Morgunblaðið - 18.02.2022, Side 21

Morgunblaðið - 18.02.2022, Side 21
faðir okkar trekkti í gang Willys- inn og við brunuðum öll með ömmu og afa í jólaboðið hjá Steinu frænku. Þar skörkuðu kerlingarn- ar í kolavélinni og snerust með terturnar en kallarnir sátu í bað- stofunni og drukku heitt súkkulaði og ákavíti úr staupum. Þeir urðu eldrauðir í framan, sögðu sögur og hlógu. Verst þótti okkur að geta þá ekki hlustað á barnatímann í útvarpinu og heyrt í jólasveinin- um. Síðan var þessum jólaveislum framhaldið heima hjá okkur afa og ömmu með sömu trakteringum. Þetta var sérstakt því aldrei var verið með vín í þessum húsum nema á jólunum. Þegar pabbi dó fluttu Lilla og Valdi til mömmu okkar í Víðigerði og hófu að byggja húsið sitt á Höfðabrautinni. Þar innréttuðu þau litla íbúð fyrir Dóru ömmu eins og þá var farið að kalla hana. Þar átti hún góð ár í skjóli Lillu og Valda og börnin á efri hæðinni og börnin okkar Ellu áttu þar griða- stað og fengu þá tíðum eitthvað sætt í gogginn. Systkinabörnin voru góðir vinir og jólin héldu þess- ar tvær fjölskyldur lengi saman. Bæði voru foreldrar okkar fé- lagslynd, faðir okkar sat lengi í hreppsnefnd, var í forystu verka- lýðsfélagsins og ýmsu öðru félags- málastússi og saman tóku þau þátt í leiklistarstarfsemi. Því var oft gestkvæmt í Víðigerði að vetr- inum og spjallað langt fram á kvöld. Þennan eiginleika erfði Lilla og átti margar góðar vinkon- ur sem voru duglegar að heim- sækja hana allt þar til yfir lauk. Þessi samtöl okkar systkinanna hefðu þurft að fara fram fyrr. Þá hefði ýmislegt rifjast upp sem nú hverfur í glatkistuna. En oft er það nú svo, að spurningarnar vakna þá fyrst þegar engin svör er að fá. Við Ella sendum Valda, Höllu, Skúla Magg., Hörpu og fjölskyld- um þeirra innilega samúðar- kveðju. Þórður Skúlason. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022 svo var boðið upp á fæði og hús- næði meðan á vinnunni stóð eins og ekkert væri sjálfsagðara. Við höfum haldið góðu sam- bandi við Dóru í gegnum tíðina og eftir að hún flutti suður í kringum 100 ára aldurinn gáfust fleiri tæki- færi til að hitta hana. Í sunnudags- kaffi hjá móður okkar var Dóra fastagestur þar til Covid setti strik í reikninginn. Dóra fylgist með samtímamálum fram á síð- asta dag. Í sunnudagskaffinu vildi hún spjalla við okkur um það sem bar hæst í þjóðlífinu og heimsmál- unum hverju sinni. Þá fylgdist hún af áhuga með landsleikjum í fót- og handbolta og vissi almennt miklu meira um úrslit og einstaka leikmenn en yngri kynslóðir. Dóra las sér til skemmtunar og fróðleiks fram til hins síðasta. Hún las Morgunblaðið upp til agna á hverjum degi. Eftir því sem sjónin dapraðist var lýsingin bætt og stækkunarglerin stækkuð, því ekki vildi hún missa af fréttum og umfjöllun um menn og málefni. Svipað var með prjónaskapinn, þegar sjónin sveik voru fíngerð prjónadýr göldrum fram eftir minni og með járnvilja. Við kveðjum Dóru frænku með ljóði sem henni þótti mjög vænt um og fór stundum með fyrir okk- ur. Ljóðið fékk hún eitt sinn sent í bréfi frá Gunni eldri systir sinni sem þá bjó á Englandi en þær systur voru einstaklega nánar, Gunnur dó mjög ung. All the while I think of you And all the golden times we had And all the things we used to do Days of sunshine, grey days to But always with something bright and glad Because of you (Höf. ók.) Ólafur, Anna María, Stefán, Vigdís og Þóra Rósa. ✝ Kristín Blöndal fæddist í Reykjavík 23. októ- ber 1954. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 8. febrúar 2022. Kristín var dóttir hjónanna Hjálmars Blöndal, hagsýslu- stjóra Reykjavíkur- borgar, f. 25. júlí 1915, d. 20. nóvember 1971, og Ragnheiðar I. Blöndal hús- móður, f. 2. júlí 1913, d. 13. jan- úar 2008. Kristín giftist Pétri Birni Péturssyni hagfræðingi 30. desember 1994. Hann var fæddur í Reykjavík 31. janúar 1946, d. 7. mars 2021. Hann var sonur hjónanna Þórunnar Kjar- an Ólafsson húsfreyju, f. 16. september 1917, og Péturs Ólafssonar hagfræðings, f. 8. ágúst 1912, sem bæði eru látin. Synir Kristínar og fyrri eigin- ursson, master í alþjóðlegum viðskiptum, f. 15. mars 1979. Kristín varð stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1975. Hún útskrifaðist sem hjúkr- unarfræðingur 1979. Hún lauk námi í stjórnun frá Háskóla- sjúkrahúsinu í Lundi 1984 og bætti við sig námi í kennslurétt- indum frá Kennaraháskóla Ís- lands árið 1988. Starfaði hún fyrst um sinn við hjúkrun á ýms- um deildum og sviðum ásamt kennslu í hjúkrunargreinum við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Kristín var hjúkrunarstjóri á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík, hjúkrunarforstjóri á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ og síðast deildarstjóri heimaþjónustu hjá Reykjavíkur- borg. Kristín og Pétur Björn bjuggu alla sína búskapartíð að Smáraflöt 41 í Garðabæ. Kristín verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag kl. 13. Útförinni verður streymt fyrir þá sem geta ekki verið við- staddir. Hlekkur á streymi: httsp://www.mbl.is/andlat manns hennar, Guðjóns Bald- urssonar læknis, f. 10. september 1951, eru Hjálmar Blöndal Guðjóns- son, guðfræðingur og lögfræðingur, f. 1. apríl 1976, og Elías Blöndal Guð- jónsson lögfræð- ingur, f. 15. nóv- ember 1983, kvæntur Kristínu Hrund Guð- mundsdóttur Briem lögfræð- ingi, f. 9. ágúst 1985. Börn þeirra eru Katrín, f. 17. ágúst 2016, og Jóhann, f. 26. sept- ember 2019. Stjúpsynir Kristínar og synir Péturs Björns frá fyrra hjóna- bandi eru Pétur Björn Péturs- son matsveinn, f. 2. maí 1975, í sambúð með Maíza Hélen de Oli- veira Teixeira, f. 1. nóvember 1997, sonur hans er Ólafur Orri, f. 4. júní 2006, og Ólafur Pét- Í dag kveðjum við elsku tengdamóður mína. Ég kynntist Kristínu fyrst fyrir rúmum áratug þegar við Elías vor- um að byrja saman en hún bauð mig strax velkomna í fjölskylduna og var mér alltaf svo góð. Kristín og PB voru einstaklega gestrisin og þótti fátt skemmtilegra en að standa saman í eldhúsinu svo tím- unum skipti og töfra fram dýrind- ismáltíðir fyrir gestina sína. Við fengum svo sannarlega að njóta þess og eigum óteljandi minningar um matarboðin á Smáraflöt sem enduðu iðulega á spjalli við arineld- inn í stofunni. Kristín sá ekki sólina fyrir barnabörnunum sínum og var svo hlý og góð amma. Hún hafði óþrjótandi þolinmæði í alls konar ímyndunarleiki með börnunum og skemmti sér sjálf konunglega. Þau héldu saman heilu ímynduðu kaffiboðin í stofunni á Smáraflöt- inni þar sem börnin helltu upp á og gengu á milli gestanna með kaffikönnurnar. Ég er henni svo þakklát fyrir að veita þeim svona hlýjan faðm og vildi óska þess að þau hefðu fengið meiri tíma sam- an. Við munum svo sannarlega halda minningu ömmu Kristínar og afa PB á lofti við börnin og rifja upp allar góðu stundirnar okkar saman. Við Kristín deildum áhuga á ferðalögum og eiga því óteljandi minningar um ferðalög saman, bæði innanlands og utan. Ítalíu- ferðin okkar árið 2018 hefur oft verið rifjuð upp síðan enda nutum við okkar svo ótrúlega vel í dásam- legu umhverfi. Katrín var þá tveggja ára og þótti ekkert betra en að láta ömmu sína og afa hringsnúast í kringum sig sem þau gerðu með glöðu geði og mik- illi ánægju. Ferðin okkar til Kaup- mannahafnar síðastliðið haust er svo dýrmæt minning. Kristín var ótrúlega hress á þeim tíma þrátt fyrir veikindin og við örkuðum saman um alla borg og nutum samverunnar. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir þessa ferð þar sem safnaðist vel í minningabankann og börnin fengu góðan tíma með ömmu sinni. Elsku tengdamamma, ég kveð þig með miklum söknuði en einnig þakklæti fyrir góðu stundirnar. Guð geymi þig. Kristín Hrund Guðmunds- dóttir Briem. Nú er hetjan mín hún Kristín Blöndal fallin frá eftir erfið veik- indi. Við Kristín vorum systradæt- ur og tók ég strax ástfóstri við hana nýfædda. Þegar hún var á öðru ári var ég sumarlangt í vist að gæta hennar. Hún var einstak- lega skýr og skemmtileg og iðu- lega var ég mun lengur frameftir í vistinni en skyldan bauð, því það var svo gaman að passa hana. Við urðum fljótt eins og systur og hélst sá kærleikur alla tíð. Við Jón, maðurinn minn, ferð- uðumst um árabil innanlands með Kristínu og Guðjóni, fyrri manni hennar, og börnunum okkar, oft ásamt fleira frændfólki. Oftast var farið í Þórsmörk og gengið um fjöll og firnindi. Gítarinn hans Guðjóns var aldrei langt undan. Mikið var hlegið í þessum ferðum þar sem húmor Kristínar naut sín vel. Þegar börnin voru vaxin úr grasi fórum við hjónin í nokkrar skemmtilegar ferðir innan lands og utan með Kristínu og Pétri Birni, seinni manni hennar. Í ut- anlandsferðunum leiddu þau okk- ur í allan sannleika um bestu veit- ingastaðina. Kristín var hörkudugleg og framtakssöm. Hún átti frumkvæði að ferðalagi okkar með tæplega níræðum mæðrum okkar til Flór- ída. Þar voru stunduð sólböð, pottaferðir og spilamennska öllum til mikillar ánægju. Þegar við hjónin gerðumst bændur voru Kristín og Pétur Björn okkur einstakar hjálpar- hellur. Þau komu oft í sauðburð og smalamennsku. Þegar við opnuð- um lítið sumarhótel voru þau alltaf tilbúin að hjálpa okkur. Pétur Björn var fastráðinn kokkur hjá okkur um tíma og stóð Kristín ávallt vaktina með honum. Þau voru bæði listakokkar og há- stemmd lýsingarorð gestanna í gestabókinni um matinn eru til vitnis um það. Einn gestanna vildi helst ættleiða kokkinn og hafa hann með sér til síns heima. Kristín og Pétur Björn voru einstaklega gestrisin og nutu þess að halda matarboð. Þau voru mjög samhent og komu iðulega á óvart með frumlegri matargerð. Í jan- úar í fyrra vorum við Jón í veislu- mat hjá þeim hressum og kátum. Tveimur mánuðum síðar féll Pét- ur Björn óvænt frá og var það Kristínu mikið áfall. Með hjálp fjölskyldunnar og vinanna tókst Kristín á við sorgina með ótrúlegu æðruleysi. Kristín var félagslynd og átti marga góða vini, sem héldu vel utan um hana á erfiðum tímum og var hún þeim mjög þakklát. Hún naut þess meðal annars að ferðast með vinum hringinn í kringum landið síðastliðið sumar. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með því hvað Hjálmar og Elí- as, synir Kristínar, hugsuðu vel um hana. Hjálmar sem starfar í Minneapolis fékk frí frá vinnu þegar ljóst var að veikindi Krist- ínar höfðu ágerst og var hann hjá henni þar til yfir lauk. Barnabörn Kristínar, þau Katrín og Jóhann, veittu Kristínu ómælda gleði og varð henni tíð- rætt um þau. Einnig leit hún á Ólaf Orra, sonarson Péturs Björns, sem sitt barnabarn og hafði mikla ánægju af heimsókn- um hans. Kristín talaði oft um það hvað vinnan væri henni mikils virði. Hún var prýdd kostum góðs stjórnanda; var hjartahlý, vand- virk, hamhleypa til verka, skipu- lögð og röggsöm og hafði ávallt sanngirni að leiðarljósi. Þrátt fyrir alvarleg veikindi stóð hún vaktina í vinnunni meðan stætt var. Missir fjölskyldu Kristínar og vina hennar er mikill. Ég mun sakna Kristínar sárt um ókomna tíð, en fyrst og fremst er ég þakk- lát fyrir að hafa átt hana að. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Kristínar. Blessuð sé minning Kristínar. Guðrún Sveinsdóttir. Það er með mikilli sorg í hjarta að ég sest niður og skrifa minning- arorð um ástkæra vinkonu mína til 55 ára. Ég flutti 13 ára gömul utan af landi til borgarinnar og mætti í nýjan skóla. Þar var ég svo heppin að lenda í sæti við hliðina á Kristínu og vildi svo vel til að hún bjó í blokk ská á móti mér í Fells- múlanum. Alveg frá fyrsta degi urðum við óaðskiljanlegar. Ef við vorum ekki saman, töluðum við saman í síma þegar við áttum að vera að læra. Það var þröngt heima hjá mér, en hún með sér- herbergi þannig að ég kom oftast yfir og þar var mér tekið eins og annarri dóttur. Eitt sinni fékk ég að sofa á dýnu hjá henni því við höfðum báðar fengið að kaupa flottustu stígvél í bænum og vild- um vera saman til að máta og njóta. Þegar við vorum reknar í rúmið, neitaði Kristín að fara úr stígvélunum og endaði með því að sofa í þeim. Þegar við fermdumst völdum við hvor sinn daginn til að geta verið í veislunni hvor hjá ann- arri. Á þessum árum var ekki mik- il afþreying í hverfinu og ein helsta tilbreyting okkar var að á föstudagskvöldum fengum við smá vasapeninga, fórum í sjopp- una og keyptum okkur kók, lakkr- ísrör og Prins póló sem við tókum með okkur í gönguferð eftir Miklubrautinni. Þarna var það sem við hittum Guðjón fyrst sem síðar varð eiginmaður hennar og barnsfaðir, en hann vann í sjopp- unni. Nokkrum árum seinna hringdi hún í mig og sagðist vera á föstu „og gettu hver hann er?“ Ég hafði einn grunaðan, en: „Nei, ekki hann heldur strákurinn í Sö- beckssjoppunni.“ Fyrsta áfall vin- áttu okkar var þegar við saman eftir mikinn undirbúning þreytt- um inntökupróf í Versló og önnur náði en hin ekki. Þarna fórum við hvor í sína áttina, eignuðumst nýja vini, en héldum alltaf sambandi og hittumst reglulega. Ég fór til út- landa og þá skrifuðumst við á. Fyrstu árin eftir að við stofnuðum eigin heimili vorum við í reglulegu sambandi, en svo í mörg ár bjugg- um við sitt á hvað og um tíma báð- ar erlendis þannig að lengra var á milli samskipta. Alltaf náðum við þó saman aftur eins og enginn tími hefði liðið og þannig hefur það ver- ið síðan, mislangt á milli sam- skipta, en alltaf gömlu góðu vin- konurnar. Í nokkur ár voru eiginmenn okkar saman í frímúr- arastúku og þá voru tíð og góð samskipti. Svo á augabragði tekur lífið u-beygju, en þegar Kristín veiktist var ég búin að ganga í gegnum sömu baráttu í 3 ár, en út- litið orðið nokkuð gott hjá mér. Mikið fannst mér erfitt að vinkona mín væri að ganga í gegnum þessa sömu baráttu en reyndi að miðla henni af minni reynslu og var viss um að hún næði sama árangri og ég gerði, en því miður var hún ekki eins heppin. Fyrir aðeins ári lágu leiðir okkar óvænt saman þegar eiginmenn okkar lenda saman á sjúkrastofu, alvarlega veikir. Þau voru bæði bjartsýn á betri heilsu og farin að plana sumarfrí, en því miður átti Pétur Björn ekki aft- urkvæmt. Óvænt, nánast óyfir- stíganleg sorg og nú er hún farin á eftir honum í sumarlandið. Bless- uð sé minning þessara yndislegu hjóna sem ég var svo heppin að eiga samleið með sem vinum. Takk fyrir samfylgdina. Herborg Þorgeirsdóttir. Fyrstu minningar mínar af Kristínu tengi ég við hlátrasköll sem komu úr forstofuherberginu í Flúðaseli 79. Í herberginu sátu mamma og Kristín, umkringdar blaðastöflum og skólabókum, og unnu hörðum höndum að því að vinna verkefni í kennaranáminu sem þær stunduðu. Upp frá því var vinskapur mömmu og Krist- ínar kominn til að vera en ég var svo lánsöm að geta síðar á lífsleið- inni eignast Kristínu sem vinkonu. Á þessum fyrstu árum standa góð- ar minningar og samvera upp úr. Við fórum í bústaðaferðir, ég pass- aði Elías eitt sumarið í Skaftahlíð- inni, matarboð voru haldin á Leifsgötu, við gerðum sörur og áttum svo seinna meir góðar stundir í Garðabænum. Vinskapur Kristínar einkenndist af trausti og hlýju. Þegar ég var ung að stíga mín fyrstu skref inn í fullorðins- árin þá var Kristín mér ómetan- legur stuðningur og á ég henni mikið að þakka. Styrkur hennar var heiðarleiki umvafinn trausti, hlýju og ekki síst húmor. Kristín var eldklár og það gustaði af henni í þeim verkefnum sem hún tók sér fyrir hendur. Það var því auðvelt að líta upp til hennar, sem ég gerði alla tíð. Dvöl mín erlendis í mörg ár og aðrar aðstæður gerðu það að verkum að við hittumst ekki eins mikið síðustu ár og ég hefði viljað. Strengurinn slitnaði þó aldrei og við vissum hvor af annarri. Það var ljúf stund sem við áttum hjá mömmu í haust yfir kaffibolla og vínarbrauði. Þar sagði Kristín mér stolt frá fjölskyldunni og ynd- islegu barnabörnunum sínum en deildi jafnframt þeirri djúpu sorg sem hún upplifði vegna andláts Péturs Björns fyrr á árinu. Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja fráfalli Kristínar, þakk- læti fyrir það að hún er komin á góðan og öruggan stað en jafn- framt sorg í hjarta yfir hverful- leika lífsins. Ég votta Hjálmari, Elíasi og öðrum ástvinum Krist- ínar innilega samúð. Björg Hjartardóttir. Í dag kveðjum við kæra vinkonu okkar, Kristínu Blöndal. Kynni okkar hófust þegar við stunduðum nám við Hjúkrunarskóla Íslands. Eftir útskrift árið 1979, stofnuðum við sjö skólasystur saumaklúbb. Kristín var ómissandi félagi í þeim hópi. Hún var skemmtileg, glaðleg og hafði lifandi frásagnargáfu. Oft var hún líka hnyttin í tilsvörum enda var iðulega kátt á hjalla og hlegið dátt. Það var alltaf mikil reisn yfir Kristínu enda hafði hún hlýja og sterka nærveru. Hún var bæði ákveðin, stefnuföst og rétt- sýn. Hún var hjúkrunarfræðingur „per exellence“. Sömuleiðis var hún góður leiðbeinandi og stjórn- andi. Ekki kom á óvart þegar hún fór í framhaldsnám og tók kenn- arapróf. Kristín kenndi í mörg ár við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og seinna tók hún að sér ýmsar stjórnunarstöður. Við vinkonurnar eigum margar skemmtilegar minningar um hana. Hér áður fyrr, þegar börnin okkar voru lítil, fór- um við á sumrin í sumarbústaða- ferðir með ungviðið með okkur. Eftirminnileg ferð var farin til Belgíu, þegar ein úr saumaklúbbn- um fluttist þangað. Þar áttum við skemmtilega daga í góðum hópi. Kristín var mikil fjölskyldu- kona og eðlilega stolt af sínum. Seinni eiginmaður hennar var Pétur Björn Pétursson. Það leyndi sér ekki, hve samband þeirra var ástríkt og einlægt. Áhugamál þeirra féllu saman og gleðistundirnar voru margar. Fráfall hans á síðasta ári var óvænt. Sorg Kristínar var djúp og söknuðurinn mikill. Kjarkmikil og æðrulaus mætti hún sínum veikindum sem hún tókst á við hin síðustu ár. Það var í raun aðdáunarvert. Synir henn- ar, Hjálmar og Elías, stóðu þétt við hlið móður sinnar og sýndu henni mikinn kærleika og um- hyggju. Við kveðjum kæra vinkonu okkar. Við biðjum góðan Guð að styrkja, vernda og hugga Hjálm- ar, Elías, Kristínu og barnabörnin. Svanhildur, Jónína, Erla, Theódóra, Kristbjörg og Hildur. Fyrir rúmum sex áratugum myndaðist einlæg vinátta milli nokkurra skólabræðra, sem staðið hefur af sér öll þau átök og marg- breytileika sem lífið óhjákvæmi- lega býður upp á og hefur sú vin- átta frekar styrkst með árunum. Seinna komu eiginkonurnar til sög- unnar og urðu hluti af hópnum. Oftar en ekki höfðu þau Kristín og Pétur Björn eiginmaður hennar frumkvæði að ferðum eða annarri samveru. Þeirrar leiðsagnar er nú sárt saknað, en Pétur Björn lést eftir skammvinn veikindi fyrir tæpu ári. Veikindastríði okkar góðu vin- konu er nú lokið, en eftir standa hnípnir vinir, fullir aðdáunar á því hvernig Kristín tókst á við sín veikindi, ávallt raunsæ, jákvæð og kvartaði aldrei. Henni hefur þó án efa verið ljóst hvert stefndi, en lét það aldrei stöðva sig í að gera allt sem í hennar valdi stóð til að gera lífið sem léttbærast fyrir sína nánustu. Kristín var hjúkrunarfræðingur að mennt og vann sem slík fram undir það síð- asta meðan veikindin gáfu grið. Fjölskyldan var henni mikils virði og það kom glampi í augu og bros á varir þegar hún ræddi um barnabörnin sín. Það er gott til þess að vita hvernig fjölskylda hennar hefur umvafið hana á þessum síðustu mánuðum, en í byrjun var það Pétur Björn sem stóð sem klettur við hlið hennar og því áfallið mikið þegar hann féll frá. Þau Kristín og Pétur Björn höfðu bæði mikinn áhuga og hæfni til allrar matargerðar og um tíma unnu þau að því að taka saman bók með sínum bestu upp- skriftum. Sú bók hefði verið okk- ur minni spámönnum til mikillar hjálpar. Matarboð hjá þeim hjón- um var sérstök upplifun sem seint gleymist. Á stundum sem þessum rifjast upp samverustundirnar sem verða dýrmætari en nokkru sinni fyrr. Sameiginlegar ferðir til Prag og Brugge líða seint úr minni, en þær ferðir skipulögðu þau hjón af kostgæfni. Við fráfall þeirra Péturs Björns og Kristínar er vinahóp- urinn fátækari, en við munum ævinlega minnast vináttu þeirra í gegnum árin með gleði og þakk- læti. Við sendum innilegar sam- úðarkveðjur til fjölskyldna þeirra og ættingja. Oddur, Katrín, Reynir, Guð- björg, Stefán, Þórlaug, Sveinn og Oddný. Kristín Blöndal - Fleiri minningargreinar um Hólmfríði Skúladótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. - Fleiri minningargreinar um Kristínu Blöndal bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.