Morgunblaðið - 17.02.2022, Síða 64

Morgunblaðið - 17.02.2022, Síða 64
www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 *Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Fyrir lifandi heimili RIVERDALE KENTON Lukt. H39 cm. 39.990 kr. Lukt. H35 cm. 26.990 kr. KARE DOUGH Borðlampi. Gylltur eða silfur. 46.990 kr. BROSTE TISVILDE Matardiskur. 3.490 kr. Forréttadiskur. 2.890 kr. Hliðardiskur. 1.890 kr. Espresso bolli. 990 kr. Kanna. 25 cl. 1.690 kr. Skál. Ø24 cm. 7.890 kr. Skál. Ø17 cm. 2.890 kr. Skál Ø15 cm. 2.790 kr. „Erkitýpur og vængj- aðar verur“ er yfirskrift sýningar á verkum eftir Messíönu Tómasdóttur sem verður opnuð í sýn- ingarsal Seltjarnarness, Gallerí Gróttu, í dag, fimmtudag, kl. 17. Hún sýnir 18 textílverk af vængjuðum verum og erkitýpum, bæði sem veggskúlptúra og leik- brúður. Við opnun sýn- ingarinnar verður flutt tónverk eftir Rory Murphy sem tileinkað er Erkitýpunum. Texta Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur syngur Messíana Halla Kristinsdóttir sópran. Messíana hefur haldið fjölda myndlistarsýninga og er höfundur að leikmyndum og búningum um 80 leiksýninga, ópera og sjónvarpsverka hér á landi og erlendis. Erkitýpur og vængjaðar verur á sýningu Messíönu Tómasdóttur FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 48. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur í nótt fyrsta leik sinn á árinu 2022 þegar það mætir Nýja- Sjálandi í Carson í Kaliforníu. Þetta er fyrsti leikurinn af þremur á alþjóðlegu móti í Bandaríkjunum. Mótherj- arnir búa yfir gríðarlegri reynslu og eru á lið á sitt fimmta heimsmeistaramót í röð á næsta ári. »54 Fyrsti landsleikur ársins í nótt ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þuríður Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Stephensen og Greta Håkansson eru önnum kafnar ekkjur um nírætt, hittast í kaffi oft í viku og hafa verið vinkonur frá barnsaldri. Þuríður og Ingibjörg hafa alltaf flutt á svip- uðum tíma og átt heima við sömu götur frá því þær voru sex ára og Greta hefur búið nálægt þeim lengst af. Þær voru bekkjarsystur í Kvennaskólanum í Reykjavík og eiga heima í göngufæri hver við aðra í Garðabæ. „Við komum reglulega við í bakaríinu,“ segir Greta. „Það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur,“ botnar Þuríður eða Didda, eins og hún er kölluð. Konurnar eru hressar og finna sér ætíð eitthvað að gera saman. „Við erum til dæmis í gönguhópi og för- um í göngu á mánudögum og mið- vikudögum,“ heldur Didda áfram. „Við Greta erum auk þess í Kór eldri borgara í Garðabæ og mætum á söngæfingar á fimmtudögum,“ bætir Ingibjörg eða Bíbí við. „Ég reyni líka að fara flesta morgna í sund,“ minnir Greta á og Bíbí grípur bolt- ann á lofti. „Það er nóg að ein okkar geri það.“ Þær eru saman í saumaklúbbi sem þær stofnuðu ásamt þremur öðrum stúlkum að loknu námi í Kvenna- skólanum. Ein er látin en hinar hitt- ast einu sinni í mánuði og þegar eig- inmennirnir voru á lífi var haldin árshátíð með mökum. Þær segjast hafa verið miklar hannyrðakonur en dregið hafi úr prjónaskapnum. „Við höfum ekki tíma til þess að standa lengur í honum, því það er svo mikið að gera,“ segir Bíbí. Þær séu jafn- framt í Kvenfélagi Garðabæjar og mæti líka á fundi í Félagi eldri borg- ara en þeir hafi reyndar fallið niður í faraldrinum. Skerjó, Hrísateigur, Garðabær Bíbí og Didda kynntust og smullu saman þegar þær voru fimm og sex ára gamlar í Skerjafirði. Vegna lagn- ingar flugbrautarinnar í stríðinu voru hús fjölskyldnanna tekin niður, efnið flutt og húsin sett aftur upp við Hrísateig. Þær gengu í Laugarnes- skóla eins og Greta, sem átti þá heima í Kleppsholtinu, og fóru svo allar í Kvennaskólann. Þar styrktust böndin þannig að ekki hefur slitnað á milli síðan. „Þetta er svo góður fé- lagsskapur,“ segir Greta. „Við erum svo skemmtilegar,“ bætir Bíbí við, en Didda og Greta fóru saman í hús- mæðraskóla í Danmörku áður en al- varan tók við. „Samheldnin hefur alltaf verið svo mikil,“ segir Didda. Jón Þ. Sveinsson, tæknifræðingur og einn af stofnendum Tæknifræð- ingafélags Íslands, var eiginmaður Diddu og framkvæmdastjóri og aðaleigandi Stálvíkur hf. Bíbí var gift Helga K. Hjálmssyni, forstjóra Tollvörugeymslunnar, og eigin- maður Gretu var Sigurður Björns- son, bæjarverkfræðingur Kópavogs- bæjar. Hjónin voru með fyrstu íbúum á Flötunum í Garðabæ og létu til sín taka í bænum. Jón var til dæmis í bæjarstjórn og Helgi einn af stofnendum Tónlistarfélags Garða- hrepps, sem síðar varð Tónlistar- skóli Garðabæjar. Sigurður var líka virkur í Tónlistarfélaginu og fram- arlega í Skógræktarfélagi Garð- arbæjar en skógrækt átti hug þeirra allra. Karlarnir voru í hópi stofn- enda kirkjukórs Garðakirkju og þau voru öll í kórnum nema Didda. „Ég dró Gretu og mennina okkar með í kórinn,“ segir Bíbí. „Ég þoldi ekki samkeppnina,“ útskýrir Didda vegna fjarverunnar frá söngnum, sem þær kynntust fyrst hjá Ingólfi Guðbrandssyni í Laugarnesskóla. Vinkonurnar mættu alltaf í peysu- fötum á Peysufatadaginn í Kvennó og þá sagði Ragnheiður Jónsdóttir skólastýra, fröken Ragnheiður, við þær: „Alltaf eruð þið eins.“ Sam- takamátturinn hefur fylgt þeim og bekknum þeirra síðan, leggja þær áherslu á. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Hressar Þuríður Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Stephensen og Greta Håkansson hafa verið vinkonur frá barnsaldri. Samtaka í lífsgleðinni - Vinkonurnar hafa búið við sömu götur í um 85 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.