Morgunblaðið - 18.02.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.02.2022, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022 60 ÁRA Sigurður ólst upp í Reykja- vík en býr á Akureyri. Hann er raf- virki að mennt frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti og vinnur hjá Rafeyri. Hann var í Lúðrasveit verka- lýðsins þegar hann bjó í Reykjavík, en hann spilar á trompet. Áhugamál Sigurðar eru útivera og ferðalög. FJÖLSKYLDA Sigurður er í sam- búð með Rósu Friðriksdóttur, f. 1979, fisktækni. Dætur Sigurðar eru Stein- unn Þuríður, f. 1985, og Helga Hrund, f. 1991. Barnabörnin eru orðin þrjú. Foreldrar Sigurðar voru Haraldur Leó Hálfdánarson, f. 1919, d. 2007, vélgæslumaður í Slippnum í Reykja- vík, og Ragnhildur Oddný Guðbjörns- dóttir, f. 1921, d. 2011, húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík. Sigurður Már Haraldsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Láttu ekki aðra verða til þess að þú lokir þínar tilfinningar inni. Einhver kemur þér skemmtilega á óvart í kvöld. 20. apríl - 20. maí + Naut Eyddu meiri tíma með fólki sem kemur þér til þess að hlæja og líta á björtu hliðarnar. Taktu til í geymslunni og losaðu þig við óþarfa hluti. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú hefur dregið að þér ögrandi fólk upp á síðkastið. Skrúfaðu frá innsæinu og reyndu að vanda valið betur. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Segðu frá ef þú átt í vanda. Finndu þína forgangsröð og taktu fyrsta skrefið í átt að því að láta drauma þína rætast. Þér eru allir vegir færir ef þú trúir á þig. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Fyrirhyggja í fjármálum er nauðsyn- leg þessa dagana. Allir hlutir kosta sitt en margt það besta í lífinu er ókeypis. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú ert eins og milli steins og sleggju í ákveðnu máli. Þú kynnist mak- anum betur í gegnum sameiginlegt áhuga- mál. 23. sept. - 22. okt. k Vog Taktu ekki vinnuna með þér heim því hollara væri að nota þann tíma sem þú átt aflögu til að sinna þér og þínum nánustu. Þú ert fær í flestan sjó. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Dagurinn í dag er upplagður fyrir útiveru. Notaðu tækifærið og segðu þeim sem stendur hjarta þér næst hug þinn. Stundum er betra að telja upp að tíu áður en maður opnar munninn. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú mátt ekki taka það óstinnt upp þótt einhver vilji kenna þér réttu hand- tökin í vinnunni. Sá vægir sem vitið hefur meira. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Tækifærin bíða þín í hrönnum ef þú aðeins opnar augun og ert tilbúin/n til þess að vinna með öðrum. Þú átt eftir að hitta áhugaverða persónu fljótlega. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Njóttu vináttunnar og þiggðu heimboð sem þér kunna að berast. Samn- ingaviðræður ganga vel og þú átt eftir að hrósa happi fljótlega. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Upp koma tilfinningamál sem þú verður að leysa. Einhver treystir þér fyrir leyndarmáli og því trausti máttu ekki bregðast. oftast gott en fáir fara ótruflaðir í gegnum lífið. Það á við um mig og okkur hjónin en 12. mars 1980 fædd- ust okkur hjónum andvana tvíburar. Við þurftum að höndla þessa reynslu nánast ein og er án vafa að svolítið sigg kæmi á sálina. Nákvæmlega ári síðar á sama stað í sama rúmi fæddist okkur sonur. Í febrúar 1992 á Valent- ínusardegi fékk ég alvarlegt hjarta- áfall og mikla skemmd í hjartavöðva. Ég var fljótur að gleyma þessum at- burði og og hélt mínu striki. Árin liðu og í ágúst 1999 fór ég í ferð til Parísar og lenti í járnbrautarslysi við kom- una. Í stuttu máli kræktist myndavél- artaska sem ég var með spennta um mig í lestinni sem flutti okkur frá flugvelli og ég dróst a.m.k. 100 metra með henni með höfuð og herðar undir brautarpalli en fætur upp í loft. Það var á þessu augnabliki sem konan mín sagði: „Hvernig ferðast maður með lík á milli landa?“ Eftir 11 daga á spítala við hliðina á Notre Dame- kirkjunni komst ég heim. Hjartað átti eftir að minna á sig ár- ið 2006 en þá fór ég í hjartastopp og komst lifandi frá því eftir þriggja vikna spítalavist með bjargráð í brjósti. Árin liðu en sálin var ekki sátt við síðustu atburði. Allt gekk þó ágætlega næstu árin með nokkrum inngripum frá bjargráði. En svo gekk árið 2017 í garð og í maí sama ár var hjartað komið í stuð. Þetta ár og í byrjun þess næsta var ég fluttur 12 væri ekki svo vitlaus því ekki þyrfti að byggja ný hús fyrir dýrin því þau myndu hægt og bítandi éta sig gegn- um fjárhúsin.“ Jón hefur verið fréttaritari Morg- unblaðsins í 37 ár. Hann sat í síðustu hreppsnefnd Blönduóss 1986 og fyrstu bæjarstjórn Blönduóss 1988 og sat til 1990. Hann var félagi í Lionsklúbbi Blönduóss meðan sá var og hét og söng í gamla daga með Vökumönnum. Hann hefur fengið viðurkenningar fyrir lagasmíðar og textagerð og þá aðallega í tengslum við dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks . „Einnig hafa fallið til nokkrar viðurkenningar fyrir ljós- myndir og svona eitt og eitt klapp á bakið gegnum tíðina eins og gengur og gerist.“ Margvísleg áhugamál „Hér á árum áður var ég mjög virkur í golfklúbbnum Ósi og gegndi þar m.a. formennsku í nokkur ár. Laxveiðar voru líka mikið stundaðar í Blöndu þegar Blanda rann óbeisluð til sjávar en þá var lítið hægt að veiða nema vera þokkalega að sér í húkk- inu. Ég er mikill áhugamaður um at- ferli og farflug grágæsa og hef fylgst með og tekið þátt í merkingu þeirra hér á Blönduósi frá árinu 2000. Ljós- myndun skorar líka hátt sem og bók- lestur. Limrur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Lífið hefur verið minni fjölskyldu J ón Sigurðsson er fæddur 18. febrúar 1952 í Reykjavík og bjó ungdóms- og þroskaár- in á Laugarnesvegi 43. „Því ólst ég upp í Laugarnes- hverfi með óspillta fjöruna, Fúlutjörn og eyðibýlið Kirkjuból í nánasta um- hverfi. Höfuðstöðvar Strætó og Slát- urfélags Suðurlands voru í seilingar fjarlægð. Laugarneskampur var líka spennandi staður þar sem krakkarnir máttu eiga dúfur og kanínur.“ Jón var mörg sumur á Blikastöðum og sýndi þar stundum erlendum fyrirmönnum íslenska hestinn. Jón var lengst af í Laugarnesskóla. „Þar var ég undir verndarvæng hins frábæra kennara Jóns Freys Þórar- inssonar og síðar skólastjóra.“ Jón er gagnfræðingur frá Vogaskóla. Hann var vinnumaður eitt sumar á Laugar- dælum 1972 og veturinn 1973-74 á bænum Geltinggaard rétt sunnan við Kolding á Jótlandi við skógarhögg og lærði þar að plægja. Jón útskrifaðist árið 1977 úr búvísindadeildinni á Hvanneyri með BS í búvísindum. Hann hóf störf hjá Búnaðarsambandi A-Húnavatnssýslu sumarið 1977 og starfaði þar óslitið til ársloka 2001. Eftir það var hann umboðsmaður TM til ársins 2018. „Er ég kom til starfa fyrir bændur í A-Hún var framleiðsla búvara óheft og með aukinni tækni og bættri hey- verkun jókst framleiðslan og hin þekktu fjöll fóru að rísa. Leitað var leiða til að koma böndum á ástandið og var niðurstaðan að kvóti var settur á. Þessir tímar voru erfiðir fyrir alla. Mörgum bændum leist ekki á blikuna og töldu jafnvel að stefnt væri að því að kippa undan þeim tilverugrund- vellinum. Þung orð og jafnvel tár féllu og þar sem ráðunautar voru yfirleitt nærtækastir í hinu opinbera kerfi fundu þeir vel fyrir þunganum og til- finningunum í þessari umræðu. Þetta voru erfiðir en óhjákvæmilegir tímar. Í kjölfar þessa hófst mikil leit að öðrum tækifærum til að tryggja hin- um dreifðu byggðum lífsviðurværi. Loðdýraræktin var endurvakin og hún fór eins og hún fór. Ég minnist þess að Halldór heitinn Pálsson bún- aðarmálastjóri sagði einu sinni á fundi með ráðunautum að loðdýraræktin sinnum með forgangi, ýmist með sjúkrabíl eða flugi, vegna alvarlegra hjartsláttartruflana. Síðasta inn- lögnin á hjartadeild var 24.1. 2018 og slapp ég þaðan út 5.4. 2018, 20 kílóum léttari en í upphafi hremminga. Það er erfitt að halda þessari sjúkrasögu utan við lífsgöngu mína því hún hefur markað mig nokkuð. En ég virðist eiga níu líf og sumir segja fleiri, ég taki kettinum fram.“ Fjölskylda Eiginkona Jóns er Margrét Ein- arsdóttir, f. 31.12. 1953, starfsmaður Verslunarinnar Vísis 1978-2003. Síð- an verslunarstjóri ÁTVR í 16 ár og lauk starfsferli sem móttökuritari hjá HSN Blönduósi. „Við höfum búið á Blönduósi síðan 1977 og þá eins ná- lægt Blöndubökkum og kostur er. Tvo vetur bjuggum við á Syðstu- Fossum í Andakíl hjá sómahjónunum Sigríði Guðjónsdóttur og Snorra Hjálmarssyni.“ Foreldrar Mar- grétar: Hjónin Einar Þorláksson, fv. sveitarstjóri og kaupmaður, f. 3.1. 1927, d. 7.10. 2020, og Arndís Þor- valdsdóttir, fv. kaupmaður, f. 27.1. 1928, búsett á Blönduósi. Börn Jóns og Margrétar eru 1) Einar Örn Jónsson, f. 8.12. 1975, hljómborðsleikari í Í svörtum fötum og tvíeykinu Löðri og sérfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, kvæntur Huldu Birnu Baldursdóttur frá Akra- nesi, f. 23.5. 1973, kennara við MH. Börn þeirra eru Margrét, f. 2000, Baldur, f. 2002, Mikael, f. 2005, og Gabríel, f. 2009. 2) Andvana fæddir tvíburadrengir 12.3. 1980. 3) Hjalti, f. 12.3. 1981, sjálfstætt starfandi sál- fræðingur og tenórsöngvari, kvæntur Láru Sóleyju Jóhannsdóttur frá Húsavík, f. 30.1. 1982, fram- kvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Börn þeirra eru Jóhann Ingvi, f. 2008, Hulda Margrét, f. 2013, og Jón Benedikt, f. 2015. 3) Ásta Berglind, f. 4.8. 1990, tómstunda- og félagsmálafræðingur frá HÍ, nú starfsmaður Arion banka. Gift Jó- hanni Inga Hjaltasyni, f. 31.8. 1991, á lokaári í námi í kennslufræðum við HÍ. Dóttir þeirra er Gróa Margrét, f. 2015. Öll eru börnin búsett í Reykja- vík. Jón Sigurðsson, fyrrverandi héraðsráðunautur í A-Húnavatnssýslu – 70 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Einar Örn, Margrét, Jón, Ásta Berglind og Hjalti. Virðist eiga níu líf og jafnvel fleiri Til hamingju með daginn Vestmannaeyjar Daníel Andri fædd- ist 16. júní 2021 kl. 11.44 á Landspít- alanum í Reykjavík. Hann vó 2.520 g og var 47 cm langur. Foreldrar hans eru Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson. Nýr borgari KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS 18.– 20. febrúar 20% afsláttur af völdum vörum Konudags TILBOÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.