Morgunblaðið - 18.02.2022, Side 18

Morgunblaðið - 18.02.2022, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022 ✝ Hjördís Bára Þorvaldsdóttir fæddist 11. ágúst 1941 á Blönduósi. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 7. febrúar 2022. Foreldrar hennar voru Helga Sigríður Valdimarsdóttir, f. 22. september 1913, d. 16. október 1993 og Þorvaldur Þór- arinsson, f. 16. nóvember 1899, d. 2. nóvember 1981. Fósturfaðir hennar var Rögnvaldur Sumar- liðason, f. 20. október 1913, d. 9. október 1985. Systkini Báru sammæðra eru Ragna Ingibjörg Rögnvalds- dóttir, f. 1933, d. 2017, Sigríður Valdís Rögnvaldsdóttir, f. 1935, d. 2011, Ævar Rögnvaldsson, f. 1938, d. 2009 og Lýður Rögn- valdsson, f. 1946. Systkini Báru samfeðra eru ellefu talsins. Hinn 31. desember 1962 giftist Bára Gunnari Árna Sveinssyni skipstjóra, f. 15. desember 1939, d. 3. nóvember 2020. Foreldrar hans voru Teitný Guðmunds- eru Matthildur, f. 1990, Guðrún, f. 1995 og Dýrfinna, f. 1998. Bára ólst upp á Blönduósi hjá móður sinni og fósturföður en fluttist til Skagastrandar þegar hún hóf sambúð með Gunnari og bjó þar alla tíð síðan. Hún gekk í Héraðsskólann á Laugum í Þingeyjarsveit og vann ýmis störf þegar hún var ung, m.a. á Sjúkrahúsinu á Blönduósi og í fiski. Bára hóf störf á leikskól- anum Barnabóli á Skagaströnd stuttu eftir að hann var opnaður árið 1977 og varð síðar leikskólastjóri. Hún starfaði sem kennari í Höfðaskóla á Skaga- strönd frá árinu 1993 og kenndi einkum yngstu bekkjum skól- ans. Bára vann í Höfðaskóla allt fram til ársins 2017 en síðustu árin var hún m.a. bókavörður á bókasafni skólans og stuðnings- fulltrúi. Áhugamál Báru voru einkum tengd söng, hannyrðum, garð- rækt og ferðalögum, bæði innan- lands og utan. Bára og Gunnar voru t.d. virkir félagar í Flökkur- um og ferðuðust víða á húsbíl- num sínum. Bára var kórfélagi í Kirkjukór Hólaneskirkju í ára- tugi. Útförin fer fram frá Hóla- neskirkju í dag, 18. febrúar 2022, kl. 14. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat dóttir, f. 23. sept- ember 1904, d. 28. febrúar 2000 og Sveinn Kristófers- son, f. 24. júní 1897, d. 9. maí 1991. Börn Báru og Gunnars eru: 1) Gunnar Þór, f. 20. febrúar 1962. Eig- inkona hans er Bryndís Björk Guð- jónsdóttir, f. 29. desember 1965. Dætur þeirra eru Tinna Björk, f. 1985 og Katla Björk, f. 2000. Eiginmaður Tinnu Bjarkar er Frímann Haukur Óm- arsson, f. 1986. Sonur þeirra er Sveinn Kristófer, f. 2015. 2) Anna Elínborg, f. 14. apríl 1964. Eig- inmaður hennar er Matthías Björnsson, f. 26. febrúar 1960. Dætur þeirra eru Brynja, f. 1994 og Diljá, f. 1994. 3) Áslaug Sif, f. 18. febrúar 1969. Eiginmaður hennar var Magnús Geir Pálsson, f. 28. ágúst 1963, d. 19. maí 2014. Börn þeirra eru Bára Sif, f. 1992 og Gunnar Þór, f. 2001. Sam- býlismaður hennar er Örn Torfa- son, f. 4. júlí 1970. Dætur hans Elsku Bára amma mín féll frá hinn 7. febrúar sl. Aðdragandinn var skammur og kveðjustundin sár. Það er erfitt að trúa því að það verði ekki fleiri heimsóknir til hennar á Bogabrautina. Amma vann lengst af með börnum og var leikskólastjóri í leikskólanum Barnabóli þegar ég var þar nemandi. Mér þótti ekki alltaf gaman að deila ömmu með svo mörgum öðrum börnum og kunni ekki að meta það þegar þau reyndu að eigna sér hana, sagði þá skýrt: „Bára er amma mín.“ Þetta breyttist svo þegar ég varð eldri, þá starfaði amma sem kennari í Höfðaskóla. Hún kenndi aldrei mínum bekk, alltaf yngri börnum. Nemendur hennar áttu það til að koma upp að mér á ólíklegustu stundum og spyrja (með stjörnur í augum og aðdáun í röddinni): „Er Bára amma þín?“ Það var gaman að upplifa hvað þeim þótti mikið til hennar koma. Amma var alltaf að, hvort sem það var að stússa í eldhúsinu, vinna í garðinum eða sinna handa- vinnunni. Fyrir nokkrum árum síðan gekkst amma undir upp- skurð og þurfti að taka því rólega í kjölfarið. Ég heyrði í henni þegar hún var komin heim af spítalanum til að spyrja frétta. „Það er brjálað að gera hjá afa þínum,“ sagði hún þá. Ég var frekar hissa á því þar sem afi var hættur að vinna á þessum tíma og sinnti yfirleitt sín- um verkefnum af rósemi. Kom þá ekki í ljós að ástæðan fyrir þess- um önnum hjá afa var sú að hann var sinna öllu því sem hún gerði venjulega sjálf. Hann lét það að sjálfsögðu ekki eftir sér. Ég ferðaðist mikið með ömmu og afa þegar ég var krakki, fór með þeim í útilegur hingað og þangað um landið. Ég man ekki mikið úr þessum ferðum en einu man ég skýrt eftir úr þeim mörg- um, ömmu að syngja „Undir blá- himni“ með innlifun í góðum hópi. Þessar minningar ylja og nú vona ég að þau afi leiðist saman út í sumarsins paradís. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Tinna Björk Gunnarsdóttir. Elsku amma. Hve minningarn- ar um þig eru sterkar. Eigi vitum við hvar skal byrja, er við systur skrifum þér nú hið hinsta bréf. Þakklæti er okkur efst í huga. Að eilífu verðum við þakklátar fyrir allar okkar stundir. Þær voru margar. Hvað þú hefur kennt okkur mikið. Hver er, svo sann- arlega, sinnar gæfu smiður. Það var okkar lífsins lukka að alast upp með þig og afa búsett á Skagaströnd, sú lánsemi hefur fylgt okkur systrum alla tíð og mun áfram gera. Ávallt höfum við hlakkað til að leggja land undir fót og ferðast norður til Skagastrand- ar. Þó við séum uppaldir Reykvík- ingar höfum við sveitahjarta ætt- að frá Skagaströnd, það er þér og afa að þakka og ykkar samfélagi. Þú varst alltaf til staðar fyrir hvern þann sem þarfnaðist þín. Gestrisni þín var slík að engum gleymist er þig sóttu heim á Boga- braut 17 og víst er að þeir eru ófá- ir sem það gerðu, ungir sem aldn- ir. Það vekur því eigi furðu að hún hafi einnig náð út fyrir landstein- ana. Það kom, auðvitað, ekkert annað til greina en að þú sendir okkur systur með heimalagaða sláturkeppi í ferðatöskunum til Barcelona og Washington D.C., er við fluttumst búferlum erlendis. Það var alltaf einstaklega skemmtilegt að hlusta á allar þín- ar sögur frá ævintýrum þínum og ykkar afa. Góðar minningar hrannast upp. Frá því að fara með þér í skólann, Höfðaskóla, setjast þar á skólabekk, fá að vera þar með í smíði, fara með þér og vin- konum þínum á kaffihúsið, eða í matarboð með þér og þínum nán- ustu nú í seinni tíð, höfum við allt- af skemmt okkur konunglega. Og þökkum við innilega fyrir okkur. Hápunktur okkar saman var allt- af er við tókum upp spilastokk og spiluðum kana, í sólstofunni eða í eldhúskróknum, þannig gleymd- um við okkur oft og spiluðum langt fram eftir kvöldi. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þinn styrkur kom bersýni- lega í ljós eftir að afi kvaddi oss. Það æðruleysi sem þú sýndir gagnvart nýjum verkefnum var aðdáunarvert, aldrei heyrðist kvart eða kvein frá þér, enda sagðir þú oft að það einfaldlega þýddi ekki. Áfram og upp hélt leiðin, með auðmýkt að leiðarljósi. Trúum við því að þessi frásögn lýsi þér og þinni persónu einna best. „Það er töggur í gömlu“ vor- um við svo allar þrjár farnar að þylja títt saman í kór, eftir að afi skaut því inn í samtal skömmu áð- ur en hann kvaddi, enda orð að sönnu. Þú ert okkar fyrirmynd, þinn kraftur mun fylgja okkur ævi- langt. Er við yngri vorum kenndir þú okkur bænirnar þínar og fór- um við ávallt með þær fyrir svefn- inn, því leggjumst við nú á bæn, Faðir vor, þú, sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Við vitum að afi tekur vel á móti þér og að þið ferðist nú saman heimshorna á milli á ný, með kímni og spilastokk við hönd, að eilífu. Góða ferð. Þínar Brynja og Diljá. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig elsku amma mín, skrefin eru þung og tárin mörg. Það er þó gott að hugsa til baka um allar fallegu minningarnar og góðu stundirnar okkar saman. Það er skrítið að hugsa til baka og að fyrir aðeins nokkrum mán- uðum áttum við fjölskyldan frá- bæran dag saman þegar við fögn- uðum 80 ára afmælinu þínu. Við eyddum öllum deginum saman og í framhaldinu fórum við svo sam- an til Ísafjarðar og héldum afmæl- ishelginni þinni áfram. Ég eyddi mörgum dögum á sumrin á mínum yngri árum hjá ykkur afa á Skagaströnd. Við fór- um í margar útilegur saman og áttum þar góðar stundir. Einnig fórum við saman í nokkrar utan- landsferðir. Við eyddum líka flest- um jólum saman, bæði á Skaga- strönd, í Reykjavík og einnig nokkrum sinnum erlendis. Þegar ég heyri lagið Undir blá- himni minnir það mig alltaf á ömmu. Það var spilað ansi oft þeg- ar við vorum í útilegum saman og sungið hátt með. Mér verður hugs- að til þess þegar afi kvaddi okkur, en fyrr um kvöldið sátum ég, þú og Tinna Björk saman hjá afa. Við spjölluðum og rifjuðum upp marg- ar minningar. Á meðan var í gangi geisladiskur með ýmsum lögum og þar á meðal var lagið Undir blá- himni og töluðum við Tinna báðar um hvað þetta lag minnti okkur alltaf á þig. Ég á eftir að spila þetta lag oft og hugsa til þín. Ég hef oft fengið að heyra frá fólki hversu flott kona hún amma mín væri. Þetta þykir mér alltaf vænt um að heyra. Við áttum það oft til að kalla þig ömmu gull, af því að þú varst alltaf svo fínt og flott. Með blásið hárið og alltaf svo vel til- höfð. Við amma hringdumst oft á og spjölluðum um daginn og veginn. Nú síðast töluðum við mikið um verkefnið sem ég er í, þú varst svo stolt af mér og ég er svo glöð að þú hafir getað fengið að fylgjast með mér í þessu. Nú veit ég að þú fylg- ist með að ofan og hjálpar mér ef ég þarf. Þegar ég var á Skagaströnd hjá ykkur afa gisti ég oft á dýnu í her- berginu ykkar. Þú passaðir alltaf upp á að ég bryti saman fötin mín áður en ég færi að sofa. Við fórum líka alltaf með bænirnar saman fyrir svefninn. Ég ætla því að leyfa einni bæninni okkar að fylgja með hér sem minnir mig á þig: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Söknuðurinn er mikill en ég veit að afi hefur verið ansi glaður að sjá þig og pabbi minn líka. Ég veit þið fylgist öll með okkur og verðið með okkur í anda. Nú kveð ég þig með orðunum sem ég kvaddi þig einnig með þegar þú fórst frá okkur: Elsku amma, takk fyrir allt. Þín nafna, Bára Sif. Elsku Bára vinkona. Mig lang- ar að minnast þín með örfáum orðum. Okkar vinskapur byrjaði þegar við vorum báðar að vinna í Höfðaskóla. Það var alltaf gott að koma inn á bókasafnið til þín og spjalla við þig um allt milli himins og jarðar. En mestur og bestur var stuðningur þinn og vinátta ár- ið 2011 sem þú sýndir bæði í orði og í verki. Það var gott að kynnast þér og hafðu allt mitt þakklæti fyrir góða samfylgd. Votta börn- um þínum og fjölskyldum samúð mína. Guð geymi þig Bára mín. Sigrún Guðmundsdóttir. Nú gengin er lífsins veg Hjör- dís Bára Þorvaldsdóttir, sam- starfskona okkar í Höfðaskóla. Bára var næm á fegurðina i kring- um sig, það sem var vandað og vel gert höfðaði til hennar. Hennar einstaka smekkvísi endurspeglaði hvernig hún sjálf leysti verk sín af hendi, vandvirk og örugg án þess að láta mikið á því bera. Eftir að Bára lét af störfum við skólann var hún dugleg að koma í heimsóknir og sinnti meðal annars hlutverki lestrarömmu þar sem hún kom og hlustaði á nemendur lesa. Það lifn- aði alltaf yfir starfsmannahópnum þegar Bára kom í heimsókn, oftar en ekki kom hún með nýsteikar pönnukökur sem vöktu alltaf jafn mikla lukku enda með bestu pönnukökum sem sögur fara af. Við eigum eftir að sakna þess að heyra dillandi hlátur Báru á göngum Höfðaskóla en hún verð- ur áfram með okkur í anda, það erum við vissar um. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við sendum fjölskyldu og vin- um Báru okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minning um einstaka konu lifir um ókomna tíð. F.h. starfsfólks Höfðaskóla, Guðrún Elsa Helgadóttir Sara Diljá Hjálmarsdóttir skólastjórnendur. Hjördís Bára Þorvaldsdóttir - Fleiri minningargreinar um Hjördísi Báru Þorvalds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Þórir Pálsson fæddist 8. októ- ber 1937. Hann lést 10. febrúar 2022. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jónsdóttir frá Eyj- um í Kaldrana- neshreppi, f. 6.9. 1897, d. 22.7. 1982, og Páll Guðjónsson frá Kaldbaksvík í Kaldrananeshreppi, f. 14.5. 1891, d. 1.2. 1989. Þau bjuggu að Eyjum og ólst Þórir þar upp. Systkini Þóris eru 1) Sigrún Karólína, f. 12.4. 1926, d. 28.7. 2017. 2) Sigþrúður Guðbjörg, f. 19.12. 1928, d 9.9. 2007. Maki hennar var Halldór Hjálmarsson. 3) Guðrún, f. 3.7. 1930, d. 17.9. 2017. byggði húsið þeirra Óskar við Svarfaðarbraut 8. Þórir og Ósk eiga eina dóttur, Sólrúnu Ingu, f. 20.4. 1974. Maki Sólrúnar er Haf- þór Gunnarsson. Sólrún á fjögur börn, þau Silfá Sól Sólrúnar- dóttur, f. 17.4. 1997. Maki hennar er Ívar Örn Guðmundsson. Dóttir þeirra er Marey Hilda, f. 31.10. 2021. Ísar Hjalta Hafþórsson, f. 6.10. 2007, Hilmir Þór Hafþórsson, f. 1.9. 2010, Maríönnu Ósk Haf- þórsdóttur, f. 19.9. 2013. Þau eru mörg húsin sem Þórir kom að því að byggja. Sem dæmi Dalbær, heimili aldraðra. Hann vann lengi sjálfstætt með verk- stæði í bílskúrnum og byrjaði svo hjá fyrirtækinu Tréverki á Dal- vík og vann þar til hann fór á eft- irlaun. Verkstæðið í bílskúrnum var samt alltaf til staðar og í mik- illi notkun fram að dánardegi hans í alls konar verkefni. Útför fer fram í dag, 18. febr- úar 2022, í Dalvíkurkirkju kl. 13.30. 4) Loftur Eðvarð, f. 29.11. 1931. Bú- settur í Keflavík. Maki hans var Guð- rún Jónína Einars- dóttir. 5) Sigurbjörn, f. 27.9. 1933, búsettur í Ytri-Njarðvík. Þegar Þórir var 19 ára fluttist fjöl- skyldan til Keflavík- ur. Þar vann hann við fiskvinnslu. Þegar Þórir var 20 ára kynnist hann Ósk Jóns- dóttur, f. 3.2. 1936, sem var ráðs- kona í verðbúð í Keflavík. Hún er frá Dalvík og fluttust þau þangað ári seinna og giftu sig 1964. Þórir lærði húsasmíði hjá föð- ur Óskar, Jóni Sigurðssyni og lauk prófi í húsasmíðum frá Iðn- skólanum á Akureyri 1964. Þórir vann ætíð við húsasmíði og Elsku Þórir, pabbi, afi, langafi. Þín verður sárt saknað. Þú barðist hetjulega eftir það áfall sem þú varðst fyrir og ætl- aðir ekkert að gefast upp enda varstu ekki þekktur fyrir það heldur hélstu alltaf áfram. Þú varst rólegur, góður, vildir allt fyrir alla gera. Alltaf hægt að leita til þín og þú sást alltaf það besta í öllum og gafst öllum séns. Þú varst alltaf til í að smíða og hjálpa okkur og öðrum. Ef einhvern vantaði aðstoð við að framkvæma þá varst þú alltaf fyrstur á svæðið. Ósk minnist þín mest fyrir gæsku og væntumþykju og að leysa öll vandamál sem komu upp til góðs. Börn og dýr hændust að þér, hafa sennilega fundið hversu hlýr og rólegur þú varst. Minnisstætt er hversu mikill sælkeri þú varst. Þefaðir uppi allt og varst yfirleitt búinn með suðusúkkulaðið áður en Ósk náði að byrja að baka jólakökurnar. Hver á núna að borða vondu molana úr Makkintosinu? Við kveðjum þig með trega og þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta okkar. Við munum halda minningunni á lofti og þú varst elskaður af öllum í kringum þig. Ósk, Sólrún, Silfá, Ísar, Hilmir, Maríanna, Hafþór, Ívar og Marey. Þórir Pálsson Elsku eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF INGIMUNDARDÓTTIR, Norðurbakka 5, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum 9. febrúar. Kári Pálsson Inga Elísabet Káradóttir Agnar Kárason Dagný Magnúsdóttir Margrét Káradóttir Guðmundur R. Gunnarsson Dögg Káradóttir Björn Eydal Þórðarson ömmu- og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR frá Holtaseli, lést á Skjólgarði þriðjudaginn 8. febrúar. Bjarni Bjarnason Kristín Laufey Jónsdóttir Álfheiður Bjarnadóttir Jóhann Sigurjónsson Sigurður Bjarnason Birna Helga Rafnkelsdóttir Hallbera Bjarnadóttir Ævar Birgir Jakobsson Haukur Bjarnason Margrét Bjarnadóttir Anna Bjarnadóttir Jóar Haganes barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur sambýlismaður minn, TRYGGVI EIRÍKSSON, Kjartansgötu 7, lést á heimili sínu miðvikudaginn 9. febrúar. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 23. febrúar klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Mildríður Hulda Kay

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.