Morgunblaðið - 18.02.2022, Side 13
13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022
Evrópa er núna á
barmi á styrjaldar.
Hernaðarátök eru ekki
lengur ólíkleg framtíð-
arsýn. Stríð er raun-
verulegur möguleiki.
Margar kynslóðir
ungra Pólverja og ann-
arra Evrópubúa hafa
aldrei komist svo ná-
lægt því að slík at-
burðarás eigi sér stað.
Vesturlandabúar hafa í mörg ár vilj-
að trúa því að 21. öldin verði laus við
hernaðarátök. Á síðustu árum hafa
hins vegar komið fram nægar vís-
bendingar um að herskáar aðgerðir
Rússa, meðal annars í Georgíu og
Úkraínu, séu ekki hugarburður held-
ur til marks um að nýr kafli sé að
hefjast í sögu Vesturlanda.
Rússar eru að reyna að brjóta
gegn landamærahelgi Úkraínu aftur.
Það að vefengja landamæri fullvalda
ríkis getur aðeins merkt eitt: árás á
stöðugleika og öryggi Evrópu.
Heimshlutinn eins og við þekkjum
hann, heimur evrópskra gilda, frels-
is, lýðræðis og velferðar, hefur orðið
að skotmarki pólitískra leiðtoga og
yfirmanna hers Rússlands. Það er
ekki aðeins framtíð Úkraínu sem er í
veði, heldur einnig öryggi og hag-
sæld Evrópu. Þetta er alvarlegasta
pólitíska hættuástandið frá lokum
kalda stríðsins og bein ögrun við
meginreglurnar sem ríki Evrópu-
sambandsins og Atlantshafs-
bandalagsins tóku upp á árunum eft-
ir 1989.
Skoðum samvisku okkar
Við verðum að horfast í augu við
sannleikann. Rússland hefur verið
vaxandi ógn við frið á síðustu árum
og evrópsk stjórnvöld hafa brugðist
við henni að mestu mótstöðulaust.
Marga leiðtoga hefur
skort hugrekki og stað-
festu til að rjúfa við-
skiptatengsl við vald-
hafana í Kreml. Snaran
er að þrengjast um háls
Evrópu, ekki stjórn-
valda í Moskvu. Löng-
unin til að taka þátt í
ógegnsæjum við-
skiptum við valdhafa,
sem víla ekki fyrir sér
að hefja stríð gegn
smærri ríkjum, standa
fyrir pólitískum morð-
um og beita leyniþjónustumönnum
til undirróðurs innan yfirráðasvæða
aðildarríkja Evrópusambandsins,
getur ekki einfaldlega talist til marks
um skammsýni. Þetta er vísvitandi
verknaður sem einkennist af kald-
rifjaðri pólitík.
Af þessu hlýst vaxandi kostnaður
fyrir Evrópu: Við erum að tapa bar-
áttunni, ekki aðeins efnahagslega
(t.a.m. með háu gasverði vegna fjár-
kúgunarstefnu stjórnvalda í
Moskvu), heldur einnig pólitískt. Í
fyrra jók Gazprom útflutning sinn á
jarðgasi til Kína og Tyrklands. Á
sama tíma drógu Rússar stórlega úr
gasútflutningi til Evrópu. Sala þeirra
til evrópskra viðskiptavina minnkaði
um 10 milljarða rúmmetra frá árinu
áður og hún er allt að 27 milljörðum
rúmmetra minni en árið 2019. Þessi
stigmögnun orkukreppu af manna-
völdum er vísvitandi tilraun til að
beita þrýstingi og knýja það fram að
gasleiðslan Nord Stream 2 verði tek-
in í notkun. Þeir sem þurfa að gjalda
fyrir þessa misráðnu stefnu eru ekki
þeir sem undirrituðu samninginn,
heldur miklu frekar venjulegir Evr-
ópubúar.
Þrátt fyrir allt brjálæðið er stefna
rússneskra ráðamanna hræðilega
rökrétt. Við erum að fara inn í þriðja
ár mjög erfiðs heimsfaraldurs, stönd-
um frammi fyrir vaxandi efnahags-
kreppu, og nú bætist við ógn sem
kemur frá nágranna okkar í austri.
Vladimír Pútín er í raun að notfæra
sér veikleika og þrengingar Evrópu
með kaldrifjuðum hætti. Því miður
er mörgum í elítum Evrópu tamt að
þykjast ekki sjá auðsæja endurfæð-
ingu rússnesks heimsveldismetn-
aðar.
Listinn yfir pólitíska leiðtoga, sem
hafa valið rússneskar rúblur og
gróðavænlegan hlut í rússneskum
fyrirtækjum, er átakanleg og nið-
urdrepandi lesning. Við vitum öll um
mál Gerhards Schröders sem lét
pólitískan feril sinn í skiptum fyrir
peninga frá rússneskum orkufyr-
irtækjum. Það er þó aðeins topp-
urinn á ísjakanum. Á meðal sam-
verkamanna Gazprom, Lukoil,
Rosneft og fyrirtækja, sem leggja
gasleiðsluna Nord Stream 2, eru
fyrrverandi kanslarar, forsætisráð-
herrar, hátt settir stjórnarer-
indrekar, ráðgjafar forseta og ráð-
herrar.
Þeir sem reyna að réttlæta slíka
vegferð tala um frjálsa markaðinn og
rétt þessara manna til að þiggja slík
störf eftir áralanga opinbera þjón-
ustu. Þessir menn hafa þó ekki kom-
ist í þessar stöður fyrir tilviljun.
Þekking þeirra og sérkunnátta hefur
orðið að verkfæri í höndum stjórn-
valda í Kreml. Sem leiðtogar ríkja
sinna tóku þessir menn þátt í því að
móta stefnu Evrópu í orku-, efna-
hags- og öryggismálum. Þeir höfðu
aðgang að leynilegum gögnum og
efni frá leyniþjónustum. Þeir tóku
mikilvægar ákvarðanir sem hafa
mikla þýðingu fyrir framtíð aðild-
arþjóða ESB og NATO. Við skulum
kalla þá sínu rétta nafni: Trójuhesta
sem rússnesk stjórnvöld nota þvert
yfir Evrópu.
Landfræðipólitískar víddir
Nord Stream 2
Enginn vafi leikur á fyrirætlunum
valdhafanna í Moskvu. Vladimír Pút-
ín birti grein í júlí síðastliðnum um
söguleg tengsl Rússlands og Úkra-
ínu. Röksemdir hans byggjast að-
allega á þeirri trú að það sé í raun
ekki til nein sérstök úkraínsk þjóð og
að Úkraínumenn teljist til þess sem
hann kallar „rúþenska þjóð“ þar sem
Rússar gegni forystuhlutverki. Pútín
lítur svo á að Úkraína sé óaðskilj-
anlegur hluti af rússneska heims-
hlutanum. Samkvæmt þessari heims-
sýn hans eru tilraunir Úkraínu til að
standa fast á sjálfstæði sínu og verja
stöðu sína sem sérstök þjóð ekki að-
eins villa, heldur miklu frekar ögrun.
Í heimssýn Pútíns er ekki rými fyrir
frjálsa og sjálfstæða Úkraínu. Þetta
merkir einnig að Rússland Pútíns
ber enga virðingu fyrir friði og þjóða-
rétti. Markmið Pútíns virðist vera
ljóst: að knýja Vesturlönd til að láta
af stuðningi við Úkraínu og gefa
Rússlandi lausan tauminn.
Gasleiðslan Nord Stream 2 er vís-
bending um að framtíðarsýn Pútíns
eigi sér málsvara þvert yfir Evrópu.
Þetta verkefni, sem er stórskaðlegt
fyrir framtíð Evrópu í orkumálum,
varpar löngum skugga á stefnu
Þýskalands. Vegna olíuleiðslunnar
mun Gazprom geta stjórnað flutningi
á jarðgasi þvert yfir Evrópu, þannig
að hann verði háður pólitískum
ákvörðunum. Slíkt fyrirkomulag er
óviðunandi, ekki aðeins frá land-
fræðipólitísku sjónarmiði, heldur
einnig af efnahagslegum ástæðum.
Við getum nú þegar séð að Rússar
eru að stórdraga úr flutningi á jarð-
gasi í gegnum þær gasleiðslur sem
eru fyrir. Aðeins lítill hluti af flutn-
ingsgetu í gegnum Úkraínu er nýttur
núna og Gazprom pantar enga flutn-
inga á jarðgasi frá Jamalskaga til
Evrópu. Einokunaraðstaða Rúss-
lands í orkumálum veitir þannig
landinu einokunaraðstöðu þegar
kemur að ákvörðunum um fullveldi
Úkraínu.
Evrópa þarfnast einingar
Nú þegar við stöndum frammi fyr-
ir þessari ógn er þörf á samstöðu og
samvinnu um gjörvalla álfuna. Evr-
ópuríkin og bandamenn þeirra hand-
an Atlantshafs ættu að líta á at-
burðina, sem eiga sér nú stað við
austurjaðar Evrópusambandsins,
sem hugsanlega lokaviðvörun.
Áhrifaríkustu útspilin, sem Evr-
ópulöndin og Bandaríkin geta átt á
hendi við samningaborðið, eru hót-
anir um efnahagslegar refsiaðgerðir
og skýr áform um að hindra Nord
Stream 2. Þetta ætti ekki aðeins að
vera afstaða Póllands og annarra
landa í Mið-Evrópu. Á þessum
hættutímum þörfnumst við sannra
forystumanna sem binda enda á ógn-
ina og færa Evrópu aftur á braut ör-
yggis og framfara.
Greinin er einnig birt í pólska
mánaðarritinu „Wszystko Co Naj-
wazniejsze“ sem liður í verkefni á
vegum Þjóðminningarstofnunar Pól-
lands.
Eftir Mateusz
Morawiecki » Við erum að fara inn
í þriðja ár mjög erf-
iðs heimsfaraldurs,
stöndum frammi fyrir
vaxandi efnahags-
kreppu, og nú bætist við
ógn sem kemur frá ná-
granna okkar í austri.
Vladimír Pútín er í raun
að notfæra sér veikleika
og þrengingar Evrópu
með kaldrifjuðum
hætti.
Mateusz Morawiecki
Höfundur er forsætisráðherra
Póllands.
Við þurfum evrópska einingu
Trippi Forvitnir hestar, nú eða trippi, létu kuldann ekki á sig fá í Landeyjum í vikunni.
Eggert
Í vor verður kosið til sveit-
arstjórna. Sumir telja að
sveitarstjórnarmálin snúist
ekki um hugmyndir og lítill
munur sé á flokkum. Þetta er
misskilningur. Það er veru-
legur munur á flokkum, en sá
munur skerpist til muna ef
forystufólkið er öflugt tals-
fólk hugmyndanna. Skattar
hafa verið lægstir á Seltjarn-
arnesi af sveitarfélögunum á
höfuðborgarsvæðinu um ára-
tugaskeið. Á sama tíma hefur þjónustan
þar verið hvað best.
Lægstu skattarnir
Laugardaginn 26. febrúar fer fram próf-
kjör sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi.
Ég gef kost á mér í 1. sætið og til að leiða
lista Sjálfstæðismanna til sigurs í vor.
Nái ég kjöri mun ég lækka útsvars-
prósentuna í 13,7% á ný og þar með verði
lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu á
Seltjarnarnesi og í Garðabæ. Fyrir lok
kjörtímabilsins vil ég að prósentan lækki í
13,5%, en því má ekki gleyma að Seltirn-
ingar greiða nú þegar eitt hæsta útsvar á
landinu í krónum talið á hvern íbúa.
Ég stefni á að fasteignaskattur lækki úr
0,175% í 0,15% á næsta ári og fasteigna-
gjöld hækki ekki umfram almennt verðlag
á kjörtímabilinu. Fyrir er álagningarstuð-
ull fasteignaskatts sá lægsti.
Nú munu vinstrimenn allra sveitarfé-
laga spyrja hvernig eigi að standa við
þetta. Svarið er einfalt:
. Bæjarbúum mun fjölga talsvert á næstu
árum, aðallega vegna nýrrar byggðar í
Bygggörðum, en nær allir innviðir og
þjónusta eru til staðar.
. Hagvöxtur verður mikill næstu misserin
og tekjur íbúa munu aukast
með hækkun launa.
. Atvinnuleysi hefur lækkað
úr 10% í undir 4% og kostn-
aður vegna Covid-19 mun
fjara út.
. Það eru tækifæri til að hag-
ræða í rekstri bæjarins og
það verður gert.
Þessar skattalækkanir munu
því ekki koma niður á þjón-
ustu Seltjarnarnesbæjar.
Þjónustan verður áfram
fyrsta flokks. Í dag er þjón-
ustan betri en hjá flestum
sveitarfélögum. Nágrannasveitarfélagið
Reykjavík er besta dæmið um að skattar í
hæstu hæðum eru ekki ávísun á góða
þjónustu og lágar skuldir.
Lág skuldastaða og skynsemi í fjárfest-
ingum er algjör forsenda framfara.
Skuldaviðmið Seltjarnarnesbæjar er með
því lægsta sem gerist, um 80%. Skulda-
viðmið sveitarfélaga má ekki vera yfir
150%.
Á Seltjarnarnesi hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn stýrt bæjarfélaginu frá upphafi. Af
skynsemi og yfirvegun. Það hefur verið
bæjarbúum heilladrjúgt. Ef okkur sem
stýrum sveitarfélaginu lánast að missa
ekki sjónar á grunnstefnu okkar um bestu
þjónustuna og lægstu skattana mun sveit-
arfélagið dafna áfram sem draumasveit-
arfélagið.
Á Seltjarnarnesi á að vera besta þjón-
ustan og lægstu skattarnir.
Eftir Magnús Örn
Guðmundsson
» Á Seltjarnarnesi á að
vera besta þjónustan
og lægstu skattarnir.
Magnús Örn
Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi.
Draumasveitarfélagið
Seltjarnarnes