Morgunblaðið - 18.02.2022, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022
Huginn og Muninn Viðskipta-
blaðsins koma iðulega víða
við og reka augun í sumt sem aðrir
missa af.
- - -
Nú nýlega hnjóta
þeir um að
„Kristrún Frosta-
dóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar,
hefur látið í ljós efa-
semdir um verk-
efnið Allir vinna.
- - -
Hefur hún lagt
fram fyrir-
spurn til fjár-
málaráðherra um
hvert endur-
greiðslur vegna
verkefnisins hafa
farið og einnig vill hún að fá að vita
hvort ávinningur þess hefur verið
metinn.
- - -
Hröfnunum þykir fyrirspurnin
forvitnileg þar sem engar efa-
semdir um gildi verkefnisins voru
uppi í forystu Samfylkingarinnar.
- - -
Í aðdraganda kosninga spurði
Samiðn alla stjórnmálaflokka
hvort vilji væri fyrir því innan
flokksins að framlengja Allir vinna.
- - -
Logi Einarsson, formaður
flokksins, svaraði svona:
- - -
Samfylkingin er fylgjandi því að
úrræðið Allir vinna verði fram-
lengt, enda upphaflega komið á
þegar flokkurinn var síðast í ríkis-
stjórn 2009-13.
- - -
Samfylkingin hefur auk þess tal-
að fyrir því að úrræðið verði
útvíkkað þannig að það nái einnig
til iðngreina þar sem konur eru í
meirihluta.“
Kristrún
Frostadóttir
Því spyr hún ekki
formanninn?
STAKSTEINAR
Logi Einarsson
Breska veðurstofan hefur gefið út
viðvörun um að veðrið verði lífs-
hættulegt á nær öllu Englandi í dag.
Búist er við að vindur nái allt að 45
m/s.
,,Þetta er lægð sem er í miklum
vexti og hún stefnir á Írland og Eng-
land. Breska veðurstofan hefur gefið
út rauða viðvörun og gildir hún
vegna vinds. Veðrið ætlar að vera
verst á Cornwall-skaga og við
Bristol-flóa,“ segir Einar Svein-
björnsson, verðurfræðingur hjá
verðurvaktinni Bliku, í samtali við
Morgunblaðið.
Komi ekki til Íslands
,,Eins er með Suðvestur-Írland,
þar er líka rauð viðvörun hjá írsku
veðurstofunni. Fólk er varað við að
laust dót geti verið á ferð sem geti
verið hættulegt,“ bætir Einar við.
Breska veðurstofan segir veðrið
lífshættulegt. Einar telur að það sé
vegna þess að þar þekkist að t.d. tré
rifni upp með rótum og falli niður á
bíla eða raflínur sem geti verið lífs-
hættulegt. Því sé mikilvægt að fólk
hlýði tilmælum og haldi sig heima í
dag.
Þá segir Einar að Íslendingar
þurfi ekki að óttast, lægðirnar eru
ekki á leið til landsins. ,,Það er alveg
öruggt, þetta kemur ekki hingað.“
Vara við lífshættulegu veðri í dag
- Rauð viðvörun bæði í Bretlandi og á
Írlandi í dag - Fólk haldi sig heima við
AFP
Ofsaveður Fólk er hvatt til að
halda sig heima í dag vegna veðurs.
Umboðsmaður barna hefur í umsögn
til allsherjar- og menntamála-
nefndar Alþingis ítrekað þá skoðun
sína að í löggjöf um mannanöfn þurfi
að slá ákveðinn varnagla, samkvæmt
sænskri fyrirmynd, við því að barn
þurfi að bera nafn, til lengri eða
skemmri tíma, sem er til þess fallið
að valda því óþægindum og vanlíðan.
Umsögnin er við frumvarp sem
Hanna Katrín Friðriksson og fimm
aðrir þingmenn hafa lagt fram til
laga um mannanöfn. Frumvarpið er
endurflutt en markmið breyting-
anna sem lagðar eru til er að
„tryggja rétt einstaklinga til að bera
það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa
og tryggja að lög um mannanöfn
takmarki ekki persónufrelsi fólks
eða frelsi fólks til að skilgreina sig,“
eins og segir í greinargerð.
Í umsögn umboðsmanns segir, að
að engu leyti sé tekið tillit til þeirra
sjónarmiða sem fram komu í fyrri
umsögn umboðsmanns barna og
annarra aðila sem hafi bent á að
skautað væri fram hjá veigamiklum
atriðum sem varða börn, réttindi
þeirra og hagsmuni.
Kveðst umboðsmaður taka undir
þau sjónarmið að flestir foreldrar
séu færir um að gæta hagsmuna
barna sinna og velja nafn barna
sinna af alúð en slá þurfi varnagla.
Bendir umboðsmaður á ákvæði í
sænskri löggjöf um mannanöfn um
að foreldrar þurfi að sækja um
skráningu á eiginnafni barns hjá
Skatteverket. Þá hafi Skatteverket
jafnframt heimild til að synja skrán-
ingu nafns ef það er talið líklegt til að
vekja hneykslan, valda barni sem
það á að bera óþægindum, eða er af
annarri ástæðu óheppilegt sem
eiginnafn.
Nafnið valdi ekki
barni vanlíðan
- Umboðsmaður
barna slær varnagla
við lagabreytingu
Morgunblaðið/Eggert
Nöfn Nafn getur verið barni til ama
og haft í för með sér vanlíðan.
Taktu þátt!
Auglýst er eftir framboðum til prófkjörs
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir
komandi sveitarstjórnarkosningar.
Prófkjörið fer fram dagana 18.-19. mars
næstkomandi.
Framboðsfrestur rennur út mánudaginn
28. febrúar kl. 16:00.
Nánari upplýsingar á xd.is
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/