Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 25.02.2022, Síða 2

Morgunblaðið - 25.02.2022, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022 SÓL Á TENERIFE & KANARÍ ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS TENERIFE 02. -09. MARS - 7 DAGAR LABRANDA SUITES COSTA ADEJE 4* VERÐ FRÁ137.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 182.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA KANARÍ 29. MARS - 11. APRÍL - 13 DAGAR SERVATUR WAIKIKI 4* VERÐ FRÁ110.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 157.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA MEÐ MORGUNV. HÁLFT FÆÐI Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon Unnur Freyja Víðisdóttir „Það streymir enn fólk til okkar,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, for- stöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Þó öllum takmörkunum hafi nú verið aflétt og þar með talið að þeir sem smitast af kórónuveirunni skuli sæta einangrun er enn þörf á farsótt- arhúsum að mati Gylfa. „Við verðum með opið út mars. Hér í Reykjavík verðum við með Hótel Lind opið og fyrir norðan er það Hótel Akureyri. Nú eru 70 manns hjá okkur sem er kannski ekki mikið miðað við það sem verið hefur en er þó nóg til að fylla Lindina,“ segir Gylfi. Hann segir jafnframt að mismun- andi ástæður geti verið fyrir því að fólk þurfi að geta leitað í sóttvarna- hús í dag. „Í mörgum öðrum löndum hefur ekki verið létt á þessum ákvæðum þannig að fólk getur ekki ferðast til síns heima nema með nei- kvætt PCR-próf. Það eru einnig allt- af einhverjir Íslendingar sem geta ekki einangrað sig heima fyrir og svo eru hér einhverjir sem búa úti á landi en þurfa að vera nálægt spít- alanum.“ Almennri notk- un PCR-prófa var hætt í gær. Þann- ig er ekki lengur í boði fyrir al- menning með ein- kenni sem benda til smits af völd- um Covid-19 að panta PCR-sýna- töku heldur eru einungis hrað- greiningarpróf í boði. Hámarki PCR-greiningargetu vegna Covid-19 var náð fyrir nokkru, sem leiddi til þess að bið eftir niður- stöðu úr PCR-greiningum var orðin allt að þrír sólarhringar. Samkvæmt tilkynningu frá sóttvarnalækni er bæði hægt að panta tíma í hraðgrein- ingarpróf hjá heilsugæslunni í gegn- um Heilsuveru og hjá þeim einka- fyrirtækjum sem bjóða upp á hraðgreiningarpróf. Prófið er ein- staklingum að kostnaðarlausu. Jákvætt hraðgreiningarpróf mun því nægja til greiningar á Covid-19 og ekki verður þörf á staðfestingu á greiningunni með PCR-prófi. Próf- anir á vegum heilsugæslunnar munu eftir sem áður fara fram á Suður- landsbraut 34. Farsóttarhúsin opin til marsloka - Almennri notkun PCR-prófa hætt Gylfi Þór Þorsteinsson Allir háskólar landsins taka þátt í Há- skóladeginum á morgun, laugardag, frá klukkan 12 til 15. Tilkynnt hafði verið að dagurinn yrði stafrænn í ár, rétt eins og í fyrra, og verður staðið við þau áform þrátt fyrir að sótt- varnaaðgerðum hafi verið aflétt. Nemendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar og starfsfólk háskól- anna verða tilbúin að spjalla við gesti dagsins í netspjalli á vefsíðu Há- skóladagsins og hægt er að kynna sér allar námsleiðir í grunnnámi. Háskóladagurinn stafrænn ENGAR BREYTINGAR ÞRÁTT FYRIR AFLÉTTINGAR Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við ætlum að byrja snemma og tök- um öllum gestum fagnandi,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prik- inu við Laugaveg. Búast má við að mikil stemning verði í miðborg Reykjavíkur í kvöld og um helgina. Skemmtistaðir mega hafa opið fram á nótt eftir að sótt- varnaaðgerðum var aflétt á mið- nætti. Að undanförnu hefur af- greiðslutími verið skertur og gestir og starfsfólk skemmtistaða hafa þurft að gangast undir ýmsar reglur vegna samkomutakmarkana. Það breytist í kvöld. „Það er gott hljóð í fólki hér. Við fengum fínan fyrirvara til undirbún- ings og nú eru allar pantanir komnar í hús, vaktir á stöðunum eru vel mannaðar og plötusnúðar eru klárir að vaka fram eftir og spila fyrir gesti. Það mun eflaust taka marga tíma að venjast gamla kerfinu. Hér eru starfsmenn sem eru komnir með ágætan starfsaldur, jafnvel tveggja ára, en hafa sjaldnast unnið lengur en rétt fram yfir miðnætti,“ segir Geoffrey en þeir skemmtistaðir sem eru opnir lengst skella ekki í lás fyrr en hálffimm í nótt. Geoffrey segir aðspurður að hann búist við að gestir vilji fá útrás fyrir uppsafnaða skemmtanaþörf eftir takmarkanir síðustu mánuði. „Það eru margir nýir og betri siðir sem hafa orðið til í þessum faraldri en ég býst nú við að margir verði eins og beljurnar á vorin. Mér finnst líklegt að það mælist óróapúls í fólk- inu í bænum í kvöld.“ Steinþór Helgi Arnsteinsson, eig- andi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu, segir að ríkisstjórnin hafi sýnt hugrekki með því að aflétta öllu. Hann býst við því að mjög margir verði í bænum um helgina. „Það verður stuð, ekki spurning. En þetta verður kannski ekki eins og þegar aflétt var síðasta sumar. Fyrir okkur á Röntgen eru þetta bara tveir tímar til viðbótar sem opið verður og við munum bara halda okkar striki.“ Hann segir að það hafi verið líf- legt skemmtanahald síðustu helgar í bænum. Mesti munurinn verði að nú verði nokkrir staðir opnir lengur fram eftir. „Ég held að þessar aflétt- ingar muni aðallega verða góðar andlega fyrir fólk.“ Víkingar halda dansleik Hrefna Sif Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá miðasölufyrirtæk- inu Tix, segist finna fyrir jákvæðum breytingum á miðasölumarkaðinum í kjölfar þess að tilkynnt var um af- léttingar. „Miðasala hefur aukist jafnt og þétt í vikunni og mér heyrist að það séu mjög margir að fara að setja við- burði af stað í sölu. Auk þess hefur sala á viðburði sem búið var að til- kynna tekið aftur við sér. Það er mjög gott hljóð í viðburðahöldurum og allt að fara á fulla ferð á ný,“ segir hún. Sem dæmi um að margir hugsa sér nú gott til glóðarinnar mátti sjá á samfélagsmiðlum í gær að Íslands- meistaralið Víkings í knattspyrnu hefur auglýst Víkingsgleði hinn 25. mars nk. Er þar um að ræða áður auglýst þorrablót sem sett verður í nýjan búning. Ekki er ólíklegt að fleiri íþróttafélög og félagasamtök fylgi í kjölfarið á næstunni. Hrefna segir jafnframt að við- burðahaldarar virðist treysta því að afléttingarnar nú séu komnar til að vera. Síðustu mánuði hafi margir veigrað sér við að fara af stað við skipulagningu af ótta við að skellt yrði í lás að nýju. „En nú eru þeir orðnir öruggari með að það sé hægt að halda viðburði,“ segir hún. Óróapúls í miðborginni í nótt - Mikil ánægja með afléttingu samkomutakmarkana - Skemmtistaðir mega nú hafa opið fram eftir nóttu og búist er við miklu lífi í miðbænum í kvöld og nótt - Miðasala á viðburði hefur aukist í vikunni Morgunblaðið/Eggert Djammið Búast má við því að mikið líf verði í miðborginni í nótt. Á Bankastræti Club verður dansað fram eftir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vinsæll Laddi hefur bætt við auka- sýningu í tilefni 75 ára afmælisins. Aflétting allra sóttvarnaaðgerða Forvitni Háskóladagurinn 2016. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.