Morgunblaðið - 18.02.2022, Síða 15
UMRÆÐAN
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022
Undanfarin ár hef-
ur íslenska ríkið (við
öll) niðurgreitt nýja
rafbíla þar sem þeir
eru vistvænni en
eiturspúandi dísel-
eða bensínbíllinn.
Umhverfisvitundin
hvetur einnig til ým-
issa breytinga hér og
þar.
En að fiskveiðum.
Það kostar orku að
sækja fiskinn í sjónum, reyndar
mismikla orku en orkan er ekki
eini umhverfisþátturinn sem er í
spilinu þegar fiskveiðar eru ann-
ars vegar. Það að draga troll eftir
botninum losar CO2 sem endar
sem sams konar mengun og dísel-
og bensínbílarnir spúa út úr púst-
inu. Þessi mengun er bundin á
botninum en þegar honum er
raskað losnar um CO2 sem svo
veldur súrnun sjávar. Fiskinum
þykir það ekkert gott, ekkert
frekar en okkur þætti að anda að
okkur pústinu af bílnum okkar.
Þá eru önnur umhverfisáhrif tog-
veiða ónefnd en röskun vistkerfis
er veruleg enda eru toghlerar og
bobbingar ekki hlutirnir sem við
vildum láta draga yfir mat-
jurtagarðinn okkar svo dæmi sé
tekið.
Botn sjávar er stærsta geymsla
CO2 í heiminum. Opnun þeirrar
kistu með trollveiðum er ekkert
annað en risastórt umhverfisslys.
Mengun af togveiðum
er jafnmikil og af öllu
flugi í heiminum. Hér
er bara átt við CO2-
losunina sem verður
af sjávarbotninum, þá
eigum við eftir að
tala um olíuna sem
togararnir brenna
o.fl.
Erum við
okkur sjálfum
samkvæm?
Í flestum tilfellum
já, en í stjórnun fisk-
veiða kristallast misbrestur, um-
hverfismál eru ekki í þeirri mynd.
Sjálfsagt vegna þess að umhverf-
ismál hafa ekki enn fengið hag-
fræðilegt gildi þar. En það væri
hægt að hvetja til veiða með um-
hverfisvænni hætti í ýmsu formi.
Þá meina ég hreinar ívilnanir fyr-
ir veiðiaðferðir sem hafa minni
umhverfisáhrif. Þannig gætu veið-
ar við Íslandsstrendur breyst
verulega á nokkrum áratugum.
Veiðiaðferðir eins og línuveiðar
yrðu vænlegri kostur og sá floti
sem veiðir á línu myndi eflast
meðan togaraflotinn fengi að úr-
eldast á nokkrum áratugum. Ef
fullyrðingar vísindafólks um að
auka megi veiðar með umhverfis-
stefnu neðansjávar standast, þá er
mikið í húfi.
Hvernig ætti þetta að gerast?
Á sama hátt og ríkið niður-
greiðir innflutning á rafbílum
gæti ríkið stutt þær veiðiaðferðir
sem hafa minni umhverfisáhrif. Þú
veiðir eitt tonn en það reiknast
sem hálft tonn af kvótaeign. Bara
svo dæmi sé tekið. Kannski ekki
rétt að orða það svona þar sem
greiðendur eru ekki þeir sömu;
ríkið annars vegar og kvóta-
eigendur hins vegar. En rétt eins
og niðurgreiddu rafbílarnir er
þetta mál fyrir ráðherra og ríkis-
stjórn að ákveða. Það má auðvitað
gera þetta með skattaafslætti eða
einhverju öðru. Forsenda til að
ráðskast með kvóta í eigu annarra
er jú hagsmunagæsla ríkisvaldsins
fyrir þegna sína, kvótaeigendur í
þessu tilfelli.
Ísland í fararbroddi
í fiskveiðum
Ísland var lengi leiðandi á ýms-
um sviðum fiskveiða, einkum í
tæknilegum skilningi. Við erum
eyríki og byggjum afkomu okkar
að miklu leyti á fiskveiðum. Við
bjuggum okkur til kvótakerfi,
settum okkur strangari reglur en
t.d. Bretar o.fl. sem fóru illa með
sín fiskimið með ofveiði. Þegar
kvótakerfið var sett á fyrir um 40
árum var talað um takmarkaðar
veiðar í stuttan tíma. Þrátt fyrir
mikinn niðurskurð hefur árang-
urinn látið á sér standa. Hvort
það er togveiðum einum að kenna
eða einhverju allt öðru, það bara
vitum við ekki og virðumst ekki
vera að gá neitt sérstaklega að
því. Við skerum bara niður afla-
heimildir ef svo ber undir. Hvort
það er vísindaleg nálgun við
vandamálið er óljóst. Rannsóknir
benda í aðrar áttir og gefa tilefni
til að reyna eitthvað annað, ef ein-
hver þorir. Þá vaknar spurningin
hver ræður; ráðherra, stór-
útgerðin eða kvótaeigendur?
Rannsóknarskýrsla Enric Sala
og stórs hóps vísindafólks bendir
til þess að efla megi veiðar með
réttri vernd. Eftirfarandi hlekkir
eru beint á skýrsluna og umfjöllun
um hana.
http://mbl.is/go/m5dzt
http://mbl.is/go/fes5y
http://mbl.is/go/45b66 (áskrift)
http://mbl.is/go/8ceuw
Af umhverfismálum og fiskveiðum
Eftir Þórð
Bragason » Á sama tíma og
íslensk stjórnvöld
skerða veiðiheimildir
benda rannsóknir til
þess að við séum ekki að
horfa í rétta átt.
Kvótakerfið er að verða
40 ára gamalt og árang-
urinn lætur enn á sér
standa.Þórður
Bragason
Höfundur er sjómaður og
tölvunarfræðingur.
Mynd: Don Foley, https://europe.
Troll að skrapa sjávarbotninn.
Þrátt fyrir að Co-
vid-19 hafi haft mjög
hamlandi áhrif um
gjörvalla heimsbyggð-
ina hefur framleiðsla
og sala á vopnum auk-
ist tiltölulega meira en
á flestri annarri fram-
leiðslu heimsins. Um
þetta fjallar m.a. þýski
fjölmiðillinn Der Mit-
teldeutsche Rundfunk
sem upphaflega var undir stjórn
DDR: https://www.mdr.de/nachrichten/
welt/wirtschaft/ruestung-konzerne-umsatz-
sipri-100.html
SIPRI
Þessi þýski fjölmiðill vitnar í
heimasíðu sænskrar stofnunar,
Stockholm International Peace
Research Institute, skammstafað
SIPRI. Stofnun þess-
ari var komið á fót ár-
ið 1966 eða um þær
mundir sem Víetnam-
stríðið stóð sem hæst
og var að færast í
aukana. Hjá SIPRI
hefur verið fylgst með
vopnaframleiðslu og
sölu vopna í öllum
heiminum í meira en
hálfa öld og er það
með vitund og í nánu
samstarfi við Samein-
uðu þjóðirnar. Banda-
rísk stjórnvöld voru í upphafi
hvorki sátt né ánægð með þessa
starfsemi Svíanna og vildu líta á
stríðsrekstur sinn í Víetnam sem
bandarísk innanríkismál. En
sænska friðarstofnunin hélt sínu
striki og þann tíma sem SIPRI
hefur starfað hefur komið í ljós að
víða er pottur brotinn. Víða hefur
verið býsna ófriðsamt í veröldinni;
valdarán, kosningasvik og blekk-
ingar að ótalinni kúgun. Vopnasalar
hafa í mörgum löndum magnað upp
átök og misnotkun opinbers valds.
Það verður að teljast mjög ein-
kennilegt að þjóðir sem hafa verið í
sárustu fátækt hafi keypt vopn í
stað brauðs handa þegnum sínum.
Upplýsingar SIPRI verða að telj-
ast vandaðar og byggðar á ítarleg-
um rannsóknum, m.a. ársskýrslum
fyrirtækja og á ríkisútgjöldum
landa heims enda oft vísað til
þeirra. Við Íslendingar berum gæfu
til að hér hefur aldrei verið inn-
lendur her. Höfum við með því
sparað okkur gríðarlegan kostnað.
Þess ber að geta að undanfarin ár
hafa um þrír milljarðar íslenskra
króna eða um 0,3% af ríkisút-
gjöldum okkar farið í ýmsan kostn-
að eyrnamerktan NATO. Auðvitað
mætti verja þessu mikla fé í önnur
skynsamlegri verkefni.
Á Landsbókasafni – Háskóla-
bókasafni er unnt að skoða ýmis
gögn varðandi SIPRI undir mark-
tölunni 320 Stjórnmál, en sé óskað
eftir nýjustu upplýsingum úr ár-
bókum stofnunarinnar kostar það
100 bresk sterlingspund. Sjá nánar
á heimasíðu SIPRI: https://
www.sipri.org/yearbook/2021.
Á tímum Víetnamstríðsins var
rekstur þess mjög umdeildur, ekki
aðeins víðast hvar í heiminum
heldur einnig innan BNA. Þar áttu
hlut að máli mannréttindasamtök
og fyrrverandi bandarískir her-
menn sem tóku upp baráttu gegn
stríðinu. Því lauk með skelfilegri
niðurlægingu Bandaríkjahers, rétt
eins og gerðist öðru sinni nú síð-
astliðið haust þá herir Breta og
BNA yfirgáfu Afganistan og við
þekkjum vel úr okkar sam-
tímasögu.
Friðarhorfur í heiminum eru í
næstu framtíð því miður ekki tald-
ar góðar. Allt of mikið er af þras-
gjörnum og ráðríkum furstum sem
vilja hafa sitt fram, hversu glóru-
laust sem það kann að vera. Með
vopn í hendi telja þeir sig geta
storkað nágrönnum sínum og
dregið aðrar þjóðir inn í enda-
lausar deilur sem betur væru niður
settar með friðsamlegum við-
ræðum, sem skila auðvitað mun
betri árangri en glórulausar styrj-
aldir.
Hvað er að gerast? Hervæðingarkapphlaupið
Eftir Guðjón
Jensson » Vopnasalar hafa í
mörgum löndum
magnað upp átök og
misnotkun opinbers
valds.
Guðjón Jensson
Höfundur er v. bókasafnsstjóri,
leiðsögumaður og eldri borgari í
Mosfellsbæ.
arnartangi43@gmail.com
Leiklist hefur verið
stunduð frá örófi alda
og hefur talist mikils-
verð listgrein í menn-
ingarþjóðfélögum nú-
tímans. Á Íslandi
byrjaði það menning-
arform með áhuga-
fólki sem fór að hóp-
ast saman og stofna
leikfélög, samfélagi
og samborgurum til
gleði og menningarupplifana. Það
varð til þess að uppbygging leik-
listarinnar fór að blómstra og
þessi stóru og merkilegu leikhús
nútímans urðu til. Meginarfleifð
þessa gamla tíma er sú að fólk
með hugsjón, kraft og áhuga á
leiklist varð til þess að þessi list-
grein varð að veruleika. En
gleymum ekki að allt byggðist
þetta á fólki sem titlaðist áhuga-
menn leiklistarinnar
og þar byrjar það.
Áhuginn og sköp-
unargleðin koma fólki
saman til að búa til
stað sem er uppfullur
af ævintýrum, gleði,
sorg og samhug. Það
hafa margir fundið
sína leið í því sem
kallast áhugaleikhús;
fólk með sköpunar- og
ævintýraþrá og bara
að fá að vera til í sínu
eigin skinni. Það
mætti minnast á það að margir af
þekktustu og fræknustu leikurum
nútímans byrjuðu sín fyrstu skref
á sviði áhugaleikhúsa. Þetta er oft
fólk frá 0-99 ára sem finnur sinn
stað og stund til að eiga góðar
stundir og búa til minningar, ásamt
því að skapa og finna sitt innra
sjálf í sköpunargleðinni. Margir
leita í áhugaleikhúsin til að upp-
fylla þörf eins og hver annar sam-
borgari sem leitar í íþróttir eða
annars konar ástundun til að
byggja upp sál og líkama.
Í dag eiga ansi mörg áhugaleik-
félög undir högg að sækja eftir
erfiðan tíma í Covid eins og flest-
ar aðrar listgreinar. En áhugaleik-
félög eru, að mati sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu, ekki jafn
mikilvæg í stöðu þjóðfélagsins. Því
miður hafa nánast öll sveitarfélög
tekið þá ákvörðun að loka fyrir
alla styrki og stuðning varðandi
húsnæði fyrir þessi félög. Og svör-
in eru á þá leið að leikfélög þurfi
ekki húsnæði; leiklist sé hægt að
stunda hvar sem er! Jú, listin
finnur sinn farveg en nei, það er
ekki rétt að leikfélög geti verið
hvar sem er. Það fylgir leiklistinni
mikið af dóti, sviðsmyndum, bún-
ingum og leikmunum. Leikfélögin
geta því ekki verið bara hvar sem
er. Það væri alveg eins hægt að
segja við íþróttafélögin: „Þið getið
stundað íþróttir hvar sem er!“
Leikfélagið verður að hafa
samastað þar sem fólk getur kom-
ið og blómstrað í þágu sína og
þjóðfélagsins, án mikils tilkostn-
aðar félaga. Áhugaleikfélögin eru
með lágt þátttökugjald og reyna
af sinni snilld að hvetja fólk til að
koma og blómstra á þeim for-
sendum, hvort sem þú ert 0 eða 99
ára. Því er mikilvægt að sveit-
arfélögin styðji húsnæðisrekstur
leikfélaga á hverjum stað fyrir sig
til að þau hafi sinn samastað þar
sem fólk getur skapað til handa
sér og samborgurum til gleði og
menningarupplifana.
Áhugaleikfélögin hafa oft og
iðulega gert stórkostlega hluti,
fengið verðlaun og viðurkenningar
á erlendri grund, verið aðal-
aðdráttarafl hátíða og upphaf á
merkilegum ferli leiklistarinnar.
Þess vegna skiptir máli að styðja
við þennan málaflokk, því þegar
leikfélagið hefur samastað þá
sprettur fram menningararfur til
handa viðkomandi sveitarfélagi og
Íslendingum. Við eigum að vera
stolt af því að það sé til fólk sem
hefur metnað og áhuga á að skapa
og búa til menningararf í sjálf-
boðavinnu með áhugann að vopni.
Því biðla ég til allra sveitarfé-
laga og ríkis að láta þennan mála-
flokk ekki deyja út. Gera félögun-
um eins hátt undir höfði og
íþróttafélögum á hverjum stað. Ég
skora á Hafnarfjarðarbæ, Reykja-
víkurborg, Mosfellsbæ, Kópa-
vogsbæ og Garðabæ að endur-
skoða þessa stefnu sína og styðja
áhugaleikfélögin til frekari upp-
byggingar.
Opinbert bréf til sveitarfélaga
Eftir Lilju
Guðmundsdóttur » Biðla til sveitarfé-
laga að styðja betur
við áhugaleikhús.
Lilja Guðmundsdóttir
Höfundur er varaformaður
Leikfélags Hafnarfjarðar.