Morgunblaðið - 18.02.2022, Page 27

Morgunblaðið - 18.02.2022, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022 _ Knattspyrnukonan Kristín Erna Sigurlásdóttir er komin aftur í uppeld- isfélag sitt ÍBV eftir þriggja ára fjar- veru. Hún lék í vetur með ítalska C- deildarliðinu Apulia Trani en með Vík- ingi og KR undanfarin tvö tímabil á Íslandi. Annars lék hún með ÍBV frá 2009 til 2019 að undanskildu einu ári með Fylki. _ Frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson greindi frá því á RÚV í gær að Svíarnir Daniel Ståhl og Sim- on Petterson muni keppa á afmælis- móti FRÍ á Selfossi í maí. Undir stjórn Vésteins unnu þeir gull- og silfur- verðlaun í kringlukasti á ÓL í fyrra. _ Bogfimikonan Anna María Alfreðs- dóttir úr íþróttafélaginu Akri keppir um bronsverðlaun í U21-árs flokki kvenna á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Slóveníu þessa dagana. Hún mætir hinni tyrknesku Ipek Tomruk í leiknum um þriðja sætið á morgun en Anna María rétt missti af sæti í úr- slitaleiknum eftir tap gegn Songul Lok frá Tyrklandi í undanúrslitum, 141:145. Anna María er annar Íslendingurinn til þess að keppa um verðlaun í U21-árs flokki á Evrópumeistaramóti en Guð- björg Reynisdóttir gerði það fyrst árið 2019. _ Haraldur Franklín Magnús úr GR lék fyrsta hringinn á Opna Höfðaborg- armótinu í golfi í gær á einu höggi yfir pari vallarins. Leikið er á Royal Cape- vellinum í Höfðaborg í Suður-Afríku en mótið er liður í Áskorendamótaröð Evrópu og er annað mót tímabilsins. Skor keppenda var gott í gær þannig að Haraldur er aftarlega í röðinni en hann deilir 119.-146. sæti af 216 kepp- endum á mótinu. _ Ómar Ingi Magnússon skoraði 5 mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson 4 mörk þegar Magdeburg burstaði Göppingen, 37:26, í þýska handbolt- anum í gærkvöld. Gísli átti 5 stoðsend- ingar og Ómar 3. Magdeburg er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar. _ Kanadíska stjarnan Sidney Crosby hefur skorað 500 mörk fyrir Pitts- burgh Penquins í NHL-deildinni í ís- hokkí. Crosby skoraði mark nr. 500 á móti grannliðinu Philadelphia Flyers. Eitt ogannað Kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu fékk liðsauka í gær þegar Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Helena Ósk Hálfdánardóttir gengu til liðs við Kópavogsfélagið. Þórdís sneri aftur frá Apollon á Kýpur þar sem hún lék frá því í ágúst á síðasta ári. Þórdís, sem er 28 ára, lék með Blikum til 2013 og aftur 2021 en hefur einnig spilað með KR, Þór/KA og sænsku liðunum Älta og Kristianstad. Hel- ena, sem er tvítug, kemur frá FH en hún var í láni hjá Fylki á síðasta tímabili og hefur annars leikið með FH frá 15 ára aldri. Tvær bætast við hjá Blikum Ljósmynd/Blikar.is Breiðablik Þórdís Hrönn Sigfús- dóttir er komin frá Kýpur. Kanada er ólympíumeistari í ís- hokkí kvenna á nýjan leik eftir sig- ur á Bandaríkjunum, 3:2, í úrslita- leik í Peking í gærmorgun. Kanada vann þar með sinn fimmta sigur á sjö leikum frá því greinin var tekin upp í Nagano 1998 en Bandaríkin náðu að rjúfa sigurgönguna í Pyongchang fyrir fjórum árum. Sa- rah Nurse var í aðalhlutverki en hún skoraði eitt mark og lagði upp eitt fyrir Marie-Phillip Poulin sem gerði hin tvö. Nurse skoraði fimm mörk og átti 13 stoðsendingar í leikjum Kanada í Peking. Kanada endur- heimti titilinn AFP Kanada Sarah Nurse, til vinstri, og samherjar fagna ólympíugullinu. DANMÖRK Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Kristín Dís Árnadóttir er eina ís- lenska knattspyrnukonan í dönsku úrvalsdeildinni um þessar mundir en hún skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Bröndby í janúar. Kristín, sem er 22 ára gömul, hef- ur verið lykilmaður í vörn bik- armeistara Breiðabliks undanfarin ár en hún hefur tvívegis orðið Ís- landsmeistari með liðinu; 2018 og 2020, og þrívegis bikarmeistari; 2016, 2018 og 2021. Þá lék hún stórt hlutverk með lið- inu sem tryggði sér sæti í riðla- keppni Meistaradeildarinnar síðasta haust og lék alla sex leiki liðsins í B- riðli keppninnar gegn París SG, Real Madrid og Kharkiv. „Þessir fyrstu dagar hérna úti hafa verið ótrúlega skemmtilegir,“ sagði Kristín Dís í samtali við Morg- unblaðið. „Ég er strax búin að koma mér vel fyrir og mér hefur verið tekið mjög vel af bæði þjálfurum og leik- mönnum Bröndby. Það var alls ekk- ert skrifað í stein að ég myndi yf- irgefa Breiðablik þegar Meistaradeildarævintýrinu lauk. Ég vildi fyrst bíða aðeins og sjá hvernig þetta myndi þróast en svo heyrði ég af áhuga Bröndby. Ég fann það strax hjá sjálfri mér að þetta var eitthvað sem ég var mjög spennt fyrir og eftir að hafa skoðað málin betur varð ég í raun sannfærð um að þetta væri rétta skrefið fyrir mig,“ sagði Kristín. Nýtt lið í mótun í Bröndby Þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki 89 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað sjö mörk en hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið sumarið 2016, þá 16 ára gömul. „Ég er búin að spila lengi í úrvals- deildinni heima og þetta var líka góður tímapunktur til þess að prófa eitthvað alveg nýtt. Ég fann fyrir áhuga frá öðrum liðum en ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að fara til Bröndby er sú að ég veit að ég get bætt mig og þroskast í Dan- mörku, bæði sem leikmaður og sem manneskja. Danska deildin er líka mjög sterk, þótt það sé kannski ekki talað mikið um hana, og hún er mun jafnari en fólk gerir sér grein fyrir. Bröndby er mjög stór klúbbur í Danmörku og það er verið að byggja upp nýtt lið hérna. Það voru margir leikmenn sem gengu til liðs við félagið fyrir þetta tímabil, meðal annars frá Sví- þjóð, og stefnan er sett hátt á næstu árum.“ Á Breiðabliki allt að þakka Kristín kemur úr mikilli knatt- spyrnufjölskyldu en móðir hennar, Kristín Anna Arnþórsdóttir, lék 12 A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði 63 mörk í 99 úrvalsdeildarleikjum fyrir Val, og systir hennar Ásta Eir hefur verið fyrirliði Breiðabliks und- anfarin ár, ásamt því að eiga að baki 8 A-landsleiki fyrir Ísland. „Ég er búin að vera í Breiðabliki síðan ég var fjögurra ára og það var því mjög erfitt að kveðja uppeldis- félagið. Bæði systkini mín, þau Esra Þór og Ásta Eir, hafa spilað fyrir fé- lagið og ég á því allt að þakka ef svo má segja. Ég hef upplifað mín bestu augnablik á ferlinum með Breiða- bliki og unnið alla þá titla sem í boði eru sem er ómetanlegt. Ég ætla rétt að vona það að systir mín muni sakna mín, bæði innan sem utan vallar, enda erum við bún- ar að spila ansi lengi saman, hlið við hlið, í vörninni. Ég á að sjálfsögðu eftir að sakna hennar og allra gömlu liðsfélaganna mikið en að öllu gríni slepptu þá studdi hún vel við bakið á mér í öllu þessu ferli og hún er mjög ánægð fyrir mína hönd.“ Mikilvægast að spila Bröndby, sem hafnaði í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar fyrir jól og leikur í úrslitariðli deildarinnar sem hefst í mars, er sigursælasta lið danska kvennaboltans en liðið hefur tólf sinnum orðið Danmerkurmeistari, síðast árið 2019, og ellefu sinnum hefur liðið orðið bikarmeistari, síð- ast árið 2018. „Bröndby á það sameiginlegt með Breiðabliki að vilja berjast um alla þá titla sem í boði eru. Það heillaði mig líka mikið að fara til félags sem vill vera að berjast á toppnum enda er ég orðin mjög vön því að vera í þannig umhverfi. Það eru komin ein- hver ár síðan félagið varð síðast Danmerkurmeistari og markmiðið er að koma liðinu aftur í fremstu röð. Ég er búin að vera inn og út úr landsliðshópnum undanfarin ár en markmiðið er að sjálfsögðu að vera í hópnum sem fer til Englands í loka- keppnina í sumar. Ein stærsta ástæðan fyrir því að ég valdi Bröndby er sú að ég veit að ég er að fara að spila hjá félaginu. Ef ég ætla mér að vera í landsliðinu þá þarf ég að vera að spila reglulega fyrir mitt félagslið og standa mig vel. Við þurf- um svo bara að bíða og sjá hverju það mun skila mér,“ bætti Kristín Dís við í samtali við Morgunblaðið. Saknar mín vonandi eitthvað - Kristín Dís Árnadóttir leikur ekki lengur við hlið systur sinnar í vörn Breiða- bliks - Samdi við sigursælasta félag Danmerkur, Bröndby, á dögunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Varnarjaxl Kristín Dís Árnadóttir stöðvar sóknarmann Vals í toppslag á síð- asta tímabili. Nú er hún komin í raðir Bröndby í Danmörku. Subway-deild karla ÍR – Valur.............................................. 80:83 Keflavík – Þór Ak ................................. 97:77 Vestri – Tindastóll .............................. 88:107 Stjarnan – KR....................................... 90:79 Staðan: Þór Þ. 16 12 4 1548:1406 24 Keflavík 17 12 5 1533:1426 24 Njarðvík 15 11 4 1405:1237 22 Valur 17 10 7 1390:1356 20 Stjarnan 17 10 7 1523:1464 20 Grindavík 16 9 7 1368:1353 18 Tindastóll 16 8 8 1408:1447 16 Breiðablik 16 7 9 1685:1667 14 ÍR 17 7 10 1520:1504 14 KR 15 7 8 1340:1386 14 Vestri 16 3 13 1263:1435 6 Þór Ak. 16 1 15 1205:1507 2 NBA-deildin Orlando – Atlanta ............................. 109:130 Boston – Detroit ............................... 111:112 Indiana – Washington...................... 113:108 New York – Brooklyn ...................... 106:111 Chicago – Sacramento ..................... 125:118 Memphis – Portland......................... 119:123 Minnesota – Toronto.......................... 91:103 Oklahoma City – San Antonio ......... 106:114 Phoenix – Houston ........................... 124:121 Golden State – Denver..................... 116:117 LA Lakers – Utah ............................ 106:101 57+36!)49, Anna Shcherbakova frá Rússlandi, sautján ára heimsmeistari í list- hlaupi kvenna á skautum, bætti ól- ympíugullinu í safn sitt í gær þegar seinni hluti keppninnar fór fram á Vetrarólympíuleikunum í Peking í gær. Allra augu voru á hinni fimmtán ára gömlu löndu hennar, Kamilu Valievu, sem var efst eftir fyrri hlutann en hefur verið látlaust í fréttunum vegna lyfjaprófsins sem hún féll á heima í Rússlandi fyrir áramótin. Valieva þoldi ekki álagið, hlekktist nokkrum sinnum á og endaði í fjórða sæti. Shcherbakova var önnur eftir fyrri hlutann og fylgdi því vel á eftir en hún náði sín- um besta árangri, 255,95 stigum. Alþjóðaíþróttadómstóllinn heim- ilaði Valievu að keppa áfram á leik- unum eftir að hún hafði verið sett í bann að lokinni liðakeppninni í Peking. Alþjóðaólympíunefndin hafði í kjölfarið ákveðið að verð- laun yrðu ekki afhent ef Valieva yrði meðal þriggja efstu en til þess kom ekki. Alexandra Trusova frá Rússlandi fékk silfrið og Sakamoto Kaori frá Japan bronsið. AFP Vonsvikin Kamila Valieva missti af möguleikanum á verðlaunasæti á Vetr- arólympíuleikunum þegar henni hlekktist nokkrum sinnum á í gær. Heimsmeistarinn vann en Valieva fjórða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.