Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 25.02.2022, Síða 13

Morgunblaðið - 25.02.2022, Síða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022 1053 9361 19133 30872 41089 48307 58229 69177 1116 9387 19603 31230 41444 48335 58543 69247 1171 9468 20551 31265 41659 48397 58610 69305 1754 9488 20816 31903 42054 48814 58640 69435 2327 9522 20836 31962 42213 48904 58954 69980 3006 9570 20906 31977 42369 49318 59376 70004 3280 9886 21014 32531 42661 50663 59642 70810 3836 10898 21233 33391 42975 50738 59963 70956 3972 11032 21663 33944 42978 50848 60788 71535 4349 11150 21729 34157 43148 50888 60855 71567 4372 11347 21737 34225 43299 50900 60874 72686 4833 11553 21802 35912 43496 51197 61368 72688 4855 11764 21980 35915 43627 51578 61498 72984 5040 11996 22276 36126 43878 52039 61774 73041 5058 12089 22773 36871 44050 52134 61870 73831 5305 12127 23807 37079 44133 52417 62162 73854 5383 12271 24113 37245 44220 52945 62598 73937 5603 12345 24837 37302 44383 53250 62745 74972 5653 12740 25118 37414 44444 53407 62905 75680 5772 13672 25536 37455 44455 53724 63739 75786 5929 14094 25759 37656 44482 53820 64482 76157 5935 14200 26074 37829 44546 53847 64883 76332 6103 14612 26132 38062 44635 53900 65438 76438 6594 14672 26973 38132 44740 53906 65535 76551 6683 15292 27177 38257 45066 54339 65709 76766 7192 15321 27499 38325 45258 54728 65939 76883 7275 15428 27557 38658 45318 55079 65969 76903 7299 15766 27792 39163 45704 55264 66201 77147 7301 15870 28517 39280 46009 55378 66712 77222 7383 16778 28659 39349 46097 55889 66886 77439 7545 16873 28731 39680 46307 55913 67107 77531 7674 16933 28909 39807 46950 56438 67203 77769 7770 17026 28977 39855 47020 56541 67304 77817 7773 17028 29188 40041 47239 56554 67569 77897 7792 17158 29766 40257 47247 56811 68061 78722 7855 17358 29902 40342 47299 56818 68063 78755 8487 17874 30117 40514 47383 56883 68121 79161 8768 18102 30218 40670 47699 56901 68384 79613 9010 18486 30474 40704 47792 57011 68387 79760 9086 18777 30712 40744 48026 57063 68650 79849 761 11121 21766 31993 41220 57233 64299 72485 2382 11147 22245 32146 43397 57480 65392 72702 3332 11203 22507 34051 43932 57947 66782 73923 5775 11751 22878 34827 45326 58028 67562 77737 6252 14495 23978 36028 46869 59750 68452 77843 6535 14538 24138 36193 47855 60095 69184 78006 6951 15322 25229 36339 49266 60112 69451 78245 8153 18523 26890 36739 49942 61916 70839 78655 9528 19364 27113 37233 49995 61985 70903 79798 9916 19784 28934 37235 53175 62198 71189 10156 19786 29768 37436 54349 62402 71274 10172 21357 29960 39071 55693 62696 72019 10364 21563 30705 39173 56106 63560 72158 Næstu útdrættir fara fram 3., 10., 17., 24. & 31. mars 2022 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 1348 33697 44550 51257 66174 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 364 2900 21921 37477 49827 64143 1407 5329 22531 39497 50015 70223 1941 7414 23256 47004 54808 75877 2673 10123 36596 47065 59978 76232 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 5 7 7 5 43. útdráttur 24. febrúar 2022 Þá sóttu hersveitir Rússa í Hvíta- Rússlandi suður í átt að höfuðborg- inni Kænugarði, og reyndu þær að sækja í gegnum útilokunarsvæðið við Tsjernóbyl-kjarnorkuverið, sem hefur verið lokað fyrir mannaferðir frá kjarnorkuslysinu árið 1986. Kviknaði sá ótti að sprengingar við verið kynnu að þyrla upp geislavirk- um jarðvegi og dreifa um stærra svæði. Eftir því sem leið á gærdag- inn var ljóst að Rússar hefðu náð að eyða megninu af flugher Úkraínu- manna, og var búist við því að þeir myndu sækja fast að Kænugarði og umkringja borgina í nótt, með það að markmiði að knésetja stjórnvöld. Fyrstu tíðindi bentu til þess að Hvít-Rússar tækju einnig þátt í sókninni að Kænugarði, en Alexand- er Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rúss- lands, hafnaði þeim ásökunum í gær. Ekki er þó víst hversu mikið hald er í orðum hans, og hafa vesturveldin ákveðið að beita landið refsiaðgerð- um fyrir þátt þess í innrás Rússa. Loka fyrir markaði Vesturveldin hófu í gær að hrinda í framkvæmd hótunum sínum um viðskiptaþvinganir og aðrar refsiað- gerðir gagnvart Rússum. Tékkland, Lettland og Litháen tilkynntu um daginn að þau myndu hætta að veita Rússum vegabréfsáritanir til landa sinna, og ákváðu Tékkar um leið að loka ræðismannsskrifstofum Rússa í landi sínu og kalla sína eigin ræð- ismenn heim. Joe Biden Bandaríkjaforseti til- kynnti svo í gærkvöldi að Banda- ríkjamenn og bandamenn þeirra í Evrópu, Bretlandi, Kanada, Ástralíu og Japan hefðu tekið höndum saman um að koma í veg fyrir að Rússar geti endurfjármagnað erlendar skuldir sínar með gjaldmiðlum þátt- tökuríkjanna. Eigur tveggja stærstu banka Rússlands verða frystar og Gazprom og önnur rússnesk ríkisfyrirtæki verða útilokuð frá lántöku á vest- rænum mörkuðum. Þá munu vest- urveldin banna útflutning á hátækni- vörum til Rússlands og reyna þannig að lama vopnaþróun og flugiðnað Rússa. „Þetta mun setja þungar byrðar á efnahag Rússa, bæði núna strax og yfir lengri tíma,“ sagði Biden. Ekki var þó ráðist í að útiloka Rússa frá alþjóðlega SWIFT-bankakerfinu, þrátt fyrir að Úkraínumenn kölluðu eftir því í gær. Sagði Biden að það væri enn þá á borðinu, en að ríki Evrópu væru ekki reiðubúin til þess. Hann lagði hins vegar áherslu á að þær aðgerðir sem kynntar voru í gær væru enn harðari en útilokun Rússa frá SWIFT, og sagði að enn kæmi til greina að beita Pútín sjálfan refsiaðgerðum. Blóði drifinn einræðisherra Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, tilkynnti í gær um umfangs- miklar refsiaðgerðir, sem eiga að bíta á hagkerfi Rússa næstu árin og knésetja efnahag landsins. Kallaði Johnson Pútín blóðidrifinn einræð- isherra sem myndi „aldrei geta þvegið blóð Úkraínu af höndum sér“. Bretar frystu meðal annars allar eigur rússneska VTB-bankans og vopnaframleiðandans Rostec. Þá var rússneska flugfélagið Aeroflot bann- að frá breskri lofthelgi. Breska þingið mun einnig setja ný lög í næstu viku, sem ætlað er að finna eigur rússneskra ólígarka í Bretlandi og frysta þær. Njóta til- lögurnar þverpólitísks stuðnings á þinginu. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, kallaði Andrei Kelín, sendi- herra Rússlands í Bretlandi, á teppið til sín í gær. Stóð fundur þeirra yfir í tíu mínútur, en þá rak Truss hann út fyrir að „endurtaka lygar Rússa um ástæður innrásarinnar“. Sagði Truss að Kelín ætti að skammast sín, og að trúverðugleiki Rússa væri horfinn. AFP Árásir Slökkviliðsmenn í bænum Tsjúgúiv reyna að slökkva eld í íbúðablokk sem Rússar réðust á í gær með eld- flaugaárásum. Segjast Rússar bara hafa skotið á hernaðarmannvirki, en óbreyttir borgarar féllu í árásum þeirra. Allt um sjávarútveg Þúsundir manna mótmæltu innrás Rússa í Úkraínu á götum helstu borga Rússlands, þrátt fyrir að lög- reglan væri með virkt eftirlit með mótmælendum. Mættu nokkur þús- und manns um kvöldið á Púshkín- torgið í miðborg Moskvu, skammt frá Kremlarmúrum og hrópuðu þar slagorðið „Segjum nei við stríði!“ Var það einnig málað með úðabrúsa á hlið við rússneska þinghúsið. Þá mættu um þúsund manns til mót- mæla í St. Pétursborg. Lögreglan handtók rúmlega 1.700 manns sem tóku þátt í mótmælum í 53 borgum vítt og breitt um Rúss- land. Þar af voru um 900 manns handteknir í Moskvu og rúmlega 400 manns í St. Pétursborg. Þá bárust jafnvel fregnir um að lögreglumenn hefðu setið fyrir þekktum and- ófsmönnum og handtekið þá er þeir fóru út úr húsi. Í yfirlýsingum rússneskra stjórn- valda í gær sagði að Rússar styddu stríðið og þörfina á að „frelsa Úkra- ínu og hreinsa af nasistum.“ Fjöldi þekktra Rússa sendi hins vegar frá sér skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem stríðinu var mótmælt harðlega. Alexei Navalní, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, sem nú afplánar fangelsisdóm, lýsti því yfir að hann væri mótfallinn stríðinu, og að tilgangur þess væri að fela hinn mikla þjófnað sem valdhaf- ar í Kreml hefðu stundað á almenn- um Rússum og beina athygli þeirra frá öðrum vandamálum Rússlands. Mótmælt í mörgum borgum Fjölmenn mótmæli gegn stríðinu voru einnig í nokkrum af helstu borgum Evrópu og Norður- Ameríku. Nokkur hundruð manns komu saman við Brandenborg- arhliðið í Berlín, sem lýst var í fána- litum Úkraínu annað kvöldið í röð. Mótmælendur í Prag gengu með borða, þar sem Pútín var líkt við Adolf Hitler og sungu söngva til stuðnings frelsishetjum Úkraínu. Sama var uppi á teningnum í Par- ís, þar sem mótmælendur komu saman við sendiráð Rússlands og líktu innrásinni í Úkraínu við innrás Hitlers í Pólland 1939. 1.700 handteknir vítt og breitt um Rússland - Stríðinu mótmælt um víða veröld - Pútín líkt við Hitler AFP Mótmæli gegn stríði Innrás Rússa í Úkraínu var mótmælt víða um heim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.