Morgunblaðið - 25.02.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022
Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15
ER FERMING
FRAMUNDAN
Fáið fagleg ráð og
mælingu fyrir stóra daginn
Haldari 7.650,-
Hlýralaus
haldari 7.990,-
Frábært úrval af vörum fyrir
fermingardaginn á móður og dóttur.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ef nýtt tengivirki Landsnets og af-
hendingarstaður raforku við Lækjar-
tún, skammt frá Þjórsárbrú, hefðu
verið komin í gagnið í óveðrinu í vik-
unni hefði ekki komið til þess víðtæka
straumleysis sem varð á Suðurlandi
og í Vestmanna-
eyjum. „Þetta
undirstrikar
mikilvægi þeirra
framkvæmda sem
við erum með um
allt land til að
auka afhending-
aröryggi raf-
orku,“ segir Guð-
mundur Ingi
Ásmundsson, for-
stjóri Landsnets,
en veðrið olli talsverðu tjóni á flutn-
ingskerfinu enda með verri veðrum
sem gengið hafa yfir.
Forstjórinn er ánægður með
hvernig gekk að mæta ógnunum í
óveðrinu, þótt um 20 línur hafi slegið
út og sumar oft. „Við höfum gott
skipulag þegar við búum okkur undir
óveður. Kom það í ljós núna og okkur
gekk mjög vel að eiga við ástandið,
miðað við aðstæður. Þar skiptir
miklu máli að hafa þrautþjálfað
starfsfólk auk þess sem við höfum
gott samstarf við almannavarnir.
Línurnar fara inn og út og þegar ekki
eru skemmdir er mikilvægt að setja
þær inn eins fljótt og mögulegt er.
Það gekk mjög vel,“ segir Guðmund-
ur.
Hann bætir því við að raforkukerf-
ið sjálft sé ekki að mæta sívaxandi
kröfum um afhendingaröryggi og
hluti af því sé það veikburða að það
þoli illa það mikla rok sem var í
óveðrinu í vikunni.
Auka veðurþol mannvirkja
Rifjar Guðmundur upp að Lands-
net hafi unnið samkvæmt áætlun um
styrkingu kerfisins. „Mikilvægast er
að fjölga tengingum og vera alltaf
með varaleiðir, ef eitthvað fer úr-
skeiðis. Við þurfum einnig að upp-
færa þol mannvirkja okkar gegn
veðuráraun eins og búast má við hér
á landi. Í þeim tilgangi höfum við ver-
ið að byggja yfir spennistöðvar okkar
og gera þær óháðar veðri. Við áætl-
um að koma flestum sem eftir eru í
hús á næstu tíu árum. Annar liður í
því er að koma línum á lægri spennu
sem mest í jarðstrengi. Þá þarf að
byggja sterkari línur með stálmöstr-
um í stað tréstaura sem brotna gjarn-
an í óveðrum,“ segir Guðmundur.
Veðrið var verst á vesturhluta
landsins. Á Suðurlandi fóru út þrjár
af þeim fjóru línum sem sjá lands-
hlutanum fyrir raforku og því þurfti
að skerða orkuafhendingu um tíma.
Guðmundur segir að Landsnet hafi
verið í miklum framkvæmdum á
Suðurlandi. Verið sé að reisa nýja
spennistöð og afhendingarstað raf-
orku í Lækjartúni, skammt frá Þjórs-
árbrú, sem komist í gagnið með vor-
inu. Búið sé að leggja línu þaðan á
Hellu í jarðstreng og sömuleiðis lín-
una á milli Hellu og Hvolsvallar. „Ef
tengivirkið hefði verið komið hefði
ekki orðið neitt straumleysi á Suður-
landi eða í Vestmannaeyjum,“ segir
Guðmundur.
Varaafl aukið
Hann segir að áhersla fyrirtækis-
ins sé að tryggja öryggi raforkukerf-
isins. Það sé í samræmi við loftslags-
markmið stjórnvalda. Eigi að síður
þurfi að styrkja varaafl á nokkrum
stöðum. Það hefur þegar verið gert
með fimm vararafstöðvum sem sett-
ar hafa verið upp á Snæfellsnesi, Dal-
vík, Kópaskeri og í Vestmannaeyjum.
Fimm stöðvar til viðbótar eru á leið-
inni til landsins og verða þær notaðar
til að styrkja varaafl á einhverjum af
þessum stöðum og öðrum.
Viðgerðum að ljúka
Nú er viðgerðum lokið á flestum
þeim línum sem biluðu í vikunni. Þó
er byggðalínuhringurinn enn rofinn
vegna brotinna staura í Vesturhópi í
Húnavatnssýslu. Guðmundur segir
að línumenn Landsnets séu í kapp-
hlaupi við tímann að ljúka viðgerð áð-
ur en næsti stormur gengur yfir
svæðið.
Gekk vel að eiga við óveðrið
- Nýtt tengivirki Landsnets við Þjórsárbrú hefði komið í veg fyrir víðtækt straum-
leysi í óveðrinu - Tekið í notkun í vor - Fimm nýjar vararafstöðvar keyptar
Ljósmynd/Þóroddur Þóroddsson
Gert við Unnið að viðgerð á Sultartangalínu 3 en hún bilaði í óveðrinu í hálendisbrúninni skammt frá Búrfellsstöð.
Guðmundur Ingi
Ásmundsson
Herjólfur siglir ekkert til Landeyja-
hafnar þessa dagana. Stafar það af
brælum og of litlu dýpi í innsigling-
unni. Í staðinn er siglt til Þorláks-
hafnar, þegar það á annað borð er
hægt. Veðurútlitið er ekki gott fyrir
næstu daga.
Hörður Orri Grettisson, fram-
kvæmdastjóri Herjólfs, segir að
þegar veður leyfi sé siglt inn í Land-
eyjahöfn eftir flóðatöflum, það er að
segja þegar flóð er en ekki fjara. Síð-
ast hafi verið siglt þangað síðastlið-
inn laugardag. Hann segir að marg-
ar ferðir hafi einnig fallið niður í
siglingum til Þorlákshafnar, til
dæmis hafi ekkert verið siglt 7. og 8.
febrúar.
Mikilvægt samgöngutæki
Dýpkunarskipið Dísa hefur unnið
að dýpkun, þegar veður hefur leyft,
og heldur áfram þegar lægðirnar
hafa gengið yfir. Hörður segir ekki
vitað hvernig staðan er núna í höfn-
inni. Hugsanlegt sé að meiri sandur
hafi borist inn í innsiglinguna. Það
verði mælt þegar hægt verður.
„Við erum óánægð með að þurfa
að sigla til Þorlákshafnar en sýnum
því skilning þegar ekki er fært í
Landeyjahöfn. Okkur Eyjamönnum
þykir verra ef ekki er hægt að sigla í
góðu veðri vegna þess að dýpið er
ekki nógu mikið. Þessi staða kemur
fram í því að flutningur farþega
hrapar, fólk er ekkert á ferðinni þeg-
ar svona er, enda hefur ófærð líka
verið á Hellisheiði og í Þrengslum,“
segir Hörður.
Hann vekur athygli á að Herjólfur
gegni einnig mikilvægu hlutverki
fyrir atvinnulífið í Vestmannaeyjum.
Fyrirtækin treysti á öflugar sam-
göngur og því sé mikilvægt að sigla,
ef þess er einhver kostur.
helgi@mbl.is
Ekki hægt að sigla
til Landeyjahafnar
- Ekki er gott
veðurútlit fyrir
allra næstu daga
Morgunblaðið/Óskar Pétur
Óveður Ferjan hefur verið bundin
við bryggju heilu dagana.
Hafrún Olgeirs-
dóttir mun leiða
lista sjálfstæð-
ismanna í Norð-
urþingi í sveitar-
stjórnakosn-
ingum í vor. Upp-
stillingarnefnd
Sjálfstæðisflokks-
ins í Norðurþingi
bar upp til sam-
þykktar framboðslista flokksins
vegna sveitarstjórnarkosninganna
2022 á félagsfundi á Húsavík í gær,
en þar með er kominn fram fyrsti
framboðslisti fyrir kosningarnar í
vor.
Hafrún var kjörin í sveitarstjórn
Norðurþings fyrir E-listann, Lista
samfélagsins, í sveitarstjórnarkosn-
ingum 2018. Sveitarstjórnarfólk E-
listans ákváð nú að ganga til liðs við
Sjálfstæðisflokkinn og skipa 1. og 4.
sæti listans. Í síðustu kosningum
fengu sjálfstæðismenn þrjá menn
kjörna og E-listinn einn, en eins og
fram hefur komið leitaði Kristján Þór
Magnússon, sveitarstjóri og oddviti
sjálfstæðismanna, ekki endurkjörs.
Meirihluta í sveitarstjórninni skipa
nú Sjálfstæðisflokkurinn með þrjá
fulltrúa og Vinstri græn og Samfylk-
ing með sinn fulltrúann hvor.
Hafrún
efst í Norð-
urþingi
Hafrún
Olgeirsdóttir
- Sjálfstæðismenn
kynna framboðslista
Smitum af völdum Covid-19 heldur
áfram að fjölga. Tilkynnt var í gær
um 3.349 smit innanlands síðan á
miðvikudag. Á landamærunum
voru smitin 167 talsins. Aldrei hafa
fleiri smit greinst innanlands.
Í gær voru 12.944 í einangrun, 54
á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu.
Sjúkrahúsið á Akureyri leiðrétti í
gær að andlát aldraðs manns um
síðustu helgi hefði verið vegna Co-
vid-19. Á vefnum covid.is segir að
alls hafi 61 látist í faraldrinum.
Veirusmit áfram
í hæstu hæðum