Morgunblaðið - 18.02.2022, Page 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022
✝
Svana L. Ing-
valdsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 5. júlí 1956.
Hún lést 4. febr-
úar 2022 á Land-
spítalanum Hring-
braut. Foreldrar
Svönu voru Anna
Helena Benedikts-
son, f. 6. júlí 1918,
d. 28. mars 1994
og Ingvaldur
Benediktsson klæðskeri, f. 17.
nóvember 1918, d. 24. janúar
1999. Börn hennar eru Róbert
Ingi Richardsson, f. 28. nóv-
ember 1983 og Eva Rós Gúst-
avsdóttir, f. 12. júlí 1989.
Barnabörn Svönu eru Helga
Hafdal Jónsdóttir og Snædís
Lilja Ólafsdóttir. Systkini
Svönu eru Erlendur Ingvalds-
son og Vilborg Ragnhildur
Ingvaldsdóttir.
Svana ólst upp í Reykjavík
og stundaði ballett í Þjóðleik-
húsinu til 8 ára aldurs, eftir
það fluttist hún til Sauð-
árkróks með foreldrum og
bróður. Á unglingsárum sínum
stundaði hún nám
á Núpi og árið
1977 fluttist hún
til Kaupmanna-
hafnar og vann
þar sem hárskeri.
Hún fluttist síðar
til Reykjavíkur
aftur þar sem hún
eignaðist bæði
börnin sín.
Svana lærði
rakarann og fór
síðar í hársnyrtinám, hún opn-
aði rakarastofuna Cortex árið
1986 sem var til húsa á Berg-
staðastræti 28a. Síðar starfaði
hún við hárgreiðslu í Þjóðleik-
húsinu. Árið 2005 útskrifaðist
Svana sem hómópati og starf-
aði við það ásamt öðrum
heilsumiðandi lausnum og að-
stoðaði fólk við að bæta heilsu
sína þar eftir. Á efri árum
fluttist hún aftur til Kaup-
mannahafnar og til Spánar og
naut lífsins þar til hún fluttist
aftur til Íslands.
Útför Svönu fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag, 18.
febrúar 2022, klukkan 13.
Ég veit ekki hvar skal byrja.
Ekki hafði mig órað fyrir því að
skrifa minningargrein um þig
nærri því strax, elsku móðir mín,
þú varst enn á besta aldri þegar
þú varst tekin frá okkur.
Því miður er það óraunveruleg-
ur veruleiki sem við þurfum að
læra að lifa með. Maður tekur því
sem sjálfsögðum hlut að eiga ynd-
islega móður og áttar sig ekki á
því hversu hverfult og ósann-
gjarnt lífið getur verið fyrr en það
sem maður elskar hvað mest er
skyndilega tekið frá manni.
Það er sárt að hugsa til þess að
geta aldrei aftur hringt í þig til að
spjalla þó ekki væri nema fyrir
það eitt að fá að heyra rödd þína
aftur.
Ég veit ekki hvernig aðrir upp-
lifðu sín eigin samskipti eða sam-
töl við mömmu mína en við hlóg-
um oft að því hvernig aðrir
upplifðu samtölin okkar á milli.
Ég hef oft fengið spurninguna
„við hvern varstu að tala?“ eftir
samtöl í símann við hana. Þegar
svarið mitt var „mömmu“ þá
fylgdi spurningin „voruð þið að
rífast?“ Fyrst þegar ég fékk
þessa spurningu þá hló ég hissa,
en áttaði mig svo fljótt á því að
þegar hún hækkaði róminn þá fór
ég í sömu tóntegund. Það er ekki
að furða að fólki fannst eins og við
værum að rífast þó að í okkar
huga værum við bara að eiga
ósköp venjulegt samtal.
Það er í raun ómögulegt fyrir
mig að koma því í orð hversu ótrú-
lega þakklátur og heppinn ég er
að hafa fengið þann heiður að fá
að kalla þig móður mína.
Allt sem þú lagðir á þig og fórn-
aðir svo við systkinin gætum átt
góða æsku og sinnt þeim áhuga-
málum sem við vildum verður
ekki metið til fjár og fljótlega eftir
unglingsárin þá skildi maður bet-
ur og lærði að vera þakklátur fyr-
ir þig og allt sem þú gerðir.
Mér þykir svo vænt um þann
tíma sem við fengum saman þó ég
hefði óskað þess og áætlað að sá
tími hefði orðið lengri.
Öll ferðalögin sem við fórum í
bæði í sveitina til Steina frænda á
Kirkjubæjarklaustur og sumarið
sem þú tókst að þér vinnu á hár-
greiðslustofunni á Reyðarfirði.
Ferðalög sem við fórum í erlend-
is, hvort sem það var vegna
skyndilegra búferlaflutninga eða
ævintýraþrá. Þú áttir það til að
taka skyndiákvarðanir og fyrr en
varði varstu flutt í lítinn bæ lengst
uppi í fjöllum á Spáni. Sérlega
þótti mér vænt um ferð okkar til
Ítalíu þar sem öll fjölskyldan
fagnaði 60 ára afmælinu þínu.
Það sem einkenndi þig og gerði
þig að ótrúlegu einstöku mann-
eskjunni sem þú varst var sá eig-
inleiki að geta verið sammála um
að vera ósammála án þess að mis-
munandi skoðanir hefðu áhrif á
vinskap. Þennan eiginleika
kenndir þú mér og mun hann
fylgja mér alla tíð.
Það eru litlu hlutirnir sem ég á
eftir að sakna mest sem gerðu
okkur svo náin og svo góða vini.
Það eru forréttindi og alls ekki
sjálfsagt að geta kallað móður
sína sinn besta vin.
Nú ertu farin yfir móðuna
miklu á fund foreldra þinna og
annarra ástvina sem þegar hafa
farið í ferðalagið eilífa. Við mun-
um hittast á nýjan leik þegar
minn tími kemur en þangað til
mun ég heiðra minningu þína og
hugsa með hlýhug og söknuði um
þig og tíma okkar saman.
Takk fyrir að vera þú, vera ein-
stök og að vera móðir mín.
Ég mun ávallt elska þig.
Þinn sonur.
Róbert Ingi.
Elsku mamma, að minnast þín
og lýsa persónuleika þínum er
jafn auðvelt og að elska þig.
Sterkur karakter sem einkennd-
ist af hjálpsemi, yndislegum hlátri
sem smitaði út frá sér, þrjósku
sem átti sér engin takmörk, ást á
matargerð sem skilaði sér til mín,
góðum tónlistarsmekk, þraut-
seigju, sterkum skoðunum og
stóru hjarta sem stækkaði bara
með árunum. Þú varst alltaf til
staðar fyrir mig, Óla og stelpurn-
ar, ég veit ekki hvað ég hefði gert
án þín, allra þinna ráða, aðstoðar
og dásamlegu nærveru. Þú varst
svo yndisleg amma, orð geta ekki
lýst þakklæti mínu vegna þessa,
stelpurnar eru svo heppnar að
hafa fengið að njóta góðs af hlýju
þinni. Að eiga svo hjálpsama og
yndislega móður er dásamlegt, öll
ráðin komu alltaf frá svo fallegum
stað enda stend ég sjálfa mig að
því nú í sífellu að taka upp símann
og ætla að biðja þig um ráð. Enda-
lausar áminningar um elskuleg-
heitin og hjálpsemina eru um allt
hús, ilmolíublöndurnar við hinum
og þessum kvillum, krem við háls-
bólgum, remedíur, bætiefni svo
eitthvað sé nefnt. Þú varst kona
með lífsreynslu á við 100 manns,
ævintýragjörn, óhrædd, sjálfstæð
og frjáls. Þú kenndir mér sjálf-
stæði, að horfa fram á við og að
vera meira í núinu, enda sagðirðu
alltaf við mig: „Eva mín, þú ert
allt of langt á undan sjálfri þér,
það hefur ekkert upp á sig.“ og
það er alveg rétt hjá þér.
Samvera okkar í gegnum árin
var ómetanleg, við töluðum sam-
an að lágmarki fimm sinnum í
viku og vorum duglegar að hitt-
ast. Þegar þú bjóst í sama stiga-
gangi og við hélt ég að ég yrði
ekki svo heppin aftur en svo
bjóstu hjá okkur í Fagrahjalla í
tæpt ár og var sá tími okkur svo
dýrmætur. Ég fékk að kynnast
þér á nýjan hátt sem ég er svo
þakklát fyrir. Þú lagðir svo mikið
á þig til að veita okkur Róbert
dásamlegt líf. Komst mér að í
Þjóðleikhúsinu svo þar fengum
við að eyða yndislegum tíma sam-
an, þú greiddir mér fyrir leiksýn-
ingar og fórst með mig um allt
leikhús í hvert sinn sem tími gafst
til. Takk fyrir að kenna mér hvað
það þýðir að fara sínar eigin leiðir,
að vera sjálfstæð, að vera sterk en
á sama tíma að vera hlý og góð.
Elsku besta mamma mín, að
minnast þín er auðvelt en að
sakna þín er erfiðara en orð geta
lýst. Þú varst tekin frá okkur allt
of snemma, við vorum nýbúnar að
baka saman jólasörurnar okkar
þegar þú veiktist og ætluðum að
elda krónhjört annan í jólum sem
enn liggur í frystinum hjá þér.
Það er ákveðin huggun í því og á
sama tíma er það svo sárt að þú
varst með ýmislegt á döfinni,
námskeið sem þig langaði að
halda og ætlaðir sjálf á, ferðalög,
heilsumeðferðir sem þú vildir
bjóða upp á o.fl. sem ég vissi ef-
laust ekki af, enda varstu kraft-
mikil kona og komst sífellt á
óvart. Mér líður eins og það vanti
á mig aðra höndina, það hefur
aldrei liðið svona langur tími milli
þess sem við tölum saman og sá
tími mun einungis lengjast. Ég
veit þú verður alltaf hjá mér þó
það hafi stórt skarð myndast í lífi
mínu og okkar allra.
Takk fyrir að vera mamma
mín, ég elska þig.
Þín dóttir,
Eva Rós Gústavsdóttir.
Elsku amma, takk fyrir allar
góðu stundirnar saman, bíóferð-
irnar, ísferðirnar og kósíkvöldin
okkar. Ég mun sakna þín og gleði
þinnar mikið. Hér er ljóð sem ég
skrifaði til þín.
Augun þín lýsa eins og grasið grænt,
hárið þitt er fjöður af svani.
Þú gefur þína ást til allra,
allir elska þig á móti.
Brosið þitt skín eins og sólin.
Snædís Lilja Ólafsdóttir.
Systir mín góð, eg sé í anda þig,
sólblik í augum, mömmu svip á vanga,
söknuður var að sjá á eftir þér.
Alfaðir góður annist fyrir mig
ykkur, og láti kærleiksblóm anga,
vorgyðjan syngi „sonnettu“ frá mér.
(Benedikt Einarsson)
Mín ástkæra systir,
kvaddi okkur svo fljótt.
Blessuð sé sál hennar sem gistir
má hún nú sofa rótt
hún skilur eftir söknuð svo skjótt
draumar okkar brustu svo hljótt.
Má minning hennar lifa endalaust.
Guð geymi þig mín elsku ástkæra
systir.
(Vilborg Ingvaldsdóttir)
Þín systir,
Vilborg Ingvaldsdóttir.
Ég held ég hafi aldrei fundið
fyrir því að vera einmana í lífinu
því ég hafði alltaf Svönu vinkonu.
Þú gerðir líf mitt auðugt og fag-
urt. Því er svo erfitt að átta sig á
því að þú sért dáin. Allt svo óraun-
verulegt og ósanngjarnt, við vor-
um að plana svo margt sem við
ætluðum að gera og að geta ekki
hringt í þig til að spjalla um alla
heima og geima eins og við vorum
svo vanar að gera er svo sárt.
Í 43 ár áttum við hvor aðra í
gegnum súrt og sætt og ég hugsa
til allra þeirra dásamlegu stunda
sem við höfum lifað og létum lítið
hindra okkur í að ferðast um
heiminn og njóta lífsins. Minnist
ég þá helst ferðar okkar til N.Y.
1979, rétt eftir að við höfðum
kynnst og þá varð ekki aftur snú-
ið. Við áttum svo margt sameig-
inlegt. Tónlist, þá helst jazz og
blús, en duttum oft í „disco feel-
ing“. Þú elskaðir salsa og hafðir
betri sveiflu en ég og sat ég bara
oft hjá og horfði á gleðina streyma
frá þér, þú elskaðir að dansa, ég
man ekki eftir neinu matarboði
þar sem ekki var sett plata á fón-
inn og dansað. Framandi matar-
gerð, námskeið í indversku, kín-
versku, súkkulaðigerð og allt sem
í boði var skelltum við okkur sam-
an í.
Eftir að börnin okkar fæddust
breyttist margt og mest til hins
betra, þá urðu tímar okkar yfir-
vegaðri og ábyrgðin tók völdin en
við hættum aldrei að njóta lífsins.
Hvað ég á eftir að sakna þín, elsku
vinkona.
Við vorum með þagnarsamn-
ing, þar sem þú sást um hárið á
mér og ég spáði í spilin fyrir þig
og þá var oft mikið hlegið, þetta
voru okkar stundir. Þú varst
mögnuð manneskja, með óendan-
lega visku og alltaf tilbúin í að
deila henni ef það kæmi einhverj-
um að gagni. Yndislegu börnin
þín tvö, tengdabörn og barnabörn
mun ég halda áfram að rækta vin-
skap við og veit ég að þú verður
hjá okkur þegar við hittumst.
Ég kveð mína ástkæru vinkonu
með miklum söknuði, en minning-
arnar um góða og trygga mann-
eskju mun ég ávallt varðveita með
mér.
Elsku Eva, Óli, Helga og Snæ-
dís, Róbert og Ágústa, sendi ykk-
ur alla mína samúð og styrk í ykk-
ar sorg sem og ættingjum og
vinum.
Alda Björg Norðfjörð.
Elsku Svana mín, nú sit ég hér
á Íslandi og græt sorgartárum á
meðan ég skrifa minningargrein
um þig, elsku frænka. Mikið á ég
eftir að sakna þín, þú varst mér
alltaf svo góð. Í mörg ár varstu
mér eins og móðir, þar sem móðir
mín bjó í Danmörku og ég á Ís-
landi. Ég gat alltaf treyst á þig og
þú varst líka minn besti trúnaðar-
vinur.
Elsku Svana, þú varst alltaf svo
hjálpsöm og orkumikil, hjólaðir
um alla Kaupmannahöfn og átt-
um við svo góðar stundir saman á
öllum þeim kaffihúsum og veit-
ingastöðum sem við heimsóttum.
Okkur fjölskyldunni fannst alltaf
svo gaman að fá þig í mat og
varstu börnum okkar svo góð,
eins og þú værir amma þeirra
líka.
Þú kvaddir okkur allt of fljótt, á
besta aldri, en þú skilur eftir svo
mikið ríkidæmi. Eva Rós dóttir
þín og Róbert sonur þinn, þau eru
bæði yndisleg og með hjarta úr
gulli, þér tókst vel til í uppeldinu.
Þar að auki varstu einstaklega
lánsöm með tengdabörn og
barnabörn og ég veit hvað þú
naust þess að vera amma. Þú
munt alltaf eiga stað í hjörtum
okkar allra. Elsku Eva Rós, Ró-
bert og fjölskylda, megi Guð
geyma móður ykkar, tengdamóð-
ur og ömmu og veita ykkur styrk
og hlýju á þessum erfiða tíma.
Kærleikskveðja,
Sara.
Svana. Þú varst sterkasta
manneskjan í fjölskyldunni. Lítil í
stærð en stór í kærleik, ást, hlátri
og ævintýrum, bjóst á Spáni,
Danmörku og fluttir aftur til Ís-
lands – allt á þínum efri árum, því-
líkt ævintýri.
Hvort sem það var að fá okkur
bjór saman í Kaupmannahöfn,
ganga á ströndinni á Srí Lanka
eða ég að drekka kakó sem barn
heima hjá þér, þá munu minning-
ar mínar af þér ávallt framkalla
bros. Ég mun sakna heimagerða
íssins þíns, ótrúlegu kínversku
réttanna þinna úr eldhúsinu og
vinaigrette-salatanna. Ég mun að
eilífu sakna þín. Þar til við hitt-
umst seinna eftir þetta líf.
Ást, þinn frændi,
Jonas.
Elsku Svana mín.
Það flæða fram margar góðar
og fallegar minningar frá því að
við sáumst fyrir nærri 48 árum og
margs er að minnast. Við hitt-
umst fyrst á dansgólfinu á mið-
hæðinni í Klúbbnum í upphafi
diskósins þegar fimmtudags-
kvöldin voru opin fyrir 18 ára og
eldri og fólk streymdi þangað til
þess að dansa. Það var sko dansað
og dansað allt kvöldið – bömpið
varð fljótlega vinsælt og tókum
við m.a. þátt í að halda sýningu
uppi á sviði í Laugarásbíói einn
laugardagseftirmiðdag.
Ég gerði mér fljótt grein fyrir
því hvaða eiginleikum þú bjóst yf-
ir sem heilluðu mig en það var
gleðin, létta lundin og hláturinn
fyrst og fremst, þú kunnir svo
sannarlega að útiloka það sem
skipti ekki máli og veltir þér
sjaldan upp úr smáatriðum.
Á komandi árum tókst með
okkur djúp sönn vinátta sem var
okkur báðum mjög dýrmæt, við
treystum hvor á aðra og það var
gott að eiga þig að í einu og öllu.
Það fór ekki framhjá mér hvað þú
bjóst yfir miklu umburðarlyndi og
fordóma áttir þú bara alls enga.
Þegar ég sagði þér frá því fyrir 44
árum að nú ætti ég ekki lengur
kærasta heldur kærustu og hafði
kviðið því hvernig þú tækir því, þá
var það nú óþarfi því þú sagðir
bara: „Só what“ eins og ekkert
væri sjálfsagðara – tókst henni
vel og áttum við margar góðar
stundir saman á komandi árum í
alls konar bralli og braski því ork-
an var gífurleg og þú hamhleypa
til allra verka svo bóngóð og vildir
allt fyrir alla gera.
Þú fórst í rakaraiðn og náðir
langt í þínu fagi. Fagmennskan og
metnaðurinn var mikill. Rakst
m.a. þínar eigin stofur og tókst að
þér nema í læri. Við gerðum sam-
komulag, þú sást um hárið á mér
og enginn var flinkari með skærin
og strípurnar lúkkuðu vel.
Það er ekkert stærra eða
merkilegra en fæðing barns. Það
var því mikil eftirvænting þegar
frumburðurinn fæddist og ég
fékk að vera hjá þér ásamt Fjólu
mágkonu þinni og varð vitni að
þinni ótrúlegu seiglu og dugnaði
sem einkenndu þig alltaf.
Það voru þung skref að stíga
inn á Gjörgæsluna á LSH til að
kveðja þig, elsku vinkona, þakklát
fyrir samfylgdina og lærdóminn.
Börnin þín tvö, Eva og Róbert,
hafa svo sannarlega staðið sig vel
og svo gott að sjá hvað þau eru
samrýnd og góðir vinir.
Starfsfólk GG veitti þér ómet-
anlega þjónustu og umönnun sem
er á heimsmælikvarða – ekkert
öðruvísi – og það ber vel að þakka.
Ættingjum þínum og vinum
votta ég samúð mína. Minning þín
lifir.
Við sjáumst svo aftur seinna og
tökum spjallið – góða ferð.
Þín
Björg (Bögga).
Fyrstu kynni mín af lífskún-
sternum Svönu voru eftirminni-
leg þar sem hún var á leið niður
stigann á Rakarastofunni Klapp-
arstíg snemma á níunda ára-
tugnum í herrafrakka með stutt
aflitað hár og rauða rönd í skipt-
ingunni, nýlent frá Kaupmanna-
höfn. Hún var stór persónuleiki
og laðaði fólk að sér. Svana varð
mér kær og góð vinkona, meist-
arinn minn í hársnyrtiiðninni og
mikilvægur mentor á mínum
yngri árum. Svana umbreytti og
opnaði dyr að mörgum menning-
arheimum.
Mataráhugi hennar fleytti mér
beint inn í austrænan matarheim
með því að draga mig með sér á
námskeiðin hennar Rannveigu
Pálma. Á þeim tíma var ég ekki
viss um hvað kartöflur áttu að
sjóða lengi en þarna var námsefn-
ið sushi-gerð löngu áður en það
varð hluti af matarmenningu
landans. Við áttum margar góðar
stundir á fallega heimilinu hennar
á Grettisgötu við að saxa og
brytja smátt til steikingar í kín-
verska matargerð, spilandi jazz
og var alltaf stutt í hláturinn hjá
Svönu. Svana var vinamörg og
þeir tilheyrðu öllum litum regn-
bogans. Hún kynnti fyrir mér
skemmtilega vini sína í samfélagi
homma sem voru á þessum árum
að tínast heim erlendis frá þar
sem þeir þurftu að nema land hér
í viðhorfum landans.
Hún var hugrökk og uppá-
tækjasöm og einn daginn lagði
hún til að við færum í nudd þar
sem vinur hennar Örn Jónsson
væri nýkominn úr námi. Óreynd
sá ég fyrir að það gæti verið nokk-
uð þægilegt en það fylgdi ekki
sögunni að maður yrði allur út-
stunginn því hann hafði numið
nálastungur. Þessi nálastungu-
meðferð breytti lífsfarvegi mínum
og nudd varð síðan farvegur
mannsins mín seinna í gegnum
Örn. Seinna meir breytti Svana
atvinnu sinni frá hársnyrtingu yf-
ir í heilsuráðgjöf.
Það var yndislegt að deila með
henni gleðinni þegar ljósgeislinn
hennar hann Róbert Ingi fæddist
og verða vitni að hjartahlýjunni í
töffaranum Svönu. Nokkrum ár-
um seinna fórum við í gegnum
meðgöngu á sama tíma, ég með
eldri son minn og hún með hinn
ljósgeislann í lífinu sínu, hana
Evu Rós. Við áttum margar
ánægjulegar stundir í barnaaf-
mælum og kærum vinafundum
með okkar góðu vinkonum, Sig-
ríði og Bryndísi Ósk. Það var
lagður grunnur að þeirri vináttu
þegar unnu saman í hári á
skemmtilegu árunum á Loftleið-
um og Cortex.
Svana var ferðafluga og var
mikið með annan fótinn erlendis,
það urðu færri en kærir endur-
fundir síðustu árin og var það allt-
af eins og að hitta stóru systur
sína. Hún var óhrædd að fara sín-
ar eigin leiðir, litríkur frum-
kvöðull, hreinskilin og hlý mann-
eskja. Ég er afar þakklát fyrir að
hafa notið hennar vináttu og fyrir
hennar tilstilli opnaði hún dyr og
umbreytti lífi mínu.
… gegnum tímann liggur vegur til
nýrrar nálægðar.
(Úr ljóði eftir Sigurð Pálsson)
Hjartans samúð sendi ég elsku
Róbert Inga, Evu Rós, fjölskyldu
og vinum. Megi sólin læðast upp
stigann og umvefja ástvini Svönu.
Heba Helgadóttir.
Svana L.
Ingvaldsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Svönu L. Ingvalds-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BJÖRG AÐALSTEINSDÓTTIR,
Holtaseli 35, Reykjavík,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 6.
febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 21. febrúar klukkan 13.
Þorgerður Einarsdóttir Guðbjartur G. Gissurarson
Viktoría E. Ragnarsdóttir Jónas V. Bjargmundsson
Sigríður Ragnarsdóttir Smári Hólm Kristófersson
Ágústa Ragnarsdóttir Þórður Ólafur Traustason
Guðbjörg Ó. Ragnarsdóttir Guðmundur Baldvinsson
ömmubörn og langömmubörn