Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 37

Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 ✝ Oddsteinn Runólfur Kristjánsson fædd- ist 29. nóvember 1928 á Skaftárdal á Síðu. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Klaustur- hólum á Kirkjubæj- arklaustri 6. mars 2022. Foreldrar hans voru Þorbjörg Jónsdóttir, f. 1893, d. 1985, og Kristján Pálsson, f. 1891, d. 1974, bændur á Skaftárdal á Síðu. Systkini Oddsteins: Páll Sím- on, f. 1916, d. 1938; Björg Jón- ína, f. 1917, d. 2013, Hildur, f. 1920, d. 2004, Guðlaug, f. 1922, d. 2016, Böðvar, f. 1925, d. 2015, Jón, f. 1928, d. 2017, og Oddný Sigríður Vigdís, f. 1933. Hinn 11.5. 1957 giftist hann Oddnýju Sigurrósu Gunn- arsdóttur, Rósu, f. 15. febrúar 1924, en hún lést 29. júlí 2019. Foreldrar hennar voru Kristín Sigurðardóttir, f. 1892, d. 1967, og Gunnar Sæmundsson, f. 1886, d. 1971, bændur í Borg- arfelli í Skaftártungu. Börn Rósu og Oddsteins eru: A) Drengur, f. og d. 29.8. Lilja, f. 2002, Dc) Guðrún Lilja, f. 1983, hún á þrjú börn, Dd) Agnar Björn, f. 1986, De) Hild- ur Jakobína, f. 1988, maki Þór- hallur Viðarsson, f. 1987, þau eiga eitt barn, Df) Tryggvi Klemens, f. 2002. E) Páll Símon, f. 1964, maki Jónína Jóhannesdóttir, f. 1962, þau búa í Hvammi í Skaft- ártungu. Börn þeirra: Ea) Sig- rún Heiða, f. 1981, maki Eðvarð Þ. Gíslason, f. 1982, þau eiga sex börn, Eb) Kristján, f. 1996. Oddsteinn ólst upp á Skaft- árdal, vestasta bæ á Síðu. Hann tók þátt í bústörfum um leið og aldur leyfði og axlaði snemma þá ábyrgð sem nálægðin við Skaftá, hið beljandi jökulfljót, krafðist, en hún átti eftir að verða hans nágranni alla ævi. Þau Rósa byggðu sér nýbýli út úr Skaftárdalnum, með til- heyrandi ræktun lands og stækkun bústofns og byggingu útihúsa og íbúðarhúss. 1973 fluttu þau sig yfir Skaftána, að Hvammi í Skaftártungu, og ráku þar stórt fjárbú, auk þess sem hann var skólabílstjóri sveitarinnar í áratugi. Oddsteinn var bóngóður og hjálpsamur, unni búsmala sín- um, hestamaður var hann ágæt- ur, og sporléttur og lipur smali. Við búskap voru þau hjónin í Hvammi allt þar til þau fluttu á Klausturhóla snemma árs 2017. Útför hans fer fram frá Graf- arkirkju í Skaftártungu í dag, 19. mars 2022, kl. 14. 1957 (síðar nefndur Sigurður). B) Gunnar Krist- ján, f. 1958, kvænt- ur Sigurbjörgu Kristínu Ósk- arsdóttur, f. 1965, þau búa í Vest- mannaeyjum. Dæt- ur þeirra: Ba) Sig- ríður Inga, f. 1981, gift Kristjáni Magnússyni, f. 1973, þau eiga tvö börn, Bb) Oddný Sigurrós, f. 1985, maki Gísli M. Ragnarsson, f. 1979, þau eiga tvö börn, Bc) Kristjana Rún, f. 1990, maki Elías A. Kristjánsson, f. 1983, þau eiga tvö börn, Bd) Díana Íva, f. 1994. C) Inga Björt Hafdís, f. 1961, gift Brandi Jóni H. Guðjónssyni, f. 1960, þau búa á Selfossi. Börn þeirra: Ca) Hrönn, f. 1984, maki Þórður G. Ingvason, f. 1979, þau eiga þrjú börn, Cb) Þor- steinn, f. 1987, maki Anna M. Jakobsd. Hjarðar, þau eiga eitt barn. D) Kristbjörg Elín, f. 1964, maki Tryggvi Agnarsson, f. 1954, þau búa í Reykjavík. Börn þeirra: Da) Eygló Rut, f. 1991, maki Böðvar Schram, f. 1990, þau eiga eitt barn, Db) Eydís Þá er hann, elskulegur faðir minn, farinn til mömmu í blóma- brekkuna, á nítugasta og fjórða aldursári, saddur lífdaga. Tím- inn frá því mamma fór fyrir tæp- um þremur árum hefði verið enn erfiðari ef hugurinn hefði ekki getað leitað til fortíðarinnar, til systkinanna, ekki síst Jóns bróð- ur hans, til gleðistunda við smalamennsku og girðingar- vinnu. Stundum var erfitt fyrir okkur að taka þátt í þessum dag- draumum hans. En þeir hjálpuðu honum í söknuði hans eftir mömmu og í tilbreytingarleysi Covidtímans, þegar við máttum jafnvel ekki sækja hann heim. Ég: „Pabbi ég var búin að reyna að hringja.“ Pabbi: „Ekki von að ég hafi ekki svarað, var að koma heim, var að sækja skjáturnar.“ En svo bráði af honum eftir stutt spjall. Pabbi var vel giftur, henni mömmu Rósu, þau áttu saman langa og kærleiksríka ævi og stóðu saman gegnum sætt og súrt. Hugur minn leitar til æskuár- anna í Skaftárdal, glaður systk- ina- og ættingjahópurinn undi vel við sitt við leik og störf í skjóli elskulegra foreldra og föðurfor- eldra. Þegar ég var tíu ára tók fjölskyldan sig upp og flutti úr nýbyggða húsinu okkar í Skaft- árdal, í Hvamm, sem foreldrar mínir höfðu keypt og í gamlan torfbæ, þar sem við bjuggum þar til nýtt hús var þar reist. Þarna hófu foreldrar mínir fjárbúskap, sem varð einn sá umsvifamesti á landinu þegar best lét. Sveitalífið átti ekki við mig og ég yfirgaf heimahagana ung og flutti í bæinn á vit ævintýra og náms. Foreldrar mínir studdu mig í því sem öðru og sýndu sjón- armiðum mínum fullan skilning. Þótt ég sé þakklát fyrir það að pabbi sé nú kominn til mömmu er söknuðurinn sár og minning- arnar þyrlast upp. Það gat hvinið í honum pabba, hann var fljótur upp en líka skjótur að jafna sig og líka að fyrirgefa. Held við höfum ekki bara verið lík í útliti við feðginin heldur líka í skapgerð. Á stórbúinu var starfsskipting skýr: Mamma stjórnaði heimilis- rekstrinum og pabbi búrekstrin- um. Mamma greip í útistörf en pabbi ekki í innistörfin. Þegar hann kom inn kom hann sér vel fyrir og beið góðrar þjónustu mömmu Rósu! Löngu seinna, þegar hann þurfti nauðsynlega í bæinn vegna hjartavesens og ég fékk að hafa hann hjá mér í nokkrar vik- ur, steig hann sín fyrstu skref í eldamennsku. Hann var árrisulli en ég og þurfti því að bíða þjón- ustu minnar þar til ég kom fram. Okkur kom saman um að þetta væri nú lítið vit. Mér tókst að kenna honum að hella upp á kaffi og elda hafragraut í örbylgjuofn- inum. Hann mætti svo stoltur heim í Hvamm, með sinn nýja lærdóm í farteski og gerði graut og kaffi fyrir Rósu sína. Nú er hann farinn kletturinn minn. Ég er þakklát hinu góða og elskulega starfsfólki á Klaust- urhólum fyrir umhyggju fyrir pabba og mömmu. Síðustu dag- arnir þegar ljóst var hvert stefndi og fyrir lá að hann, stríðnispúkinn, var ekki að plata þennan umgang og við systkinin, makar og niðjar fengum að vera með honum eru verðmætir, kær- leikurinn var allt um kring. Hann vildi fara og leið áreynslu- laust yfir um hjá okkur. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þennan góð mann að föður. Kristbjörg Elín Oddsteinsdóttir. Sumt fólk sem maður kynnist á lífsleiðinni er þannig, að það er ekki annað hægt en að þykja vænt um samvistir við það, vegna þess að það veitir um- hyggju, ánægju og gleði. Þannig var það með tengdaföður minn, við áttum margar góðar stundir við girðingarvinnuna sem og aðr- ar stundir, hann var góður afi og dætur okkur Gunnars nutu þess að vera hjá ömmu og afa í sveit- inni. Oddsteinn var metnaðar- gjarn og með háleitar skoðanir á starfi sínu sem bóndi, hann var stórtækur og nýjungagjarn á vinnuvélar og á búskapinn sjálf- an. Við Oddsteinn vorum ávallt góðir vinir og gátum spjallað bæði um gamla og nýja tíma, það eiginlega lifnaði yfir okkur báð- um þegar við hittumst og okkur þótti alltaf erfitt að kveðjast. Nú þegar leiðir skilur þakka ég honum fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Elsku tengdafaðir minn, minning þín lifir með afkomend- um þínum. Guð styrki fjölskylduna alla á sorgar- og kveðjustund, þegar Oddsteinn kveður hið jarðneska líf. Sigurbjörg Kristín (Sigga Stína). Góður drengur er fallinn er frá, í hárri elli, tengdafaðir minn Oddsteinn í Hvammi, og þar með laus úr fjötrum þeim sem líkami og sál voru búin að binda honum allra síðustu árin. Alinn upp við hina stórbrotnu náttúru sem Eldhraunið og Skaftáin skópu fyrst og fremst, og sem þurfti að umgangast af virðingu, en líka áræði. Ellefu ára var hann þegar hann sá fyrst um að fylgja ferða- mönnum vestur yfir Skaftána á hesti og ríðandi eða akandi fór hann ótal margar ferðir þar yfir næstu áratugina. Og engir þekktu betur vöðin þar yfir en þau Skaftárdalsfjölskyldan, en brýr komu ekki á ána fyrr en 1960 og ’61. Skaftárdalur er landmikil jörð og þar þurftu allir að taka til hendinni um leið og hægt var, svo honum var vinnusemin í blóð borin. Og hann skoraðist ekki undan, gekk í öll verk úti og inni. Samviskusemin og ábyrgðartil- finningin, þeir mikilsverðu mannkostir sem hann var ríku- lega gæddur, gátu jafnvel verið íþyngjandi ungum dreng sem fannst hann líka þurfa að standa sig enn betur við að aðstoða á heimilinu við sviplegt fráfall elsta systkinisins, en hann var 10 ára þegar bróðir hans varð úti við smölun á Landbrotsafrétti. Oddsteinn var tæplega meðal- maður á hæð, grannvaxinn, snaggaralegur og kvikur í hreyf- ingum, glettinn og fundvís á hið fallega, góða og skemmtilega í fólki, umhverfi og aðstæðum. Alla jafna afskaplega þægilegur í umgengni, en á sama tíma skap- ríkur og gat fuðrað upp ef þannig bar undir, en líka jafn fljótur nið- ur aftur og hafði þá kosti að bera að hika ekki við að biðjast afsök- unar ef hann hafði talað óvarlega – það er dyggð sem ekki er öllum gefin! Já, hann var hrókur alls fagn- aðar, naut þess að gleðjast með fjölskyldunni og góðum vinum, kunni ógrynni af söngtextum og söng með sinni mjúku baritón- rödd þegar aðeins var búið að losa um raddböndin með „söng- vatni“, og ótalmargri meyjunni stýrði hann af mikilli fimi og lip- urð á dansgólfum sveitarinnar. Einar af sínum ánægjulegustu stundum átti hann á baki góðum hesti við leik eða störf. Og hvort sem hann var í útreiðartúr, að smala eða að leiðsegja hesta- mönnum um Síðuheiðar eða að Fjallabaki naut hann þeirra stunda ríkulega. Þau Rósa voru höfðingjar heim að sækja og gestrisni þeirra viðbrugðið. Samhent voru þau í sínum búskap og með þeim áttum við fjölskyldan ótal marg- ar ánægjustundir við leik og störf, bæði þegar við bjuggum með þeim í Hvammi um tíma, en síðan í gegnum áratugina í heim- sóknum eða sameiginlegum ferðalögum okkar – til góðra vina lágu gagnvegir. Hann var afskaplega barngóð- ur og bæði börn okkar og barna- börn hændust mjög að honum og sóttu í félagsskap hans. Eitthvað kann að hjálpa til vissa um bis- mark- eða perubrjóstsykur – og bláan Opal á meðan hann fékkst – en það þurfti þó alls ekki til. Fyrir hönd okkar Ingu, Hrannar, Þorsteins og þeirra fjölskyldna þakka ég að leiðar- lokum fyrir allt það sem hann var okkur, við kveðjum með söknuði okkar góða vin, en vitum líka að nú er hann kominn á betri stað, sameinaður henni Rósu sinni sem hann saknaði svo mjög. Brandur Jón Hrannarson Guðjónsson. Það var mikið lán fyrir mig að fá að kynnast foreldrum Krist- bjargar minnar, Hvammshjón- unum, Rósu heitinni og Odd- steini, sem nú er kvaddur. Er þakklátur fyrir það hversu vel þau tóku mér, raunar eins og fjölskylda þeirra öll. Þegar ég kom til sögunnar voru þau hjón flutt fyrir nokkru á Klaustur- hóla, hjúkrunar- og dvalarheim- ilið á Kirkjubæjarklaustri, en voru með aðstöðu heima í Hvammi. Þau voru alla tíð samhent og hamingjusöm hjón. Oddsteinn og Rósa heima í Hvammi, ekki löngu fyrir lát hennar. Oddsteinn: „Ertu búin að taka pillurnar?“ Það var nú raunar ekki bara spurningin, sem sat í mér heldur og tónninn og svipurinn á Oddsteini, sem ljómaði af kærleika, umhyggju og ástríki til konu sinnar. Hún hafði enda staðið með honum mestan hluta ævi hans, gegnum þykkt og þunnt. Þau Rósa og Oddsteinn hófu búskap á óðali feðra hans, Skaft- árdal, en tóku sig upp og fluttu með barnahópinn sinn í Hvamm í Skaftártungu nokkru sunnar og bjuggu þar, oft og tíðum stórbúi, þar til riðan læsti klónum í bú- stofninn og gripahúsin. Skaftáin, óstýriláta stórfljótið, varð granni hans nánast alla ævi. E.t.v. var margt líkt með þeim, ánni og honum. Það var oft mikið að gera á stóru heimili. Auk umsvifamiklu bústarfanna sá Oddsteinn lengi um skólaakstur í sveitinni og hjálpaði bændum m.a. við hey- skap með vélbúnaði sínum. Rósa sá um allan heimilisrekstur og oft og tíðum voru þau með börn í heimili, önnur en sín, sem sum þurftu stuðnings við. Gamla verkaskiptingarfyrirkomulagið var á þeim bænum en jafnræði með þeim hjónum. Aldrei vottaði fyrir kvörtunar- tóni, þegar ég spurði þau hvort þetta hefði ekki verið erfitt allt saman á stundum. Aðeins þakk- læti og gleði yfir lífshlaupinu með makanum, góðum og dug- legum börnum og niðjum. Engin eftirsjá vegna stopulla stuttra leyfa og þess að hafa aldrei ferðast utanlands. Nú nema til Vestmannaeyja! Allur aðbúnaður á Klaustur- hólum, þar sem þau Oddsteinn og Rósa bjuggu þegar hún féll frá og hann var svo þar til yfir lauk, hefur verið til fyrirmyndar og tók Oddsteinn fjarri hug- myndum um að vera annars staðar eftir að Rósa féll frá. Og það jafnvel þótt á stundum hafi verið heldur einmanalegt og fá- mennt hjá honum vegna pestar- innar og söknuður eftir konu hans mikill. Við sem fylgdum honum síðustu skrefin erum þakklát starfsfólkinu þarna fyrir aðstoð, hlýju og elskusemi við hann og okkur. Það var sama uppi á teningn- um á lokasprettinum eins og þegar Rósa kvaddi, ættingjar og vinir hópuðust að Oddsteini þeg- ar ljóst var hvert stefndi. Hann lést umvafinn ástríki fólksins síns, hvað verður það betra? Guð geymi minningu þeirra góðu Hvammshjóna. Tryggvi Agnarsson. Bréf til afa í Hvammi. Elsku afi, það var mikil sorg þegar sú stund rann upp að þú kvaddir þennan heim. Þú skilur eftir þig tómarúm og margar góðar og einstakar minningar. Ég minnist þín sem glettins og hróks alls fagnaðar. Sitjandi í fangi þínu í hægindastólnum inni í stofu fyrir framan sjónvarpið. Ég var að strjúka á þér höndina og togaði í hár á henni, eflaust í einhverri stríðni – en hvar ætli ég hafi lært hana? Þú varst auð- vitað tilbúinn með svar og kvein- aðir allsvakalega. Ég hrökk upp og varð miður mín að hafa meitt þig, þar til ég heyrði púkahlátur þinn. Þarna náðir þú mér. Þú varst einstakur, svo góð- hjartaður og með mikinn drif- kraft. Þú sýndir ást þína til okk- ar í verki. Gafst þér tíma fyrir okkur í leik eða tókst okkur með í þau verk sem þurfti að sinna. Þú gafst okkur tækifæri til þess að læra og sýna hvað í okkur byggi. Efldir einfærni okkar og sýndir okkur virðingu. Hversu heppin ég var að eiga afa sem gaf sér tíma til þess að eiga stund með mér og kenna mér að hafa trú á sjálfri mér. Elsku afi, ég kveð þig með trega en minnist þín með hlýhug og þakklæti fyrir þann tíma sem ég fékk að njóta með þér. Enda þetta á síðustu orðum sem ég mælti við þig: Bless í bili. Þín Díana prinsessa. Díana Íva Gunnarsdóttir. Afi var duglegur og lét ekkert stöðva sig. Hann hjálpaði öllum sem þurftu á aðstoð að halda. Mínar bestu minningar með honum er þegar við vorum í hestamennsku saman og allt sem tengdist kindunum. Hann hafði sérstaklega gaman af hesta- mennsku og leyfði mér alltaf að taka þátt í því. Við fórum oft í langa útreiðartúra, smala- mennsku, girðingarvinnu, hey- skap, nefndu það, alltaf fékk ég að fljóta með. Hann skráði mig í hesta- mannafélagið Kóp og skutlaði mér í reiðskólann í hverri viku yfir sumarið til þess að ég gæti lært meira á hesta. Hann kenndi mér aga, þolinmæði, nákvæmni og að það sé mikilvægt að hjálpa náunganum. Ég á margar góðar minningar um hann sem munu lifa áfram! Ein frá barnæsku var þegar við systurnar vorum að leika í stof- unni á Hvammi og afi sat í stóln- um sínum eftir langan vinnudag, við stelpurnar vorum klifrandi á honum og hlaupandi um stofuna og hann segist ætla að sýna okkur töfrabragð … og hallar sér fram og skellir tanngómnum fram! Við vorum svo hissa og reyndum að gera það sama og rífa tennurnar fram en gátum það auðvitað ekki. Afi hló og gerði þetta aftur og aft- ur, okkur fannst þetta rosalega sniðugt. Á seinni árunum áttum við líka mjög gott samband og það var alltaf erfitt að kveðja þegar mað- ur var að fara. Við gátum talað endalaust um hesta, litina á lömb- unum sem komu þetta árið, hvernig sauðburður hefði gengið, nýju folöldin á Jórvíkinni, við ræddum veðrið og allt milli him- ins og jarðar. Hann fékk alltaf fót- anudd frá mér þegar ég kom til hans og hann var liggur við kom- inn úr sokkunum þegar hann vissi að ég væri að koma í heimsókn. Ég á eftir að sakna þín mikið elsku afi minn. Ég er virkilega heppin að hafa fengið það tæki- færi að hafa þig svona lengi í mínu lífi. Eins og ég sagði við þig áður en þú fórst þá veit ég að amma bíður spennt eftir þér og tekur vel á móti þér með steikina og terturnar. Ég elska þig! Kristjana Rún Gunnarsdóttir. Ég taldi alltaf niður dagana þar til ég fengi að fara í sveitina til Oddsteins afa og ömmu Rósu, það var og er minn uppá- haldsstaður. Þar fékk ég að vera ég, frjáls frá einelti, ein- manaleika, laus frá áhyggjum og öllu því sem var að gerast í Eyjum. Ég hef aldrei fundið fyrir eins mikilli ró og hamingju og á Hvammi hjá ömmu og afa. Afi var ekki manneskja sem tjáði tilfinningar sínar heldur sýndi þær í verkum. Ég fann hversu mikið hann elskaði mig og aðra í kringum sig, hann þurfti ekki að segja mér það, hann sýndi það með því að gefa sér tíma til að leika við mig, fífl- ast og stríða eftir erfiðan vinnu- dag. Alveg sama hvað hann þurfti að gera mikið yfir daginn þá gaf hann sér tíma til að kenna mér það sem hann var að gera og leyfði mér að koma með sér og taka þátt í því sem hann var að brasa, alveg sama þótt ömmu fyndist ég of lítil til að gera þessa hluti og vildi passa meira upp á mig, þá var afi meira fyrir það að efla mig áfram og sjá hversu langt ég kæmist og treysti mér í, auka kunnáttu og hugmyndaflugið, sjálfstæði, hjálpsemi og ekki má gleyma virðingunni. Afi kenndi mér að virða dýrin og fólkið í kringum mig, hann kenndi mér að dugnaður kemur manni áfram og kannski smá þrjóska líka. Ef ég treysti mér í að gera hlutina eða prófa og amma ekki nálægt til að stoppa okkur af þá fékk ég að reyna á mig og ef ég náði ekki þá var afi alltaf til staðar til að hjálpa mér að ná markmiðinu, hann hjálpaði mér að gefast ekki upp og reyna aft- ur. Ég fékk eiginlega að vera skugginn hans afa, ég elti hann út um allt, ég fór með honum á aðra bæi að vinna og hjálpa til, aðrir hefðu horft á mig og hugs- að að ég myndi bara tefja og vera fyrir, ekki afi, hann sá not fyrir mig. Hann laumaði svo annað slagið bláum ópal eða kandísmola til mín fyrir verk dagsins. Ég fékk alltaf hrós, klapp á bakið eða umbun fyrir að hjálpa. Afi vildi alltaf launa mér fyrir það að hjálpa honum, en það eina sem ég vildi og fékk var að sjá og heyra hvað hann var ánægður og stoltur með mig, það var mesta og besta við- urkenning sem ég hef fengið. Það sem hjálpar mér í gegn- um sorgina og missinn er að vita að þú ert loksins kominn til ömmu Rósu, sem hefur tekið vel á móti þér og þegar hún sér ekki til, þá ferð þú í langþráðan reið- túrinn sem við töluðum alltaf um. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og kennt mér í gegnum lífið, ég mun varð- veita þessar minningar eins og gersemar. Elska þig alltaf. Þín afastelpa, Oddný Sigurrós Gunnarsdóttir. Oddsteinn Runólfur Kristjánsson Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.