Morgunblaðið - 18.02.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.02.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022 FLUG OG GISTING SÓL Á TENERIFE & KANARÍ ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS FJÖLDIBROTTFARAÍ FEBRÚAR &MARS 22. FEBRÚAR - 01. MARS - 7 DAGAR SERVATURE WAIKIKI 4* VERÐ FRÁ89.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 124.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA 23. FEBRÚAR - 02. MARS - 7 DAGAR SPRING HOTEL BITACORA 4* VERÐ FRÁ179.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐN HÁLFT FÆÐI Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Lagnaleið Ljósleiðarinn er plægður meðfram vegum, þar sem hægt er. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ljósleiðarinn ehf. undirbýr lagn- ingu ljósleiðarastrengs frá Þorláks- höfn og út á Landeyjasand. Með henni munu tengingar sæstrengja Farice, það er að segja Danice sem kemur á land á Landeyjasandi og Íris sem koma mun á land í Þor- lákshöfn, styrkjast. Plægja á strenginn undir Þjórsá og Hólsá. Ljósleiðarinn ehf. (áður Gagna- veita Reykjavíkur) hefur óskað mats Skipulagsstofnunar á því hvort lagning ljósleiðarastrengsins um árnar þurfi að fara í gegnum fullt umhverfismat. Raunar telur fyrirtækið, eins og skipulagsyfir- völd, að umhverfisáhrif séu lítil Aukið öryggi Framkvæmdin er liður í út- breiðslu ljósleiðaranets Ljósleiðar- ans ehf. um Suðurnes og Suðurland. Erling Freyr Guðmundsson fram- kvæmdastjóri segir að lagt sé rör sem getur rúmað 1.000 ljósleiðara- þræði. Hann segir mikilvægt að hugsa til framtíðar og hafa frekar stærri strengi en minni. Til sam- anburðar má geta þess að átta þræðir eru í NATO-ljósleiðaranum sem lagður var um landið á sínum tíma. „Mikilvægt er að hugsa langt fram í tímann og bjóða öllum sem vilja að vera með. Það þýðir að neytendur ættu að fá ódýrari þjón- ustu í framtíðinni og aukið öryggi,“ segir Erling. Lágmarksáhrif á lífríki Hann segir að nokkrir viðskipta- vinir standi að framkvæmdinni með Ljósleiðaranum, þar á meðal Far- ice. Þá muni fjarskiptasamband á Suðurlandi styrkjast, allt frá Þor- lákshöfn til Hvolsvallar. Stækkun ljósleiðaranetsins verði til að fækka þeim heimilum í landinu sem ekki hafa aðgang að ljósleiðarasam- bandi. Leggja á strenginn til Land- eyja í ár. Hann verður að mestu lagður meðfram vegum og um Ölf- usárbrú. Hins vegar verður streng- urinn plægður undir Þjórsá, um þriggja kílómetra leið, og Hólsá í Þykkvabæ, um hálfan kílómetra. Hann verður plægður niður á um eins metra dýpi með jarðýtu og fer grafa á eftir til þess að þjappa jarð- veg og loka plógsári. Fyrirhugað er að þvera árnar þegar rennsli er lítið og áhrif fram- kvæmdarinnar á lífríki í lágmarki. Gert er ráð fyrir að það taki aðeins einn dag að plægja streng yfir hvort vatnsfallið fyrir sig. Ljósleiðari plægður undir Þjórsá - Ljósleiðarinn ehf. leggur streng á milli landtökustaða Farice-sæstrengjanna á Suðurlandi - Rörin rúma 1.000 ljósleiðarastrengi - Fjarskiptasamband á Suðurlandi styrkist verulega Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 15 dagana í febrúar er -2,1 til -2,5 gráðum undir meðallagi þessara daga á sl. 30 árum og -3,3 undir meðaltali síðasta áratugar. Þetta kemur fram í yfirliti sem Trausti Jónsson veðurfræðingur birti í gær á vefsíðu sinni, Hungurdiskum. Í Reykjavík er hitinn í næstneðsta sæti hvað varðar kulda, en metið þar er frá 2002. Á Akureyri er meðalhiti nú -4,3 stig, -3,4 stig neðan meðallags 1991 til 2020 og -4,4 stigum neðan meðatals sl. 10 ára. Á Vestfjörðum, Austfjörðum, Suðausturlandi og Suður- landi eru dagarnir nú í febrúar þeir köldustu á 21. öldinni hingað til, en næstkaldastir á öðrum spásvæðum. Kaldast að tiltölu hefur verið í Möðrudal, þar er hiti -5,5 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Minnst er hitavikið miðað við síð- ustu tíu ár á Reykjanesbraut, -2,6 stig. Tvö lágmarksmet hafa verið sett að undanförnu, hinn 13. og 14. í Möðrudal á Fjöllum. Þau slá út eldri met sem líka voru sett á þeim stað, annað 1988 og hitt 1888. Frost í Möðrudal fór niður í -26,8 stig 14. febrúar sl. sbs@mbl.is Febrúarmánuður óvenjulega kaldur og met hafa fallið Morgunblaðið/Eggert Gaddhestar Hross á hjarnbreiðu í Vestur-Landeyjum nú í vikunni. Þar er hvítt yfir að líta svo langt sem augað eygir og þegar komið er upp til landsins er snjór meiri en sést hefur um langt árabil. Háskóli Íslands getur ekki staðið að rekstri sínum öðruvísi en að taka tillit til nýjustu rannsókna um áhrif spilakassa á tiltekna hópa samfélagsins. Sömuleiðis þarf hann að taka upp allar mögulegar aðgerðir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lág- markað neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Þetta er niðurstaða starfshóps á vegum rektors HÍ sem ætlað var að meta siðferðileg og önnur álitaefni tengd tekjuöflun Happ- drættis Háskóla Íslands (HHÍ). Skýrslu hópsins var skilað til há- skólans 28. júní 2021 en ekki birt almenningi fyrr en í gær. ,,Út frá fyrirliggjandi gögnum er ljóst að tekjur frá HHÍ eru mikilvægar fyrir uppbyggingu innviða HÍ. Hins vegar er einnig ljóst að viðhorf almennings til spilakassa er neikvætt og ætla má að gagnrýnisraddir verði sí- fellt háværari. Niðurstöður inn- lendra og erlendra rannsókna sýna einnig fram á skýr tengsl milli spilavanda og notkunar spilakassa,“ segir í skýrslunni. ,,Háskóla Íslands ber því að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja HHÍ til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. Slíkar einhliða ákvarðanir HHÍ munu óhjákvæmilega leiða til tekjuhruns sem aftur mun koma verulega niður á innviðauppbygg- ingu HÍ. Með hliðsjón af framan- sögðu er nauðsynlegt að horfa á málið heildstætt og leita allra leiða til að bregðast við væntum tekjumissi.“ HÍ taki ábyrgð á spilakössum HHÍ - Gagnrýnisraddir verði háværari Fíkn Hópurinn segir að viðhorf al- mennings til spilakassa sé neikvætt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.