Morgunblaðið - 19.03.2022, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 1 9. M A R S 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 66. tölublað . 110. árgangur .
Vinsæli fjórhjóladrifni rafbíllinn
Audi e-tron 50 Pro-line Verð frá 9.690.000 kr.
Stillanleg loftpúðafjöðrun, íslenskt leiðsögukerfi og fjarhitun.
Búnaður bifreiða til sölu getur verið ólíkur þeirri sem sýnd er á mynd.
Laugavegi 172, 105 Rvk. www.hekla.is/audisalur
Eigum nokkra lausa til afhendingar strax
DARRI LÆTUR
ÆSKUDRAUM-
INN RÆTAST
ÓTTI KARLA
VIÐ VEIK-
LEIKA
LEIKSÝNING TOXIC KINGS 52HANDBOLTI 51
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Rússar halda áfram að sprengja í
Úkraínu og mannúðarkrísa hefur
myndast í hafnarborginni Maríupol
og enn er leitað að fólki í rústum leik-
hússins. Hungursneyð blasir við í
borginni ef ekkert er að gert. Rússar
sprengdu í gær stærsta markað
heimsins, í Karkív, sem var stærsti
vinnustaður borgarinnar. Milljón
manna hafa yfirgefið borgina. Í Lviv
heyrðist í tveimur sprengjum í borg-
inni sjálfri í gær.
Á símafundi Joe Bidens Banda-
ríkjaforseta og Xi JinPings forseta
Kína var margt rætt og m.a. sagði
JinPing samskipti ríkjanna erfiðari
með demókrata á forsetastóli sem
gæfi „röng“ skilaboð til umheimsins
um sjálfstæði Taívans, sem sögulega
tilheyrði Kínaveldi. Biden sagði að
stuðningur Kína við Pútín myndi
hafa afleiðingar fyrir samskipti
ríkjanna. Þeir sammæltust þó um að
stríðsátök væru ekki neinum í hag og
um að halda viðræðum áfram.
Stefnir í hungursneyð
- Ástandið hrikalegt í Maríupol og Karkív - Erfiðari sam-
skipti Kína og Bandaríkjanna með demókrata í embættinu
AFP/Sergei SUPINSKY
Kænugarður Vitalí Klitschko borg-
arstjóri beinir fólki frá vettvangi. MStríð í Evrópu »26
_ Ferðamenn hafa samtals gert sér
ríflega 366 þúsund ferðir að gos-
stöðvunum í Geldingadal, þar af
voru um 1.400 ferðir síðustu sjö
dagana. Fannar Jónasson bæjar-
stjóri í Grindavík segir eldgosið
hafa haft jákvæð áhrif á ferðaþjón-
ustuna á svæðinu. Eitt ár er í dag
liðið frá því að það hófst. »18 og 20
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ferðamenn Mikill fjöldi fór að gosinu.
366 þúsund ferðir
að gosstöðvunum
Raufarhólshellir við Þrengslaveg er einn af stærri og með
þekktari hellum landsins. Þangað skipuleggur Arctic Advent-
ures ferðir með ferðafólk allt árið. Stundum þarf því að moka
snjó svo fólk komist leiðar sinnar en hellirinn er nærri 1,4
kílómetra langur. Ferðafólki fjölgar með lengri dögum og
betra veðri og má geta þess að vorjafndægur eru á morgun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leiðin inn Raufarhólshelli mokuð svo hægt sé að skoða á vorjafndægrum
Katrín Jakobs-
dóttir segir að
bæði hún sem
forsætisráðherra
og Vg sem þátt-
takandi í ríkis-
stjórninni starfi
samkvæmt sam-
þykktri öryggis-
stefnu fyrir Ís-
land, þar sem
aðildin að Atl-
antshafsbandalaginu sé einn af
þeim þáttum sem hún hvílir á.
Katrín hefur ekki orðið vör við
umræðu innan Vg um að breyta
þeirri stefnu flokksins að Ísland
eigi að standa utan NATO. Þetta
segir hún í fyrsta Dagmálaþætti
Páls Magnússonar sem sýndur er
á mbl.is. »6
Öryggisstefnan hvíl-
ir á aðild að NATO
Katrín
Jakobsdóttir