Morgunblaðið - 19.03.2022, Síða 29

Morgunblaðið - 19.03.2022, Síða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Í dag lýkur próf- kjöri Sjálfstæðis- flokksins vegna borg- arstjórnarkosninga, sem fara fram eftir réttar átta vikur. Ég óska eftir 2. sæti í prófkjörinu. Í prófkjörsbarátt- unni hefur sjálfstæð- isfólk rætt af hrein- skilni og hispursleysi um borgarmál og hvað mætti betur fara. Komið hefur í ljós að meiri málefnaleg samstaða ríkir meðal frambjóðenda en ýmsir bjuggust fyrirfram við. Við getum því verið bjartsýn á að í prófkjörinu veljist samstilltur hópur, sem setji fram skýr stefnumál og fylgi þeim eftir af krafti. Í komandi kosningabaráttu ætti Sjálfstæðisflokkurinn að setja fram fá en skýr loforð í helstu málaflokkum. Loforð, sem kjós- endur gætu treyst að yrðu efnd ef flokkurinn kæmist í aðstöðu til þess. Eftir tólf ára vinstri stjórn væri tilvalið að Sjálfstæðisflokkurinn gæfi Reykvíkingum eftirtalin kosningaloforð í sumargjöf. Hægt er að efna þau öll á næsta kjör- tímabili. Skattar Ekki kemur til greina að þyngja skattbyrði Reykvíkinga frekar. Vinda þarf ofan af hömlulausum hækkunum á fasteignaskatti, sem Reykvíkingar hafa fengið yfir sig vegna mikilla hækkana á fasteigna- verði. Hafna ber hugmyndum um nýjan skatt á borgarbúa til að fjár- magna borgarlínu, verkefni upp á a.m.k. 100 milljarða kr. Skipulagsmál Horfið verði frá lóðaskortstefnu vinstri manna með stórfelldri aukningu lóðaframboðs í nýjum hverfum. Við þróun eldri hverfa verði áhersla lögð á sátt við íbúa. Öruggar samgöngur Ráðist verði í tíma- bærar samgöngu- framkvæmdir, t.d. bætta ljósastýringu og mislæg gatnamót, sem stórauka umferðarör- yggi, draga úr mengun og greiða fyrir um- ferð. Ekki verði þrengt frekar að Reykjavíkur- flugvelli á meðan ekki finnst annar góður flugvallarkostur á höfuð- borgarsvæðinu og ríkið kýs að hafa þar miðstöð sjúkraflugs, björg- unarflugs og innanlandsflugs. Eign fyrir alla Sem flestum verði gert kleift að eignast eigið húsnæði. Aukið lóða- framboð skapar skilyrði fyrir lækk- un íbúðaverðs. Sundabraut sem fyrst Reykjavíkurborg standi við gerða samninga um Sundabraut og greiði fyrir lausn verkefnisins í stað þess að standa í vegi fyrir því eins og vinstri meirihlutinn gerir. Fjármál Stöðva þarf skuldasöfnun borg- arinnar, stórbæta rekstur með sparnaði og hagræðingu og búa þannig í haginn fyrir skatta- lækkanir. Borgarstjórn beiti sér fyrir fækkun borgarfulltrúa úr 23 í 15. Málefni eldri borgara Auka þarf heimaþjónustu og gera eldri borgurum kleift að búa á eigin heimili. Samstarf verði aukið við byggingarfélög eldri borgara og þeim úthlutað lóðum eftir þörfum. Betri skólar Draga þarf úr miðstýringu og stuðla að nýsköpun og fjöl- breytilegra rekstrarformi í skóla-, íþrótta- og frístundastarfi. Þróa þarf einkunnakerfi, sem nemendur og foreldrar skilja. Umhirða og viðhald Stórbæta þarf þrif og snjómokst- ur í borginni sem og viðhald húsa og lóða, einkum leikskóla, grunn- skóla og frístundaheimila. Nánari upplýsingar um stefnu- mál mín eru á www.kjartan.is Eftir Kjartan Magnússon » Sem flestum verði gert kleift að eignast eigið húsnæði. Aukið lóðaframboð skapar skilyrði fyrir lækkun íbúðaverðs. Stöðva þarf skuldasöfnun borg- arinnar, stórbæta rekst- ur með sparnaði og hag- ræðingu. Kjartan Magnússon Höfundur óskar eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 18.-19. mars. Um þetta verður kosið í vor Í dag er seinni próf- kjörsdagur okkar þar sem við veljum okkur fulltrúa á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í vor. Ég bið um stuðn- ing ykkar í 2. sætið á listanum. Ég hef verið borgarfulltrúi frá 2017, hef setið í borgarráði, sit í skipulagsráði og er varaforseti borgarstjórnar. Ég býð fram krafta mína og reynslu til þess að stefna Sjálfstæðisflokksins verði aftur leið- andi stjórnmálaafl í Reykjavík. Oft var þörf. Nú er nauðsyn! Meginpólitísk markmið mín eru eftirfarandi 1. Ég vil aðhald í rekstri borg- arinnar og virðingu fyrir framlagi skattborgara. Snúa verður frá óheyrilegri skuldasöfnun, sem er að sliga rekstur borgar- innar, og sem kemur m.a. fram í vanrækslu á viðhaldi skóla og leik- skóla, skertri þjónustu og hærri sköttum og gjöldum. 2. Ég vil heildstæða samgöngustefnu fyrir alla ferðamáta. Góðar samgöngur auka lífs- gæði allra, stytta ferða- tíma, auðvelda verslun og þjónustu, stytta viðbragðstíma neyðarþjónustu, og eru mikilvægur öryggisþáttur ef náttúruvá ber að höndum. Núverandi samgöngustefna hefur þann ásetning að hægja á umferð, auka mengun og draga úr umferðaröryggi. Snúum af þeirri braut með nýjustu tækni í ljósastýringum, mislægum gatnamót- um og Sundabraut í forgang. 3. Ég vil raunhæfar lausnir í al- menningssamgöngum. Hægt er að stórbæta þær á höfuðborgarsvæðinu með heildstæðum skipulagsbreyting- um á Strætó fyrir brot af þeim kostn- aði sem Borgarlína mun kosta. Al- menningssamgöngur eiga að auka skilvirkni í umferð, ekki hægja á öðr- um samgöngukostum. Núverandi hugmyndir um Borgarlínu eru afar óljósar og umdeildar og það eru margir aðrir, nærtækari kostir sem koma til álita. Borgarlína verður afar kostnaðarsöm og hún er í raun tíma- skekkja í þeirri samgöngubyltingu sem nú er í deiglunni. 4. Ég vil skipulagsstefnu í sátt við borgarbúa. Borgarskipulag á að sinna óskum borgarbúa. Þéttingu í eldri hverfum þarf að vinna í góðri sátt við íbúa í stað þess að kveikja ófriðarbál um alla borg. 5. Reykjavíkurflugvöllur er ein meginstoð í samgöngukerfi landsins og gegnir veigamiklu öryggishlut- verki. Ég vil að hann verði látinn í friði enda er ekkert annað flugvallarstæði svo mikið sem í augsýn og ekkert fé tiltækt til flugvallargerðar. 6. Ég mun standa vörð um opin græn svæði, ósnortnar fjörur og nátt- úruperlur innan borgarinnar. Opin græn svæði eru lungu þéttbýlis. 7. Ég vil nægt framboð lóða á hag- kvæmu verði. Reykjavíkurborg hefur ekki mætt þörfum markaðarins í þeim efnum. Þetta endurspeglast í háu fasteigna- og leiguverði og hækk- un fasteignaskatta. Tryggja þarf nægt framboð byggingalóða í nýjum hverfum á hagkvæmu verði fyrir fjöl- breytta íbúðabyggð og stöðva þannig flótta fólks og fyrirtækja úr borginni. 8. Ég vil nútímamenntastefnu. Leikskólar án biðlista eru lífskjara- og jafnréttismál og því forgangsverk- efni. Sinna þarf sómasamlegu við- haldi skólabygginga og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla þannig að öllum börnum, 12 mánaða og eldri, verði tryggð leikskólavist. Enn fremur þurfum við að auka sveigjanleika í skólastarfi og stuðla að sjálfstæði skóla. 9. Ég vil afnema sívaxandi fast- eignaskatt sem lagður er á eldri borg- ara og gerum fólki kleift að búa sem lengst þar sem það hefur komið sér upp heimili. Þjónusta við eldri borg- ara þarf að sinna einstaklingsmiðuð- um þörfum og uppfylla nútímakröfur um öryggi og lífsgæði. Tryggjum samhentan lista sjálf- stæðisstefnunnar í vor. Fram til sigurs! Eftir Mörtu Guðjónsdóttur »Ég býð fram krafta mína og reynslu til þess að stefna Sjálf- stæðisflokksins verði aftur leiðandi stjórn- málaafl í Reykjavík. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Góðir sjálfstæðismenn í Reykjavík „Hvað vilt þú upp á dekk?“ sagði einn gam- all í hettunni við mig þegar ég tilkynnti hon- um að ég ætlaði að bjóða mig fram til að leiða Sjálfstæðisflokk- inn í Reykjavík. Ein- faldasta svarið er sennilega: allt. Í námi sérhæfði ég mig í rekstri þjónustustofn- ana eins og Reykjavíkurborgar, ég hef margra ára reynslu af því að taka virkan þátt í flokksstarfinu og ég er alin upp í flokknum með foreldri og fjölskyldumeðlimi á þingi. Ég veit því mætavel hvað ég er að bjóða mig fram í og hvað flokksmenn kalla eftir í leiðtoga. Það þarf kjark og þor til að standa í lappirnar, en flokksmenn vilja líka einhvern sem kann að spila í liði, því ef þú ætlar að leiða lið þarftu að vera marktækur liðsfélagi. Fyrirliðinn þarf að gefa skýr skila- boð um markmið og leiðir, hvetja liðsfélaga sína áfram og leggja sjálf- ur harðast að sér. Það er líka mikil- vægt að muna í stjórnmálastarfi að fólk ætlast ekki til þess að allir séu sammála, þvert á móti. Það sem límir fólk úr ólíklegustu áttum saman er traust á því að jafnvel þegar fólk er ósammála sé hægt að komast niður á sameig- inlega línu sem allir fylgja, til að passa upp á hagsmuni heildarinnar og samstarfsins. Slíkt traust er jafnframt for- senda þess að forsvars- menn annarra flokka treysti þér í meirihluta- samstarf. Sömuleiðis má aldrei gleymast að þegar maður er í for- svari fyrir flokk þarf maður að vera til fyr- irmyndar. Það er fyrsti og mikilvægasti samningurinn sem við stjórnmálamenn gerum við okkar kjósendur. Sá næsti er að standa með stefnumálum okkar sem við lof- uðum kjósendum og líta á sig sem þjón almennings jafnt og leiðtoga. Því hefur verið fleygt að hinir frambjóðendur flokksins verði að passa sig á því að tala sig ekki út í horn því ellegar gæti sú staða komið upp að aðrir flokkar vilji ekki mynda meirihluta með okkur. Þessu vísa ég á bug. Sjálfstæðisflokkurinn verður aldr- ei stærsti flokkurinn í borginni með því að beygja sig undir stefnumál annarra flokka í kosningabaráttu. Það er ekki leiðandi stjórnmálaafl sem lætur stjórnmálamenn annarra flokka móta sín stefnumál. Af hverju ættu kjósendur að kjósa einn flokk umfram annan ef allir tala eins? Það er skylda okkar sem viljum vera í forsvari fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera trú okkar kjósendum, tala þeirra máli og berjast fyrir þeirra stefnumálum. Enginn verður góður foringi nema standa með eigin mál- stað. Ég er klassískur sjálfstæðis- maður. Frjálslyndur íhalds- og frjálshyggjumaður með vænum skammti af jafnaðarmanni. Ég veit hvaðan ég kem og hvert ég vil stefna. Ég gaf kost á mér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins vegna þess að ég veit að ég á samleið með stærstum hluta Reykvíkinga og er tilbúin til að þjóna þeim. Ég heiti ykkur því að standa með okkar góðu gildum fyrir fólkið í borginni. Það er kominn tími á Öldu breytinga og þess vegna óska ég eftir ykkar stuðningi í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í dag og á morgun. Fyrirliði, liðsfélagi og þjónn fólksins Eftir Ragnhildi Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur »Ég veit að ég á sam- leið með stærstum hluta Reykvíkinga og er tilbúin til að þjóna þeim. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykja- vík. ragnhildur.alda.vilhjalmsdott- ir@reykjavik.is Eftir tæpa tvo mán- uði munu Reykvíking- ar ganga til kosninga og ákveða hverjir munu halda um stjórn- artaumana í höfuð- borginni næstu fjögur árin. Allir sjá að grunnþjónusta borgar- innar er farin að láta verulega á sjá, sem er vegna síaukinnar skuldabyrði borgarsjóðs. Sá meiri- hluti sem hefur verið við völd í einni eða annarri mynd síðastliðin 20 ár hefur misst sjónar á heildarmynd- inni, misst tökin á fjármálum borg- arinnar og misst marks við útfærslu eigin kosningaloforða. Hart hefur verið tekist á um fram- tíðarskipan samgöngumála innan Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum og andstæðingar flokksins hafa nýtt sér það. Í samgöngusátt- mála höfuðborgar- svæðisins, sem undir- ritaður var árið 2019, segir efst á blaði að uppbyggingu allra samgöngumáta verði sinnt jafnt. Meirihlut- inn í borginni hefur hins vegar ekki staðið við sitt í þeim efnum og lagt alla áherslu á einn samgöngumáta um- fram annan. Uppbygging allra samgöngumáta er nauðsynleg í Reykjavík. Bættar al- menningssamgöngur, en líka tafar- laus lagning Sundabrautar, upp- færsla gatnamóta Bústaðavegar og Reykjanesbrautar og fleira. Sjálfstæðismenn eiga að láta kosningarnar snúast um bætt þjón- ustustig, sem getur aðeins komið í kjölfar meira aðhalds í rekstri, og stöðvun útþenslu borgarkerfisins. Mikilvægt er að flokksmenn gangi í takt í aðdraganda kosninga. Próf- kjöri í Reykjavík lýkur í dag. Mikill fjöldi frambærilegra frambjóðenda gaf kost á sér. Leita þarf langt aftur í tímann, sennilega tæpa tvo áratugi, til að finna aðra eins stemningu og áhuga í kringum prófkjör flokksins í Reykjavík. Aðeins tveir mánuðir eru til kosninga og flokksstarfið mun þegar hafa náð kjörhitastigi að próf- kjörinu loknu. Höldum áfram á sömu braut og fylkjum liði til sigurs í kosningunum 14. maí. Fylkjum liði í vor Eftir Þórð Gunnarsson Þórður Gunnarsson » Sjálfstæðismenn eiga að láta kosning- arnar snúast um bætt þjónustustig, sem getur aðeins komið í kjölfar meira aðhalds í rekstri borgarinnar. Höfundur er hagfræðingur og óskar eftir stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. gunnarsson@thordur.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.