Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 25.02.2022, Side 8

Morgunblaðið - 25.02.2022, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022 Evrópa stendur frammi fyrir mestu stríðsaðgerðum frá seinna stríði og heimurinn allur stendur frammi fyrir ógn af stærðargráðu sem hann hefur ekki séð áratugum saman. Innrás rússneska hers- ins hefur valdið óhug og verulegum áhyggj- um víða um heim, ekki síst hinn vestræna. - - - Ástæðan er vita- skuld hættan á verulegu mannfalli, auk þess sem öryggi og lífskjörum almenn- ings langt út fyrir Úkraínu er ógnað. En svo eru þeir til sem missa ekki sjónar á aðalatrið- unum þó að svona atburðir hristi upp í hinum almenna manni sem átt- ar sig ekki á því sem mikilvægast er. - - - John Kerry, fyrrverandi vonbiðill demókrata um forsetaembættið í Bandaríkjunum og núverandi sér- stakur útsendari Bidens forseta í loftslagsmálum, hefur miklar áhyggjur af stríðsrekstri Rússa, en þó ekki síst vegna áhrifa á loftslagið og afleiðingar stríðsins á stefnu Rússlands í loftslagsmálum. - - - Kerry bendir á að stríðinu muni fylgja mikill útblástur gróð- urhúsalofttegunda en ekki sé síður áhyggjuefni að athyglin á loftslags- málum verði minni en ella. - - - Og Kerry segist þrátt fyrir stríðið „vona að Pútín forseti muni hjálpa okkur að halda okkur við það sem við þurfum að gera fyrir lofts- lagið“. - - - Nú er bara að taka undir með út- sendara Bidens og vona að Pútín gleymi ekki loftslagsmarkmið- unum, þá hlýtur allt að fara vel. John Kerry Útsendarinn og aðalatriðin STAKSTEINAR Vladimír Pútín Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Maðurinn sem var skotinn af lög- reglu á Egilsstöðum í ágúst sl. og var ákærður fyrir að hafa skotið af byssu sinni nokkrum sinnum, bæði inni í húsi fyrrverandi manns sambýlis- konu sinnar og víðar, játaði brot sín að hluta en neitaði m.a. sök um til- raun til manndáps. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins fyrir Hér- aðsdómi Austurlands í gær. Líkt og mbl.is hefur greint frá er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignarspjöll og vopnalagabrot, hótun, brot gegn barnaverndarlögum, brot gegn vald- stjórn og hættubrot. Fram kemur í ákæru málsins að hann hafi að kvöldi 26. ágúst ruðst heimildararlaust inn í íbúðarhúsið í Dalseli, undir áhrifum áfengis og vopnaður hlaðinni hagla- byssu og hlaðinni skammbyssu, með þeim ásetningi að bana húsráðanda. Var húsráðandi ekki heima en mað- urinn skaut þremur skotum úr haglabyssunni innandyra og tveimur úr skammbyssunni. Þá skaut hann einnig tveimur skotum í hlið bifreið- ar og framan á annan bíl, bæði með haglabyssunni og skammbyssunni. Maðurinn neitaði við aðalmeðferð- ina að hafa hótað sambýliskonu sinni. Hann neitaði ásetningi að hafa ætlað að bana húsráðanda og neitaði sök um tilraun til manndráps. Neitaði sök um tilraun til manndráps - Aðalmeðferð skotárásarmálsins í Dalseli á Egilsstöðum fór fram í gær Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Egilsstaðir Frá aðalmeðferð í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra gær. Áformað er að auka fiskeldi við Kal- manstjörn á Reykjanesi og hefur Benchmark Genetics Iceland lagt fram umhverfismatsskýrslu um verkefnið. Framleiðsla á laxi verður aukin úr 190 tonnum, miðað við gild- andi leyfi, í allt að 600 tonna há- markslífmassa. Með auknu eldi á kynbótalaxi verður hægt að fram- leiða allt að 200 milljónir hrogna, sem er tvöföldun á núverandi fram- leiðslu í stöðinni. Við þetta bætist hrognafram- leiðsla BG Iceland í eldisstöðinni við Vogavík, þannig að heildarfram- leiðsla fyrirtækisins verður um 350 milljónir hrogna, ef allt gengur eftir. BG Iceland sér öllum laxeldis- stöðvum á landinu fyrir laxa- hrognum og er eina fyrirtækið á Ís- landi sem selur laxahrogn til annarra landa, segir í skýrslunni. Til að mæta aukinni framleiðslu og hafa svigrúm til aukinnar vatns- vinnslu í framtíðinni er gert ráð fyrir að bora tvær vinnsluholur á lóð BG Iceland, austan Nesvegar. Ætlunin er að auka vinnslu á grunnvatni um 700 l/s. Sótt verður um leyfi til að nýta allt að 1.500 l/s meðalrennsli á ári af grunnvatni (jarðsjór og ísalt vatn), að því er fram kemur í frum- matsskýrslunni. Rekur sex eldisstöðvar Stofnfiskur hf. var stofnaður í mars 1991 af Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði í þeim tilgangi að sjá um kynbætur og rannsóknir á norsk- ættuðum laxi sem hafði verið fluttur til landsins 1984-87. Stofnfiskur sér- hæfir sig í kynbótum á laxi og eldi á hrognkelsum. Stofnfiskur er nú í eigu fyrirtækisins Benchmark Hold- ing og frá janúar 2021 hefur fyrir- tækið starfað undir nafninu Bench- mark Genetics Iceland (BG Iceland). Á vegum BG Iceland eru starf- ræktar sex eldisstöðvar og ein af þeim er eldisstöðin Kalmanstjörn. Þar hefur fyrirtækið haft starfsemi síðan 1991, en Silfurlax þar á undan. Í eldisstöðinni eru níu starfsmenn en samtals starfa um 85 manns í eldis- stöðvum og á skrifstofu BG Iceland. Hyggjast tvöfalda hrognaframleiðslu - Aukning í fiskeldi við Kalmanstjörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.