Morgunblaðið - 25.02.2022, Qupperneq 11
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Í kjölfar þess að Vladimir Pútín
Rússlandsforseti lýsti stríði á hend-
ur Úkraínu í fyrrinótt tóku áhrif
innrásarinnar að hafa áhrif á verð-
bréfamörkuðum víða um heim.
Fyrst komu áhrifin fram á mörk-
uðum í Asíu sem voru opnir. Féll
t.d. Hang Seng-markaðurinn í
Hong Kong um 3,2%. Svipuð áhrif
komu fram á mörkuðum í Evrópu
og þannig lækkaði DAX-vísitalan
þýska um tæp 4%. Þyngsta höggið
reið þó yfir í Kauphöllinni í Moskvu
þar sem úrvalsvísitalan féll um
þriðjung og mörg stórfyrirtæki
tóku á sig tugprósenta högg. Urðu
miklar vendingar á mörkuðum eftir
því sem þvingunaraðgerðir vestur-
veldanna tóku á sig mynd. S&P
500-vísitalan bandaríska hélt sömu-
leiðis áfram að gefa eftir og hefur
frá áramótum lækkað um 12%.
Hagfræðingurinn Neal Shearing
hjá Capital Economics sagði í sam-
tali við New York Times að mark-
aðurinn þyrfti að hafa sinn gang.
Seðlabankar, sem alla jafna gætu
brugðist við og dælt fjármagni út í
hagkerfin til að örva þau vegna
herpings af völdum stríðsátaka,
væru nú með báðar hendur bundn-
ar í viðleitni sinni til að herða pen-
ingastjórnina í skugga mikillar
verðbólgu.
Íslenski markaðurinn rauður
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn
var ekki eyland í þessu gjörninga-
veðri. Úrvalsvísitalan lækkaði um
tæp 5% í viðskiptum gærdagsins. 41
milljarður þurrkaðist út af mark-
aðsvirði Marel, er það jafnvirði alls
markaðsvirðis fasteignafélagsins
Eikar. Bréf Icelandair Group lækk-
uðu mest allra hér á landi eða um
rúm 9%.
Mörg flugfélög um heiminn urðu
raunar fyrir þungu höggi á mörk-
uðum í gær vegna ástandsins sem
talið er að muni hafa áhrif á ferða-
vilja fólks, ekki síst í Evrópu. Þann-
ig lækkuðu t.d. hlutabréf Lufthansa
um tæp 7% í gær og Wizz air, sem
er með mikil umsvif í Austur-Evr-
ópu lækkaði um 12,5%. Þyngstu
höggi varð þó rússneska flugfélagið
Aeroflot fyrir, en eftir að Boris
Johnson, forsætisráðherra Bret-
lands, lýsti því yfir að flugfélaginu
væri nú bannað a fljúga um loft-
helgi landsins og þar með að lenda
á breskum flugvöllum lækkaði fé-
lagið um rúm 25% í Kauphöllinni í
Moskvu. Þá lækkuðu bréf Finnair
um rúm 11% en fyrirtækið stólar í
sínu viðskiptamódeli mjög á yfir-
flugsheimildir hjá Rússum.
Olían í hæstu hæðum
Orkumarkaðir hafa verið í deigl-
unni vegna yfirvofandi stríðsátaka í
Úkraínu. Skýrist það ekki síst af
því að Rússar eru þriðji stærsti ol-
íuútflytjandi heims og stærsti ga-
sútflytjandi veraldar um leið.
Hafa áhyggjur vaxið mjög af því
að útflutningur frá Rússlandi muni
raskast á komandi dögum og vik-
um. Þannig hækkuðu framvirkir
samningar um gas (Dutch TTF) í
gærmorgun um tæp 70% en í lok
dags nam lækkunin frá miðvikudeg-
inum um 52%. Þá hækkaði Brent-
Norðursjávarolían á tímabili um 9%
og fór í 105 dollara á tunnuna. Hef-
ur olían ekki reynst dýrari á mörk-
uðum frá árinu 2014. Gaf verðið
nokkuð eftir þegar leið á gærkvöld-
ið og stóð þá tunnan í 98,5 doll-
urum.
Aukin verðbólga í kortunum
Verðbólgan sem hefur verið í
kastljósi flestra seðlabanka heims-
ins síðustu mánuði hverfur allra síst
af sviðinu við núverandi aðstæður.
Bendir Financial Times m.a. á að
ótti við truflanir á birgðakeðjum
einskorðist ekki við olíu- og gasút-
flutning frá Rússlandi. Þannig
munu aðgerðir Rússa á Azov-hafi,
þar sem mikilvægar stórskipahafnir
þeirra og Úkraínumanna eru stað-
settar, raska mjög flæði korns og
stáls á alþjóðlega markaði.
Birtast áhrifin af þessu m.a. í
hækkandi verði á hrávörum á borð
við hveiti og þannig skutust fram-
virkir samningar með hveiti í Chi-
cago upp um nærri 6% og er það til
marks um það með hvaða hætti
átökin munu hafa verðbólguhvetj-
andi áhrif.
Skjálfti á verðbréfamörkuðum
- Rússneska rúblan í frjálsu falli - Úrvalsvísitalan íslenska lækkaði um 4,85% - Icelandair lækkaði
um 9% - Olíuverð ekki verið hærra síðan 2014 - Framvirkir gassamningar hækkuðu um 70% um tíma
AFP
Miklar lækkanir Gríðarleg verðmæti hafa orðið að engu með því höggi sem árás Rússlands hefur í för með sér.
FRÉTTIR 11Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |eirvik.is | Opið virka daga10-18
– 3 tæki í einu og mögulegt að breyta samsetningu ryksugu eftir þörfum
– Allt að 60 til120 mínútna samfelldur gangtími
– Breiður ryksuguhaus sem hentar fyrir allar gerðir gólfefna
Skaftryksuga frá Miele með Li-ion rafhlöðu
Hagnaður Kviku banka meira en fjór-
faldaðist á milli áranna 2020 og 2021.
Hagnaðurinn í fyrra nam 10,7 millj-
örðum króna samanborið við 2,3 millj-
arða árið á undan. Þetta kemur fram í
ársuppgjöri bankans.
Heildareignir hans námu í lok tíma-
bilsins rúmum 246 milljörðum króna
en þær tvöfölduðust milli ára og voru
123 ma. kr. árið 2020. Kvika og TM
runnu saman í eina sæng á liðnu ári.
Eigið fé er nú 78,4 ma. kr. en það
var 19,2 ma. kr. í lok árs 2020.
Eiginfjárhlutfall samstæðunnar án
tryggingastarfsemi (CAR) var 33,8% í
lok tímabilsins.
Viðburðaríkt ár
Jákvæð hrein virðisbreyting var
139 milljónir króna á árinu samanbor-
ið við hreina virðisrýrnun upp á 317
milljónir árið á undan.
Marinó Örn Tryggvason forstjóri
segir í tilkynningunni að árið 2021
hafi verið viðburðaríkt. „Samruninn
gekk vonum framar og betur hefur
gengið að ná fjárhagslegum mark-
miðum samrunans en væntingar
stóðu til.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjármál Sameining TM, Lykils og
Kviku gekk vel á árinu 2021.
Kvika hagnaðist
um 10,7 milljarða
- Heildareignir
fyrirtækisins 246
milljarðar króna
25. febrúar 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.47
Sterlingspund 169.18
Kanadadalur 98.1
Dönsk króna 18.982
Norsk króna 14.073
Sænsk króna 13.364
Svissn. franki 135.37
Japanskt jen 1.0813
SDR 174.56
Evra 141.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.1594
Gjaldmiðlar verða fyrir mismunandi áhrifum af völdum hernaðarbrölts
Rússa í Úkraínu. Líkt og gjarnan áður, þegar óvissa eykst mikið, leita fjár-
festar í dollar, langsterkasta alþjóðlega gjaldmiðilinn. Styrktist hann tals-
vert gagnvart helstu myntum í gær.
Komu þessar hreyfingar fram í gengi íslensku krónunnar gagnvart
helstu myntum. Þannig veiktist krónan um 0,43% gagnvart evru en veik-
ingin gagnvart dollar nam 1,52%. Enginn gjaldmiðill varð þó eins illa úti
vegna aðgerða Pútíns en hans eigin. Rússneska rúblan beinlínis hrundi í
verði og hefur aldrei verið jafn veik gagnvart dollarnum.
Úkraínski gjaldmiðillinn hryvnia veiktist einnig og hefur reyndar verið á
þeirri vegferð undanfarna daga eftir því sem átökin hafa tekið á sig skýrari
mynd. Er myntin nú veikari en hún hún hefur verið frá því í ársbyrjun 2015.
Dollarinn sýnir styrkleika sinn
FJÁRFESTAR LEITA Í ÖRUGGA HÖFN