Morgunblaðið - 18.02.2022, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.02.2022, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022 NÝJUM AÐILUM fylgja ferskir vindar og ný vinnubrögð Faglegar heildarlausnir og samkeppnishæf verð. Allt á einum stað. Dalshraun 6 | 220 Hafnarfjörður | 581 4000 solarehf.is | solarehf@solarehf.is Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ástand áfangastaða innan frið- lýstra svæða hér á landi hefur far- ið batnandi og hefur stöðum sem eru taldir í hættu fækkað á milli ára. Einn staður hefur þó bæst á rauðan lista yfir áfangastaði sem eru í hættu en þar er um að ræða svæði sem eru undir það miklu álagi að hætta er á að verndargildi þeirra tapist og grípa þarf til að- gerða. Um er að ræða Vigdísar- velli og Vigdísarvallaleið (líka nefnd Djúpavatnsleið) innan Reykjanesfólkvangs og er ástæðan m.a. rakin til aukinnar umferðar vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. Eru þar sagðar vera miklar skemmdir vegna utanvegaaksturs, ruslsöfnunar og ýmiskonar óæski- legrar hegðunar á svæðinu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Umhverfisstofnun hefur birt um mat á ástandi 148 áfangastaða ferðamanna á seinasta ári, sem eru á friðlýstum svæðum. Aukinn akstur utan vega „Aukin vitneskja um svæðið og nálægð við gossvæðið hefur aukið umferð um Vigdísarvallaleið. Akst- ur utan vega jókst í ár vegna eld- goss í Fagradalsfjalli en margir keyrðu þarna í gegn til að komast á gossvæði. Að auki er farið að nota svæðið sem leiksvæði fyrir ýmis farartæki og er því um að ræða miklar skemmdir á náttúru svæðisins. Settar voru upp nokkr- ar mjög áberandi „allur akstur bannaður“-lokanir sem ekki voru virtar,“ segir í skýrslunni. Bent er á að vegur kom illa und- an vetri sem leiddi til enn meiri utanvegaaksturs og að leita þurfi leiða til að koma í veg fyrir akstur utan vega og taka á honum. Bæta þurfi merkingar og loka förum með landmótun á mörgum stöðum o.fl. Gott ástand á 43% staða Fram kemur í umfjöllun Um- hverfisstofnunar um ástand áfanga- staðanna yfir landið allt að ástand á 43% áfangastaða innan friðlýstra svæða sé metið mjög gott og hefur áfangastöðum í hættu fækkað milli ára. Þessir staðir geti vel tekið á móti gestum án neikvæðra áhrifa á umhverfið. Úttektin leiddi einnig í ljós að svæðum sem talin eru í góðu ástandi fjölgaði í fyrra úr 60 í 64. „Árið 2020 fjölgaði svæðum í góðu ástandi verulega. Það tengist að miklu leyti fækkun ferðamanna. Búast má við að ástand svæðanna versni aftur ef ferðamönnum fjölg- ar án þess að innviðir verði byggðir upp,“ segir í umfjöllun Umhverfis- stofnunar. Nánast allir áfangastaðir innan Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóð- garðsins á Þingvöllum komu mjög vel út í úttektinni og er það talið til marks um vel heppnaða uppbygg- ingu innviða og gott skipulag á svæðunum. Áfangastaðir sem flokkaðir eru á appelsínugulum lista eru svæði sem hugsanlega er hætta á að tapi verndargildi sínu og þar sem þörf er á aðgerðum. Fram kemur að svæðum á appelsínugula listanum hefur fækkað á milli ára úr 18 í 15. Tröllabörn merkt appels- ínugul „Nú er svo komið að allir áfanga- staðirnir sem verma þennan lista eru annaðhvort innan friðlandsins að Fjallabaki eða á Suðvesturlandi. Nýtt svæði á listanum er t.d. Tröllabörn, en þar hafa fram- kvæmdir á jaðri svæðisins farið inn á svæðið og einhverjar skemmdir hlotist af,“ segir í skýrslunni. Þau svæði sem komu hins vegar verst út á árinu 2021 eru, auk Vig- dísarvalla í Reykjanesfólkvangi, Stútur og Suðurnámur innan frið- lands að Fjallabaki og Námuvegur innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Á rauðan lista vegna umferðar utan vega - Miklar skemmdir á náttúru á Vigdísarvallaleið - Áfangastöðum í góðu ástandi fjölgaði verulega Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eldstöðvar Akstur utan vega jókst vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta var smá eldur sem tók stuttan tíma að slökkva. Skemmdir voru litl- ar, aðeins reykur og sót, og þetta hef- ur ekki truflað starfsemi okkar,“ seg- ir Reynir Þór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Vöku. Eldur kom upp í húsnæði Vöku við Héðinsgötu í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. Reynir segir að kviknað hafi í skotbómulyftara sem stóð einn og sér. Slökkviliðsmenn hafi verið fljótir á vettvang eftir að brunakerfi fór í gang og eldurinn hafi ekki náð að breiða úr sér. „Við höfum verið að bæta eldvarnir hér og hólfaskipting sem hefur verið sett upp varði bíla sem voru hinum megin við vegginn,“ segir hann. Elds- upptök eru ókunn en tæknideild lög- reglu kannaði vettvang á miðvikudag- inn. Málefni Vöku hafa ítrekað ratað í fréttir síðustu misseri vegna óánægju íbúa í nágrenninu með starfsemi fyrirtækisins. Þeir kvörtuðu undan hávaða og mengun frá Vöku og í júní á síðasta ári var starfsleyfi fyrirtækis- ins fellt úr gildi. Í kjölfarið fékk Vaka undanþágu til að starfa áfram og síð- asta haust var starfsleyfið endurnýj- að út næsta ár. Fyrirtækið fékk þó ekki leyfi til að starfrækja móttöku- stöð fyrir úrgang. Samkvæmt upplýs- ingum frá Reyni framkvæmdastjóra er enn stefnt að því að starfsemi Vöku verði flutt á brott af Héðinsgötu í ná- inni framtíð. Eldur kom upp í húsnæði Vöku - Kviknaði í lyftara - Litlar skemmdir - Bættar eldvarnir Vettvangur Tveir slökkviliðsbílar við húsnæði Vöku við Héðinsgötu í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. Rúmlega 80 prósent íslenskra mið- aldahandrita með svonefndum ridd- ara- og fornaldarsögum hafa glatast í tímans rás. Sögurnar sjálfar hafa hins vegar varðveist mun betur; um 77 prósent þeirra eru enn til vegna uppskrifta í aldanna rás. Þetta er meðal þess sem ný rannsókn fræði- manna við tólf alþjóðlegar háskóla- stofnanir á varðveislu evrópskra miðaldahandrita og sagna leiðir í ljós. Einn fræðimannanna er dr. Katarzyna Anna Kapitan við Ox- ford-háskóla, en hún hefur stundað nám og rannsóknir í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Frá rannsókninni er greint í tímaritinu Science sem kemur út í dag. Fræðimenn um bækur og handrit hafa áður reynt að áætla með ýms- um aðferðum hve mikill fjöldi hand- rita og sagna frá miðöldum hefur varðveist. Í rannsókninni nú er hins beitt tölfræðilegum reiknilíkönum sem gefið hafa góð raun á allt öðru fræðasviði, í vistfræði. Samkvæmt rannsókninni er áætl- að að meira en 90 prósent af öllum evrópskum miðaldahandritum með riddara- og fornaldarsögum séu glötuð. Þetta er nokkurn veginn sama niðurstaða og fræðimenn hafa áætlað með öðrum aðferðum. Varð- veisla sagna í þessum flokki er mis- munandi eftir löndum og tungu- málum. Best er hún á Írlandi en mest hefur glatast á Englandi. Rannsóknin bendir til þess að rúm- lega 80 prósent írskra riddara- og fornaldarsagna frá miðöldum hafi varðveist allt til okkar daga en 38 prósent sams konar verka sem skráð voru á ensku. Þá hafi 19 prósent írskra miðaldahandrita á þessu sviði varðveist en aðeins 7 prósent sam- bærilegra verka á Englandi. Katarzyna Anna Kapitan segir í viðtali á vef Oxfordháskóla að rann- sóknin bendi til þess að allt að 77 prósent allra riddara- og fornald- arsagna sem skrifaðar voru á ís- lensku á miðöldum hafi varðveist til okkar daga en aðeins 17 prósent handritanna sjálfra. Er varðveislan á Íslandi og Írlandi betri en í öðrum Evrópulöndum. Sögurnar voru flest- ar þýddar úr erlendum handritum. Margs konar ástæður eru fyrir því að handrit glatast, m.a. brunar, slæm varðveisluskilyrði og ýmsir samfélagshættir. Kaplan segir að ástæðan fyrir góðri varðveislu sagna á Íslandi og Írlandi geti verið að þar lifði sú hefð að skrifa upp gömul handrit löngu eftir að farið var að prenta bækur. gudmundur@mbl.is Morgunblaðið/Hari Miðaldahandrit Frumritin hafa flest glatast en margt efni varðveist í uppskriftum. Varðveisla riddara- og fornaldarsagna er góð hér á landi. Þorri handrita hefur glatast - En sögurnar varðveist vel hérlendis

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.