Morgunblaðið - 19.03.2022, Page 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
✝
Guðrún Gunn-
arsdóttir fædd-
ist í Hafnarfirði 2.
april 1937. Hún lést
á hjúkrunarheimili
Hrafnistu í Hafn-
arfirði, 5. mars
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Gunnar
Jónsson, f. 7.6.
1894, d. 8.3. 1978,
sjómaður í 38 ár og
síðar starfsmaður við emeler-
ingu heimilistækja hjá Rafha í
Hafnarfirði til 83 ára aldurs, og
Guðmundína Þorleifsdóttir, f.
14.12. 1901, d. 3.4. 1978, hús-
freyja og verkakona.
Föðurforeldrar voru Jón Er-
lendsson, f. 24.9. 1850, d. 20.2.
1929, og Guðrún Gunnarsdóttir,
f. 24.4. 1860, d. 19.10. 1952. Þau
bjuggu í Hlíðarkoti í Garða-
hverfi, þar til þau fluttu til
Hafnarfjarðar, aldamótaárið, og
áttu þar heima upp frá því.
Móðurforeldrar voru Þorleif-
ur Kláus Guðmundsson, f. 7.6.
1864, d. 31.1. 1933, og Hólm-
fríður Helgadóttir, f. 15.8. 1867,
d. 23 2. 1938. Þau bjuggu fyrst í
syni og eiga þau saman tvö
börn: 1) Guðrún Lilja f. 10.10.
1995, og 2) Gunnar Þór, f. 3.8.
2000. Hilmar á fyrir þrjú börn.
Guðrún fór snemma að vinna.
Fyrir fermingu var hún farin að
sækjast eftir vinnu við að breiða
og taka saman saltfisk á reit hjá
Bæjarútgerðinni. Það var
reyndar stopul vinna, fór eftir
veðri. Unglingar voru kallaðir
til vinnu með því að draga vimp-
il á stöng.
Um tíma vann hún á dag-
heimili fyrir börn. Hún vann við
afgreiðslu hjá Kaupfélagi Hafn-
arfjarðar, bæði í útibúinu við
Hellisgötu og löngu síðar á Mið-
vangi eftir að þar var byggt. Frá
árinu 1960 og fram yfir 1970
starfaði hún á skrifstofu Bæj-
arútgerðarinnar við launa-
útreikning og fleiri störf. Síð-
ustu 13 ár starfsferils síns vann
hún á hjúkrunarheimili Hrafn-
istu í Hafnarfirði við umönnun.
Á milli þeirra starfa, sem hér
hafa verið nefnd, vann hún við
fiskvinnslu hjá Bæjarútgerðinni
og Norðurstjörnunni.
Guðrún naut þess að taka þátt
í félagsstarfi, einkum kórastarfi
og spilum. Hún söng í Víði-
staðkórnum frá upphafi hans og
næstu 14 ár, síðan eftir nokkurt
hlé í Gaflarakórnum, kór eldri
borgara í Hafnarfirði.
Útför Guðrúnar fór fram frá
15. mars 2022.
Garðbæ í Garði en
fluttust til Hafn-
arfjarðar árið 1919.
Guðrún átti fjóra
bræður, sem allir
eru nú látnir. Þeir
voru: Þorleifur
Hólm, stýrimaður
og um skeið starfs-
maður í álverinu í
Straumsvík, Jón
Erlendur, listmál-
ari og offsetprent-
ari, Helgi, véltæknifræðingur
og kennari við Tækniskóla Ís-
lands, og Baldur, sem lést aðeins
sex mánaða gamall, árið 1939.
Guðrún eignaðist tvö börn: a)
Jón Sigurðsson, f. 19.3. 1960,
faðir Sigurður Jónsson, eig-
inmaður Guðrúnar. Þau skildu.
Börn Jóns: 1) Alexandra Guð-
rún, f. 19.11. 1989, móðir Jó-
hanna Erlingsdóttir. 2) Gunnar
Örn, f. 9.12. 1997, móðir Jak-
obína Birna Kristjánsdóttir.
Guðrún giftist 13.2. 1965
Gunnari Þór Hólmsteinssyni,
viðskiptafræðingi, f. 6.3. 1936.
Þau eiga eina dóttur, b) Lilju G.
Gunnarsdóttur, f. 23.9. 1967.
Hún er gift Hilmari H. Eiríks-
Margs er að minnast og margt
er að þakka, elsku mamma mín.
Samtölin, samveran, stuðningur-
inn, gleðistundirnar og væntum-
þykjan, sem ég naut, hefur verið
mitt veganesti í lífinu. Barnabörn-
in þín nutu þess sama í ríkum mæli
og ylja sér nú við góðar minningar.
Það er ekki hægt að minnast
mömmu öðruvísi en að brosa. Hún
átti svo auðvelt með að sjá gam-
ansemina í aðstæðum og kom oft
með hnyttin tilsvör sem ekki var
hægt annað en að brosa að. Hún
var samt að mörgu leyti ólík kon-
um á hennar aldri. Hún hafði gam-
an af öllu sem hræddi hana, það
var hún sem dró mig í rússíbana
en ekki öfugt.
Framandi heimar, dulspeki og
líf eftir dauðann í allri sinni mynd
var henni hugleikið, sem endur-
speglaðist vel í vali á kvikmynd-
um, bókmenntum og ferðalögum.
Glæpasögur og hryllingsmyndir
var hennar val. Hún flokkaði gæði
kvikmynda eftir því hversu marga
fingur hún þurfti að kíkja í gegn-
um, tíu fingur gáfu jafn margar
stjörnur.
Hún elskaði að ferðast, bæði
innanlands og erlendis. Að liggja á
sólarbekk var neðst á hennar
óskalista. Kína, Suður-Ameríka,
Rússland, katakompur Rómar og
Egyptaland heillaði mun meira.
Ferð hennar til Egyptalands, á
slóðir múmía og faraóa, stóð alltaf
upp úr og var hún ákveðin í að
endurtaka þá ferð síðar, sem varð
þó aldrei af. Elsku mamma, ég á
eftir að fara og þá kemur þú með
mér, a.m.k í hjarta mér.
Mamma hafði mjög gaman af
söng og söng í kórum í fjöldamörg
ár. Fyrst í Víðistaðakór og síðar í
Gaflarakórnum. Hún kunni
ógrynni af lagatextum. Það dugði
henni að lesa yfir ljóð eða söng-
texta einu sinni til að kunna text-
ann alla tíð. Þrátt fyrir þverrandi
minni sl. ár voru lagatextar enn þá
nær óskertir í hennar minni og
kallaðir fram þegar tónlist var
spiluð.
Hún hafði líka mjög gaman af
að spila á spil. Hún gat spilað
endalaust. Barnabörnin voru því
ekki gömul þegar búið var að
kenna og þjálfa þau upp í að kunna
Kana. Þannig var hægt að skipta
út nýjum og ferskum spilurum, í
staðinn fyrir þá sem höfðu misst
einbeitinguna. Það breytti engu
þótt spilahöndin hafi oft verið lé-
leg, það dró ekkert úr ánægjunni.
Elsku mamma, við höldum áfram
að spila, þó að þitt sæti verði ekki
fyllt, en við tölum gjarnan um að
hafa lent í ömmusæti þegar spilin
eru léleg.
Mamma var mikill dýravinur.
Hún sá til þess að fugla og ketti í
næsta nágrenni skorti ekki fæði
eða atlæti. Það mátti ekki hrafn
fljúga yfir öðruvísi en að hún færi
út með eitthvað í gogginn fyrir
hann. Hún sá alltaf hungur í aug-
um dýra. Það er snúið að gefa
bæði fuglum og köttum í sama
garðinum en með lagni tókst
henni það. Umhyggjan fyrir þeim
sem minna máttu sín birtist einnig
í því, að mamma og pabbi áttu í
fjöldamörg ár uppeldisbörn er-
lendis, í gegnum hjálparstarf. Þar
eru nokkrir fullorðnir einstakling-
ar sem vonandi hafa eignast betra
líf með þeirra aðstoð.
Þú ert gull og gersemi
góða besta mamma mín.
Dyggðir þínar dásami
eilíflega dóttir þín.
Vandvirkni og vinnusemi
væntumþykja úr augum skín.
Hugrekki og hugulsemi
og huggun þegar hún var brýn.
(Anna Þóra)
Lilja G. Gunnarsdóttir.
Guðrún
Gunnarsdóttir
Kveðja frá
Karlakórnum Stefni
Hann hefur kvatt okkur helst
til fljótt hann Guðmundur Þór-
mundsson eftir stutt en snörp
veikindi. Við áttum eftir að taka
saman lagið að minnsta kosti einu
sinni enn. Guðmundur hóf þátt-
töku í kórstarfinu með Karlakórn-
um Stefni í Mosfellsbæ árið 1990
og söng 2. bassa. Samtals spann-
aði ferillinn um 26 ár. Hann gerði
smá hlé er vaktir í lyfjafyrirtæki,
þar sem hann starfaði sem vél-
stjóri, voru nokkuð þungar. Þegar
hann komst í „fríið góða“ var hann
óðar mættur af fullum krafti. Guð-
mundur hafði mjúka rödd og var
afar tónviss og gott var því að hafa
Guðmundur Krist-
inn Þórmundsson
✝
Guðmundur
Kristinn Þór-
mundsson fæddist
10. september
1942. Hann lést 10.
mars 2022.
Útför Guð-
mundar Kristins
var gerð 18. mars
2022.
hann nálægt sér.
Hann var afar já-
kvæður og ljúfur fé-
lagi og alltaf tilbúinn
að leggja hönd á plóg
þar sem þurfti.
Hann átti setu í
stjórn og ýmsum
nefndum sem settar
voru á stofn til að
sinna hinum ýmsu
verkefnum tengdum
starfinu. Ávallt var
hann tilbúinn að taka þátt í öllu
starfi og á leið í tækifærissöng var
gjarnan laust pláss í bíl með hon-
um. Það var alveg sama hvert var
verið að fara, félagarnir voru alltaf
„í leiðinni“. Nágrannar og félagar
úr Garðabæ og Kópavogi lögðu
gjarnan saman í ferðir á æfingar í
Mosfellsbæinn og skiptust þá á að
keyra. Nú syngur Guðmundur án
efa í Sumarlandinu með félögum
sem farnir eru á undan honum en
þar er hann nú í góðum hópi. Að
ferðalokum þökkum við Guð-
mundi samsönginn og sendum við
Stefnisfélagar Kötlu og fjölskyldu
Guðmundar okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Finnur Ingimarsson.
Hefðarfrúin
Gunnþórunn hefur
fengið hvíldina, hún
var farin að tala um
það hvers vegna hún væri látin lifa
svona lengi, allir kunningjarnir
væru farnir.
Ég undirrituð, lítil sveitastelpa
úr Súgandafirði, var 11 ára í skóla
á Ísafirði hjá frænku minni, sem
flutti svo á Akranes. Vinafólk
þeirra, Gunnþórunn og Bjarni,
buðu mér þá að vera hjá sér næsta
skólaár sem ég þáði. Ég var í bekk
með Birni syni þeirra og þau vissu
að mig langaði að vera áfram á
Ísafirði með vinahópnum. Með-
gangan að yngri syni þeirra varð
svo til þess að Gunnþórunn vissi
ekki hvort ráðlegt væri að vera
með aukabarn annað ár, en hún
talaði um það oft að hún hefði átt
að halda mér.
Það var mér gott og lærdóms-
ríkt að vera hjá þeim hjónum,
Gunnþórunni að norðan og þar
með marga siði sem ég þekkti
ekki, t.d. laufabrauðsgerð. Hún
var mikil hannyrðakona og mynd-
arleg til húss og handa.
Alltaf var tekið á móti mér opn-
um örmum, og síðar meir allri
minni fjölskyldu, bæði á Ísafirði
og í Reykjavík. Ég minnist þess er
ég var á ferð frá Siglufirði til Súg-
andafjarðar með mánaðargamla
dóttur okkar með strandferða-
skipinu Esju, mjög vont var í sjó-
inn og komið til Ísafjarðar. Þá
Gunnþórunn
Björnsdóttir
✝
Gunnþórunn
Björnsdóttir
fæddist 14. nóv-
ember 1919. Hún
lést 8. mars 2022.
Útför Gunnþór-
unnar fór fram 18.
mars 2022.
komu þau hjón í skip
og tóku okkur heim
um nóttina og skil-
uðu okkur í skip
næsta morgun þegar
hægt var að sigla
áfram. Var ég þeim
ævarandi þakklát
fyrir þetta, því sjó-
veik var ég.
Það var þeim
harmur sár að sjá á
eftir Þórdísi Mjöll
dóttur sinni í blóma lífsins og einn-
ig voru þung veikindaár Bjarna og
andlát.
Eftir lát hans varð ég enn dug-
legri að heimsækja hana og ekki
þótti henni slæmt ef Baldursklein-
ur fylgdu með, eða smákökur eftir
að hún hætti að baka.
En ótrúlegt er það að 102 ára
kona fær fyrst pláss á hjúkrunar-
heimili, því hún gat of vel séð um
sig og eldað sinn mat, þótt sjón
hennar væri orðin slæm, og sem
mikilli handavinnukonu var henni
það mjög erfitt, og eins þegar hún
varð að hætta að aka bíl.
Gunnþórunn hafði stálminni og
fylgdist vel með öllu í þjóðfélag-
inu, sem hélst þar til fyrsta áfallið
reið yfir, stuttu eftir að hún flutti á
Sléttuna síðastliðið sumar. Við
náðum að heimsækja hana áður
en við skruppum úr landi og þá
var séð að hverju stefndi, hún dó
svo daginn sem við komum til
baka.
Við eigum margar góðar minn-
ingar um þessa góðu konu, sem ég
kallaði stundum mömmu, fóstru
eða vinkonu, hún fylgdist alltaf vel
með allri okkar fjölskyldu. Í 90 ára
afmælisveislunni sinni bauð hún
svo til 100 ára afmælisveislunnar
og stóð við það með sóma, eins og
hennar var vandi.
Við Baldur sendum innilegar
samúðarkveðjur til allra hennar
afkomenda.
Kristín Friðbertsdóttir.
Gunnþórunn frænka mín var
aldrei kölluð annað en Dúdúa í
fjölskyldunni. Hún var stóra syst-
ir föður míns. Þau systkinin voru
sjö, tvær yngri systurnar eru enn
á meðal okkar. Afi og amma
bjuggu í Útskálum á Kópaskeri,
þar eyddum við barnabörnin
mörgum sumrum í góðu yfirlæti.
Faðir minn sagði mér að fyrsta
minning sín hefði verið þegar
hann var tveggja ára heima á
Kópaskeri, systir hans Dúdúa var
reið af því að hún fékk ekki bókina
Dvergurinn Rauðgrani. Hún vissi
hvað hún vildi.
Ég var svo heppin að að fá að
dvelja hjá þeim Bjarna að sumri
til þegar þau bjuggu á Ísafirði, það
var skemmtilegur tími.
Dúdúa var kvenskörungur,
glæsileg, eldklár og sem ættmóðir
fylgdist hún vel með stórfjölskyld-
unni. Hún frænka mín var ótrú-
lega minnug og setti mann oft á
gat þegar hún spurði frétta. Eftir
að hún missti Bjarna, þann ein-
staka öðling, bjó hún ein í íbúð
sinni á Sléttuvegi. Síðustu árin var
hún farin að sjá illa svo hún átti
erfitt með að aka. Hún missti því
ökuskírteinið sitt og fannst það
sárt.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja hana á Sléttuveg. Heimilið
var glæsilegt og alltaf fallega
skreytt um jól og páska. Eitt sinn
þegar við Tryggvi komum og
heimsóttum hana og hún var búin
að rekja úr okkur garnirnar um
fjölskylduna þá spyr Tryggvi
hvort hún fái ekki sendan mat.
Hún játti því en sagði svo „mér
fannst hann bara svo vondur að ég
elda sjálf“.
Minnisstætt er þegar hún hélt
upp á 100 ára afmælið sitt og ætt-
ingjar og vinir fjölmenntu. Meðal
annars komu systur hennar tvær
að norðan. Synir hennar glöddu
hana svo með því að fá Helga
Björnsson til að syngja. Þá var
fjör.
Við Tryggvi heimsóttum hana á
hjúkrunarheimilið rétt fyrir jól og
þá var hún furðu hress.
Ég mun sakna frænku minnar.
Hún var eftirminnileg kona,
glæsileg, klár og dugleg.
Rannveig Gunnarsdóttir.
Þvílík gæfa fyrir okkur vinkon-
urnar að kynnast Gunnþórunni
yngri, Göggu okkar, sem leiddi til
kynna við nöfnu hennar og ömmu,
Gunnþórunni Björnsdóttur, sem
nú fer á vit nýrra ævintýra eftir
langa og farsæla ævi.
Amma Dúdúa eins og Gagga
kallaði ömmu sína var kletturinn í
lífi vinkonu okkar, þær voru ein-
staklega nánar og áttu svo fallegt
samband.
Gunnþórunn var engum lík, al-
gjörlega mögnuð kona með glæsi-
legt yfirbragð, hlýja og fallega
nærveru og mikla persónutöfra.
Hún var glettin, með mikinn húm-
or og auðvelt að hrífast með henni
en á sama tíma var hún með mikla
lífsreynslu í farteskinu og við dutt-
um oft í djúpar og innihaldsríkar
samræður um lífið og tilveruna.
Gunnþórunn hafði lifað tímana
tvenna. Hún fæðist rétt eftir fyrri
heimsstyrjöldina og upplifir þá
seinni komin til vits og ára. Þvílíkt
lífshlaup hjá þessari einstöku og
sterku konu sem var okkur svo
mikil fyrirmynd.
Gunnþórunn var stálminnug og
einstaklega áhugasöm um hvað
væri í gangi í lífi okkar vinkvenn-
anna, maka okkar og barna. Hún
var forvitin á svo fallegan og kær-
leiksríkan hátt og okkur vinkon-
unum hlýnaði um hjartarætur
þegar hún sýndi okkur einlægan
áhuga og vildi heyra sögur um líf
okkar. Hún hafði einnig brenn-
andi áhuga á málefnum líðandi
stundar og var vel inni í öllum
þjóðfélagsmálum.
Síðastliðið sumar, í aðdraganda
kosninga, þegar Gunnþórunn
nálgaðist sitt 102. aldursár, var
hún dugleg að minna á það góða
fólk sem stóð í baráttu fyrir Fram-
sóknarflokkinn, enda Bjarni eig-
inmaður hennar þingmaður fyrir
þann flokk þegar þau bjuggu fyrir
vestan og þar sló hennar pólitíska
hjarta. En manngæskuhjarta
Gunnþórunnar sló fyrir eitthvað
miklu stærra sem svo margir
fengu að njóta góðs af.
Það var gaman að heimsækja
Gunnþórunni á Sléttuveginn þar
sem Gagga hélt gjarnan sauma-
klúbbana hjá ömmu sinni eftir að
hún flutti til Danmerkur. Heimili
hennar var einstaklega fallegt,
þar sem hennar handbragð fékk
að njóta sín, enda annáluð hann-
yrðakona. Þá dró Gunnþórunn
fram mávastellið, lagði fallega á
borð og passaði nú vel upp á það
að nafna hennar, Gunnþórunn
yngri, gerði allt með sóma fyrir
okkur vinkonurnar.
Við áttum dásamlega samveru
með Gunnþórunni á 100 ára af-
mæli hennar. Hún sló upp heljar-
innar veislu og að sjálfsögðu vildi
hún fá Helga Björns til þess að
halda uppi fjörinu. Hún var hrók-
ur alls fagnaðar og geislaði af lífs-
gleði 100 ára gömul.
Við vinkonurnar erum nú á
miðjum aldri og höfum upplifað
ýmislegt á lífsins leið. En þegar
horft er á formóður eins og Gunn-
þórunni stýra fyrirmyndarfleyinu
af þvílíku öryggi í kærleika, þá
vaknar von um slíkt hið sama fyrir
okkur. Við erum þakklátar í hjarta
okkar fyrir að þessi einstaka,
hjartahlýja og sterka kona kom
inn í líf okkar fyrir meira en 30 ár-
um. Hún snerti líf okkar allra á
einstakan hátt.
Við biðjum allt það góða í heimi
hér að umvefja, styðja og styrkja
ykkur fjölskyldu og ástvini Gunn-
þórunnar með kærleika sínum og
sendum okkar innilegustu samúð-
arkveðju.
Minningin um yndislega konu
lifir.
Borghildur, Erla, Guðbjörg,
Kristín, Margrét og Vigdís.