Morgunblaðið - 19.03.2022, Síða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022
✝
Sigurlaug Guð-
rún Egilsdóttir
fæddist 23. júlí
1934. Hún lést 9.
mars 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Dýrfinna
Gunnarsdóttir frá
Keflavík í Hegra-
nesi í Skagafirði, f.
15. apríl 1907, d.
23. júní 1994, og Jó-
hann Egill Sigurðs-
son frá Máná, f. 2. ágúst 1893, d.
3. nóv. 1972.
Systkini Sigurlaugar: Að-
algeir, f. 10. sept 1936, og Hall-
fríður Ingibjörg, f. 15. apríl
1945. Uppeldisbróðir þeirra var
Gunnar Sigurður Sigurðsson, f.
22. nóv. 1926, d. 9. nóv 2012.
Sonur Sigurlaugar er Egill
Aðalgeir Þorláksson, f. 24. jan.
1961, kvæntur Ingi-
gerði Friðgeirs-
dóttur, f. 11. jan.
1964. Synir þeirra
eru Egill Jóhann, f.
9. des. 1991, og
Gunnar Geir, f. 12.
mars 1996. Egill Jó-
hann er kvæntur
Christa Vuorinen,
f. 30. maí 1994, og
dóttir þeirra er
Hekla Guðrún, f.
17. júlí 2017.
Sigurlaug ólst upp á Máná á
Tjörnesi og bjó þar alla tíð, utan
árstíðabundinna starfa annars
staðar. Sigurlaug dvaldi síðustu
misserin á Skógarbrekku, Heil-
brigðisstofnun Þingeyinga.
Útförin fer fram frá Húsavík-
urkirkju í dag, 19. mars 2022,
klukkan 14.
„Inn milli fjallanna hér á ég
heima, þar liggja smaladrengsins
léttu spor“ er hending úr söng-
texta Davíðs sem amma Þor-
björg kenndi mér sumarið þegar
hún keyrði mig sex ára gamla
norður á Máná til vinkonu sinnar
hennar elsku Laugu. Lítið vissi
ég að amma væri að fara með
mig norður, enda var ekki haft
hátt um þátttöku barna á þeim
tíma, og hversu mikil áhrif dvöl
mín næstu sex sumur myndi hafa
á minn persónuleika og hversu
sterkar minningar ég átti eftir að
eignast, minningar sem ég ein á
um Laugu og Máná. Hún, ásamt
Dýrfinnu móður sinni, tók á móti
mér opnum örmum og passaði
mig alla daga eins og ég væri
dóttir hennar. Þessi sumur gáfu
mér dýrmæt tækifæri til að
þroskast og eflast og hún kenndi
mér að keyra traktor, hugsa um
lömbin, heyja, raka, moka. Ég
varð sterk og lærði að verða
sjálfstæð. Hún kenndi mér til
verka, og ég var send eftir kaffi-
brúsanum, fékk að ná í kýrnar,
lærði að mjólka, sækja mjólkina í
brúsa út í læk. Hún kenndi mér
að elska saltað hrossakjöt, hafra-
graut með súru slátri, að drekka
kaffi með sykri, að gefast aldrei
upp og rölta yfir enn eina hæðina
með rauðu berjafötuna mína því
þar væri örugglega stór breiða af
aðalbláberjum sem biðu eftir
mér. Þarna lærði ég þrautseigju.
Hún hló svo lúmskt, með hálflok-
aðan munninn, brosti eins og
henni einni var lagið, er hún sá
að ég var orðin að alvöru sveita-
stelpu.
Ég svaf í litlum svefnsófa inni
í herbergi hennar, hún hitaði
vatn til að þvo mér, fléttaði á mér
hárið á hverjum degi. Lauga
hugsaði ávallt um mig af mikilli
natni og með virðingu, las með
mér, kenndi mér að spila og ég
elti hana á röndum hvert sem
hún fór, með Týra töltandi á eft-
ir. Hún hélt því fram að ég
myndi hætta að vaxa ef ég hætti
ekki að tala! Ég hugsa því að hún
hafi verið einstaklega ánægð að
fá að sleppa endrum og eins með
mjólkurbílnum inn á Húsavík til
að fá smá frið frá mér eða hún
sendi mig yfir lækinn til að leika
við vin minn hann Nonna eða þá
til bróður síns og fjölskyldu á
Mánárbakka.
Í öll þessi sex ár, tíma er ein-
staklingur þroskast sem mest,
beið ég spennt að fara sem fyrst
norður og eins seint og hægt var
aftur suður að sumri loknu.
Minningarnar eru efni í bók og
fylgja mér alla daga. Minn tími
með Laugu er einn sá fallegasti
tími sem lítil sveitastelpa og
smalastúlka gat hugsað sér. Ég
er þakklát fyrir þann tíma.
Ég bið góðan Guð að geyma
elsku Laugu.
Regína Jensdóttir.
Ég minnist fólksins á Máná á
Tjörnesi af mikilli hlýju. Þangað
kom ég tíu ára til að vera í sveit
„hjá vandalausum“. Þá bjuggu
þar Egill og Dýrfinna ásamt
dóttur sinni Sigurlaugu og syni
hennar Agli. Það var mikið æv-
intýri fyrir borgarbarn sem
þráði að kynnast skepnum í sveit
að kynnast svo til viðbótar þessu
góða fólki, ásamt öllum þeim sem
bjuggu á nærliggjandi bæjum,
Mánárbakka, Árholti og Voladal.
Tjörnesið allt var merkilegur
menningarheimur sem leið hjá
ofan af mjólkurbílspalli ef maður
átti erindi í KÞ á Húsavík, þegar
smalað var til rúnings eða réttað
og litríkir persónuleikar komu
saman. Nú er síðasti fasti ábú-
andinn á Máná, Sigurlaug, fall-
inn frá og margt af þessu fólki
horfið á braut.
Ég hef oft sagt þriggja sumra
dvöl á Tjörnesi jafna því síðar að
halda til háskólanáms í útlöndum
hvað varðar þroska og upplifun.
Fyrir stuttu skrifaði ég minnis-
punkta eftir langdvalir erlendis
þar sem þessari reynslu var svo
lýst:
„Með hverju árinu sem líður
sakna ég þess að vera ekki heima
á Íslandi í júní. Ég sé fyrir mér í
anda miðnætursólina á Tjörnesi
sem rétt skoppar niður að nyrstu
brún og lyftir sér aftur, Háey og
Lágey spegla sig í gullinu.
Ímynda mér lundana þar með
kjaftinn fullan af síli. Sé fyrir
mér þyrsklingamiðin. Kríurnar í
mýrinni færa ungum æti, linnu-
laust hverja mínútu sem sólin
skín og það er hver mínúta. Gró-
andina. Grösin. Dýjaveiturnar
grænka og kríuegg í hvert mál
með hræringi og flatkökum og
sméri. Baulandi kýr á hverjum
morgni með troðin júgur og
lambadrottningin við heiðarbrún
með móður sinni háreistri. Gamli
sauðakofinn hruninn innan um
blóm. Hvernig allt springur út af
lífsþrótti og jafnvel bleikjur
sigra þyngdarlögmálið í fjöru-
grjótinu þar sem áin kvíslast nið-
ur í þarahrúgurnar. Kjói, stelk-
ur, mýrisnípa og gengið á reka
og gert við girðingar.“
Þetta er meðal annars vega-
nestið sem strákurinn tók með
sér þangað sem hann sat í mann-
gerðum höllum og hlustaði á vol-
ið í heiminum. Ég er alltaf þakk-
látur velgjörðarfólki mínu á
Máná fyrir að hafa tekið mér svo
vel og gert að fullburða fjósa-
manni í gömlu skemmunni þar
sem þær Dimma, Vera, Bleik og
Kolbrún stóðu á básum undir
torfþaki og biðu þess að við Dýr-
finna mjólkuðum og bærum svo
brúsana út í læk. Í fjárhúsunum
voru þau Egill bóndi og Sigur-
laug fjárglögg með afbrigðum.
Það var heiður að fá að halda
lömbum meðan Egill brá vel-
brýndum vasahníf og markaði.
Ganga svo til verka og kljúfa
rekavið.
Hin síðari ár kom maður oft
við á Máná til að heimsækja
Laugu, leita fregna úr sveitinni
og fá aftur brúnu kökuna með
sultunni fínu. Hún sagði manni
dýrasögur af Nesinu, hvar væru
helstu hreiðurstæði við bæinn og
sýndi að allt var með blóma í
garðinum. Eins og það á að vera
og þökk fyrir það.
Stefán Jón.
Lauga vinkona okkar Siggu er
látin, það fór þá svo að covid-
pestin frelsaði hana frá dvölinni
á Skógarbrekku. Ég sé hana fyr-
ir mér komna í gamla húsið sitt á
Mána með kók í glasi og sígar-
ettu í hendi.
Ég kynntist Laugu þegar
Sigga dóttir mín lá með henni á
sjúkradeild HSN. Þær urðu
stofufélagar og með þeim tókust
sterk vináttubönd. Líf þeirra var
að sumu leyti svipað, þær bjuggu
einar og þráðu að komast heim
en heilsufar Laugu var ekki talið
það gott að óhætt væri fyrir
hana að búa ein. Hún móaðist við
læknana, sagðist þurfa heim í
sauðburð, heyskap eða göngur,
en við Sigga komumst brátt að
því að fjárstofninn var aðeins ein
kind sem hún fékk að hafa hjá
frænda sínum á næsta bæ.
Lauga var skemmtileg kona
og hafði góða frásagnargáfu.
Eftir því sem hún sagði mér þá
stundaði hún sauðfjárbúskap, en
drýgði tekjur sínar með ýmissi
lausavinnu. Hún saltaði síld á
Húsavík og vann mörg haust á
sláturhúsinu. Hún átti aldrei bíl,
en sagðist hafa ferðast um sveit-
ina og til Húsavíkur á dráttarvél-
inni sinni. Lauga hafi yndi af
skepnunum og naut einnig
launavinnunnar. Hún var fé-
lagslega sterk enda góð kona
sem studdi lítilmagna en naut
þess að sjá spaugilegar hliðar í
fari samstarfsfólksins. Það sama
má segja um dvöl Laugu á
sjúkradeildinni og síðar Skógar-
brekku; hún hafði gaman af
skemmtilegum uppákomum og
fræddi okkur Siggu um aðstæð-
ur annarra vistmanna á glettinn
en vingjarnlegan hátt.
Það var dásamlegt að fá tæki-
færi til að kynnast Laugu og ég
vil þakka henni fyrir allar þær
hlýju og góðu stundir sem Sigga
átti með henni.
Kristín Sigurðardóttir.
Sigurlaug Guðrún
Egilsdóttir
Adda Bára Sig-
fúsdóttir var einn af
máttarstólpum Veð-
urstofu Íslands um
áratugaskeið. Strax
í skólafríum á námsárum sínum í
Noregi rétt eftir stríð kynntist
hún starfsemi Veðurstofunnar en
að loknu embættisprófi 1953
réðst hún í fullt starf á stofnun-
Adda Bára
Sigfúsdóttir
✝
Adda Bára Sig-
fúsdóttir fædd-
ist 30. desember
1926. Hún lést 5.
mars 2022.
Útför hennar var
18. mars 2022.
inni. Þar var hún
deildarstjóri veður-
farsdeildar um 35
ára skeið til 1988, að
hún breytti til og
helgaði sig rann-
sóknarverkefnum
fram yfir sjötugt.
Hún var því um það
bil hálfa öld öflugur
starfsmaður og með
í ráðum. Löngum
var hún við stjórn
meginstarfsemi á Veðurstofunni.
Veðurfarsdeild sinnir kerfi veður-
athugana á öllu landinu, fjölþætt-
um samskiptum við veðurathug-
anamenn, gæðaprófun og
margvíslegri úrvinnslu og útgáfu
athugana. Síðast en ekki síst þarf
að fylgjast með þróun fjarskipta
og tölvunotkunar.
Stórstígar framfarir voru á
mörgum sviðum á starfstíma
Öddu Báru seinni hluta síðustu
aldar og mikilvægt að fylgjast
með eftir fremsta megni. Í „Sögu
Veðurstofu Íslands“ eftir Hilmar
Garðarsson (1999) er greint frá
þróun stofnunarinnar frá upphafi
1920 til síðustu aldamóta. Adda
Bára byrjaði þegar Veðurstofan
var einungis 25 ára gömul. Hún
var því vitni að ótrúlegum breyt-
ingum. Í fyrrnefndri bók kemur
Adda Bára oft við sögu og skal
látið nægja hér að vísa í hana.
Við andlát Öddu Báru minnist
ég ánægjulegra kynna og sam-
starfs á sama vinnustað í nærfellt
tvo áratugi en ég hóf störf á Veð-
urstofunni 1979. En það voru ekki
okkar fyrstu samskipti. Adda
Bára hafði gaman af að rifja upp
og segja mér hvernig ég brást við
þegar við gátum ekki skilið hvort
annað löngu áður. Feður okkar
höfðu verið vinir og skólabræður í
guðfræðideild og vinskapur með
foreldrum okkar. Árið 1940 kom-
um við sjö manna fjölskyldan sigl-
andi yfir Norður-Atlantshaf með
skipalest frá New York til Ís-
lands, alkomin frá Kanada. Með-
an leitað var að húsnæði vorum
við yngri bræður í fóstri hjá þeim
hjónum Sigfúsi og Sigríði. Eitt
sinn hafði ég fjögurra ára pjakk-
urinn staðið við hliðina á Öddu
Báru við eldhúsborðið að hjálpa
til við kvöldmatinn. Segi ég þá:
„Ég vil fá karrút.“ „Hvað er það?“
spyr Adda Bára. „Karrút, karrút,
ég vil fá karrút!“ segi ég enn og
var víst orðinn gramur yfir skiln-
ingsleysinu. Áttar þá Adda Bára
sig á því að ég sé að biðja um gul-
rót („carrot“) sem hún var að
skera. Við yngri bræðurnir töluð-
um nefnilega enn illskiljanlegt
hrognamál frá Wynyard í Kan-
ada.
Þungvægari minning er fyrsta
sumarið mitt á Veðurstofunni
sem þá var til húsa í Sjómanna-
skólanum. Var ég þá í deild Öddu
Báru að hjálpa til við að reikna út
30 ára meðaltöl fyrir veðurathug-
anastöðvar á landinu. Þetta er
gert með 10 ára millibili. Mér
lærðist að veðurfarsbreytingar
eiga sér stöðugt stað, ekki bara
miklar á vissum skeiðum heldur
litlar sem opinberast í örlitlum
breytingum á mælingum víðs
vegar frá einum tíma til annars.
Hér nýttist til fulls nákvæmni,
iðni og áhugi Öddu Báru. Hún var
okkur hinum að sönnu fyrirmynd.
Bræðrunum Sigfúsi og Kol-
beini og fjölskyldum þeirra vott-
um við Jóhanna konan mín inni-
lega samúð á saknaðarstundu.
Þór Jakobsson.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SVAVA LEIFSDÓTTIR,
Mýrarbraut 1, Blönduósi,
lést á HSN á Blönduósi 15. mars.
Útförin fer fram frá Blönduóskirkju
þriðjudaginn 22. mars klukkan 14.
Hægt verður að nálgast streymi frá útförinni á
www.mbl.is/andlat.
Sveinbjörn Sigurðsson
Ásgeir Blöndal Bryndís Bragadóttir
Guðrún Blöndal
Hjördís Blöndal Jóhann Örn Arnarson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÞÓREY RAGNHEIÐUR V.
ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Borg í Arnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í
Skógarbæ þriðjudaginn 15. mars.
Útför auglýst síðar.
Sunna Svanhvít Söebeck Arnardóttir, Þórður Gunnarsson
Eygló Valgeirsdóttir Guðmundur Pétursson
Guðlaugur Már Valgeirsson Ásdís Erla Bjarnhéðinsdóttir
og ömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur,
stjúpsonur og bróðir,
DR. ARNAR MÁR BÚASON,
nýdoktor við hagfræðideild HÍ,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítala í Kópavogi miðvikudaginn
16. mars. Útförin verður auglýst síðar.
Camila Pía Canales O.
Viktor Örn Arnarsson
Búi Kristjánsson Sif Sigfúsdóttir
Haukur Þór Búason
Birgir Hrafn Búason
Kristín Mjöll Bjarnad. Johnsen
Telma Sif Búadóttir
Hildur Björk Búadóttir
og fjölskyldur okkar
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN JÖRGENSDÓTTIR,
Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða
þriðjudaginn 8. mars. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 24. mars klukkan 13.
Sérstakar þakkir fær yndislegt starfsfólk Hjúkrunar- og
dvalarheimilisins Höfða fyrir hlýhug og góða umönnun.
Jón Ágúst Einisson Aud Rensmoen
Sigurbjörg Einisdóttir
Ingibjörg Sigrún Einisdóttir Gylfi Ólafsson
María Einisdóttir Tyrfingur Tyrfingsson
Ásta Einisdóttir Mogens Hove Pedersen
ömmubörnin og langömmubörnin
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞORMÓÐUR ÁSVALDSSON,
Ökrum, Reykjadal,
lést á dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík
16. mars. Útförin fer fram frá
Einarsstaðakirkju laugardaginn 26. mars klukkan 11.
Aðstandendur þakka starfsfólki á Hvammi umhyggju og hlýhug.
Þórveig Kristín Þormóðsd.
Ásvaldur Ævar Þormóðsson Laufey Skúladóttir
Jón Sigurður Þormóðsson
Sigríður Sólveig Þormóðsd.
Svala Guðrún Þormóðsdóttir Baldur Þorgilsson
Jörgen Heiðar Þormóðsson Gerður Ólafsdóttir
Sigurveig Dögg Þormóðsd. Jóhann Sigmarsson
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur