Morgunblaðið - 18.02.2022, Side 11

Morgunblaðið - 18.02.2022, Side 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022 VINNINGASKRÁ 10 13913 21623 30589 41373 51638 62797 71188 101 14212 21666 31147 41450 52177 62903 71410 382 14783 22391 31567 41700 52604 63170 71991 466 14808 22645 32079 41885 53198 63720 72303 1116 14822 22710 32084 41964 53621 63786 72430 1199 14857 22724 32403 42204 54019 63881 72555 1593 15476 22759 32425 42283 54626 63950 73072 2389 15845 22771 32545 42976 54782 64374 73183 2674 15856 22986 32597 43132 54840 64384 73292 3088 15910 23056 32852 43342 54842 64422 73652 3181 15913 23634 32896 44218 55562 65619 73713 3529 16258 23691 33150 44285 55821 65712 74224 3949 16330 23800 33401 44289 56417 65978 74386 4214 16435 23804 34041 44625 56656 66474 74453 4813 17242 23867 34123 45267 56665 66686 74766 5282 17428 24316 34990 45779 57616 66750 74920 5737 17447 24543 35365 46350 57774 67137 74962 5848 17647 24566 35389 46389 57999 67297 75438 5954 17857 24766 35903 46702 58032 67354 76067 6232 17938 24774 36064 46966 58281 67536 76121 6514 18577 24810 36077 46967 58392 67557 76641 6988 18772 24929 36143 47195 58666 67579 76674 7121 18798 25007 36377 47851 59291 68080 76914 7639 19254 25128 38577 48022 59341 68082 77078 7733 19317 25723 38615 48147 59575 68179 78046 7866 19437 26226 38694 48521 59711 68485 78399 9079 19889 26229 38868 49102 60634 69471 78596 9457 19911 26909 39377 49627 61140 69989 78910 9908 19980 28262 39468 49656 61196 70077 79565 11356 20063 28337 39855 50087 61379 70381 79695 11497 20126 28631 40179 50254 61592 70560 79787 13003 20160 29144 40376 50258 61750 70600 13070 20421 29551 40385 50707 61843 70667 13439 20887 29574 40710 50752 61940 70956 13501 21002 30099 40794 50914 62116 71003 13679 21068 30323 40881 50978 62236 71047 13872 21381 30485 40949 51048 62789 71080 1866 8339 17950 26899 40739 51777 63312 73482 1900 9797 18005 28435 41537 52328 63664 73684 2211 9878 18777 29502 43574 52874 63717 75029 2653 11276 19404 30780 44638 53852 65667 75894 3552 11415 20013 33182 46221 54408 66510 76452 3619 12062 20312 34190 46518 56363 67366 77027 4225 12108 22644 34332 48268 56793 67653 77840 4293 12237 24242 34923 48610 58607 68526 79574 4677 12241 24280 37229 48859 59077 69938 79778 5071 12525 24512 37711 48908 59331 70244 6152 13234 24644 37764 49869 62906 71627 7192 13327 25571 38453 49975 62950 72761 7349 13399 26345 40114 51397 63207 72937 Næsti útdráttur fer fram 24. febrúar 2022 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 20096 30991 48695 50909 56652 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 4408 9595 27316 40856 53425 60664 5360 15282 27952 41033 54879 62524 6468 16181 35235 45334 56323 75977 7410 26382 40747 51290 59069 77655 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 4 3 5 1 42. útdráttur 17. febrúar 2022 Ásakanir gengu á víxl milli stjórn- valda í Úkraínu og rússneskumæl- andi aðskilnaðarsinna um að hafa hafið fallbyssuskothríð við þorpið Stanytsia-Luganska í Luhansk- héraði. Tveir særðust í skothríð- inni, og rafmagn fór af þorpinu. Þá lenti eitt skotið á leikskóla í þorp- inu, en ekki varð mannfall af. Sagði Úkraínuher að aðskiln- aðarsinnar hefðu framið 29 brot á vopnahléssamkomulaginu frá Minsk í fyrrinótt, þar af var skotið af fallbyssum í 27 skipti, en Minsk- samkomulagið bannar slíkt. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sagði að aðgerðin gegn leik- skólanum hefði verið „undir fölsku flaggi“, það er, tilraun til þess að búa til tylliástæðu fyrir innrás rúss- neska hersins og draga úr trúverð- ugleika Úkraínumanna. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, fordæmdi Rússa fyrir að reyna að búa til falskar ástæður fyrir innrás, og Bretar myndu áfram vekja athygli á upplýsinga- óreiðuherferð Rússa. Blinken skorar á Rússa Antony Blinken, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, vegna ástandsins, og sagði ljóst að Rússar væru að leita að tylliástæðu og myndu jafnvel framkvæma hana sjálfir. Skoraði hann á Rússa að hverfa frá bjargbrúninni og lýsa yfir að þeir hefðu engin áform um að ráð- ast inn í Úkraínu. „Ef þau vilja frið, geta rússnesk stjórnvöld lýst því yf- ir í dag, án nokkurra varnagla eða undanbragða, að Rússland muni ekki ráðast inn í Úkraínu.“ Bauð Blinken Sergei Lavrov, utanríkis- ráðherra Rússlands, til fundar við sig í næstu viku. AFP Spennuástand Leikskólinn í þorpinu Stanytsia-Luganska var í rústum eftir að fallbyssuskot lenti á honum. Skotið úr fallbyssu á leikskóla - Johnson segir aðgerðina hafa verið undir „fölsku flaggi“ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rússnesk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau kynnu að svara því með her- valdi ef vesturveldin létu ekki undan kröfum þeirra um skipan öryggis- og varnarmála í Evrópu, og kröfðust þess að allar bandarískar hersveitir yfirgæfu Austur- og Mið-Evrópu. „Þar sem viljann skortir hjá bandarísku hliðinni til að semja um traustar og lagalega bindandi trygg- ingar um öryggi okkar frá Banda- ríkjunum og bandamönnum þeirra, mun Rússland neyðast til að svara, þar á meðal með hernaðartæknileg- um aðgerðum,“ sagði í yfirlýsingu rússneska utanríkisráðuneytisins. Yfirlýsingin er svar Rússa við gagntillögum vesturveldanna við kröfum, sem þeir settu fram í desem- ber á hendur Bandaríkjunum og Atl- antshafsbandalaginu. Þar var þess meðal annars krafist að Úkraínu yrði meinað um aldur og ævi að sækja um aðild að bandalaginu, og að herlið á vegum þess yrði dregið til baka frá aðildarríkjum sem gengu til liðs við bandalagið eftir árið 1997. Sagði í yfirlýsingu Rússa í gær að þeir krefðust nú brottfarar „alls bandarísks herliðs frá Mið-Evrópu, Austur-Evrópu og Eystrasaltsríkj- unum“. Þá ættu vesturveldin að hætta að senda vopn til Úkraínu og draga til baka alla vestræna „ráð- gjafa og þjálfara“, um leið og þess var krafist að ekki yrðu sameiginleg- ar heræfingar með Úkraínuher. Utanríkisráðuneytið ítrekaði jafn- framt fyrri yfirlýsingar um að ekki stæði til að ráðast inn í Úkraínu, þrátt fyrir yfirlýsingar Bandaríkj- anna og bandamanna þeirra. Væru „úrslitakostir“ gagnvart Rússum um að þeir fjarlægðu herlið sitt frá landamærunum óásættanlegir að sögn ráðuneytisins. Mjög miklar líkur á innrás Þrátt fyrir yfirlýsingar fyrr í vik- unni um að Rússar hygðust draga herlið sitt frá landamærunum að Úkraínu í kjölfar heræfinga, sögðust forsvarsmenn vesturveldanna ekki hafa séð neitt sem benti til annars en að innrásarundirbúningur Rússa væri í fullum gangi. Sögðu Bretar að 7.000 fleiri hermenn hefðu komið að landamærunum á síðustu sólar- hringum. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gærmorgun að líkurnar á innrás Rússa væru mjög miklar, og að hún myndi líklega hefjast á allra næstu dögum. Þó væri enn hægt að reyna að finna lausn á deilunni án þess að grípa til vopna. Lloyd Austin, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, var í Brussel í gær og sagði að Bandaríkin hefðu séð að Rússar hefðu flutt herþotur og aðrar flugvélar að landamærun- um og væru að auka viðbúnaðarstig sitt á Svartahafi. Þá væru Rússar að smíða brýr fyrir skriðdreka og flytja blóðbirgðir að landamærunum. „Ég var hermaður sjálfur fyrir ekki svo löngu. Ég veit af eigin raun að þú gerir ekki þessa hluti að ástæðulausu,“ sagði Austin, sem var áður hershöfðingi í Bandaríkjaher. „Og þú gerir þá alls ekki ef þú ert að gera þig kláran til að taka saman og fara heim.“ Krefjast brottfarar Bandaríkjahers - Innrásarundirbúningur Rússa sagður enn í fullum gangi AFP Heræfingar Grad-eldflaugakerfi Rússa sést hér taka þátt í heræfingu í Hvíta-Rússlandi, en óttast er að æfingin sé yfirvarp fyrir innrás. Rússar vísuðu í gær Bart Gorman, aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, úr landi, en ekki var gef- in upp nein ástæða fyrir brottvís- uninni. Bandaríska utanríkisráðuneytið fordæmdi brottreksturinn og sagði hann tilhæfulausan með öllu. Sagði í yfirlýsingu ráðuneytisins að litið væri á þetta sem ögrun og að verið væri að íhuga viðbrögð. Skoraði ráðuneytið jafnframt á Rússa að hætta tilhæfulausum brottvísunum á bandarískum erind- rekum, þar sem aldrei hefði verið brýnna en nú að löndin hefðu erind- reka til staðar til að greiða fyrir samskiptum ríkjanna. RÚSSLAND Aðstoðarsendiherra vísað úr landi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.