Morgunblaðið - 18.02.2022, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 18.02.2022, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þrennar kosningar um sameiningu sveitarfélaga fara fram á morgun, laugardag. Þær eru um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps og loks Snæfells- bæjar og Eyja- og Miklaholts- hrepps. Þeir íbúar viðkomandi sveitarfé- laga sem eru 18 ára og eldri hafa kosningarétt. Verði sameining samþykkt í Skagafirði er það lokaáfanginn í sameiningu héraðsins í eitt sveitarfé- lag því Sveitarfélagið Skagafjörður varð til með sameiningu fjölda hreppa og Sauðárkrókskaupstaðar. Íbúar Akrahrepps kusu þá að standa utan við sameiningu. Sveitarfélögin vinna saman að mörgum málaflokkum og hagsmunir þeirra tvinnast sérstaklega saman í Varmahlíð þar sem þau eiga og reka saman margvíslega starfsemi. Kjörfundur verður í Héðinsminni í Akrahreppi, í bóknámshúsi FNV á Sauðárkróki og á sex öðrum stöðum í Sveitarfélaginu Skagafirði. Kjör- fundir eru opnir á mismunandi tím- um en loka í síðasta lagi klukkan 22. Talið verður í Héðinsminni og bóknámshúsi FNV og birt í tvennu lagi á vefsíðu sameiningarnefndar, skagfirdingar.is. Kosning um sameiningu Blöndu- ósbæjar og Húnavatnshrepps fer fram í kjölfar misheppnaðrar til- raunar til að sameina alla Austur- Húnavatnssýslu. Húnavatns- hreppur varð til með sameiningu nokkurra sveitahreppa og Blöndu- ósbær hefur einnig stækkað með sameiningu við nágrannasveit- arfélag. Eitt helsta álitaefnið í sam- einingarviðræðum var framtíð Húnavallaskóla og að finna húsnæði hans nýtt hlutverk í framtíðinni. Kjörfundur í Blönduósbæ verður í íþróttamiðstöðinni og stendur frá klukkan 10 til 20 og kjörfundur í Húnavatnshreppi fer fram á Húna- völlum frá klukkan 11 til 20. Atkvæði verða talin á báðum stöðum og úrslit birt á vef samein- ingarnefndar, hunvetningur.is. Skólar á sunnanverðu Nesinu Kosning um sameiningu Snæ- fellsbæjar og Eyja- og Miklaholts- hrepps snýst ekki síst um hvort gera eigi sunnanvert Snæfellsnes að einu skólasóknarsvæði. Þar eru nú tveir grunnskólar sem verða vænt- anlega sameinaðir ef sameining verður samþykkt. Kjörfundur í Eyja- og Mikla- holtshreppi fer fram í íþróttahúsi Laugargerðisskóla og í Snæ- fellsbæ verður kosið í grunnskól- unum í Ólafsvík, á Hellissandi og Lýsuhóli í Staðarsveit. Kjörfundir eru í öllum tilvikum frá klukkan 10 til 18, samkvæmt tilkynningu kjör- stjórna. Talning fer fram í íþróttahúsi Laugargerðisskóla og grunnskól- anum í Ólafsvík og verða birt á vefnum, snaefellingar.is. Verði af sameiningu verður kos- ið í nýjum sveitarfélögum í al- mennum sveitarstjórnarkosn- ingum 14. maí næstkomandi og nýjar sveitarstjórnir taka til starfa í kjölfarið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Varmahlíð Sveitarfélögin í Skagafirði reka saman skóla og fleiri stofnanir. Þrennar sameiningarkosningar um helgina - Kosið í Skagafirði, Austur-Húnavatnssýslu og á Snæfellsnesi - Gæti fækkað um þrjú sveitarfélög 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Anna Sigríður Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi gefur kost á sér í 2.–3. sæti í próf- kjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjanesbæ 26. febrúar nk. Hún er verkefnastjóri hjá Janus heilsu- eflingu í Reykja- nesbæ og hefur setið í bæjarstjórn á þessu kjörtímabili sem senn lýkur. Er Anna jafnframt aðalmaður í lýð- heilsuráði og varamaður í fræðslu- ráði. Hún er sálfræðingur að mennt, með MBA frá Háskóla Ís- lands. Í tilkynningu segir hún mennta- mál og lýðheilsu standa sér næst, þeir málaflokkar leggi grunn að góðu og heilbrigðu samfélagi. Hún vilji leggja sitt af mörkum til að gera Reykjanesbæ enn betri val- kost fyrir fólk að búa í. Næg tæki- færi séu til að gera Reykjanesbæ að framúrskarandi bæjarfélagi. Sækist eftir 2.-3. sæti í Reykjanesbæ Anna Sigríður Jóhannesdóttir Hannes Stein- dórsson, fast- eignasali hjá Lind og formað- ur Félags fast- eignasala, býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Kópa- vogi fyrir kom- andi kosningar. Prófkjörið fer fram 12. mars nk. Í tilkynningu segist Hannes sann- færður um að geta lagt sitt af mörkum til að gera góðan bæ enn betri. „Þið ykkar sem þekkið mig vitið að ég er duglegur, heiðarlegur og þegar ég tek að mér verkefni þá er ekkert hálfkák. Það er hollt fyrir sveitarfélagið og íbúa þess að fá nýtt fólk í bæjarstjórn og ég er sannfærður um að ég geti lagt mitt af mörkum til að gera gott betra. Ég er Kópavogsbúi og vil hvergi annars staðar vera,“ er haft eftir Hannesi í tilkynningu um fram- boðið. Hannes stefnir á 4. sætið í Kópavogi Hannes Steindórsson Allt um sjávarútveg Nýlega gekk í garð nýtt kínverskt ár og af því tilefni viljum við, ég og eiginkona mín Qing, fagna með ykkur og halda sjö daga sölusýningu á kínversku postulíni. Kínverskir listmunir á frábæru verði Verið velkomin í Herrafataverslun Birgis / Listmunasölu Qing Opið virka daga kl. 11-18, laugardag og sunnudag kl. 10-19 Auglýst eftir framboðum í kjörnefnd Varðar Auglýst er eftir framboðum til kjörnefndar Varðar - fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí næstkomandi. Kjörgengir eru allir fulltrúar, sem á kjörskrá eru í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 25. febrúar næstkomandi kl. 16:00. Framboðum ber að skila með rafrænum hætti á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, xd.is. Berist fleiri en 8 framboð til yfirkjörstjórnar innan tilgreinds framboðsfrests verður boðað til skriflegrar kosningar í Valhöll dagana 1. til 2. mars næstkomandi. Yfirkjörstjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.