Morgunblaðið - 25.02.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022
✝
Sigurjón
Björn Pálma-
son fæddist á
Sauðárkróki 25.
maí 1958. Hann
lést á líknardeild
LSH 11. febrúar
2022.
Foreldrar hans
voru hjónin Pálmi
Anton Runólfsson,
f. 24.7. 1920, d.
29.1. 2012, og
Anna Steinunn Eiríksdóttir, f.
18.3. 1934, d. 6.10. 2015. Syst-
ur Sigurjóns Björns eru
Fróðný Guðfinna, d. 2017,
María Guðbjörg, Heiður og
Sigríður Guðrún. Uppeld-
issystir þeirra er Ester Gunn-
arsdóttir.
Sigurjón kvæntist Hjördísi
Gísladóttur 1987, þau slitu síð-
ar samvistir. Synir þeirra eru
tveir drengir, andvana fæddir
30.10. 1986, Ágúst, f. 17.1.
1988, og Pálmi, f. 17.12. 1988.
Sigurjón giftist Kolbrúnu
Reinholdsdóttur 5.10. 2019.
Börn hennar eru Hjörtur, f.
skap, einkum mjólkurfram-
leiðslu, en einnig var þar um
tíma rekið loðdýrabú. Eins var
þar stunduð hrossarækt, eins
og siður er í því héraði. Sig-
urjón slasaðist við bústörf í
maí 1997, og upp úr því lagð-
ist búskapur í Hjarðarhaga
smám saman af, utan hrossa-
halds. Eftir að hafa náð bata
sótti hann störf utan heimilis,
við smíðar, brúarsmíði, ganga-
gerð og verkstjórn; m.a. hjá
Arnarfelli ehf., en síðar hjá
Kráki ehf., Ístaki hf. og loks
BMO í Noregi. Hann flutti í
Mosfellsbæ árið 2010 og
bjuggu þau Kolbrún í Klapp-
arhlíð 26. Noregsvinnan var
vaktavinna og nýtti hann sér
góð frí í að byggja hús fyrir
þau Kolbrúnu í Leirvogstungu
4, en þau fluttu þangað í ágúst
2017.
Sigurjón hafði gaman af
söng og söng hann með karla-
kórnum Heimi í mörg ár er
hann bjó í Hjarðarhaga, einn-
ig greip hann í bridge þegar
tækifæri gafst. Útför Sig-
urjóns fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag, 25. febr-
úar 2022, klukkan 13 og
verður henni streymt á
https://streyma.is/
Vikran hlekk má finna á:
https://www.mbl.is/andlat/
23.2. 1991, Harpa,
f. 2.10. 1993, og
Bengta Kristín, f.
17.3. 2003. Dóttir
Hjartar með Odd-
nýju Blöndal
Ragnarsdóttur er
Helga Dís, f. 30.8.
2014, þau slitu
samvistir, sam-
býliskona hans er
Bylgja Sif Jóns-
dóttir. Sambýlis-
maður Hörpu er Dúi Grímur
Sigurðsson og dóttir þeirra er
Áslaug Hilma, f. 23.2. 2021,
dætur Dúa af fyrra sambandi
eru Aðalheiður Karen og Jó-
hanna Kristín.
Sigurjón ólst upp í Hjarð-
arhaga í Blönduhlíð í Skaga-
firði. Hann nam búfræði við
Hólaskóla og lauk þaðan námi
árið 1977. Hann og Hjördís
hófu búskap í Hjarðarhaga
1986. Í fyrstu deildu þau búi
með Pálma og Önnu en voru
að fullu tekin við fljótlega upp
úr 1990. Í Hjarðarhaga var
lögð stund á hefðbundinn bú-
Ef ég þekki Sigurjón Björn
rétt þá hefði hann ekki viljað að
ég færi of fögrum orðum um sig.
Hann var nefnilega alltaf á því að
maður ætti ekki að sleikja fólk of
mikið upp og sérstaklega ekki
fólk sem ætti það ekki skilið. Fólk
þyrfti að vinna fyrir hrósinu. Ég
held að hann hafi ekki áttað sig á
því að það gerði hann svo sann-
arlega. Hann vann sér inn fyrir
öllum fögrum orðum sem hafa
farið um hann og meira en það.
Sigurjón var nefnilega einstakur
maður. Hann var með gífurlega
stórt hjarta og bar umhyggju fyr-
ir öllu, hvort sem það voru menn,
dýr eða plöntur. Ótrúlegt hvernig
honum tókst að gæða steindauðu
plönturnar hennar mömmu lífi.
Einmitt vegna þessa var hann
ekki lengi að ná mér á sitt band.
Það gerði hann á mjög einfaldan
máta. Hann skar ristaða brauðið
mitt niður í teninga, kenndi mér
að tefla og á lífið í sveitinni. Hann
var mikill hugsuður og las
óhemjumikið. Leitaði ég vegna
þessa alltaf til hans til þess að fá
uppbyggilega gagnrýni á öllum
mínum verkum. Verður því ein-
staklega erfitt að skila þessu inn
án þess að hafa fengið hann til
þess að prófarkalesa. Hann hafði
nefnilega sterkar skoðanir á öllu
og vildi allt gera fyrir litla mann-
inn. Lét stjórnmálamenn sko al-
veg heyra það jafnvel þó að þeir
væru hans bestu vinir og gagn-
rýndi borgarbúana endalaust fyr-
ir að flokka ekki ruslið sitt nógu
mikið. Ekki misskilja mig samt,
Sigurjón var mjög skemmtilegur
maður. Alltaf mikið hlegið í
kringum hann enda lítið annað
hægt í kringum jafn orðheppinn
snilling og hann. Hann var líka
einstaklega uppátækjasamur og
lenti maður í hinum ýmsu ævin-
týrum með honum sem öðrum
hefði hreinlega aldrei dottið í
hug. Það var alltaf partí í kring-
um hann enda kenndi hann mér
að það hefur ekkert upp á sig að
vera í fýlu. Hann kenndi mér líka
að þótt það sé erfitt þá verður
maður að læra að sleppa takinu
og lifa smá. Ég verð heiminum
óendanlega þakklát fyrir að hafa
fært mér Sjonna minn og fyrir að
hafa fengið að hafa hann í lífi
mínu í 13 ár þótt ég hefði viljað að
sá tími væri lengri. Hann náði þó
að kenna mér ófáar lexíurnar sem
munu fylgja mér áfram í lífinu.
Elsku Sjonni minn, þótt ég sé
kannski ekki blóðskyld þér verð
ég samt alltaf dóttir þín.
Bengta Kristín.
Kæri bróðir, þú varst á svo
margan hátt einstakur maður.
Hafðir harða skel en stutt í mýkt-
ina, hlýjuna og gamansemina,
varst harður að utan en mjúkur
að innan. Í æsku ólst þú upp með
okkur fimm systrum þínum og
varst prinsinn á heimilinu og
fékkst ýmis forréttindi út á það,
t.d. að skreppa með pabba á ná-
grannabæina í kaffispjall og svo
slappst þú við fjósverkin en þeim
urðum við systur að sinna með
mömmu. Þú varst hrókur alls
fagnaðar, hafðir gaman af sög-
um, kveðskap og söng og söngst
með karlakórnum Heimi í nokk-
ur ár meðan þú varst bóndi í
Hjarðarhaga. Við þig var hægt
að ræða um heima og geima og
hafðir þú ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum og varst
ekkert að liggja á þeim. Þú varst
sá sem kom og hjálpaði ef eitt-
hvað var að og gast lagað allt, alið
upp synina og verið þeim félagi
og vinur, leikið við barnabörnin
og passað upp á að vera þar afi
númer eitt. Þú varst gleðinnar
maður og áttir marga trausta og
góða vini og kunningja um allt
land, stóran frændgarð sem þú
ræktaðir og frábæra fjölskyldu
sem stóð með þér í blíðu og
stríðu.
Sigurjón Björn lést eftir erfið
veikindi en nánast allt til enda
var lífskrafturinn ótrúlegur.
Hann vildi njóta þess að vera
með sínum nánustu eins lengi og
unnt var en enginn veit sína æv-
ina fyrr en öll er. Lífsins vegur er
oft skrýtinn og óútreiknanlegur
en minninguna um einstakan
bróður, vin og félaga eigum við
um ókomin ár. Að endingu vil ég
kveðja þig með söngkveðju Jóa í
Stapa.
Við sungum um sólskin og yndi
um söngfugl, er kvakaði í mó
um fannhvíta fljúgandi svani
um friðinn í heiðanna ró.
Um lindina blikandi bjarta
um blóm, er í moldinni grær.
Það færði okkur fögnuð í hjarta
það flutti okkur sumrinu nær.
(Jói í stapa)
Til lífs og til gleði.
Þín systir,
María Guðbjörg.
Elsku Sigurjón stóri frændi
minn er lagður í sína hinstu för
eftir erfið veikindi.
Er ég rita þessi orð koma
margar minningar fram í hugann,
þá sér í lagi frá heimsóknum í
Hjarðarhaga þegar ég var barn
og fram á unglingsár. Skýr er
minning mín af stóra frænda sitj-
andi við endann á eldhúsborðinu,
skóflandi 2-3 skeiðum af sykri í
kaffið svo það yrði drykkjarhæft.
Hin síðari ár er eftirminnileg
heimsókn frænda og Kollu hans á
Þjóðhátíð 2015. Þá helgi var gert
vel við sig í mat og drykk hvert
kvöld áður en skundað var í Herj-
ólfsdal. Í september síðastliðnum
var svo sérstaklega ánægjulegt
að Sigurjón og Kolla voru við-
stödd brúðkaup okkar Rannveig-
ar í blíðskaparveðri í Vestmanna-
eyjum.
Þó svo að samverustundirnar
væru ekki alltaf margar ár hvert
og oft hafi liðið langt á milli var
alltaf jafn yndislegt að hitta
frænda og ræða við hann um
menn og málefni. Nú höfum við
tekið okkar síðasta spjall í bili en
þið pabbi getið tekið upp þráðinn
hinum megin.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Kolla, Ágúst, Pálmi,
Hjörtur, Harpa, Bengta og fjöl-
skyldur. Guð gefi ykkur góðan
styrk. Góður drengur er fallinn
frá langt fyrir aldur fram. Minn-
ing hans lifir í hjörtum okkar.
Pálmi Harðarson.
Sigurjón Björn Pálmason,
fyrrverandi mágur minn, er fall-
inn frá, langt fyrir aldur fram. Ég
vil minnast þessa sérstaka manns
og þakka einstaklega ánægjuleg-
an félagsskap og árangursríkt
samstarf við viðhaldsverkefni og
brúarbyggingar í Kerlingarfjöll-
um.
Sigurjón var mikill verkmaður
og gekk í öll verk, auðveld sem
erfið. Á mínum vettvangi voru
þau mörg og fjölbreytt verkefnin
sem við leystum saman.
Það breytti ekki öllu hvert
verkefnið var, verkkunnátta Sig-
urjóns, ósérhlífni og dugnaður
einfaldaði og stytti verktímann. Í
hans huga var lítið um flækjustig.
Eitt sinn að vori þurftum við að
gera við bilaða rafmagnsloftlínu,
einn vírinn hafði losnað af fest-
ingu og var komin tenging til
jarðar. Þetta var ekki í fyrsta
skipti sem ég var á leið upp í
staur í þessari línu, en þegar að
staurnum var komið leit Sigur-
jón, sem alltaf hafði gaman af æv-
intýrum, upp og sagði: „Nú skal
ég.“ Hann spennti á sig skóna og
klifraði upp, viðgerðin gekk brös-
uglega og í miðju kafi varð honum
á að færa annan fótinn þannig að
skórinn losnaði og datt niður. Það
breytti ekki miklu, verkið var
klárað á einni og svo las hann sig
niður með handafli, enda maður-
inn rammur að afli og með
stærstu hendur sem ég hef á æv-
inni séð.
Sumarið 2019 ákváðum við
Kerlingarfjallateymið að byggja
brú yfir Blákvísl, síðasta óbrúaða
vatnsfallið á leiðinni þangað. Þar
hafði reyndar verið bráðabirgða-
ræsi sumrin á undan, en þar sem
þau voru tekin upp að vetri, þá
voru vetrarferðirnar jafn erfiðar
og áin oft mikill farartálmi. Við
gengum í verkið af bjartsýni.
Þegar við höfðum hafið verkið og
náð að meta umfangið var hringt í
vin og ég held að það sé ekki of-
sagt að Sigurjón hafi dregið okk-
ur að landi í þessu stóra verki.
Ég gleðst yfir mörgum minn-
ingum frá samveru við Sigurjón,
bæði í starfi og ekki síður ómet-
anlegum samverustundum nú á
síðustu misserum og mánuðum,
við smelltum okkur gjarnan í
bakaríið, keyptum sneið og tók-
um tal saman.
Sigurjón tók örlögum sínum af
æðruleysi, hann horfði fram á
veginn til síðasta dags.
Megi minningin um góðan
dreng lifa, við Fríða vottum að-
standendum og vinum hans okk-
ar samúð.
Páll Gíslason.
Sigurjón Björn
Pálmason
Magnús Einar
Sigurðsson, fyrsti
formaður Félags
bókagerðarmanna
lést 1. febrúar sl. í Svíþjóð.
Þetta er mikil harmafregn í okk-
ar hópi og okkur finnst við hafa
misst kæran vin og félaga, allt of
fljótt. Magnús var mikill félags-
málamaður strax frá unga aldri
og byrjaði sína verkalýðsbaráttu
í iðnnemahreyfingunni og varð
síðan fljótlega formaður í sínu
félagi og síðar formaður INSÍ.
Magnús varð fljótt áhrifamaður
innan verkalýðshreyfingarinnar
eða um það leyti sem hann út-
skrifast sem prentsveinn 1972.
Hann var þá strax kosinn í
stjórn síns stéttarfélags og það
mun hafa verið á þessum árum,
sem vegir okkar Magnúsar fóru
að skarast. Hann tók fljótlega
forystu í Prentarafélaginu eftir
að stjórnin hafði þríklofnað
vegna ágreinings um baráttuað-
ferðir. Magnús var alltaf mikill
sameiningarmaður innan stétt-
arinnar og það var ekki langt
undan að það gerðist eða árið
1980 að Félag bókagerðarmanna
var stofnað þar sem hann var
kosinn formaður og ég ritari.
Magnús Einar
Sigurðsson
✝
Magnús Einar
Sigurðsson
fæddist 24. apríl
1949. Hann lést 1.
febrúar 2022.
Útför hans fór
fram 24. febrúar
2022.
Eftir það urðum við
samstarfsmenn á
skrifstofu félagsins
í tæpan áratug. Það
er margs að minn-
ast frá þessum ár-
um. Við áttum mjög
gott með samstarf
og skoðanir okkar
voru svipaðar í
mörgum málum.
Hann var alltaf svo
ljúfur í lund, hann
Maggi, að manni leið vel í návist
hans. Honum gekk líka vel að
halda hópnum saman þótt iðn-
greinarnar væru fleiri en ein.
Helstu áhugamál hans voru
mörg en þar bar hæst kjara-
málin, að jafna launin en kven-
frelsismálin voru honum líka of-
arlega í huga og hann skrifaði
greinar í málgagn okkar um
hvernig konur væru beittar of-
beldi úti um allan heim. Í
fræðslumálunum lét hann líka til
sín taka og beitti sér fyrir rétt-
indanámskeiðum í bókbandi og
setningu og að þessu unnum við
mikið saman. Þetta var nýjung í
menntunarmálum og skilyrði
var að hafa unnið sex ár í iðn-
inni, sem aðstoðarmaður. Þessi
námskeið voru í anda laga um
fullorðinsfræðslu og líka jafn-
réttislaga, þar eð hér áttu í hlut
nær eingöngu konur. Þá starfaði
hann mikið að vinnuverndarmál-
um í okkar greinum og unnum
við þar líka saman í fyrstu ör-
yggisnefnd sem stofnuð var
samkvæmt nýju Vinnuverndar-
lögunum frá maí 1980. Þetta
varð m.a. til þess að teknar voru
upp nýjar heilsusamlegri aðferð-
ir í prentun, en norræn sam-
vinna átti hér mikinn hlut að
máli. En það sem átti hug hans
allan var málgagnið okkar
Prentarinn. Hann var ritstjóri
hans allan tímann sem hann
vann hjá Félagi bókagerðar-
manna 1981-1988 og lagði mik-
inn metnað í að hafa hann sem
fjölbreyttastan og best útlítandi.
Á þessum tíma var tæknin þann-
ig að hann gat unnið við um-
brotið á skrifstofunni og það var
ótrúleg elja sem hann sýndi í að
framkvæma það starf ásamt
allri annari vinnu sem þurfti að
sinna. En þetta var skemmti-
legt, það sá maður á honum.
Magnús Einar Sigurðsson var
menningarlega sinnaður maður,
hafði gaman að ljóðum og orti
sjálfur. Það sást líka á blaðinu
okkar Prentaranum. Þar birti
hann oft myndir á kápu blaðsins
eftir vin sinn Sigurð Þóri list-
málara og þeir gáfu saman út
ljóðabók 1971. Um leið og við
Ragna sendum Kicki Borhamm-
ar konu hans og allri fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur
vil ég birta ljóð úr bókinni hans
sem heitir:
Barátta
Áfram, áfram
verkamaður
stígðu skref, þangað og hingað.
Ætlirðu að frelsa
þá skaltu vita
að ef til vill deyrð þú eða
barnið þitt eða allir,
en það gildir einu
því eina lífsvon þín er
að berjast.
Meira á www.mbl.is/andlat
Svanur Jóhannesson.
Mikil var gæfa
mín að tengjast
Lárentsínusarfjöl-
skyldunni fyrir tæpum 40 ár-
um þegar við Sævar Geir
ákváðum að rugla saman reyt-
um. Ég áttaði mig fljótt á því
að þau systkinin frá Berghóli
væru alveg einstök, samheldin,
hlý og skemmtileg. Töntu
tengdumst við samt alveg sér-
stökum böndum, milli okkar
var alla tíð mikill kærleikur og
vinátta. Eftir að leiðir okkar
Sævars skildi þá lagði hún sér-
staka áherslu á að við héldum
okkar sambandi. Hún var
sannkölluð ættmóðir sem lifði
fyrir fólkið sitt og fylgdist
stolt með fréttum af öllum af-
komendum foreldra sinna,
hjónanna Sigríðar og Lárents-
ínusar sem bjuggu á Austur-
götu 5 í Stykkishólmi. Það var
einstakur tími á ættarmóti síð-
asta sumar þegar Tanta ásamt
systkinum og afleggjurum
hittust í Hólminum, tóku
myndir og nutu góðra stunda.
Maður kom ekki að tómum
kofunum hjá henni þegar við
hringdumst á. Hún flutti frétt-
Jóhanna
Lárentsínusdóttir
✝
Jóhanna Lár-
entsínusdóttir
fæddist 16. sept-
ember 1926. Hún
lést 4. febrúar
2022.
Jóhanna var
jarðsungin 23. febr-
úar 2022.
ir af fæðingum,
skírnum og öllu
sem var í gangi
hjá stórfjölskyld-
unni. Alltaf var
hún jafn áhuga-
söm um okkur öll,
fótboltann, lífið
hjá Birki Má í út-
löndum eða námið
hjá Aroni Elí. En
hún vildi helst að
hann færi í lækn-
isfræði þar sem það vantaði
fleiri lækna í fjölskylduna.
Fáir voru eins vel að sér í
hvað var að gerast á íþrótta-
sviðinu. Oftar en ekki var
kveikt á íþróttastöðvum í
sjónvarpinu. Nú fæ ég ekki
fleiri símtöl þar sem ég á að
skila til Birkis að hlaupa nú
upp kantinn og senda boltann
fyrir markið. Já, hún hafði
sterkar skoðanir á flestum
málum og var óhrædd að
viðra þær.
En dýrmætastar eru minn-
ingarnar um heimsóknir í Of-
anleitið á Þorláksmessu eða
kaffisopinn og spjallið í eld-
húskróknum á Skagfirðinga-
brautinni.
Alltaf þegar maður átti er-
indi á Krókinn var hægt að
líta inn, fá hughreystandi og
góð ráð. Að ekki sé talað um
morgunverðarhlaðborðið sem
beið þegar við gistum þar. Þá
var hún búin að fara í sund-
laugina eins og hún gerði alla
daga meðan heilsan leyfði.
Þegar elsku amma Guja féll
frá þá lofaði Tanta að gera sitt
besta til að fylla í þau fótspor
og að Aron Elí gæti kallað
hana ömmu. Fyrsta markmið
skyldi vera að upplifa ferm-
inguna en svo varð ljóst að
hægt var að bjóða Töntu í út-
skrift úr menntaskóla og loks
háskóla. Alltaf gerði það hann
jafn ánægðan og stoltan að
segja Töntu sinni frá stórum
áföngum í lífinu enda var hún
einstaklega góð í að samgleðj-
ast öðrum.
Níutíu og fimm ár er hár
aldur og hún bar hann einstak-
lega vel, alltaf jafn stórglæsileg
til fara, teinrétt og flott.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist
endurgjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Guð geymi minningu elsku
Töntu okkar.
Helga Birkisdóttir
Aron Elí Sævarsson.