Dyflinnar, held-
ur mætti vel kalla hana heimsborg-
ara. Þessi bók fæðist á flakki um
heiminn, segir af degi einum í Dyfl-
inni, en siglir fram og aftur í tíma og
rúmi, vitund og veruleika, heiman
og heim. Og nú er víða um þennan
heim fagnað aldarafmæli þessa ein-
staka skáldverks.
Afkvæmið á þó rætur að rekja
langt aftur í bókmenntasöguna og
byggir einna helst á hinu sígilda
söguljóði úr heimi Forn-Grikkja,
Odysseifskviðu Hómers. Það er
nefnt eftir forföður sínum en þó
undir latneska rithættinum sem
dregur fram einn viðkomustað
ferðalangsins í tímans hafi, Róma-
veldi. Það mætti jafnvel tala um að
Ulysses sé nútímaleg endurritun á
Odysseifskviðu, en jafnframt þjónar
gríska sagnaljóðið sem uppdráttur,
samfelldur undirtexti eða, líkt og
Ezra Pound hélt fram, vinnupallar. Í
þeirri líkingu má sjá eina mikilvæg-
ustu skáldsögu tuttugustu aldar rísa
eins og höggmynd og minnisvarða,
borg, völundarhús og veröld.
Joyce sjálfur fór ekki leynt með
rætur skáldsögunnar. Eins og hann
segir sjálfur við vin sinn Frank Bud-
gen: „Ég er um þessar mundir að
skrifa bók […] sem byggir á ferða-
lögum Ódysseifs. Það er að segja,
Odysseifskviða þjónar sem upp-
dráttur. Fyrir utan það að saga mín
gerist í nýliðinni tíð og allt ferðalag
hetju minnar tekur ekki nema átján
klukkustundir.“
Bloomsdagur 16. júní 1904
Þessar átján klukkustundir í jafn-
mörgum köflum eiga sér stað
fimmtudaginn 16. júní árið 1904 í
Dyflinni. Ódysseifur rúmar nefni-
lega ekki nema rétt tæpan sólar-
hring, sem þjónar um leið sem
meginumgjörð frásagnar sem segir
af afdrifum þriggja persóna. Fremst
þeirra og fyrirferðarmest er hinn
nútímalegi Ódysseifur, auglýsinga-
miðlarinn og gyðingurinn Leopold
Bloom.
Frásögnin hverfist að miklu leyti
um flandur þessarar sérkennilegu
hvunndagshetju um Dyflinni; hann
fer lyklalaus út að morgni en með
sterkan grun um að kona hans,
Molly, muni halda framhjá honum
þennan dag. Annars staðar í Dyfl-
inni er Stephen nokkur Dedalus á
ferð en hann kannast lesendur við
úr fyrri skáldsögu Joyce, Æsku-
mynd listamannsins, og tekst nú á
við móðurmissi, táknrænt föðurleysi
og sitt eigið lyklaleysi í lífi þar sem
hann virðist sem lamaður. Leiðir
þessara ólíku manna liggja að lokum
saman.
Sagan lætur ekki mikið yfir sér
þegar hún er soðin svona niður í
einskonar káputexta. En hér er um
að ræða skáldsögu sem sprengir ut-
an af sér eigið form og vex í afar
þéttum texta sem á vissan hátt felur
í sér heiminn allan, mannsævi, sögu
og nútímann.
Alræmdur óþokki …
Bókin sjálf fæddist alræmd í
þennan heim, nokkurs konar útlagi
og jafnvel alræmdur óþokki. Margir
höfðu haft af henni kynni þegar
kaflar úr henni birtust í fram-
sæknum bókmenntatímaritum.
Þessi bók hafði meira að segja verið
dregin fyrir dómstóla áður en hún
kom fullmótuð í heiminn. Margaret
Anderson og Jane Heap höfðu birt
kafla úr sögunni í tímaritinu Little
Review, sem póstþjónustan lagðist
reyndar gegn sökum óskapnaðarins
sem fólst á síðum þess í boði James
Joyce. Þær voru loks lögsóttar fyrir
velsæmisbrot í New York í kjölfar
birtingar á 13. kafla bókarinnar,
sem kenndur er við Násíku. Lauk
því í stuttu máli með „farbanni“
skáldsögunnar, í Bandaríkjunum
sem og Bretlandi. Það var ekki í síð-
asta skiptið sem þessi stórhættulega
skáldsaga komst í kast við lög og
reglu. En að lokum hlaut hún þó náð
dómarans Woolsey og um leið býsna
góð meðmæli í formi dómsúr-
skurðar.
Í útlegð uppskar verkið vissulega
athygli og varð að nokkurs konar
smyglvarningi sem dreifðist í laumi
um neðri kima menningarinnar.
Halldór Laxness segir í Skáldatíma:
„Ég hafði Ulysses ekki milli handa í
heilu lagi fyren okkur tveim kunn-
íngjum tókst að fá eintak af bókinni
á leigu sem smyglvöru fyrir dollar á
dag í San Francisco 1928,“ og hann
eignaðist ekki eintak fyrr en í París
árið 1931 og þurfti að festa kaup á
henni margsinnis, „því svo marg-
bannaðri bók var ævinlega stolið frá
manni jafnharðan.“
Sem betur fer brenna sumar bæk-
ur ekki og eiga sér ríkuleg fram-
haldslíf, en eitt þeirra og önnur við-
koma þessa Ódysseifs á sér einmitt
stað á Íslandi, en mörgum áratugum
eftir útgáfu Ulysses birtist verkið í
þýðingu og sannkölluðu þrekvirki
Sigurðar A. Magnússonar heitins
(1992-1993) – sem því miður er nú
ófáanlegt en hver veit, kannski er
þeim eintökum sem til eru stolið
jafnharðan.
… og erfiður viðureignar
Ulysses er ekki eingöngu alræmd
fyrir háskaleik heldur hefur hún á
sér orðspor fyrir að vera einstaklega
erfið viðureignar. Sumir vilja meina
að hún sé ólæsileg, laus við nokkurn
einasta punkt, tyrfin og sérlega snú-
in á alla mögulega vegu. Hamslaus
furðuskepna sem líkt og Próteifur
umbreytir sér sífellt í höndunum á
manni.
Því verður ekki neitað að þetta er
sannlega þéttofið, síbreytilegt og
margbrotið verk, jafnvel fjall sem
maður stendur frammi fyrir eða haf-
ið sjálft. En það er ekki að ástæðu-
lausu að þessi skáldsaga hefur lifað
góðu lífi í hundrað ár, er fagnað ár-
lega um víða veröld og hefur haldið
prófessorunum á tánum. Joyce
sagðist hafa hlaðið verkið ótal ráð-
gátum og þannig tryggt því eilíft líf.
En það má ekki gleyma því, að gíf-
urleg gleði fylgir því að klífa þetta
fjall. Að lesa þessa bók, sem er enn
örðugt og ögrandi að heilli öld lið-
inni, getur orðið að ævarandi ást-
arsambandi sem gefur ótrúlega af
sér. Þetta er ferðalag sem margir
veigra sér við og goðsagan sem
gengur á undan bókinni skyggir du-
lítið á gleðina, kímnina, ánægjuna
og ástina sem er raunverulegur
kjarni þessa verks.
Ástarfundur
Að lokum skal aftur vikið að af-
mælisdeginum. Þónokkru síðar
þennan dag fyrir rétt rúmlega
hundrað árum fara höfundurinn og
Nora kona hans á ítalskan veit-
ingastað í París ásamt vinafólki. Það
er óvenju þungt yfir James Joyce
þetta kvöld, hann virðist lystarlaus
og jafnvel dapur, þar sem hann situr
með innpakkað eintak sitt af Ulys-
ses undir stólnum sínum. Þá segir
Nora að hann hafi borið þessa bók í
huganum í sextán ár og varið sjö
þeirra í að skrifa hana en nú sé hann
eitthvað feiminn við að taka utan af
henni. Kannski er það sökum feimni
eða hógværðar, kannski er það ein-
faldlega vegna þess að hann vildi
ekki að eintakið yrði fyrir hnjaski.
Hann hafði lofað velgjörðarkonu
sinni, Harriet Weaver, fyrsta ein-
takinu. Að lokum opinberaði hann
þó verkið á veitingastaðnum við
geysimikinn fögnuð.
Þúsundasta eintakið áritaði hann
síðan og gaf Noru, sem reyndar
sneri sér umsvifalaust að vini þeirra
og bauð honum að kaupa bókina.
Var það eflaust hálfvegis í gríni
gert, en höfundurinn hló ekki bein-
línis, því þetta var í raun allt eins
þeirra bók og hans. Kannski mætti
ímynda sér að hún sé getin af ástar-
fundi þeirra tveggja, einmitt daginn
sem sagan á sér stað – 16. júní árið
1904.
Ódysseifur á nýrri öld
Ljósmynd/Berenice Abbott
Áhrifamikill James Joyce í ljósmynd frá 1928, sex árum eftir að tímamóta-
verk hans, Ulysses, kom út. Sagan gerist í Dyflinni 16. júní árið 1904.
- Um þessar mundir er öld frá útkomu
einnar áhrifmestu skáldsögu tuttug-
ustu aldar, Ulysses eftir James Joyce
Höfundur er doktorsnemi í
almennri bókmenntafræði
við Háskóla Íslands.
58 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
www.gilbert.is
Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum
við okkur í úrsmíði, hönnun
og framleiðslu úra