Morgunblaðið - 25.02.2022, Page 27
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022
_ Haraldur Franklín Magnús lék
fyrsta hringinn á móti í Áskor-
endamótaröð Evrópu í golfi í Durban í
Suður-Afríku á fjórum höggum undir
pari, 68 höggum. Hann er í 19.-26.
sæti af 216 keppendum eftir fyrsta
dag mótsins.
_ Vanda Sigurgeirsdóttir formaður
KSÍ missir af ársþingi KSÍ á morgun
þar sem hún berst við Sævar Pét-
ursson í formannskjöri. Vanda skýrði
frá því í gær að hún hefði greinst með
kórónuveiruna. „Auðvitað held ég
mínu striki í baráttunni um formanns-
sætið, þó aðeins með breyttu sniði,“
skrifaði Vanda m.a. á Facebook.
_ Magni Fannberg hefur verið ráðinn
íþróttastjóri norska knattspyrnu-
félagsins Start til næstu fjögurra ára.
Hann kemur þangað frá AIK í Stokk-
hólmi þar sem hann starfaði í hálft
þriðja ár sem þróunarstjóri leikmanna
17-21 árs hjá félaginu. Magni gegndi
áður sama starfi hjá Brann í Noregi.
_ Erlingur Birgir Richardsson hefur
verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá
norska karlalandsliðinu. Það er TV2 í
Noregi sem greinir frá þessu en Erling-
ur, sem er 49 ára gamall, stýrir í dag
hollenska karlalandsliðinu. Samningur
hans í Hollandi rennur út í sumar en
Norðmenn leita nú að þjálfara eftir að
tilkynnt var að Christian Berge myndi
láta af störfum í vor. Glenn Solberg,
Jonas Wille, Kristian Kjelling og
Börge Lund hafa einnig verið nefndir
sem hugsanlegir arftakar Berge.
Eitt
ogannað
Olísdeild karla
KA – ÍBV............................................... 32:32
Staðan:
FH 15 11 2 2 427:376 24
Haukar 15 11 2 2 451:409 24
Valur 15 10 2 3 433:381 22
ÍBV 15 9 2 4 447:444 20
Stjarnan 15 8 2 5 440:427 18
Selfoss 15 7 1 7 400:397 15
KA 15 7 1 7 424:431 15
Afturelding 14 5 4 5 403:396 14
Fram 15 5 2 8 416:430 12
Grótta 14 4 1 9 371:380 9
HK 15 1 1 13 395:444 3
Víkingur 15 1 0 14 338:430 2
Olísdeild kvenna
Valur – Fram ........................................ 25:24
Staðan:
Fram 15 11 1 3 405:356 23
Valur 16 11 0 5 433:362 22
KA/Þór 14 9 1 4 385:362 19
Haukar 16 8 1 7 440:419 17
ÍBV 12 7 0 5 332:306 14
Stjarnan 15 7 0 8 385:388 14
HK 15 4 1 10 343:388 9
Afturelding 15 0 0 15 337:479 0
Coca Cola-bikar kvenna
8-liða úrslit:
ÍBV – Stjarnan ..................................... 27:26
Grill 66-deild kvenna
Víkingur – Valur U............................... 26:20
Staða efstu liða:
FH 16 12 2 2 428:348 26
Selfoss 13 11 1 1 384:314 23
ÍR 13 10 1 2 347:277 21
Grótta 14 8 1 5 359:321 17
Meistaradeild karla
París SG – Flensburg.......................... 33:30
- Teitur Örn Einarsson skoraði ekki fyrir
Flensburg.
Þýskaland
Melsungen – Leipzig ........................... 22:22
- Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk fyr-
ir Melsungen en Arnar Freyr Arnarsson
og Alexander Petersson skoruðu ekki.
Svíþjóð
Kristianstad – Skövde......................... 28:32
- Andrea Jacobsen skoraði fjögur mörk
fyrir Kristianstad.
.$0-!)49,
Erlingur Agnarsson átti frábæran
leik fyrir Íslandsmeistara Víkings
úr Reykjavík þegar liðið heimsótti
Val á Hlíðarenda í deildabikar
karla í knattspyrnu, Lengjubik-
arnum, í gær. Leiknum lauk með
3:1-sigri Víkinga en Erlingur skor-
aði tvívegis fyrir Víkinga í leiknum.
Þá var Kyle McLagan einnig á
skotskónum fyrir Víkinga en Aron
Jóhannsson skoraði eina mark
Valsmanna í undir lok síðari hálf-
leiks í stöðunni 0:3. Víkingar eru
með 9 stig eða fullt hús stiga í efsta
sæti 1. riðils eftir þrjá leiki.
Meistararnir unnu
á Hlíðarenda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Barátta Sebastian Hedlund og Birn-
ir Snær Ingason eigast við í gær.
Marija Jovanovic reyndist hetja
ÍBV þegar liðið vann 27:26-sigur
gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum
bikarkeppni kvenna í handknatt-
leik, Coca-Cola-bikarnum, í Vest-
mannaeyjum í gær. Marija tryggði
ÍBV sigur með marki úr vítakasti á
lokasekúndum leiksins en hún skor-
aði alls 11 mörk í leiknum. ÍBV er
því komið áfram í undanúrslitin líkt
og Valur, KA/Þór og Fram en und-
anúrslitin fara fram 9. mars að Ás-
völlum og úrslitaleikurinn hinn 12
mars, einnig að Ásvöllum í Hafn-
arfirði.
Dramatískur
sigur ÍBV
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
11 Marija Jovanovic átti stórleik
fyrir ÍBV gegn Stjörnunni.
Ólafssalur, Ásvöllum, undankeppni
HM karla 2023, 24. febrúar 2022.
Gangur leiksins: 7:11, 15:18, 21:18,
27:20, 40:28, 44:33, 51:37, 57:49,
57:62, 64:56, 65:59, 78:67, 80:76,
85:81, 85:85, 89:89, 94:94, 96:97,
101:97, 101:100, 106:102, 107:105.
Ísland: Tryggvi Snær Hlinason 34/21
frákast, Elvar Már Friðriksson 25/7
stoðsendingar, Martin Hermannsson
23/7 stoðsendingar, Jón Axel Guð-
ÍSLAND – ÍTALÍA 107:105
mundsson 11, Pavel Ermolinskij 6,
Ægir Þór Steinarsson 6, Kári Jóns-
son 2.
Ítalía: Nico Mannion 23, Michele Vi-
tali 22, Stefano Tonut 18, Alessandro
Pajola 9, Amadeo Della valle 9, Paul
Biligha 9, David Alviti 4, Nicola Akele
4, Matteo Imbro 2, Amedeo Tessitori
2, Matteo Spagnolo 2, Raphael
Gaspardo 1.
Áhorfendur: Um 800, uppselt.
vera orkumeiri en þeir í framleng-
ingunni. Við tókum nokkur fráköst
og fengum auðveldar körfur á rétt-
um tíma þannig að orkan færði okk-
ur þennan sigur í lokin.
Ef við hefðum misst þetta niður í
tap er hætt við því að maður hefði
lítið sofið í nótt. Það var mjög
ánægjulegt að vinna þetta og nú
verður annar hörkuleikur á móti
þeim í Bologna á sunnudaginn. Það
er engin ástæða til annars en að fara
fullir sjálfstrausts í þann leik. Þeir
verða eflaust dýrvitlausir en við
komum enn dýrvitlausari til leiks.
Elvar taldi að engar líkur væru á
að Ítalir hefðu vanmetið íslenska lið-
ið.
„Nei, það hefði verið skrýtið, þeir
sáu að við spiluðum vel á móti Hol-
lendingum og þeir unnu Holland
með einu stigi. En þeir vissu greini-
lega að það yrði litið á það sem
skandal að tapa á móti Íslandi og ef-
laust voru þeir pirraðir þess vegna.
Við vorum baráttuglaðari, vildum
þetta meira, og það færði okkur sig-
urinn,“ sagði Elvar Már Frið-
riksson.
Stórkostlegt
á heimavelli
- Tryggvi var skrímsli, segir Elvar
Á ÁSVÖLLUM
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Þetta var stórkostlegt og gaman að
geta klárað þetta fyrir framan okkar
fólk á heimavelli,“ sagði bakvörð-
urinn Elvar Már Friðriksson við
Morgunblaðið eftir ótrúlegan sigur
íslenska liðsins á Ítölum í und-
ankeppni HM í körfubolta á Ásvöll-
um í gærkvöld.
„Við áttum toppdag og Tryggvi
Hlinason var algjört skrímsli í
kvöld. Ég held að þetta sé einn besti
leikur sem hann hefur spilað fyrir
íslenska landsliðið. Hann var svaka-
legur, dró svo mikið að sér og gerði
hlutina auðveldari fyrir bakverðina
þannig að hann var stórkostlegur
fyrir okkur í kvöld,“ sagði Elvar
sem sjálfur átti frábæran leik, skor-
aði 25 stig og átti 7 stoðsendingar.
Elvar, Tryggvi og Martin Her-
mannsson voru í lykilhlutverkum
hjá íslenska liðinu og ljóst að þeir
verða stöðugt betri leikmenn, enda
atvinnumenn í góðum liðum í Evr-
ópu.
„Já, reynslan sem við höfum feng-
ið þar er mikilvæg og það venst að
spila í þessum gæðaflokki. Þar lærir
maður mikið, leikurinn er auðveld-
ari fyrir manni og það er frábært að
geta spilað á sama grundvelli og
þessir ítölsku leikmenn.
Elvar kvaðst aldrei hafa orðið
virkilega smeykur um að íslenska
liðið væri að missa góða stöðu niður
í tap.
„Nei, ég hélt aldrei að við værum
að missa þetta frá okkur en leik-
urinn var orðinn 50/50 eftir að við
vorum búnir að vera með und-
irtökin. Svo féll þetta í hendurnar á
okkur á réttum tíma. Mér fannst við
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sókn Elvar Már Friðriksson sækir
að Ítölum í Hafnarfirðinum í gær.
ÍBV stöðvaði sigurgöngu KA þegar
liðin mættust í úrvalsdeild karla í
handknattleik, Olísdeildinni, í KA
heimilinu á Akureyri í 14. umferð
deildarinnar í gær. Leiknum lauk
með 32:32-jafntefli en Sigtryggur
Daði Rúnarsson var markahæstur
Eyjamanna með 8 mörk.
Akureyringar voru sterkari í
fyrri hálfleik og leiddu 20:15 að
honum loknum. ÍBV tókst hins veg-
ar að jafna metin þegar fimm mín-
útur voru til leiksloka í 30:30.
Patrekur Stefánsson og Allan
Nordberg skoruðu 8 mörk hvor fyr-
ir KA og Rúnar Kárason skoraði 5
mörk fyrir ÍBV. KA hafði unnið
fjóra leiki í röð fyrir leik gærdags-
ins en liðið er í sjöunda sæti deild-
arinnar með 15 stig og hefur eins
stigs forskot á Afureldingu en bæði
lið eru í harðri baráttu um sæti í úr-
slitakeppninni. ÍBV er áfram í
fjórða sætinu með 20 stig.
ÍBV stöðvaði sigur-
göngu Akureyringa
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Vörn Rúnar Kárason verst Allani
Nordberg á Akureyri í gær.
Sara Sif Helgadóttir átti stórleik í
marki Vals þegar liðið vann drama-
tískan 25:24-sigur gegn Fram í úr-
valsdeild kvenna í handknattleik,
Olísdeildinni, í Origo-höllinni á
Hlíðarenda í 13. umferð deild-
arinnar í gær. Sara Sif varði 19
skot í leiknum en Thea Imani
Sturludóttir skoraði sigurmark
leiksins þegar mínúta var til leiks-
loka. Staðan var jöfn í hálfleik,
13:13, en mikið jafnræði var með
liðunum allan leikinn.
Lovísa Thompson var markahæst
hjá Val með 7 mörk en Perla Ruth
Albertsdóttir og Emma Olsen skor-
uðu 5 mörk hvor fyrir Fram.
Framarar eru sem fyrr í efsta
sæti deildarinnar með 23 stig en
Valur kemur þar á eftir með 22
stig. Fram á leik til góða á Val og
það stefnir því í harða baráttu um
deildarmeistaratitilinn milli
Reykjavíkurliðanna.
Valur vann stórleikinn
gegn Fram í Safamýri
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
5 Thea Imani Sturludóttir skoraði
sigurmark Vals gegn Fram.