Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
M.BENZ EQC 400 4MATIC POWER 2021
Nýskráður 12/2020, ekinn aðeins 10 Þ.km, rafmagn (408 km drægni), sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn.
Alveg hlaðinn aukabúnaði s.s. AMG-line bæði innan og utan. Sjónlínuskjár, 20“ álfelgur, rafdrifin framsæti,
skynvæddur hraðastillir, 360° bakkmyndavél. BURMESTER hljómkerfi o.fl. Raðnúmer 253703
VERÐ11.790.000
Hildur Björnsdóttir
sækist nú eftir odd-
vitasæti Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík í
prófkjöri sem fram fer
um helgina.
Af því tilefni rennur
mér blóðið til skyld-
unnar að mæla með
Hildi við Reykvíkinga
en við vorum sam-
starfsmenn um nokk-
urra ára skeið á ís-
lenskri lögmannsstofu í London.
Eins og borgarbúar eru farnir að
þekkja er Hildur rökföst en hún
kemur sínum sjónarmiðum hins
vegar ekki að með öfgum og há-
vaða, heldur lagni og kurteisi. Þetta
nýttist henni vel við lögmannsstörf,
og mun gera það sömuleiðis í störf-
um hennar fyrir Reykvíkinga.
Stjórnmál rétt eins og lögfræðin
snúast nefnilega oft og tíðum um að
ná fram hagstæðri niðurstöðu í
sæmilegri sátt við viðsemjandann.
Sjálfstæðisflokkurinn kemst ekki til
áhrifa nema í samstarfi við aðra, og
í ljósi reynslunnar treysti ég Hildi
vel til þess verkefnis.
Það er ekki vænlegt til árangurs
í stjórnmálum að elta dægurflugur
og freista þess í sífellu
að vera sammála síð-
asta ræðumanni.
Stjórnmálamenn sem
festast í því fari eru
ekki heppilegir til
samstarfs. Hildur hef-
ur sem betur fer forð-
ast að detta í þessa
gryfju. Skynsemi og
hófsemd í málflutningi
er nefnilega farsælli til
lengri tíma litið.
Ég treysti Hildi til
að binda enda á eyði-
merkurgöngu Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík, og
hvet kjósendur í Reykjavík til að
fylkja sér að baki þessari öflugu
konu.
Veljum öflugan mál-
svara í Reykjavík
Eftir Gunnar Thor
Thorarinsson
» Sjálfstæðisflokkur-
inn kemst ekki til
áhrifa nema í samstarfi
við aðra, og í ljósi
reynslunnar treysti ég
Hildi vel til þess verk-
efnis.
Gunnar Thor
Thorarinsson
Höfundur er meðal eigenda BBA//
Fjeldco lögmannsstofu og fer fyrir
starfsemi stofunnar í London.
Fram undan eru
borgarstjórnar-
kosningar í vor þar
sem verkefni okkar
sjálfstæðisfólks verð-
ur að mynda nýjan
meirihluta undir
styrkri forystu.
Með Hildi Björns-
dóttur hafa komið
ferskir vindar inn í
borgarmálin í Reykja-
vík. Hildur hefur veitt meirihlut-
anum virkt aðhald og komið fram
með skynsamlegar og góðar hug-
myndir um hvernig bæta megi
þjónustu við borgarbúa, sama í
hvaða hverfi þeir búa. Byggja upp
höfuðborg þar sem íbúar hafa val-
frelsi í samgöngum og geta nálgast
alla grunnþjónustu í sínum hverf-
um. Hildur hefur sett fram metn-
aðarfull markmið um að koma
grunnskólum borgar-
innar í fremstu röð
innan OECD og leggur
ríka áherslu á að leysa
vanda foreldra þegar
kemur að leikskóla-
málum.
Það þarf að setja
málefni fjölskyldna í
forgrunn í Reykjavík,
ungt fólk með börn
hefur unnvörpum flutt
í nágrannasveitar-
félögin þar sem
Reykjavík hefur ekki
verið valkostur undanfarin ár,
hvort sem litið er til húsnæðis eða
skólamála.
Þessi mál brenna á borgarbúum
ásamt mörgum fleirum. Það er
ljóst að ekki verður ráðist í þessi
mál með núverandi meirihluta.
Hildur er framsýn, metnaðarfull
og öflugur málsvari Sjálfstæðis-
flokksins sem ég trúi að geti leitt
samstilltan hóp til sigurs í borgar-
stjórnarkosningunum í vor. Við
þurfum manneskju sem getur miðl-
að málum þvert á flokka og iðkað
jafnvægislistina sem samstarf á
sviði stjórnmálanna óhjákvæmilega
er.
Ég styð Hildi Björnsdóttur í 1.
sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
sem fram fer um helgina. Ég
treysti henni til þess að leiða okkur
til sigurs í vor og mynda nýjan
meirihluta í Reykjavík.
Framsýna forystu í Reykjavík
Eftir Erlu Ósk
Ásgeirsdóttur
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
»Hildur er framsýn,
metnaðarfull og öfl-
ugur málsvari Sjálf-
stæðisflokksins sem ég
trúi að geti leitt sam-
stilltan hóp til sigurs í
vor.
Höfundur er forstöðumaður.
Reykjavík hefur
alla burði til að vera
leiðandi sveitarfélag á
landinu. Vegalengdir
eru stuttar en samt
er landslagið fjöl-
breytt. Auðvelt er að
koma sér á stað til að
njóta útsýnis yfir sjó
og fjöll. Að mestu
leyti er stutt í alla
þjónustu. Mikilvæg-
ustu opinberu stofnanirnar eru í
miðbæ Reykjavíkur. Innanlands-
flugvöllur er þar steinsnar frá,
landsbyggðinni til heilla. Sem born-
um og barnfæddum Reykvíkingi
finnst mér almenningslaugarnar
standa upp úr í borgarlífinu, þar er
hægt að huga að líkamsrækt sem
og þjálfa hugann með samtölum við
aðra góða og gegna pottverja.
Í grunninn er borgin frábær.
Skipulagsstefna Reykjavík-
urborgar hefur um langt skeið ver-
ið reist á þeirri for-
sendu að þétta þurfi
byggð og þrengja þurfi
að einkabílnum. Þessi
nálgun sem og aðferð-
in við að úthluta lóðum
er til þess fallin að
styðja við hækkandi
fasteignaverð. Stefnan
leiðir óhjákvæmilega
til lóðaskorts. Nægt er
þó byggingarlandið.
Skortur á fjárfest-
ingum í samgöngu-
mannvirkjum hægir á
umferð og leiðir til aukins kostn-
aðar fyrir almenning. Þessu þarf
að breyta. Það er hægt að stækka
borgina til austurs samhliða því
sem greitt er fyrir umferð allra.
Aukið lóðaframboð í nýjum hverf-
um styður við það markmið að
jafnvægi náist á fasteignamarkaði.
Auðveldara verður þá fyrir ungt
fólk að festa kaup á sinni fyrstu
íbúð.
Borgarstjórnarkosningarnar í
vor geta orðið sögulegar. Koma
þarf núverandi meirihluta borg-
arstjórnar frá völdum. Til þess
þarf Sjálfstæðisflokkurinn að
standa saman og ná góðri kosn-
ingu. Styrkjum stoðir Sjálfstæð-
isflokksins í dag með því að taka
þátt í prófkjörinu og tryggjum að
listi flokksins verði sigurstrangleg-
ur.
Með viljann að vopni gerum við
Reykjavík að borg tækifæranna.
Með viljann að vopni
Eftir Helga Áss
Grétarsson
Helgi Áss Grétarsson
»Með viljann að vopni
gerum við Reykjavík
að borg tækifæranna,
svo sem með því að auka
lóðaframboð og auð-
velda ungu fólki að fá
þak yfir höfuðið.
Höfundur óskar eftir stuðningi í 5.
sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
helgigretarsson@gmail.com
Sjálfstæðisflokk-
urinn í Reykjavík mun
tefla fram konu í odd-
vitasætinu í sveitar-
stjórnarkosningunum
fram undan. Það er
orðið ljóst því þrjár
öflugar konur koma til
greina í prófkjörinu
um næstu helgi, þótt
ein þeirra hafi af lítil-
læti gefið kost á sér í
annað sæti, vitandi samt vel að
fjöldi fólks vildi hana í fyrsta sætið
– reynda og víðsýna. Virðing-
arverða.
Fyrst gaf kost á sér kona sem vill
láta borgina „virka“ en var samt sú
eina í hópi fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins sem studdi tillögu meiri-
hlutans um að gera Laugaveg að
göngugötu allt árið af því að það er
svo „skemmtilegt“ að sögn eins
píratans.
Svo kom fram afar efnileg og
metnaðarfull þingmannsdóttir,
varaborgarfulltrúi sem veit áreið-
anlega hvað stefnir í – en gleymdi
að lýsa yfir stuðningi við Reykjavík-
urflugvöll í annars ágætri grein á
þessum vettvangi um daginn, þótt
hún styðji hann að sjálfsögðu.
Stuðningur við flugvöllinn og algjör
andstaða gegn „þungu“ borgarlín-
unni verður að vera skýr afstaða
allra frambjóðenda flokksins, auk
ýmiss annars auðvitað.
Þriðja konan sem kemur til álita í
þetta mikilvæga sæti er reyndur
borgarfulltrúi – kemur úr mennta-
samfélaginu með stjórnunarreynslu
og svo víðsýn að hún kom fram með
stefnumarkandi tillögu um sveigjan-
lega aldursbyrjun í grunnskóla. Frá
sex ára niður í fimm skilst mér,
e.t.v. af þeirri einföldu meginástæðu
að „sum börn eru eldklár en önnur
óttalegir sauðir“, eins og einhver
orðaði það um árið. Algjörlega á
skjön við átrúnað kommúnista um
„skóla án aðgreiningar“. Svo má
bæta við tillögu hennar um afnám
fasteignaskatta eldri borgara í mjög
góðri grein sl. laugardag í Morgun-
blaðinu.
Síðan verður að
velja einhvern í annað
sætið. Karlmann
formsins vegna finnst
mér þótt femínisti telj-
ist. Þá kemur Þorkell
Sigurlaugsson sterkur
inn þótt fatlaður sé.
Einn duglegasti maður
sem ég hef hitt á lífs-
leiðinni, skarpgáfaður
og reyndur á mörgum
sviðum. Kjartan Magn-
ússon kemur vitaskuld
upp í hugann en hann
hefur sýnt sig í því að verða mik-
ilvægur alþingismaður og ætti ekki
að þurfa að þreyta sig á borgarmál-
unum. Nær væri t.d. að tryggja
Ólafi Guðmundssyni umferðarsér-
fræðingi öruggan stuðning, sam-
göngumálin eru jú einna brýnust.
Og hvað með Helga Áss Grétarsson
eða Viðar Guðjohnsen gæti einhver
spurt. Ritað báðir mjög góðar
greinar í Morgunblaðið nýlega. Eða
Björn Gíslason sem gefur kost á sér
í þriðja sætið, langreyndur í borg-
armálunum.
Fjöldi annarra frambærilegra
karla og kvenna er í framboði og
magnað að venjulegum kjósendum
flokksins sé gert kleift að hafa áhrif
á röð hans – sem á endanum mun
ráða úrslitum á kjördag. Við sem
ætlum að taka þátt í prófkjörinu
verðum að vera örugg um að val-
kosturinn okkar verði í algjörri and-
stöðu við núverandi meirihluta í
Reykjavík.
Valkosturinn
verði skýr
Eftir Pál Pálmar
Daníelsson
» Þrjár öflugar konur
koma til greina í
prófkjörinu þótt ein
þeirra hafi af lítillæti
gefið kost á sér í annað
sæti, vitandi samt vel að
fjöldi fólks vildi hana í
fyrsta sæti – reynda og
víðsýna. Virðingar-
verða.
Páll Pálmar Daníelsson
Höfundur er leigubílstjóri.