Morgunblaðið - 18.02.2022, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022
Evrópudeild karla
24-liða úrslit, fyrri leikir:
Atalanta – Olympiacos............................ 2:1
- Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahópi Olympiacos.
Porto – Lazio............................................. 2:1
RB Leipzig – Real Sociedad.................... 2:2
Sevilla – Dinamo Zagreb ......................... 3:1
Barcelona – Napoli ................................... 1:1
Dortmund – Rangers ............................... 2:4
Sheriff – Braga ......................................... 2:0
Zenit Pétursborg – Real Betis ................ 2:3
_ Lyon, Mónakó, Spartak Moskva, Eint-
racht Frankfurt, Galatasaray, Rauða
stjarnan, Leverkusen og West Ham fara
beint í 16-liða úrslit.
Sambandsdeild karla
24-liða úrslit, fyrri leikir:
Midtjylland – PAOK................................ 1:0
- Elías Rafn Ólafsson varði mark Midt-
jylland.
- Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Celtic – Bodö/Glimt................................. 1:3
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Fenerbahce – Slavia Prag ....................... 2:3
PSV Eindhoven – Maccabi Tel Aviv....... 1:0
Rapid Vín – Vitesse .................................. 2:1
Leicester – Randers................................. 4:1
Marseille – Qarabag................................. 3:1
Sparta Prag – Partizan Belgrad ............. 0:1
_ LASK Linz, Gent, Roma, AZ Alkmaar,
Feyenoord, Köbenhavn, Rennes og Basel
fara beint í 16-liða úrslit.
Arnold Clark-bikar kvenna
Leikið í Middlesbrough á Englandi:
Þýskaland – Spánn................................... 1:1
England – Kanada.................................... 1:1
>;(//24)3;(
Coca Cola-bikar kvenna
16-liða úrslit:
Fjölnir/Fylkir – ÍBV ............................ 18:44
_ ÍBV mætir FH eða Stjörnunni.
Afturelding – HK ................................. 27:31
_ HK mætir KA/Þór.
Selfoss – Haukar .................................. 29:39
_ Haukar mæta Val.
ÍR – Grótta................... (26:26) (29:29) 35:33
_ ÍR mætir Fram.
Coca Cola-bikar karla
16-liða úrslit:
Kórdrengir – ÍBV................................. 21:30
_ ÍBV mætir Selfossi.
Meistaradeild karla
A-riðill:
Elverum – Kiel ..................................... 30:31
- Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur
Pálsson léku ekki með Elverum.
Staðan eftir 11 umferðir af 14:
Aalborg 16, Montpellier 16, Kiel 15, Pick
Szeged 14, Elverum 8, PPD Zagreb 8, Var-
dar Skopje 7, Meshkov Brest 4.
_ Tvö efstu liðin fara í 8-liða úrslit og
næstu fjögur í 16-liða úrslit.
Þýskaland
Magdeburg – Göppingen.................... 37:26
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 5 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson 4.
- Janus Daði Smárason lék ekki með
Göppingen.
Minden – Melsungen ........................... 22:26
- Elvar Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir
Melsungen, Arnar Freyr Arnarsson ekkert
en Alexander Petersson var ekki með.
Staðan:
Magdeburg 38, Kiel 32, Flensburg 30,
Füchse Berlín 29, Wetzlar 24, Melsungen
24, Göppingen 23, Leipzig 21, Lemgo 20,
Hamburg 16, Erlangen 15, Bergischer 15,
RN Löwen 15, Hannover-Burgdorf 14, N-
Lübbecke 10, Stuttgart 9, Balingen 9,
Minden 8
Frakkland
Cesson Rennes – Nancy ...................... 30:25
- Elvar Ásgeirsson skoraði 2 mörk fyrir
Nancy sem er neðst af 16 liðum.
Danmörk
Kolding – Skanderborg...................... 27:37
- Ágúst Elí Björgvinsson varði 6 skot í
marki Kolding sem er í 14. sæti af fimmtán
liðum.
E(;R&:=/D
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Þorlákshöfn: Þór Þ. – Breiðablik ........ 18.15
Njarðvík: Njarðvík – Grindavík.......... 20.15
1. deild karla:
Hveragerði: Hamar – Skallagrímur ... 19.15
Egilsstaðir: Höttur – Álftanes ............ 19.15
Akranes: ÍA – Selfoss........................... 19.15
Höfn: Sindri – Hrunamenn.................. 19.15
1. deild kvenna:
Kennaraháskóli: Ármann – Snæfell ... 19.15
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Egilshöll: Leiknir R. – Vestri ................... 21
Í KVÖLD!
KÖRFUBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Keflvíkingar eru efstir ásamt Ís-
landsmeisturunum í Þór frá Þor-
lákshöfn í Subway-deild karla í
körfuknattleik eftir vel heppnaða
vinnuviku. Keflvíkingar unnu
öruggan sigur á Þór frá Akureyri
97:77 og hafa þá náð í fjögur stig í
þessari viku því á mánudaginn
vann Keflavík stórsigur gegn
Breiðabliki 126:80. Liðin mættust í
Keflavík og kom Þór talsvert á
óvart í fyrri hálfleik. Liðið var ell-
efu stigum yfir eftir fyrri hálfleik-
inn 48:37. Keflvíkingar létu hendur
standa fram úr hlýrabolunum og
höfðu yfirburði í síðari hálfleik
sem skilaði liðinu tuttugu stiga
sigri.
Jaka Brodnik skoraði 25 stig
fyrir Keflavík og Darius Tarvydas
23 stig. Eric Fongue skoraði 25
stig fyrir Þór sem er í erfiðri stöðu
í neðsta sæti með aðeins tvö stig
og fall blasir við liðinu.
Valsmenn í efri hlutanum
Valsmenn náðu í tvö góð stig
þegar þeir fóru í Breiðholtið og
unnu ÍR-inga í hörkuleik 83:80.
Valsmenn voru með ágæt tök á
leiknum í fyrri hálfleik og voru
með níu stiga forskot að honum
loknum. ÍR-ingar breyttu þeirri
stöðu rækilega í þriðja leikhluta
og voru með þriggja stiga forskot
fyrir síðasta leikhlutann. Þar
reyndust Valsmenn hins vegar
sterkari og unnu síðasta leikhlut-
ann 25:19.
Landsliðsmaðurinn Kristófer
Acox var stigahæstur með 21 stig
hjá Val og Kári Jónsson skoraði 17
stig. Valur er með 20 stig í fjórða
sæti. Tomas Zdanavicius var stiga-
hæstur hjá ÍR með 31 stig. ÍR er
með 14 stig eins og þrjú önnur lið í
7.-10. sæti.
55 stig í fyrri hálfleik
Stjarnan vann KR 90:79 í Ás-
garði í Garðabæ en Garðbæingar
komu sér upp góðu forskoti í fyrri
hálfleik en að honum loknum voru
þeir yfir 55:36. KR-ingar minnk-
uðu forskotið niður um sjö stig í
þriðja leikhluta og eitt í þeim síð-
asta og Stjarnan landaði því sigri
með ellefu stiga mun.
Stjarnan er með 20 stig í 5. sæti
en KR er með 14 stig í 10. sæti.
Robert Turner III var stiga-
hæstur hjá Stjörnunni með 27 stig
en Björn Kristjánsson skoraði 17
stig fyrir KR.
Tindastóll vann öruggan sigur
gegn Vestra þegar liðin áttust við
á Ísafirði. Tindastóll sigraði 107:88
og er með 16 stig í 6. sæti deild-
arinnar en Vestri er í næstneðsta
sæti með 6 stig. Fall blasir við lið-
inu eins og Þór Akureyri þar sem
átta stig eru í næsta lið fyrir ofan.
Sigtryggur Arnar Björnsson
skoraði 32 stig og Javon Bess
skoraði 27 fyrir Tindastól en
Marko Jurica 26 stig fyrir Vestra
og Hilmir Hallgrímsson 22 stig.
4 stig á fjór-
um dögum
- Góður sigur hjá Val í Breiðholtinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Klókur Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson sækir að körfu ÍR í gær en hann
skoraði 17 stig fyrir Val. Til varnar er Róbert Sigurðsson.
ÍBV tryggði sér sæti í 8-liða úrslit-
um Coca Cola-bikarkeppni karla í
handknattleik í gær og mætir Sel-
fossi í næstu umferð.
Eyjamenn heimsóttu b-deildar-
liðið Kórdrengi í Digranesið og
unnu 30:21. ÍBV var yfir 19:13 að
loknum fyrri hálfleik og þá var ljóst
hvert stefndi.
Hornamaðurinn snarpi Theodór
Sigurbjörnsson skoraði 8 mörk fyr-
ir ÍBV og Ásgeir Snær Vignisson 5
mörk.
Matthías Daðason skoraði mest
fyrir Kórdrengi eða 5 mörk.
Eyjamenn slógu
út Kórdrengi
Morgunblaðið/Þórir
Markahæstur Theodór Sigur-
björnsson skoraði 8 mörk.
Rut Jónsdóttir, besti leikmaður Ís-
landsmóts kvenna í handknattleik
2020-21, verður áfram í röðum Ís-
lands- og bikarmeistara KA/Þórs á
Akureyri. Hún hefur skrifað undir
nýjan samning til tveggja ára.
Þá hefur unnusti hennar Ólafur
Gústafsson samið að nýju við KA-
menn til tveggja ára. Þau fluttu til
Akureyrar frá Danmörku sumarið
2020 eftir langan atvinnuferil er-
lendis og hafa styrkt lið KA/Þórs
og KA verulega. Rut og Ólafur eru
nú samningsbundin til sumarsins
2024.
Rut og Ólafur
sömdu að nýju
Ljósmynd/KA
Sömdu Ólafur Gústafsson og Rut
Jónsdóttir verða áfram á Akureyri.
HK sló Aftureldingu út úr Coca
Cola-bikar kvenna í handknattleik
þegar úrvalsdeildarliðin mættust í
Mosfellsbænum í gær. HK vann
31:27 og er því komið í 8-liða úrslit
keppninnar en þar mætir HK bikar-
meisturunum í KA/Þór.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir
var atkvæðamikil eins og oft áður
hjá HK og skoraði 8 mörk í ellefu
tilraunum. Sylvía Björt Blöndal
skoraði einnig 8 mörk fyrir Aftur-
eldingu.
Mikið fjör var í Breiðholtinu þar
sem b-deildarliðin ÍR og Grótta
börðust til síðasta manns. Fram-
lengja þurfti leikinn í tvígang til
þess að knýja fram úrslit en að
loknum venjulegum leiktíma var
staðan 26:26. ÍR vann 35:33 þegar
upp var staðið eftir maraþonleik.
ÍR fær sterkan andstæðing í 8-liða
úrslitum en þá mætir liðið Fram.
Ksenija Dzaferovic og Stefanía
Ósk Hafberg skoruðu 8 mörk hvor
fyrir ÍR en hjá Gróttu átti Katrín
Anna Ásmundsdóttir þvílíkan stór-
leik og skoraði 14 mörk.
ÍBV burstaði lið Fjölnis/Fylkis
44:18 á útvelli og mætir ÍBV annað-
hvort FH eða Stjörnunni. Haukar
unnu Selfoss 39:29 og Haukar mæta
Val á útivelli í 8-liða úrslitum. Þar
þurfti að framlengja.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Marksækin Jóhanna Margrét Sigurðardóttir komin í loftið í Mosfells-
bænum í gær en þá hafnar boltinn oftar en ekki í netinu.
Tvíframlengja þurfti
Evrópuævintýrið heldur áfram hjá
Alfons Sampsted og samherjum
hans í norska meistaraliðinu Bodö/
Glimt. Eftir að hafa sigrað Vals-
menn tvisvar í júlímánuði hefur lið-
ið verið á mikilli siglingu og í gær-
kvöld vann það glæsilegan útisigur
á skoska liðinu Celtic í Glasgow,
3:1, í fyrri viðureign liðanna í 24-
liða úrslitum Sambandsdeild-
arinnar í fótbolta.
Alfons lék allan leikinn í stöðu
hægri bakvarðar og staða Bodö/
Glimt er afar vænleg fyrir seinni
leikinn á eigin heimavelli. Runar
Espejord, Ahmal Pellegrino og
Hugo Vetlesen skoruðu mörkin.
Elías hélt hreinu
Elías Rafn Ólafsson landsliðs-
markvörður hélt marki sínu hreinu
þegar Midtjylland lagði Sverri Inga
Ingason og samherja í PAOK frá
Grikklandi, 1:0, í fyrri leik liðanna í
sömu keppni í Herning í Dan-
mörku. Joel Andersson skoraði
sigurmark Dananna á 20. mínútu
leiksins.
_ Rangers fór allt öðruvísi að en
grannarnir í Celtic því skosku
meistararnir unnu frækinn útisigur
á Dortmund, 4:2, í Þýskalandi í 24-
liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
_ Leicester er í góðri stöðu í
Sambandsdeildinni eftir 4:1 sigur á
Randers frá Danmörku. Wilfried
Ndidi, Harvey Barnes, Patson Daka
og Kiernan Dewsbury-Hall skoruðu
fyrir Leicester.
_ Barcelona og Napoli skildu
jöfn, 1:1, á Camp Nou í stórleik
kvöldsins í Evrópudeildinni. Piotr
Zielinski kom Napoli yfir en Ferran
Torres jafnaði fyrir Barcelona úr
vítaspyrnu.
Ævintýrið heldur
áfram hjá Alfons
Ljósmynd/Bodö/Glimt
Ævintýri Alfons Sampsted fagnaði
sigri á Celti Park í Glasgow.