Morgunblaðið - 25.02.2022, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Leiðtogar
Vestur-
landa for-
dæmdu hver um sig
innrás Rússlands í
Úkraínu. Það hlutu
þeir að gera. Biden
tönglaðist á því að
varnarbandalagið NATÓ hefði
aldrei verið samhentara en það
er nú. Erfitt er að átta sig á
hver viðmiðunin er. Og miðað
við það sem áður hefur fram
komið í sama dúr þá er þessi
breyting sögð hafa orðið á
NATÓ með komu Bidens sjálfs
inn í Hvíta húsið og brottför
Trumps forvera hans. Það er
satt og rétt að Trump ýtti
hressilega við leiðtogum NATÓ
í Evrópu. Og það var tilefni til.
Evrópuríkin í NATÓ höfðu
komið sér hjá að standa í skilum
með sinn hluta af sameig-
inlegum framlögum til banda-
lagsins og treyst á að Bandarík-
in létu það yfir sig ganga eins og
þau voru vön. En löngu fyrir
Trump höfðu Bandaríkin gert
ítrekaðar athugasemdir um að
hvað sem liði þeim fjármunum,
sem Evrópuríkin veittu þar fyr-
ir utan í varnarviðbúnað, hvert
hjá sér, þá hefði lítt eða ekki
verið horft til þess hvernig þau
framlög kæmu varnarbandalag-
inu og sameiginlegum hags-
munum þess til góða. Allar
þessar athugasemdir voru
gagnlegar og áttu rétt á sér.
Pútín forseti safnaði saman
miklu liði að landamærunum
með Úkraínu. Hann tók þó jafn-
an fram að sú mikla aðgerð væri
alls ekki merki um yfirvofandi
árás. Það fer þó ekki á milli
mála að ákvörðunin ein og und-
irbúningur liðsflutninganna var
stórvirki sem hlaut að hafa mik-
inn kostnað í för með sér. Það
sem síðar gerðist sýnir og sann-
ar að innrásin var vel undirbúin
og á ekki rót í því að forseti
Rússlands taldi að samtöl sín
við leiðtoga Evrópu uppfylltu
ekki ófrávíkjanlegar kröfur
varðandi hugsanlega aðild
Úkraínu að Nató. Þær kröfur
þýða að Rússland eigi lokaorðið
um slíka aðild. Mjög er rætt af
hálfu Pútíns forseta um meint
svik eftirmanna fyrrverandi
leiðtoga vesturvelda, sem gáfu,
að hans mati, fyrirheit sem
Rússar hafi treyst á, sem þýddu
að NATÓ myndi ekki þenjast út
umfram stækkun sem fylgdi
sameiningu Þýskalands. Það
sem síðar varð ógnaði öryggi
Rússlands, og því meir sem
lengra væri gengið.
Aðgerðir Pútíns í Georgíu og
síðar með beinni og óbeinni
landtöku í Úkraínu voru ekki
réttlættar með útþenslu Atl-
antshafsbandalagsins. Þá var
vísað til þess að forystumenn
ESB, með beinum og óbeinum
stuðningi Obama, þá forseta,
hafi í raun staðið fyrir innan-
landsbyltingu í Úkraínu gegn
lögmætum leiðtog-
um landsins. Því
verður ekki neitað
að þar voru undir-
mál og sum heldur
ólánleg, svo ekki sé
meira sagt. En Pút-
ín réttlætti ákvörð-
un sína um að færa Krímskaga
aftur undir Kreml með því að
skaginn hefði aldrei farið. Hann
hefði öldum saman heyrt undir
Rússland og seinast lengst ver-
ið hluti af Sovétríkjunum.
Nikíta Krústsjov færði Krím-
skagann undir Úkraínu, eins og
til hátíðarbrigða, enda sá hann
ekki að í því fælist nein breyting
á því hverjir hefðu lokaorðið um
hann.
Eftir þessar aðgerðir var
gripið til „mjög umfangsmikilla
efnahagsþvingana“ gegn Rúss-
um í þeim tilgangi að knýja þá
til að „skila Krím“ og öðru því
sem þeir sölsuðu til sín í sömu
ferð. Því er haldið fram að þær
„þungbæru efnahagsþvinga-
nir“, sem þá var gripið til,
standi enn! En þá gætu menn
spurt sig, hvernig það mátti
vera að ráðandi ríki ESB,
Þýskaland, gat staðið í sívax-
andi stórviðskiptum við Rúss-
land og nú síðast með því að
stofna til risasamnings á milli
ríkjanna um gassölu og flutning
þess, sem hafði mikla þýðingu
fyrir bæði löndin.
Margir hafa spurt sig hversu
haldgóð tæki efnahagslegar
refsiaðgerðir hafi reynst í gegn-
um tíðina. Margfalt þungbærari
refsiaðgerðir, eins og í dæmum
Norður-Kóreu og Íran, hafa
reynst hægfara aðgerðir, svo
ekki sé meira sagt. Átta ára
refsiaðgerðir gagnvart Rússum
vegna gripdeildar í Úkraínu
hafa engu skilað og virðast að-
eins í gildi fyrir „sum“ ríki eftir
hentugleikum þeirra og Rússa,
og það ríkir löngum mikil sam-
staða um túlkun þeirra hentug-
leika. Við vitum að Krímskaginn
hafði verið í þrjár aldir undir
Rússum þar til sovéski aðalrit-
arinn hressti upp á gleðskap þar
suður frá. Liggur fyrir að
„refsiaðgerðirnar miklu“, sem
gripið var til, hafa þegar skaðað
Ísland svo með nokkrum ólík-
indum er, en það land hafði þó
ekkert með að gera að skaginn
var gefinn og tekinn aftur þegar
gleðin rann af Rússum.
Við hljótum öll að hafa ríku-
lega samúð með Úkraínumönn-
um. En látalæti í þeim efnum
munu ekki gera þeim neitt
gagn. Við sáum öll gagnsemina
af því þegar evrópsku leiðtog-
anir voru settir niður við lang-
borð Pútíns svo þeir gætu kall-
ast á yfir það. Það sem við hin
fréttum af þeim hrópum virðist
hvergi hafa komið nærri því
sem síðan hefur gerst í Úkra-
ínu, íbúum hennar til ríkulegrar
bölvunar og óhamingju sem
lengi munu standa.
Samúðin með Úkra-
ínu er ekki uppgerð,
en gagn „aðgerð-
anna“ sem fylgja er
minna en ekkert}
Efnahagsaðgerðaleysi
Í
fyrrinótt raungerðist það sem við höf-
um óttast undanfarnar vikur. Al-
þjóðalög hafa verið brotin, öryggi
Evrópu er ógnað með innrás Rússa
inn í Úkraínu og almennir borgarar
liggja í valnum. Með innrásinni hafa rússnesk
stjórnvöld einnig brotið Búdapest-samkomu-
lagið frá 1994 um að virða landamæri Úkraínu
og beita það ríki aldrei hervaldi nema í sjálfs-
vörn. Rússar eru líka að brjóta gegn sam-
komulagi sem gert var um vopnahlé eftir
átökin á Krímskaga. Allt þetta gera rússnesk
stjórnvöld án nokkurra röksemda og eðlilega
óttast önnur ríki að Rússar líti annað ríkja-
samkomulag jafn léttvægum augum. En þessi
aðgerð er alls ekki léttvæg heldur kolólögleg
og við því þarf að bregðast af fullri hörku enda
upplifum við nú mestu ógn við öryggi Evrópu
frá seinni heimsstyrjöld. NATÓ- og Evrópusambands-
ríkin standa frammi fyrir stærstu áskorun sinni og það
sem mun ráða úrslitum er samstaða þessara ríkja, sam-
staða fullvalda lýðræðisríkja gegn valdabrölti og árásum
Rússlandshers Pútíns. Samstaðan gerir okkur sterkari,
minnsta sprunga í þeirri samstöðu veikir okkur og þeim
mun meiri verður hættan um allan hinn vestræna heim.
Það er afar mikilvægt að íslensk stjórnvöld hafi líkt og
önnur Evrópuríki afdráttarlaust fordæmt innrás Rússa
og tilkynnt að Ísland muni veita fjármuni til mannúðar-
aðstoðar í Úkraínu. Við í Samfylkingunni styðjum þessar
fordæmingar og teljum við rétt að Ísland skipi sér ein-
dregið í sveit með vestrænum þjóðum sem og að ráða-
menn okkar tali hátt og skýrt á alþjóðavett-
vangi. Því rödd okkar heyrist þrátt fyrir að
við séum lítið ríki og fámennt. Okkar afstaða
skiptir máli.
Það er því miður ljóst að viðbrögð vest-
rænna ríkja þurfa að vera harðari en þegar
hefur verið boðað, því það er greinilegt að
áhrifin duga ekki gegn stríðsviljugum Rúss-
um. Við erum herlaus þjóð, sem betur fer, og
því kemur það í okkar hlut að leita annarra
leiða til að veita Úkraínu stuðning en að taka
þátt í stríðsrekstri.
Það er nauðsynlegt að smáríki eins og Ís-
land sýni samstöðu og beiti öllum tiltækum
ráðum til þess að styðja við úkraínskan al-
menning sem nú óttast um líf sitt og framtíð
lands síns. Líklegt má teljast að saklausir
borgarar komi til með að streyma yfir landa-
mæri Úkraínu enda eru þau ekki örugg þar í landi. Því er
það einnig ánægjulegt að stjórnvöld hafi brugðist við
kalli okkar í Samfylkingunni í gærmorgun um að taka
Úkraínu þegar í stað af lista hinna svokölluðu öruggu
ríkja. Við getum hvort tveggja veitt stuðning með sam-
stöðu okkar sem og með því að veita úkraínskum al-
menningi skjól hér á landi á meðan á innrás stendur. Það
er okkar skylda sem þjóð í samfélagi þjóða.
Við eigum að opna faðminn og veita hér þann stuðning
sem við getum, mannúð og skjól.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Herlaus þjóð býður aðstoð
Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingar.
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
O
fbeldisbrotum þar sem um
líkamsárásir er að ræða
virðist hafa fjölgað veru-
lega á umliðnum árum og
voru 1.808 slík brot skráð í kerfi lög-
reglunnar á seinasta ári samanborið
við 1.655 brot á árinu á undan. Til
samanburðar voru brotin 1.102 á
árinu 2012 og voru því skráð ofbeld-
isbrot 64% fleiri í fyrra en fyrir ára-
tug. Sérstaka at-
hygli vekur að
skráðum ofbeld-
isbrotum þar
sem grunaðir
voru yngri en 18
ára hefur fjölgað
enn örar á sein-
ustu árum.
Þessar upp-
lýsingar má lesa í
skriflegu svari
dómsmálaráð-
herra á Alþingi við fyrirspurn frá
Evu Sjöfn Helgadóttur, varaþing-
manni Pírata, sem óskaði upplýs-
inga um hversu mörg mál hafa verið
skráð í málaskrá lögreglu á seinustu
tíu árum þar sem grunur var um
brot gegn 217. og 218. greinum al-
mennra hegningarlaga. Umrædd
ákvæði í refsilöggjöfinni eru stund-
um nefnd líkamsárásarákvæði lag-
anna.
170 skráð brot einstaklinga
yngri en 18 ára í fyrra
Af yfirliti yfir fjölda brota þar
sem um yngri einstaklinga en 18 ára
er að ræða sem varða við 217. og
218. grein hegningarlaganna má sjá
að á árinu 2012 var skráð 71 brot,
þau voru 98 á árinu 2016, 141 á árinu
2020 og fóru upp í 170 brot á sein-
asta ári eða 139% fleiri en fyrir ára-
tug.
Meirihluti skráðra ofbeldis-
brota sem börn eða ungmenni voru
grunuð um í fyrra eða alls 126 brot
vörðuðu við 217. grein hegning-
arlaganna, sem kveður á um refs-
ingar þegar um minni háttar líkams-
árásir er að ræða en 44 brot voru
talin á 218. grein hegningarlaganna,
sem getur varðað allt að 16 ára fang-
elsi ef um stórfelldar líkamsmeið-
ingar er að ræða.
85,5% fjölgun á fimm árum
Í svarinu er einnig birt yfirlit
yfir fjölda þeirra einstaklinga yngri
en 18 ára sem grunaðir eru um of-
beldisbrot og kemur fram að þeim
hefur fjölgað stórlega á umliðnum
áratug. Á árinu 2012 voru alls skráð-
ir 78 einstaklingar yngri en 18 ára
sem grunaðir voru um ofbeldisbrot
gegn umræddum greinum hegning-
arlaganna. Þeir voru 137 árið 2017,
200 á árinu 2020 og hafði svo fjölgað
í 219 í fyrra. Er fjölgunin 85,5% á
undanförnum fimm árum.
Tekið er fram í svari ráðuneyt-
isin sem byggt er á upplýsingum
embættis ríkislögreglustjóra, að
fjölgunina megi líklega að hluta til
skýra af breytingum á verklagi þeg-
ar um er að ræða skráningu mála
sem varða heimilisofbeldi.
Eva Sjöfn segir þessar upplýs-
ingar mjög athyglisverðar. „Ástæð-
an fyrir því að ég spurði að þessu var
sú að ég vinn í barnaverndarkerfinu
og mér finnst eins og það sé að
aukast að einstaklingar séu beittir
alvarlegu ofbeldi og að börn eigi þar
í hlut,“ segir hún og bendir á að börn
séu í auknum mæli farin að ganga
með hnífa á sér og einnig sé mikið
um að þau taki upp slagsmál og setji
á samfélagsmiðla. „Það er greinilegt
að ofbeldi er bara að aukast en ekki
minnka og það er grafalvarlegt
mál,“ segir hún.
Lyfta þarf grettistaki
Eva Sjöfn segir hræðilegt að sjá
að ofbeldisbrotum í heildina fer
einnig fjölgandi. ,,Það er greinilega
mjög þarft að við íhugum hvernig
samfélagi við viljum búa í og hvernig
við getum aðstoðað fólk sem beitir
ofbeldi,“ segir hún. „Ég vil að við
hugum betur að þeim sem beita of-
beldi og virkilega hjálpum þeim með
því að beita aðferðum sem eru gagn-
reyndar. Við viljum ekki búa í sam-
félagi þar sem unga fólkið okkar tel-
ur sig þurfa að ganga með vopn á sér
til að vera örugg. Nú þarf greinilega
að lyfta grettistaki í þessum mála-
flokki,“ segir hún.
Eva Sjöfn kveðst einnig hafa
miklar áhyggjur af börnum sem
beita alvarlegu ofbeldi og fara
mögulega á sakaskrá vegna þess og
upplifa þá að möguleikar þeirra í líf-
inu séu skertir.
Mikil fjölgun ofbeld-
isbrota ungmenna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lögregla Skv. afbrotatölum 2021
voru tilkynningar um ofbeldisbrot
9% fleiri en síðustu þrjú ár á undan.
Eva Sjöfn
Helgadóttir
Skráð ofbeldisbrot í málaskrá lögreglu*
Brot yngri en 18 ára 2012-2021Fjöldi skráðra brota alls
2,0
1,5
1,0
0,5
0
250
200
150
100
50
0
Fjöldi brota yngri en 18 ára
Fjöldi einstaklinga
yngri en 18 ára á
skrá lögreglu v.
ofbeldisbrota
Heimild: Svar dómsmálaráðherra/
upplýsingar ríkislögreglustjóra
*Brot gegn 217. og
218. gr. alm. hegningarlaga
'12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21
1,1 1,2 1,2
1,6 1,5
1,6
1,7
1,6 1,7
1,8
'12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21
2012-2021, þúsundir 2012-2021
219
71
78
157
106
93
122
170